Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Side 16
16
DV. FIMMTUÐAGUR 27. OKTOBER1983
Spurningin
Hvernig líst þér á fjölqun
bankaútibúa?
Magnús Guömundsson kjötiönaðar-
maður: Ég er mjög andvígur henni.,
Þaö er of mikið af þeim.
Elva Andrésdóttir húsmóðir: Ég vil'
ekki fleiri. Ég held aö það sé komið,
nóg af þeim.
Indiana Gunnarsdóttir, húsmóðir og
skrifstofumaður: Éigum viö ekki nóg
af bönkum? En það er gott að fá þau
í úthverfin.
Helgi Indriðason verslunarmaður:
Mér finnst vera nóg um banka. Þeir
eru á öðru hverju horni. 1
Guðmundur Hermannsson yfir-
lögregluþjónn: Mér finnst allt of
mikið af bönkum. Ég segi þetta út frá j
spamaðarsjónarmiði, en ekki þekk-
ingu.
Þórir Hersveinsson lögregluþjónn: (
Mér finnst óþarfi aö fjölga þeim.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Sjómannskonan skorar 6 Steingrím Hermannsson og Karvel Pálmason að rótta hlut togarasjúmanna.
Áskorun til Steingríms og Karvels:
Réttiö hlut togarasjómanna
Sjómannskona að norðan hringdi:
Mig langar til aö koma með tillögu
vegna þeirrar kjaraskerðingar sem
allir landsmenn hafa orðið fyrir á
þessum síðustu og verstu tímum.
Hvers konar erfiöleikar steðja að
landbúnaöinum, t.d. rigningarsumarið
í ár, léleg grasspretta eða kal í túnum
og sjúkdómar í skepnum. Þá er
hlaupið upp til handa og fóta til aö
bjarga landbúnaðinum og bændunum
og fyrirtækjum sem rekin eru með
bullandi tapi.
Þetta á mest við um útgerðina.
Aflinn hefur minnkað um 50% og þar af
leiöandi tekjur sjómanna líka.
Sjómenn sem verða fyrir þessu fisk-
leysi eru lika að byggja ibúöir eins og
margt annað fólk í landinu og þeir
þurfa að sjá fyrir fjölskyldum sinum
og standa í skilum með lán sín þrátt
fyrir minnkandi tekjur. Eins og allir
sjá er það vitavonlaust eins og verð-
bólga og vextir hafa verið undanfarið.
Bændur og fyrirtæki fá endalaust
styrki og langtíma lán og því spyr ég:
Er ekki kominn tími til að eitthvað
verði gert fyrir sjómenn í þessum
efnum eins og aðra í þjóðfélaginu
þegar illa gengur?
Minn maður er t.d. með sömu krónu-
tölu í tekjur það sem af er þessu ári og
1982. Það eru þessir menn sem halda
þjóðféiaginu uppi og ef allir sjómenn
hættu við að fara á sjóinn er ég hrædd
um að ástandið í landinu yrði ekki gott.
Það er kominn timi til að bæta
sjómönnum upp með einhverju móti
allan þann tekjumissi sem þeir hafa
orðið fyrir.
Ég skora á þá sem fara með þessi
mál að sjá til þess að togarasjómenn
fái sérstaka uppbót fyrir að vera lang-
tímum saman í burtu frá heimilum sín-
um. Og ég skora á ykkur, Steingrím
Hermannsson og Karvel Páimason,
sem sanna Vestfirðinga, að nota þessa
dýru stóla ykkar og stöðu á Alþingi til
að koma þessu í gegn og það strax.
Heimili mitt er orðiö gjörsamlega
gjaldþrota.
„Ég mæfí ennþá göturnar"
Sigurður Guömundsson, Rauðagerði
33, skrifar:
„Ég mæli ennþá göturnar án þess aö
hafa fengiö skrifstofu eða síma, hvað
þá að mér hafi verið faiin einhver störf
hjá flokknum,” sagði fyrrverandi
þingmaöur eftir aö hann hafði óskað
eftir fríi frá þingmennsku. Þessi sami
fyrrverandi þingmaður sagði fyrir
síðasta prófkjör: „Nú tek ég sætið, ég
munekki víkja.”
Þessi fyrrverandi þingmaður, sem
mælt hefur göturnar í tæpt ár á fullum
launum, hætti allt í einu að mæla göt-
urnar og fór aö skrifa í blööin. Nú ný-
lega skrifar hann leiðara í frjálst, óháð
dagblað, sem hann nefnir: „Rifist um
bitling”. Er hann þar að tala um fram-
kvæmdastjórastöðu hjá BUR. Reynir
hann þar að réttlæta pólitíska uppsögn
Björgvins Guðmundssonar og segir
m.a.: „Má ekki á milli sjá hvort er
verra póiitisk uppsögn eða úthlutun bitl-
inga”.
Vegna þessa er nauðsynlegt að taka
tvennt fram. í fyrsta lagi var starfi
framkvæmdastjóra ekki úthlutaö
heldur var Björgvin kosinn af mönnum
úr ölium flokkum og var fjármálaráð-
herra Albert Guömundsson þar fram-
arlega í flokki. I öðru lagi er vert að at-
huga að af 40 æðstu embættismönnum
borgarinnar eru aðeins 3 sem aðhyllast'
ekki „réttar stjórnmálaskoðanir”,
skv. skilgreiningu borgarstjómar-
meirihlutans. En stefnan virðist vera:
Bankamenn:
HVERS VEGNA
13. MÁNUÐINN?
Kona á Sóknartaxta hringdi og vildi ’
forvitnast um hvers vegna bankamenn
fengju borgaða 13. mánuöinn.
Svar:
Hjá Sambandi íslenskra banka-
manna fengust þær upplýsingar að
þetta fyrirkomulag hefði tíökast í
marga áratugi. Upphaflega var það
hugsaö sem umbun fyrir þá kvöð að.
þurfa að vinna áfram eftir að venju-
legum vinnudegi var lokið. A síðari
árum hefur hins vegar verið litið á
þetta sem persónuuppbót, ekki ósvipað
því sem tíökast hjá mörgum einkafyrir-
tækjum og opinberum starfemönnum.
öryrkjar:
Hreinn stofn, einn flokkur. Því fór sem
fór.
Nú víkur sögunni aftur að áður-
nefndum fyrrverandi þingmanni. Og
hann segir: „Ég hef verið óbreyttur
þingmaður í 10 ár og ég held að þaö sé
ekkert of mikiö sagt þó ég hafi getað
búist við að áhrif mín yrðu meiri
heldur en raun ber vitni”.
Hvað er þessi fyrrverandi þing-
maður aö fara? Var hann ekki kosinn á
þing til að setja landinu lög. Áður en
Alþingi er sett fer hann í fýlu og segist
ekki fá að hafa nægileg áhrif. Hvaða
áhrif er hann aö tala um? Jú, hann
fékk ekki að veröa ráðherra og verður
áfram að vera óbreyttur þingmaður og
síðast en ekki síst fékk hann engan feit-
an bitiing. Auk þess fékk hann ekki
heldur ýmis hlunnindi eins og skrif-
stofuog síma.
Er ekki tími til kominn að menn geri
sér grein fyrir því aö þeir sem kjörnir
eru á þing eiga að setja landinu lög en
það sé ekki sjálfgefið að feitir bitlingar
fylgi.
Verðlaunahaf arair úr litasamkeppni Hörpu. Þeir sem enn hafa ekki f engið viður-
kenningarskjöl geta vænst þeirra nsstu daga.
Litasamkeppni Hörpu:
VIÐURKENNING
Á LEIÐINNI
EKKIKAUPA LEISI-
GEISLAHUÓMTÆKI
Haraidur örn Haraldsson hringdi:
Ég vil hvetja öryrkja til að kaupa.
ekki leisigeisLahljómtæki, sem nú er
farið að flytja inn, fyrr en tollar á tækj-
unum hafa verið feUdir niður. Ég hvet
einnig samtök öryrkja til að berjast
fyrir því að þessi gjöld verði feUd
niður.
Guðrún Guönadóttir hringdi og vildi
gera athugasemd við frétt í DV í
síðustu viku þar sem sagt var frá
verðlaunaafhendingu i Utasamkeppni
málningarverksmiðjunnar Hörpu sem
fram fór á iðnsýningunni í sumar.
Sagði þar að allir þátttakendur hefðu
fengið viðurkenningarskjöl. Guðrún
sagði að dóttir hennar hefði ekki fengiö
skjal og vildi fá að vita hvemig á því
stæði.
Svar:
Hjá Hörpu var okkur sagt að enn
væri verið að senda myndir og skjöl til
þátttakenda og yrði því væntanlega
lokið á næstu dögum. Þá er og öUum
heimilt að hafa samband við verk-
smiöjuna ef viöurkenningarskjöl hafa
ekki borist og verður reynt að greiða
úr öUum málum.