Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Page 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983. Kanadamenn undirbúa stórsókn inn á bandaríska fiskmarkaðinn: Hundruð milljóna auglýsingaherferð að fara í gang Kanadamenn ætla ekki aö gera þaö endasleppt í opinberri aöstoö viö út- gerö þar í landi. Eins og DV skýröi frá í gær eru þeir aö styrkja fiskvinnslu- fyrirtæki verulega. Þá mun meðal- framlag til afkastamikilla togara í ár, en þeir áttu í rekstrarörðugleikum, vera eitthvaö á bilinu 25 til 30 milljónir íslenskra króna. Arsaflaverðmæti meöaltogara hér verður á bilinu 30 til 40 milljónir króna í ár. Mötuneyti ríkisspftalanna: Ekkert „Það komu engin tilboð í rekstur mötuneyta ríkisspítalanna,” sagöi Símon Steingrímsson, forstjóri tækni- deildar ríkisspítaianna, er DV ræddi viö hann. Rekstur mötuneytisins haföi sem kunnugt er veriö boöinn út og stóö til að opna tilboð í hann í gær. Af því varö þó ekki eins og aö framan greinir. Þá hefur ræsting á ríkisspítölunum, svo og rekstur lyfjabúrs, einnig verið boöin út. Veröa tilboö í þá þætti opnuð síöar í þessum mánuöi. -JSS. „Komum ekki í veg fyrir samkeppni” Þá ætla þeir að verja sem nemur 1,300 milljónum króna til kynningar- og sölustarfsemi á fiskafurðum sínum í Bandaríkjunum næstu f imm árin. Bandarikjamenn boröa ekki nema 14 til 15 pund á mann af fiski á ári samanboriö viö 150 til 160 pund á íslandi svo heildarneyslan þarf ekki aö aukast um mörg pund til aö um geysi- lega aukningu veröi að ræða. Skiptar skoðanir eru um hvort sú aukning kæmi okkur til góöa eöa ekki, enda ætla Kanadamenn að ná þessari aukn- ingu með fiski undir kanadiskum vöru- merkjum. Þaö kom fram á fiskiþingi í gær aö menn álita að átökin viö Kanadamenn á Bandaríkjamarkaöi muni líklega standa út áriö ’86, þá veröi markaöurinn þar búinn aö laga sig aö umframfram- boöinu frá Kanada. Ekki vildu menn spáíveröþróuninaáþessustigi. -GS. Tónleikar Musica Nova I kvöld verða haldnir í Bústaðakirkju fyrstu tónleikar af fimm sem haldnir veröa á vegum Musica Nova á þessum vetri. Tónleikarnir í kvöld veröa helgaöir verkum sem skrifuö hafa veriö fyrir tilverknaö valnefndar pantana Musica Nova. Þaö eru fjögur verk, Dansar dýröarinnar eftir Atla Heimi Sveinsson, Hendur eftir Pál P. Pálsson, Ástarsöngur eftir Þorkel Sigurbjömsson og Myndhvörf eftir ÁskelMásson. Félagsskapurinn Musica Nova hefur starfaö í tvö ár og er eitt höfuömarkmið með starfsemi hans aö kynna nýja tónlist með vönduðum flutningi á áskriftartónleikum. Einn- ig er þaö markmiö félagsskaparins aö sjá til þess að hljóöfæraleikarar geti pantaö ný verk eftir íslensk tón- skáld sem yröu frumflutt á tón- leikum félagsins. Öll verk á tón- leikunum i kvöld hafa orðið þannig tu. Aðrir tónleikar Musica Nova í ár veröa helgaöir aldarminningu Antons Webern og á síðari tónleikum verður kynnt pólsk tónlist, nútima- tónlist fyrir blokkflautur og á loka- tónleikum ársins leikur Berwald streng jakvartettinn frá Svíþ jóð. -óbg. — segir Haukur Logason, fulltrúi kaupfélagsst jóra hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík hefur aö undanförnu selt félags- mönnum sínum afsláttarkort til aö versla út á í búöum félagsins. Salan hófst á mánudag og munu kortin veröa afhent til 23. desember. I tilkynningu frá kaupfélaginu segir aö þaö hafi ákveðiö aö veita hverjum félagsmanni 10% afslátt af allt aö 6000 króna vöruúttekt. Félagsmenn geta keypt kort aö upphæð allt aö 6000 krónum og greiða fyrir þau meö 5400 krónum. Þennan 6000 króna skammt er hægt aö kaupa allan í einu eöa í þrennu lagi. Kortin eru í 200 króna einingum og 10 saman í hefti, þaö er aö segja 2000 krón- ur. Þau gilda aðeins fyrir vöruúttekt þannig aö ekki má gefa til baka í peningum. Þetta þýöir því aö peninga þarf að nota samhliöa kortunum. Svo dæmi sé tekiö er 900 króna vöruúttekt greidd meö 4 kortum og 100 krónum í peningum. Haukur Logason, fulltrúi kaup- félagsstjóra, var spuröur hvort a mætti á þetta boö kaupfélagsins sem svar viö aukinni samkeppni. „Þaö var búiö aö taka ákvöröun um afsláttarkortin áöur en þessi nýja verslun kom til. Kaupfélagsstjóri haföi sett fram óskir um eitthvert afsláttar- form til aö koma til móts viö félags- menn og voru tillögur um fleiri leiöir en þessa fyrirliggjandi þegar í sept- ember. Endanleg ákvöröun var þó ekki tekin fyrr en í byrjun þessa mánaöar. — Aö hluta til er þetta jú svar viö auk- inni samkeppni, ég held aö þaö liggi ljóst fyrir. Síöan veröur aö koma í ljós hvort viö höfum efni á þessu. ” Nú þarf félagsmaðurinn aö greiða kortin fyrirfram, getur þaö talist mjög spennandi fyrir neytendur? „Auðvitaö er þetta tilraun sem ekki hefur veriö reynd annars staöar. Að það hafi neikvæð áhrif aö þurfa aö greiða fyrirfram reiknum viö ekki meö.” Haukur vildi í framhaldi af þessu benda á aö kaupfélagiö héldi uppi víötækri þjónustu, auk matvörudeildar væri vefnaðarvörudeild og búsáhalda- deild sem báöar væru reknar með tapi. Einnig heföi kaupfélagiö útibú víöar í sýslunni. Sagðist hann efast um aöfólk vildi sjá af nokkru þessu og gaf í skyn aö matvöruverslunin stæði að nokkri undir öörum deildum. Einnig minnti hann á aö kaupfélagið heföi talið sér skylt aö vera meö í almennri uppbygg- ingu á staðnum, til dæmis útgeröar- félaginu og hótelrekstri. Varöandi væntanlegan verslunar- rekstur Jóns Þorgrímssonar sagöi Haukur: „Mér finnst miður aö Jón skuli ekki geta haldiö áfram meö sína verkstæðisstarfsemi í þessari miklu aöstöðu sem hann er búinn að byggja upp af myndarskap og stórhug. Þaö má ef til vill segja aö hann hafi verið óþarflega stórhuga í byrjun. En viö komum ekki í veg fyrir aö samkeppni komiástaöinn.” Eru einhverjar fleiri hugmyndir uppi um lækkun vöruverös í kaupfé- laginu, til dæmis meö kynningarverði á vörum. „Viö munum keyra á tilboöum eins og hefur verið. I dag er þó ekkert sérstakt á döfinni í þeim efnum, hvort það verður á morgun getum viö ekkert sagt.” Þær raddir hafa heyrst á Húsavík aö vöruverð sé þar hærra en víöa annars staöar. Hvaö viltu segja um þaö? „Verökannanir hafa sýnt aö vöru- verö á Húsavík hefur veriö sam- bærilegt viö almennar verslanir á Akureyri en hærra en í Hrisalundi og Hagkaupi.” Nú hefur Jón Þorgrímsson farið fram á aö fá mjólkurvörur frá kaup- félaginu. Hvaöa afstaöa var tekin til þeirrar beiðni? „Hún var tekin fyrir hjá kaupfélags- og mjólkursamlagsstjórum strax og bréf frá honum barst. Hann fær þessar vörur og þaö voru engin skilyrði sett af okkar hálfu, nema aö mjólkin veröi greidd á tilteknum gjalddögum og leyfi heilbrigðisyfirvalda liggi fyrir.” Eru kaupfélagsmenn ekki hræddir um aö missa viöskipti til nýju verslun- arinnar þrátt fyrir afsláttarkort og lækkun vöruverðs í kaupféaginu? „Sjálfsagt veröur verslað þarna eitthvaö, viö vitum ekkert hvernig það verður. Ný verslun fær alltaf viðskipti en viö skulum leyfa tímanum að leiða í ljós hvernig þau mál þróast. -JBH/Akureyri. 5. Stólar handa smáfólkinu, tilvalin jólagjöf Engin jól án þess að koma í Gjafahúsið. Jólastemmning in er í Gjafa- húsinu Óskadraumur allra eru bastkörfurnar frá Gjafahúsinu. Eigum nú þessar sívinsælu þvottakörfur í öllum stærðum og gerðum. GJAFAHÚSIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍM118525 og LAUGAVEG111, Smiöjustígsmegin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.