Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Side 34
34 DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER1983. Heilsugæslustöð í Ólaf svík Innanhússfrágangur Tilboð óskast í innanhússfrágang Heilsugæslustöðvar í Olafs- vík. Húsið er ein hæð, um 740 m2. Byggingin er fokheld. Verkinu skal að fullu lokið 1. nóv. 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 30. nóv. 1983 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Brio kerrur og vagnar Baby Björn- búðin Laugavegi 41, sími 24988. HJÓLA-TJAKKAR Opið laugardaga kl. 10-12. Síðumúla 17-Simi 37140 Pósthólf 5274— 125 Reykjavik Sendum gegn póstkröfu m ttBÚD/fit komnir aftur Tvœr stœrðir: 2 tonn kr: 3.950. 11/2 tonn kr: 3.800 Einnig spindiitjakkar, gírkassalyftur og búkkar. Menning Menning Menning Þjóflloikhúsið: NÁVlGI eftir Jón Laxdal Þýfling: Árni Bergmann Lýsing: Hávar Sigurjónsson Búningar: Guðrún Sigríflur Haraldsdóttir Leikmynd: Björn G. Björnsson Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir og Jón Laxdal. Mikil prýði var að Rut: Guðrúnu Stephensen í hlutverkinu í Þjóöleik- húsinu í fyrrakvöld, svo dauöans dapurlegt sem það annars var. Þeg- ar hún tók til máls var eins og lifnaði dálítið ljós á sviöinu, eygja mætti á- væning af yrkisefni í því sem á gekk í leiknum. En þaö var ekki nema þá. Og hrökk engan veginn til. Hvemig á annars aö lýsa leik eins og þessum? Svo mikið er víst að efni hans feist eða á að felast í manngerðunum, persónulýsingum í leiknum, aö hann f jallar um dáðleys- ingja og draumamenn, og er á þeim feikilegt drykkjudrabb leikinn út í gegn. Þeir Paul og Rudolf: Róbert Arnfinnsson og Borgar Garðarsson láta sig í vímunni dreyma um þaö að búa til bíó. Eða svo var að heyra á þeim. Og eru þó báðir tveir frá byrjun alveg klárir á því að það versta sem fyrir þá kæmi væri að draumurinn rættist og þeir ættu eða mættu til að fara að gera bió i alvörunni. 1 þær kringumstæður hafa þeir alls óvænt ratað í leikslokin og er sú uppákoma hvorki trúlegri né ótrúlegri en annaö sem fyrir ber í leiknum. Vandræðin eru þau að ógemingur verður að festa hug og trú á þá Leiklist Ólafur Jónsson félaga, Rudolf og Paul sem möguleg- ar manngerðir, hvað þá einstaklinga. Sama þótt góöir leikendur, Róbert og Borgar, leggi orku og alúð í hlutverkin. Þeir virðast einfaldlega úr lausu lofti gripnir, aldeilis innantómir, og þess- vegna fátt til ráöa annaö en fylla þá sem fyrst. I þessu kann að liggja gæfumunur þeirra og Rutar, allténd fékk hún í meðfömm Guðrúnar Stephensen, talsmátinn, fasið og upplitiö á henni öllu heldur en neitt sem hún beinlínis sagði eða aöhafðist á sviöinu, svip eða keim af raunverulegum kvenmanni. Og vakti þar með í bili hugboð um eiginlegt efni undimiðri hinum ankannalegu hlutverkum og atburðarás á sviðinu. öfugt við þá Paul og Rudolf hefur h'ka Rut eitt- hvað að segja sjálf i leiknum, fuh með slúður, hugmyndir, minningar, alls konar rugl, og sá ávæningur af atburðarás sem greina má í leiknum varðar afstöðu hennar til þeirra. Trúir hún á þá, sér í gegnum þá eða tekur hún þátt í leiknum með þeim? Þetta er að vísu ónógt til að vekja neinn eiginlegan áhuga á efninu. En það varð semsé langhelst gaman að einræðum Guðrúnar í leiknum. Vart verður dregið í efa að fyrir- ætlun höfundar með leiknum sé dyggilega framfýlgt í sviðsetningu þeirra Brynju Benediktsdóttur. Og nógir kraftar eru lagöir í leikinn. Sú fyrirætlun virðist bara í meira lagi óskýr og eftir því marklaus: einungis uppmálun hinna dáölausu drabbara, óbreytt frá byrjun, einhverslags trúðleikur þeirra í kringum konuna í leiknum. Af hverju ekki gefja sjans á því að taka þá að einhverju marki trúanlega, þó ekki væri nema í blábyrjun leiks eða frameftir fyrsta þætti? Þá yrði annar þáttur allténd skiljanlegri og gæti líkastil orðið skemmtilegri: þar dúkkar upp rithöfundur: Baldvin Halldórsson sem endilega hreint vill láta þá félaga búa til bíó eftir bókinni sinni. Og sami karlfugl hnýtir um síðir endahnút á leikinn, alveg upp úr þurru. En það er ekki. um að tala neina eiginlega fram- vindu í leiknum eins og hann kemur fyrir, hann stendur kyrr, að því leyti sem hann snýst ekki hringinn í kringum Rut. Og aðalefniö, lýsing hinna óskemmtilegu félagsbræðra, öldungis ómegnugt um að vekja á sér svo sem neinn áhuga. Það verður að segjast eins og er: óskiljanleg ráðabreytni aö taka svo ósaminn leik sem Návigi upp á aðalsviði Þjóðleikhússins. En þótt Jóni Laxdal láti ekki að yrkja kann hann að eiga þangað annað erindi: ’ að leika sjálfur. Það er vonandi að næsta heimkoma lánist betur. TIL BÍÓ Borgar Garðarsson og Guðrún Stephensen í Mntverkum sinum i leikritinu Návigi eftir Jón Laxdal sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á fimmtudagskvöld. AÐBÚA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.