Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Síða 44
44 DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Meðlimír Dirg Straits setja þama upp konungholla svipinn en meðHmir Duran Duran eru hvergi sjáaniegir. Skemmti Diana sér eða ekki? Maöur einn sagöi aö þaö mætti treysta Norðmönnum fyrir mörgu ööru en gáfulegum yfirlýsingum í sambandi viö dægurtónlist, og mikiö rétt. Þessa grein rákumst viö á í norsku blaði og bar hún yfirskriftina „Diana varö fyrir vonbrigðum” og var gerð nokkuö ítar- leg grein fyrir hvað olli henni von- brigöum. Þaö er nefnilega svo aö stúlk- an er mikill aödáandi ensku poppsveit- arinnar Duran Duran og þegar hún hélt tónleika í London pöntuöu hún og Karl miða, i stúku auövitaö. Sagöi i greininni aö Diana heföi orðiö lítt hrif- in og drepleiöst og klappaö aöeins fyrir kurteisissakir. Greininni lauk með þeim oröum að þama hefði Duran Duran misst einn aðdáanda. Það er allt gott um þetta aö segja en það er nokkuð skiljanlegt að stúlkunni hafi leiöst því af myndinni að dæma þá hef- ur Kalli kariinn hennar pantað miða á ranga hljómleika, því hljómsveitin með þeim á myndinni er Dire Straits. Mitchum svarar fyrir sig Þaö er haft fyrir satt aö ameríski leikarinn Robert Mitchum hati fáa meira en ameriskt fjölmiðiafólk og einnig er haft fyrir satt að amerfskt fjölmiölafólk hati engan meira en Robert Mitchum. Til marks um þetta gagnkvæma hatur veröa hér birtar tvær frásagnir af samskiptum Mitchums viö þarlenda útvarps- menn. Einu sinni sem oftar var kappinn fenginn til aðmæta í útvarpsþátt þar sem hann átti aö sitja fyrir svörum. Þátturinn var í beinni útsendingu og átti Mitchum að mæta stundvislega klukkan 21. Mitchum mætti á staöinn stundvislega klukkan 21.15, dauða- drukkinn. Utvarpsmaöurinn hóf spurningahrinuna og Mitchum svar- aöi bæöi seint og illa fyrst i staö og þegar leið á þáttinn gekk spyrjand- inn fast aö honum að svara almenni- lega. Mitchum fyrtist viö út af þess- um ákúrum og í staðinn fyrir að svara seint og illa þá svaraði hann, sem eftir lifði þáttarins, einungis með klám- og fúkyrðum. Seinni frásögnin segir svo frá þvi þegar Mitchum var eina ferðina enn fenginn í útvarpsviðtal. I þetta skipti mætti hann á nákvæmlega réttum tima í beinu útsendinguna og í þetta skipti sást ekki á honum vin. Ut- varpsmaðurinn hóf að spyrja Mitch- um spjörunum úr en einu svörin sem hann fékk hjá honum voru vægast sagt loöin, Mitchum geröi nefnilega ekkat annaö en aö hrista höfuöið og jánka með þvi aö kinka kolli. Ut- varpsmaöurinn gnisti tönnum og reytti hár sitt af illsku og tókst hon- um tvisvar meö harmkvælum að fá svar upp úr leikaranum. 1 fyrra skiptið heyrðist „jamms”, en í seinna skiptið „neips”. þeidökkur Pétur Pan Þau tíöindi hafa borist aö utan aö leikstjórinn Steven Spielberg hafi i hyggju aö kvikmynda söguna um álf- inn Pétur Pan. Steven ætlar aö fylgja söguþræðinum samviskusamlega þó með einni undantekningu en hún er sú aö hann vill fá negra til þess aö leika Pétur. Margir hafa veriö oröaöir viö þetta hlutverk en sá sem þykir líkieg- astur er poppsöngvarinn Michael Jackson. Tíöindin hermdu aö mönnum litist vel á þá skipan mála en ekki fylgdi hvort Michael litist eins vel á þetta. HefObundinn skoskur kiæönaðir og nútímafterslan i strekkingnwn 6 Lækjartorgi. Viðkvæmrí spurn- ingu svarað Eins og flestir sjálfsagt vita þá er þjóðbúningur karlmanna í Skotlandi hnésíö köflótt pils. Lengi vel vaföist þaö fyrir mönnum um víöa veröld hverju Skotar klæddust undir köflóttu pilsunum og var miklum tima variö í aö reyna aö komast til botns í þvi máli. Skotar sjálfir þögöu eins og gröfin og létu ekkert uppi, en fyrir nokkrum ár- um skeöi þaö svo aö vindsveipur svipti Enginn v*fí feikur lengur á því að sami stæll glldir ekki hjá skosku kvsn- fódci og pHsklmdda karlpeningnum þar / iandi. DV-myndir: Halgi hulunni af leyndardómnum. Málið var ekki merkilegra en það aö karlarnir voru í engu innanundir svo þeir spur- ulu sneru sér aö öörum viöfangsefnum. Nú brá svo viö fyrir skömmu aö haldin var hér á landi skosk vika og komu þar viö sögu m.a. þessar ungu stúlkur og sáu Skotlandsvinir strax aö pils stúlknanna voru ögn styttri en þjóðlega síddin segir til um. Glotti þá maður einn við tönn og bar fram þá spurningu hvort sami undirfatasiöur- inn tiðkaöist líka hjá þeim? Var þá hvæst að honum og hann spuröur hverskonar lágkúrulegheit og klám- hunda kariremba væri eiginlega í hon- um. Vinurinn féll saman eins og sprungin blaöra og tisti ámátlega hvort munurinn á þessu tvennu væri þaö mikill aö ekki mætti spyrja sömu spumingarinnar um kvenfólkið? Þessi spuruli og leitandi maður dróst svo í burt beygöur af því mótlæti sem hann haföi orðið fyrir en eftir stóð spurning- in, og ef einhver skyldi hafa velt fyrir sér sömu spumingu þá birtist hér svar- iö. SLS Týsflötu 1. Reykjavik PósthöM 1071 Simar: 104601» 20810

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.