Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1983, Blaðsíða 48
Tollarar
gripnir með
„gjafir”
úr starfi
Tveir tollveröir í Reykjavík hafa
viðurkennt aö hafa þegiö töluvert
magn af ótollafgreiddu áfengi, tóbaki
og matvælum af sjómanni á einu milli-
landaskipa Eimskips og ætlaö jafn-
framt aö hylma yfir mikiö smygl hins
síöastnefnda.
Ekki er vitaö til þess aö sams konar
brot hafi gerst meðal íslenskra toU-
varða áöur.
ToUverðirnir urðu uppvísir aö þessu
broti sínu síðastUöið fimmtudagskvöld
þegar annar þeirra reyndi nokkuð ölv-
aöur aö komast leiðar sinnar á bfl eftir
Breiðholtsbrautinni sem þá haföi veriö
lokað á kafla um stundarsakir vegna
umferöaróhapps. Þar var um aö ræöa
slysiö þegar ökumaöur klemmdist í bíl
sínum viö rafstaur og DV greindi frá í
síöustu viku. Viö athugun lögreglunnar
á bílnum fannst ótoUafgreidd vín-
flaska. Þegar tollvörðurinn var
spurður um tUkomu hennar svaraöi
hann til að hann ásamt félaga sínum
heföi veriö aö vinna í Mánafossi og
hefðu þeir fengiö nokkurt magn áfeng-
is f rá einum sjómanni skipsins.
Félagi mannsins var kaUaöur um-
svifalaust tU rannsóknar. Fannst
umrætt magn áfengis á heimilum
þeirra beggja, auk aUmargra vindl-
ingapakka, svo og töluvert af inn-
fluttum matvælum, kjúklingum og
hamborgarhryggjum. -SER.
Mikil gleði ríkjandi
á Egilsstöðum:
Hitaveitan
hólpin
— 70 gráða heitt vatn
streymir úr borholu
„Þaö er almenn gleöi ríkjandi hér í
þorpinu og nú er von til aö hitaveitan
okkar beri sig og veiti fólki þá hlýju
sem tU stóö,” sagði Baldur Einarsson,
hitaveitustjóri á Egilsstöðum, en á
föstudagskvöldið streymdu 20 sek-
únduUtrar af 70 gráöa heitu vatni upp
úr einni borholunni viö Urriöavatn
eftir að boraðar höfðu veriö 8 holur og
menn orðnir vonUtlir.
Fyrir þennan heitavatnsfund stefndi
í óefni með húshitunarmál Egilsstaða-
búa, vatniö í húsum bæjarbúa var
komið niður í 45 gráöur og dýr kyndi-
stöð notuö í verstu frostum. Nú verður
aö öllum h'kindum hægt aö leggja hana
niður og vatniö ætti meö góðu móti aö
geta orðið 65 gráða heitt. -EIR.
LOKI
Menn tofía misvel
í starfi.
27022
AUGLÝSINGAR
SÍÐUMÚLA 33
SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
ÞVERHOLTI 11
86611
RITSTJORN
SÍÐUMÚLA 12—14
Formannskjörið í Sjálfstæðisf lokknum:
Birgir hefur mest
fylgi f þingflokknum
— nýtur meðal annars stuðnings Alberts og Sverris
Slagurinn um formannssætið i
Sjálfstæöisflokknum er nú kominn á
fullt skriö. Frambjóöendurnir þrír
eru aUir búnir að koma sér upp skrif-
stofuaöstööu í sambandi við
kosningabaráttu sína og er nú biölaö
mjög um stuðning meöal ýmissa
áhrifamanna í flokknum.
Eftir því sem blaðiö hefur hleraö
nýtur Birgir Isl. Gunnarsson mests
fylgis meöal þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, og í þeim hópi eru ráöherr-
amir Albert Guðmundsson og
Sverrir Hermannsson, þingflokks-
formaðurinn Olafur G. Einarsson,
Pétur Sigurðsson og Halldór
Blöndal.
Matthías Bjamason og Arni Johnsen
munu örugglega styöja Þorstein
Pálsson, en ekki er hins vegar vitað
um neina í þingUöinu sem styöja
Friðrik Sóphusson, en þeir Pálmi
Jónsson og Friðjón Þóröarson eru
sagðú- vera aö gera upp hug sinn um
það, hvorn þeirra Friðriks eöa Birgis
Isleifs þeir eigi aö sty ðja.
Þaö hefur aftur á móti styrkt
nokkuð stöðu Friöriks, aö undan-
förnu, að í ljós hefur komiö meiri
stuöningur viö framboð hans meðal
ungra sjálfstæöismanna en búist var
viö í upphafi, þó helstu forystumenn
Sambands ungra sjálfstæðismanna
styðji Þorstein Pálsson.
Ekki verður vart viö átök mUU
Reykjavíkursvæöisins og lands-
byggöarinnar í fomnannskjörinu, en
frambjóöendur reyna hins vegar að
höfða tii einstakra hagsmunahópa.
Þannig mun Þorsteinn njóta góðs
stuðnings hjá vinnuveitendum, enda
mun framkvæmdastjóri Vinnuveit-
endasambandsins og eftirmaður
Þorsteins í þeim stól, Magnús
Gunnarsson, vera helsti skipuleggj-
andi kosnúigaundirbúnings hans.
Verkalýösarmur flokksins er öUu
skiptari. Magnús L. Sveinsson,
borgarfuUtrúi og formaöur VR, og
Pétur Sigurðsson alþm. styöja Birgi,
en Bjöm ÞórhaUsson styður Friörflc.
Almennt er það þó skoðun viömæl-
enda DV að landsfundarfulltrúar
muni yfirleitt ekki gera upp hug sinn
fyrr en á fundinumsjálfum.
HH
Allt lið Slysavarnafélagsins kallað út til leitar á laugardagskvöld:
Rjúpnaveiðimaður hætt
kominn við Hvalvatn
AlUr félagar í Slysavarnafélagi Is-
lands voru kaUaöir út til leitar aö
rjúpnaveiöimanni sem haföi oröiö
viðskila viö bróöur sinn og félaga á
veiðum viö Hvalvatn austan Hval-
fjaröarbotns síðastliöna laugardags-
nótt.
Mjög margir rjúpnaveiöimenn
voru á þessum slóöum þegar félagar
hins týnda gerðu Slysavamafélaginu
viövart og voru sumir þeirra beönir
aö leita hans. Félagið sendi einnig
menn sina á jeppa inn á svæðið í
sömu erindagjörðum.
Þegar þetta bar ekki árangur
kaUaði Slysavarnafélagið út allt sitt
Uö til leitar. Voru menn þess komnir
á leitarslóöirnar um klúkkan tíu um
kvöldiö. Ekki voru þeir fyrr búnir að
ganga frá skipulagningu leitarinnar,
eða um klukkan ellefu, en hinn týndi
kom í ljós. Haföi honum tekist aö
komast niður til byggða á eigin
fótum. Hann var þá mjög þjakaður
og kaldur á fótum. Lét hann þegar
vita af ferðum sínum í Olíustööinni í
Hvalfirði.
Þess má geta að eftir aö maðurinn
haföi jafnað sig á vosbúðinni hafði
hann samband við Hannes Hafstein
framkvæmdastjóra Slysavarna-
félags Islands og beinh'nis afsakaði
þetta umstang sem hann hafði
valdið. Sagöi hann aö þetta hefði
veriö fyrsta rjúpnaveiöiferð sín, og
yröi jafnframt sú síöasta. Þaö væri
ekki afsakanlegt aö klæöa sig jafnilla
og hann hafði gert í hugsunarleysi
áður en hann iagöi upp í ferðina.
Fótabúnaöur hans, heföi verið frá-
leitur, efth- á að hyggja, svo og annar
klæðnaður. Hann sagöist ætla að láta
sér þetta að kenningu veröa og
vonaðist til þess aö þessi afglöp sín
sýndu öörum rjúpnaveiðimönnum
fram á þá brýnu nauösyn aö vera
ávaUt vel búnir uppi á fjöUum. Þar
bæri aUs ekki að tefla í tvísýnu.
Þessum orðum mannsins er hér með
komiöáframfæri. -SER.
„........og sér að búið er að selja landið”
Þannig var umhorfs á Austurvelli igærmorgun og eitthvað svipað mun ástandið hafa verið að morgni31.
mars 1949, daginn eftir að Ísiandgerðist aðili að A tlatnshafsbandalaginu og fóik mótmælti á Austurvelli.
THþeirra atburða er verið að skirskota i Atómstöðinni eftir Halldór Laxness en eins og kunnugt er hafa
menn verið að kvikmynda þá sögu að undanförnu og fóru siðustu tökur fram igær á Austurvelli. Ugla er
að koma frá Búa Árland snemma morguns og sér á ummerkjum að búið er að selja landið.
Atómstöðin mun verða fullfrágengin i febrúar og þá frumsýndiReykjavík. -EIR/DV-myndS.
Davíð borgarstjóri
í varaformannsk jörið?
„íhuga málið”
,,Ég hef ekki ákveðið þaö en er að
íhuga málið,” sagöi Davíð Oddsson-
borgarstjóri er DV spuröi hann hvort
hann hygðist gefa kost á sér til vara-
formannskjörs í Sjálfstæðisflokknum.
Davíð kvað menn hafa rætt þennan
möguleika við sig. Aöspuröur hven-
ær hann myndi taka endanlega ákvörð-
un í málinu, svaraði Davíð: „A allra
jiæstu dögum. ’ ’ -JSS.
Gunnar G. Schram:
„Gef ekki
kost á mér”
,jEg hef ekki hugsað mér að bjóða
mig fram í formannskjöri Sjálfstæðis-
flokksins,” sagöi Gunnar G. Schram
alþingismaöur er DV ræddi við hann í
morgun.
„Ég sé aö blöðin hafa verið meö
boUaleggingar um þetta og raunar hef
ég fengiö ýmis tilmæli og ábendingar,
ekki síst úr mínu kjördæmi, Reykja-
neskjördæmi. En ég hef ekki hugsað
mér aö gefa kost á mér í formanns-
kjörið.
Þar er margt ágætt fólk á blaöi og ég
vona bara aö landsfundurinn kjósi
okkur farsæla forystu,” sagði Gunnar.
-JSS.