Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Side 23
23 DV.-MÁNUÐAGUR24; OKTOBER1983: róttir Iþróttir Paolo Rossi og Boniek, leikmenn Juventus. Boniek rekinn af leikvelli — þegar Juventus tapaði í Torinoslagnum Pólski knattspymukappinn Boniek var rekinn af leikvelli rétt fyrir leikhlé, þegar Juventus mátti þola tap, 1—2, fyrlr Torlno. Boniek braut gróflega á einum leikmanni Torino. Það vora þeir Gluseppe Dossens og Franco Selvaggi sem skoruðu mörk Torino, en Anronio Cabrini skoraði fyrir Juventus. Brasilíumaðurinn Zico skoraði sitt sjöunda mark á Italíu, þegar Udinese gerði jafntefli, 2—2, við Inter Milano. Það voru þeir Sebastiono og Roberto Pruzzo, sem skoruðu mörk Roma, þegar ItaUumeistararnir unnu Lazio 2—0. Bæði mörkin komu eftir sendingar frá Bruno Conti. Roma er efst með 10 stig, en síðan koma Juventus, Verona og Torino með 9 stig. Fiorentina er með átta stig og Udineseermeðsjöstig. -SOS Hraðupphlaup og gegnumbrot er aðall Tékka — sem lögðu lélega Dani auðveldlega að velli 23-21. Tékkar mæta íslendingum á morgun — Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — fréttamannl DV í Svíþjóð: — Danir áttu aldrei möguleika gegn Tékkum, þegar þeir áttust við í fjög- urra landa keppni í Danmörku á föstu- dagskvöldið. Danska landsliðið í hand- knattlelk lék ekki vel og náðu Tékkar strax góðum tökum á leiknum — komust yflr 14—8 fyrir leikhlé og þegar 8 min. vora til lelksloka var staðan 22— 15 fyrir Tékka. Lokakafla leikslns léku Tékkar ávallt einum til tveimur leik- mönnum færri og datt þá botnlnn úr leik þeirra og Danir náðu að saxa á for- skot þeirra og minnka muninn í 23—21, en það urðu Iokatölur leiksins. Sex Tékkum var vísað af leikvelli á lokamínútunum, en aðeins einn Dani fékk að sjá reisupassann. Sigur Tékk- anna var ekki í höfn, vegna þess hvað þeir væru góðir og léku vel, heldur nýttu þeir sér að Danir voru afspyrau- lélegir. Gerd Andersen, fyrruiji landsliös- maður Dana og þjálfari, sagði í sjón- varpsviðtali að Danir hefðu gert mik- inn feil að leika vamarleikinn framar- lega gegn skyttulausu liði Tékka. Með því opnuðu þeir Tékkum leið, þannig að þeir gátu skorað mörg mörk eftir gegnumbrot. Tékkar skoruðu flest sín mörk eftir gegnumbrot og úr hraöupphlaupum, eftir að markverðir þeirra höfðu varið slök skot Dana. Varnarleikur Dana var lélegur og þá var skotnýting þeirra slæm. Þess má geta að þeir nýttu aöeins sex af tíu vítaköstum, sem þeir fengu. Aftur á móti nýttu Tékkar öll vítaköstin sín — fjögur. Anders Dahl-Nilsen lék með Dönum og stjórnaði hann leik þeirra í byrjun, en þegar leið á leikinn fór hann að þreytast og var tekin af leikvelli — lék ekki meö Dönum undir lokin þegar þeir léku sem best. Mörkin í leiknum skoruðu þessir leikmenn: Danmörk: Hattesen 7/2, Roepstorff 5/2, Klaus Jensen 2, Jörgen Gluver 2, Morten Stig Christensen 2, Erik V. Rassmussen 2/1 og Anders Dahl-Niel- sen 1/1. Tékkóslóvakia: Brestovanský 6/4,. Tomas Bartek 4, Papiemik 3, Novak 2, Kotrc 2, Homolka 2 og Stika 1. Bartek var besti leikmaöur Tékka — eina langskyttan í liði þeirra. Tékkar koma hingað til lands í dag og á morgun leika þeir fyrri leik sinn gegn Islendingum. -GAJ/-SOS. V-Þjóðverjar bestir íDanmörku V-Þjóðverjar báru sigur úr býtum í fjögurra landa keppninni í handknatt- lelk, sem fór fram i Danmörku um helgina. Þeir unnu bæði Júgóslava og Tékka, en gerðu jafntefli við Dani. Danir byrjuðu illa — töpuðu fyrir Tékkum, en þeir unnu síðan Júgóslava. Örslit í keppninni urðu annars þessi: Föstudagur: Tékkóslóvakía-Danmörk 23—21 V-Þýskaland-Júgóslavía 18—17 Laugardagur: Danmörk-V-Þýskaland 12—12 Júgóslavía-Tékkóslóvakía 26—22 Sunnudagur: Danmörk-Júgóslavia 18—16 V-Þýskaland-Tékkóslóvakía 17—14 Lokastaðan var þvi þessi: V-Þýskaland Danmörk Júgóslavía Tékkóslóvakía 3 2 1 0 47—43 5 3 111 51—51 3 3 1 0 2 59-58 2 3 1 0 2 59-64 2 ■SOS íþróttir íþróttir NYJUSTU TEPPAFRETTIR BERBER gólfteppi á ótrúlega hagstæðu verði. Vegna sérstaklega hagstæðra magninnkaupa bjóðum við BERBER gólfteppi á aðeins kr. 390,- m2. Dæmi: Þú kaupir 40 m2, heildarverð ca kr. 15.600,-, þú greiðir aðeins kr. 3.000,- í útborgun og eftirstöðvar færðu lánaðar í 6 mánuði. BYGGINGAVÖRUBj HRINGBRAUT 120: Byggingavörur Gólfteppadeild.... Simar: Timburdeild..................28-604 .28-600 Malningarvörur og verkfæri. . 28-605 . 28-603 Flisar og hreinlætistæki.....28-430 HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu); CASIO DÖMU- OG HERRAÚR AQ-310-G (gyllt) k 2.990.00 AÍ-300 (Stál) kr. 2.550.00 Vekjari Skeiðklukka Tvöfaldur tími Ryðfrítt stál W-25 kr. 1.400.00 Kafaraúr (50m) 4 vekjarar Tveir timar Skeiðklukka Næturljós 4 ára rafhlöðuending W-36 kr. 1.400.00 Kafaraúr (50m) Vekjari Skeiðklukka Næturljós 5 ára rafhlöðuending W-400 kr. 1.400.00 Kafaraúr (100m) Vekjari Skeiðklukka Næturljós 7 ára rafhlöðuending M-52 kr. 1.630.00 Vekjari með nýju lagi alla daga vikunnar Skeiðklukka - Niðurteljari Dagatalsminni (afmælisd., brúðkaupsd.) Næturljós LB-319-G kr. 1.150.00 Sterkt gyllt dömuúr 5 ára rafhlöðuending W-750 kr. 1.880.00 Kafaraúr (100m) Vekjari Skeiðklukka Næturljós 5 ára rafhlöðuending F-85 kr. 950.00 Mjög ódýrt herrasportúr (fíber) Vekjari Skeiðklukka 5 ára rafhlöðuending LA-556-G kr. 1.400.00 Fallegt gyllt dömuúr með vekjara AQ-210 kr. 2.200.00 Vekjari Skeiðklukka Tvöfaldur tími Ryðfrítt stál LM-320-GI kr. 2.250.00 Gyllt dömuúr Þrír músikvekjarar CS-831 kr. 2.200,00 Reiknivél Vekjari Dagatal Skeiðklukka Næturljós 15 mánaða rafhlöðuendii CASIO-UMBOÐIÐ ÞINGHOLTSSTRÆT11 v/BANKASTR. SÍMI 27510.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.