Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1983, Side 31
DV. FIMMTUDAGUR 27. OKTOBER1983.
Sandkorn Sandkórn
Sandkorn
ii iWWflnllnl1 M MMfc <rlWhwi i - ^
Þeir efga bágt i björgunarsvertunum.
Eysteinn Heigason.
Maður í manns
stað
Mannabreytingar í toppn-
um hjá Samvinnuferftum-
Landsýn hafa vakið nokkrar
vangaveltur meðal fólks. Ey-
steinn Helgason hefur sem
kunnugt er iátið af starfi
framkvjemdastjóra þar og
hyggst halda til Bandaríkj-
anna þar sem hans bíður
óskilgreint starf. Er það mál
manna að Eysteinn muní
verða skólaður upp i starf
Guöjóns Ölafssonar, fram-
kvæmdastjóra Iceland Sca-
food Corporation. Guðjón
muni hins vegar koma heim
og taka við af Erlendí
Einarssyni, forstjóra SIS.
Enginn í vetur
Enginn fangi frá Litla-
Hrauni verður við nám í
Fjölbrautaskólanum á Sel-
fossi í vetur. Sem menn
muna var gerð slik tilraun i
fyrra við misjafnar undir-
tektir þeirra er málið varð-
aði.
Dómsmálaráöuneytið hafði
sent skólayfirvöldum á Sel-
fossi tilmæli þess efnis að
einum fanga yrði leyft að
stunda nám i dagskóla í
vetur. Kennarar við skólann
samþykktu það, svo og al-
mcnnur fundur nemenda.
Nemendaráð skólans var því
hins vegar andvigt. Þær
niðurstöður voru síðan send-
ar til menntamálaráðu-
neytisins. Þaðan barst það
svar að meðan ekki væru í
gildi neinar reglugerðir sem
heimiluðu slikt nám fanga
þá ætti það ekki aö eiga sér
stað. Og þar við situr.
Af sem áður var
Leiðari Morgunblaðsins í
gær fjallaði mcð öðru um
stjórnarandstöðuna. Þar
sagði: „Átök magnast dag
frá degi í Alþýðubandalag-
inu. Við blasir að í upphafi
þings er stærsti stjórnarand-
stöðuflokkurinn ófær um að
veita rikisstjórninni það að-
hald sem eðlilegt er á al-
þingi..
Öneítanlega leiðir þessi
klausa hugann að þeim tima
sem Sjálfstæðisflokkurinn
var í stjórnarandstöðu. Þá
lét ágætur framsóknarmað-
ur, raunar núverandi sam-
ráðhcrra sjálfstæðlsmanna,
þau orð falla i blöðum að
innanflokksátök í Sjálf-
stæðisflokknum væru mesta
vandamál islenskra stjórn-
mála.
Svona geta nú veður skip-
ast í iofti.
Ekki allt
sem sýnist
Flesta mun reka minni til
þess er r júpnaskyttan týndist
við Hvalvatn á dögunum. Sá
atburður átti eftir að draga
töluverðan dilk á eftir sér,
bak við tjöldin.
Málið var uefnilcga það aö
eitt blaðanna haföi komist
svo að orði að allt lið björg-
unarsveitar Slysavarna-
félagsins hefði verið kallað
út. Og þaö var eins og við
mannlnn mælt að allar hinar
björgunarsveitimar ruku upp
til handa og fóta og hund-
skömmuðust yfir því að
þeirra hefði ekki verið getiö i
fréttinni.
Þá varð sjónvarpið fyrir
þvi óláni að birta mynd af
björgunarsvcit Ingólfs þar
sem hún var að búa sig til að
leita að rjúpnaskyttunni. Sú
myndbirtíng orsakaði það að
linurnar niður í sjónvarp
voru rauðgióandf. Voru þar
komnar hinar björgunar-
sveitirnar sem fannst heldur
en ekki hallað á sig.
Finnst mörgum þessi sand-
kassaleikur heldur spaugi-
legur í ljósi þess markmiðs
sem björgunarsveitinrar
tclja sig hafa að þjóna fyrst
og fremst.
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Ferðabók
Sveins Pálssonar
— dagbækur og ritgerðir
1791-1797
Feröabók Sveins Pálssonar kom
fyrst út áriö 1945 í þýöingu þeirra Jóns
Eyþórssonar, Pálma Hannessonar og
Steindórs Steindórssonar. Það var Jón
Eyþórsson sem bjó bókina þá til prent-
unar og fylgdi henni úr hlaði með ítar-
legum formála og eftirmála þar sem
hann gerði grein fyrir ævi og störfum
Sveins Pálssonar. Ferðabókin var þá
þegar mjög fagurlega útgefin og m.a.
var Tryggvi Magnússon listmálari
fenginn til þess að myndskreyta bók-
ina og teikna upphafsstafi viö hverp
kafla.
Segja má að það sé vel viö hæfi aö
Ferðabók Sveins Pálssonar komi út
aftur á því ári þegar liðin eru 200 ár frá
Skaftáreldum því Sveinn skoöaði
upptök eldanna árið 1794 og skráöi þá
hiö svokallaða Eldrit sitt sem er
einmitt hluti Ferðabókarinnar sem nú
kemur út. Hann gerði einnig uppdrátt
af Skaftáreldahrauninu og „Eldsveit-
unum” sem nú er prentaður í fyrsta
sinni eins og Sveinn teiknaði hann og
fylgir uppdrátturinn með Ferða-
bókinni sérprentaður í sérhönnuðu
umslagi.
Rétt er aö geta þess aö Haraldur
Jónsson, kennari og hreppstjóri í Gröf
á Snæfellsnesi, vann þaö þrekvirki á
sínum tíma að skrifa upp allt handrit
Sveins, sem hann skrifaði á dönsku,
orð- og stafrétt. Haraldur hóf þetta
verk algerlega ótilkvaddur meðan
hann var nemandi í Kennaraskólanum
en lauk því síöan í ígripum um 1930.
Afrit Haralds notuöu þeir Jón, Pálmi
og Steindór er þeir þýddu bókina.
Ferðabók Sveins Pálssonar er aö öllu
leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
Sigurþór Jakobsson hannaði titilsíður,
bókarspjöid og öskju.
Samhliða hinni almennu útgáfu
Feröabókar Sveins Pálssonar, sem nú
kemur út, voru gefin út 97 eintök af
bókinni tölusett og árituð.
Leiðbeiningar fyrir foreldra
sem eiga
börn á sjúkra-
húsum
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur
gefiö út bókina Leiðbeiningar fyrir for-
eldra sem eiga börn á sjúkrahúsum að
frumkvæði Norræna félagsins um
þarfir sjúkra barna. Höfundur bókar-
innar er Lise Giodesen en þýöingu ann-
aðist Valgerður Hannesdóttir. Bókin
kom út á fyrsta degi þinghalds
Norræna félagsins um þarfir sjúkra
barna, sem haldið var hér á landi í
síðustu viku, en þingiö sóttu fulltrúar
af öllum Norðurlöndunum. Höfundur
bókarinnar, Lise Giodesen, er sjúkra-
iðjuþjálfari sem hefur í starfi sínu á
dönskum og amerískum sjúkrahúsum
öðlast mikinn skilning á því, hvaða
áhrif sjúkdómar og innlögn á sjúkra-
húshefuráböm.
Helga Hannesdóttir, læknir á barna-
geðdeild Landspítalans, og Halldór
Hansen, yfirlæknir bamadeildar
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur,
rita inngang bókarinnar og komast
m.a. svo aö orði: „Það getur verið
óhjákvæmilegt að leggja bam inn á
sjúkrahús, ef ekki er hægt að veita því
nauðsynlega læknisþjónustu á annan
hátt. Og víst er það, að mörg böm fá
bót meina sinna á sjúkrahúsum. Engu
að síður er talið, að nær helmingur
þeirra barna, sem dvelja á sjúkrahús-
um fái meiri eða minni eftirköst, sem
haft geta miöur heppileg áhrif á
þroska bamanna í framtíðinni og þá
jafnvel langvarandi. Þýðing þessarar
bókar á íslensku er því bæði for-
eldrum, bömum og starfsfólki sjúkra-
húsa kærkomin vegna þess, að hún
veitir þeim upplýsingar, fræðslu og
leiðbeiningar um þau skaðlegu áhrif,
sem veikindi og sjúkrahúsdvöl geta
haftíförmeðsér.”
Bókin Böm á sjúkrahúsum er sett og
prentuð í prentstofu G. Benediktssonar
en bundin h já Amarfelli hf.
Þórarinn Eldjám
lðunn
Kyrr kjör
eftir Þórarin Eldjárn.
Ut er komin hjá Iðunni bókin Kyrr
kjör, saga eftir Þórarin Eldjárn.
Þetta er fyrsta langa saga Þórarins, en
áður eru komnar frá hans hendi þrjár
bækur meö kveðskap, Kvæði, Disney-
rímur og Erindi, svo og smásagna-
safnið Ofsögum sagt. Af bókum
Þórarins hafa þrjár komiö ú oftar en
einu sinni, Kvæði fjórum sinnum,
Disneyrímur og Ofsögum sagt tvisvar.
Kveikja sögunnar er ævi skáldsins
Guðmundar Bergþórssonar, sem uppi
var á ofanverðri 17. öld og er eitt stór-
virkasta rímnaskáld Islendinga. Einn-
ig kemur hann nokkuð við þjóösagnir.
Sá Guðmundur, sem Þórarinn Eldjám
hefur vakið til lífs í sögu sinni, er
hvergi frjáls maður nema í draumum
sínum og skáldskap. I veruleikanum
liggur hann máttvana og bjargarlaus.
En hann eignast vin — brennimerktan
þjóf — er verður honum sem fætur
hans nýir. Báða dreymir skáldið og
þjófinn um að finna frelsið með hjálp
þeirra vina sem í steinum búa og forn
fræði vísa þeim loks veginn til Sjálfs
Pálma Purkólíns. Eða er það ekki
vegurinn? Það er ein þeirra áleitnu
spuminga sem saga þessi vekur.
I kynningu forlagsins segir m.a.:
„Frásögnin leiftrar af fjöri og gáska
sem lesendur Þórarins þekkja af fyrri
verkum hans. En undir býr djúp
alvara og birtist skýrast í myndum
niðurlægingarinnar sem höfundur
bregður upp frá horfinni tíö. I eymd-
inni lifir draumurinn um frelsið og
tekur á sig margvíslegar myndir í
hugum þeirra sem ekki una kyrrum
kjörum.”
Kyrr kjör er 153 bls. Oddi prentaði.
Auglýsingastofa Kristínar/Erlingur
Ingvarsson hannaöi kápu.
ALDRAÐIR
þurfa að
ferðast eins
og aðrir.
Sýnum þeim
tillitssemi.
iJU^JFERÐAR
-—VIDEO"—...................
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 23
Kvikm yndamarkmðurinn
Skólavörðustig 19 — simi 15480.
Videokiúbburinn
StórhoM 1. Simi35460.
—VIPEO J
Snyrtivörur
fyrir þá sem eiga aðeins það besta skilið.
Lista-Kiljan sf„ sími 16310.
Nauðungaruppboð
Að kröfu skiptaráðandans i Reykjavík verður ýmislegt lausafé er til-
heyrir þrotabúi vöruhússins Magasíns sf. selt á nauðungaruppboði
sem haldið verður í verslunarhúsnæði hins gjaldþrota félags að
Auðbrekku 9—11, Kópavogi, fimmtudaginn 27. október 1983 kl. 18.
Er hér einkum um ýmiss konar verslunarinnréttingar að ræða, svo
sem tréhillur, járngrindarhillur, vegghillur úr járni, borð, þrígrips-
slár, f atahengi, innkaupagrindur á hjólum, hillur og fatahengi úr vöru-
geymslu, nokkur skrifborð, pg stólar, skjalaskápar, nokkur hand-
slökkvitæki, DT vörubrettalyftara á hjólum, vörubretti, ljósritunar-
vél, auk fleiri muna.
Munirnir verða til sýnis frá kl. 16.30 sama dag og uppboð fer fram.
Greiðsla fer fram við hamarshögg.
Bæjarfógctinn í Kópavogi.
LONDON
FYRIR KR. 120
\
Þú situr í rólegheitum heima í stofu og
\ gerir innkaupin beint frá Oxford Street í
London, áhyggjulaustog án
ferðakostnaðar. Þetta getur þú
'^þakkað nýja risastóra Grattan
vörulistanum. Grattan haust-
ogvetrarvörulistinn er nær
þúsund síður, þar sem
boðnar eru góðar vörur á
k. mjög hagstæöu verði og
^ gæðin eru fyrsta flokks.
Fatnaður, búsáhöld,
' sportvörur, heimilistæki,
hljómtæki, húsgögn og gjafa
vörur, svo
eitthvað
sé nefnt.
PÖNTUNARSEÐILL
□ Vinsamlegast sendið mér Grattan haust-
og vetrarvörulistann á kr. 120.- + burðargj.
GRATTAN VÖRULISTAUMBOÐIÐ
Pósthólf 5053 - 125 Reykjavík
I
J
Pantanasimar: 36020 — 81347.
Opið tilkl. 10 á kvöldin.