Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Side 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983.
„Ég varpa þessum hlutum fram sem umræöugrundvelli og vœnti mikils af niðurstöðum umræðna ykk-
ar, "sagði Haiidár Asgrimsson, en þingfulitrúar fóru strax að bera fram spurningar um tilhögun á fækkun
skipa ogsamdrættiiveiðum. DVmynd: GVA.
Opinber fisk
sölustefna í
fæðingu?
Halldór Asgrímsson sjávarútvegs-
ráöherra sagði m.a. í ræöu sinni á
fiskiþingi í gær að viö stæðum nú á
tímamótum í fiskisölumálum okkar.
Ljóst væri aö viö þyrftum aö hafa
markaðssjónarmiö að sterkara leiöar-
ljósi en verið hefur. Gæta þess aö
framleiöa aöeins fyrir bestu markaði
og jafnframt hagkvæmustu einingai i
þá.
I þessu sambandi nefndi hann hina
geysilegu aukningu í skreiöarverkun
og í saltfiskverkun, sem varö fyrir
tveim árum meö þeim afleiöingum aö
mun minna var fryst fyrir Bandaríkja-
markaö en æskilegt heföi veriö.
Hann mælti mjög meö samræmdri
markaðsstefnu íslensku fisksölufyrir-
tækjanna í Bandaríkjunum og taldi
kosti samvinnu í því sambandi vera
yfirgnæfandi sterkari en innbyröií
samkeppni.
Ekki vék hann nánar aö því hvet
ætti aö ákveöa hversu mikiö ætti aö
hengja upp, salta eöa frysta. En í
fréttaskýringu í málgagni hans, Tím-
anum, var fyrir skömmu ýjaö að opin-
berri forsjá á því sviöi og í sömu skýr-
ingu virtist forsætisráöherra, Stein-
grímur Hermannsson, líta á þaö sem
athyglisverða hugmynd.
-GS
Þéttbýlistogararn
ir veiða minnst
af þorski
— Reykvíkingar og Reyknesingar sjá því ekki
ástæðu til að fækka togurum þar ffyrst
Ingólfur Amarson sagöi á fiskiþingi
í gær aö Reykvíkingar, Hafnfiröingar
og Suöurnesjamenn heföu þungar
áhyggjur af þeim hugmyndum sjávar-
útvegsráöherra aö ef gripið yröi til
þess aö leggja einhverjum togurum,
þótt ekki yröu þeir kannski 30, væri
rétt aö leggja aöallega togurum frá
þéttbýlissvæðum. Rök ráöherra fyrir
því eru þau aö á þeim svæöum séu bæði
fleiri atvinnutækifæri og betra svig-
rúm til aö skapa ný í öörum greinum
en sjávarútvegi.
Ingólfur benti á aö fækkun togar-
anna væri fyrst og fremst rökstudd
meö því aö draga yröi úr sókn í þrosk-
stofninn. I því samandi gat hann þess
aö um síöustu mánaöamót heföi þorsk-
hlutfall þess 31 togara sem geröur er út
frá svæðinu verið aöeins 21 prósent en
þorskhlutfall hinna 70 togaranna hafi
hins vegar veriö 48 prósent.
Hann sagöi aö 570 sjómenn störfuöu
á þessum togurum og sköpuöu þeir
1,200 atvinnutækifæri í fiskiönaði fyrir
utan störf í margvíslegum þjónustu
greinum sjávarútvegsins.
Því má svo bæta hér viö aö þeir tog-
arar sem um þessar mundir eiga í
hvaö verstum vanskilum eru lang-
flestir frá öörum landsvæðum.
-GS.
Halldór Ásgrimsson og Þorsteinn Gíslason fiskimálast/óri á Fiskiþingi i
gær. DVmynd: GVA.
„Slæm búhyggja að seija bestu mjólkurkýrnar”
- segir fiskimálastjóri
Nokkrar umræöur hófust þegar í
upphafi fiskiþings í gær um fækkun í
fiskiskipastólnum. Þorsteinn Gísla-
son fiskimálastjóri rakti m.a. þær
sviptingar sem oröiö hafa í uppbygg-
ingu vissra skipagerða flotans, allt
eftir því hvaö náttúran hefur boöiö
upp á sem hagstæðustu veiöarnar. Á
árunum ’40 og framundir ’50 var
geysimikiö byggt af bátum. Næst
kom nýsköpun togaraflotans, þá upp-
bygging síldar- og loönuflotans og
seinast uppbygging skuttogaraflot-
ans.
Þorsteinn sagöi aö þrátt fyrir öll
þessi stökk liföum viö ekki því lífi,
sem viö lifum í dag, ef þau hefðu ekki
veriö tekin.
Þorsteinn sagöi flotann of stóran
nú. Hér væru nú á ferð erlendir spá-
kaupmenn sem vildu kaupa okkar
bestu skip fyrir smánarverð. „Þaö
hefur aldrei veriö talin góö búhyggja
aö selja bestu mjókurkýrnar úr f jós-
inu,” sagði hann og benti á að ekki
mætti henda okkur aö standa eftir
meö úr sér gengin og lifshættuleg
skip til sóknar á einhverjum hættu-
legustufiskimiðumheims. —GS
í dag mælir Dagfari
ídagmælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
Að reykja ofan í aðra
Eins og öllum er kunnugt telst þaö
til meiriháttar dáöa hér á landi ef
einhverjum tekst að leggjast í bind-
indi. Gildir það jafnt um tóbak og vín
og komast menn raunar þá fyrst í
álit scm dáðadrengir þegar þeir eru
orönir afturbata í nautnunum.
Frægt var fyrir nokkrum árum,
þegar valinkunnir góðborgarar voru
dregnir fram í íslenska sjónvarpinu
og látnir slökkva í síðustu sígarett-
unni fyrir framan alþjóð. Þaö átti að
vera merki þeirrar ögunar og sjálfs-
afneitunar sem fínust er um þessar
mundir. Þeir sem eru afturbata í
áfengi eru til að mynda í hávegum
hafðir og þykir enginn maður með
mönnum nema sá sem sótt hefur
Freeport og Silungapoll heim. Þá
fyrst hafa menn drýgt þá dáð sem
athygli og aödáun vekur.
Meðan það er sem sagt fínt að vera
hættur að vera fyllibytta á íslandi,
hefur minna farið fyrir.hóli um hina,
sem aldrei hafa lagt áfengi sér til
munns eöa stundað reykingar upp á
einn pakka á dag. Þeirra cr aö engu
getið og teljast ekki til manndóms-
manna. Þannig hafa stórstúkumenn
verið haföir aö háöi og spotti og
skoðaðir sem sérvitringar, meðan
AA menn og Freeport meölimir
ganga um eins og frelsandi englar og
endurborin jesúbörn. Um bindindis-
menn á tóbak er ekki eyðandi orðum.,
En því er þetta rakið aö nú hefur
heilbrigðisráöherra lagt fram þings-
ályktunartillögu á sjálfu alþingi, þar
sem kveðið er á um, að framvegis
skuli bannað aö reykja í opinberum
stofnunum.
Röksemdir þessarar tillögu eru
ekki þær að banna eigi hverjum og
einum aö reykja, sem auðvitað væri
hendi næst, heldur hitt að reykinga-
maðurinn sé aö rcykja ofan í aöra!
Nú er sem sagt komið á daginn að
bindindismenn hafa vaöið i þeirri
villu, aö þeir væru óhultir fyrir
tóbakinu og nikótíninu, meðan þeir
reyktu ekki sjálfir. Heilbrigöis-
ráöuneytiö hefur fundið það út að það
sé reykt ofan i þá af öðrum og þær
reykingar eru stundaðar á opinber-
um stofnunum.
Það er vitaskuld reiðarslag fyrir
þjóöina og Bandalag starfsmanna
rikis og bæja aö uppgötva að
opinberir starfsmenn eru allir ofur-
seldir tóbakinu, og ekki seinna
vænna en stöðva þennan ósóma. Ef
skipulega er staðið aö því af
reykingamönnum rikisins að reykja
ofan í samstarfsmenn sina og kúnn-
ana, þá sjá allir að á því eru margir
og skaðlegir vankantar.
Fyrir það fyrsta er það alvarlegt
mál ef fólk getur komist upp með aö
reykja án þess að reykja sjálft. Sala
ríkisins á tóbaki er undir því komin
að hver og einn verði aö kaupa sínar
sígarettur sjálfur en skjóti sér ekki
undan þeim útgjöldum með því að
láta aðra reykja ofan i sig.
t öðru Iagi er það siðlaust með öllu
að láta þá spillingu viðgangast á
opinberum stofnunum lýðveldisins,
að fólk reyki hvert ofan í annað, enda
mun það fljótt leiða af sér nærgöng-
ulli likamlegri samskipti. Það hefur
tU að mynda alls ekki verið upplýst
hvemig opinberir starfsmenn reykja
hver ofan í annan. Er það „munnur á
munn” aðferð eða hvaö?
Á hinn bóginn er fátt svo með öUu
Ult, að ekki boði nokkuð gott. Upp-
götvun heUbrigðisráðuneytisins er
sú að enginn sem rekist hefur inn á
opinbera stofnun á íslandi getur
talist bindindismaöur á tóbak. Meö
banninu viö að reykja ofan í aöra
emm við ÖU orðin afturbata í
nautnunum. Þarf því enginn aö fara
á Freeport lengur tU aö komast í
finni manna tölu.
Dagfari.