Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1983, Page 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. NOVEMBER1983.
13
Óvæntur íslandssöguáhugi
Stutt saga um heimildarmeðferð Morgunblaðsins
Óheiðarleg umræða
um sögukennslu
Tilefni þessara lína er mikið
fjaðrafok um meinta niðurfellingu
Islandssögukennslu í grunnskólum.
I sjálfu sér er opinber umræða um
skólamál og ekki síst um
sögukennslu mér gleðiefni. Mér
finnst mjög nauðsynlegt að ræða til-
Hvaðan er valdið?
Nú vita þaö allir aö alþingi hefur
ekki gefiö nein fyrirmæli um þaö aö
hætta eigi kennslu í Islandssögu.
Ekki er heldur vitaö til þess aö ráö-
herrar hafi haft slika forheimskun á
stefnuskrá sinni. Og er þá spuming-
in, hvaöan undirtyilum kemur þaö
vald aö fella niöur heilar námsgrein-'
ar?
Mér sýnist aö nauösynlegt sé fyrir
menntamálaráóherrann aó koma á
nokkrum kennslustundum í stjórn-
lagafræöi handa starfsfólki sínu,
svona til þess aö þaö átti sig á þvi
hverjir stjórna í þessu landi og
hvemig ákvaröanir eiga aö vera
teknar.
Og hvernig geta menn lært án
þess aö læra ulan aö. Eg veit ekki U1
þess aö nokkur fróöleikur veröi til af
sjálfu sér — en kannski heldur fólkíö
í skólarannsóknadeildinni, aö menn
geti skihö hluti án þess aö læra þá j
Hlutar af kjallaragrein Haraldar
Blöndal, sem Ingólfur f jallar um.
gang sögukennslu og víst örlar á at-
hugasemtíum um hann í þessari um-
ræðu. Þær eru þó ekki áberandi
innan um útúrsnúninga, misskilning,
fordóma, vanþekkingu á skólastarfi
•og hreina lygi. Þá má spyrja hvort
það er virkilega áhugi á betri Is-
landssögukennslu sem fær Sighvat
Björgvinsson til þess að líkja að-
standendum námsefnisgerðar í sam-
félagsfræði hér á landi við fræöslu-
yfirvöld í Moskvu (DV18. nóv.).
Má nokkuð gera þá kröfu að þeir
sem skrifa í blöð um Islandssögu-
kennslu kynni sér Aðalnámskrá
grunnskóla. Samfélagsfræði? Og viti
að ráðherra auglýsti gildistöku
hennar og það voru ekki „undir-
tyllur” sem tóku sér eitthvert vald
sem þær höfðu ekki og það þegjandi
og hljóðalaust.
Haraldur Blöndal hélt því fram í
DV 18. nóvember sl. aö fróöleikur
yrði ekki til af sjálfu sér þótt kannski
héldi fólkið í skólarannsóknadeild
(þar er unnið að gerð námsefnis í
samfélagsfræði) að hægt væri að
skilja hluti án þess að læra þá fyrst.
Glíma Haralds við að skilja vald
undirtyllanna bendir óneitanlega til
þess aö þekking forði mönnum frá
því að birta „rangar staðreyndir”.
Eftir lestur námskrárinnar er ekki
hægt að halda því fram að verið sé að
þurrka út alla kennslu i sögu
landsins nema gegn betri vitund.
Mýfluga verður
að úlfalda
Þegar þessi grein birtist er vænt-
anlega búið að bera til baka slatta af
rangfærslum og útiista þau sjónar-
mið sem lágu að baki þeirri
ákvörðun aö nám grunnskólanem-
enda í Islandssögu skuli heita sam-
félagsfræði.
Eg ætla því að láta mér nægja
núna að rekja í grófum dráttum sögu
um ámælisverða heimildanotkun,
eða hvernig sú firra að kennsla í
Islandssögu eigi að takmarkast við
120 ár komst á kreik:
1. stig: Gunnar Karlsson, prófess-
Ingólfur Á. Jóhannesson
or í sagnfræði við Háskóla Islands,
ritaði ritdóm um þrjár náms-
einingar í samfélagsfræði í 4. hefti
Timarits Máls og menningar þessa
árs og tók fram að hann ritaði bara
um þær einingar „sem kalla má að
yfirgnæfandi hluta sögu.. .” Jafn-
framt tók Gunnar fram að talsverð
Islandssaga væri í einingunni Nátt-
úruhamfarir og landmótun og að
víðar væri komið inn á sögu. Síðar
sagði Gunnar: „Með því að gera sér
upp dálítið skilningsleysi á tilgang
höfunda þessara þriggja náms-
eininga mætti segja að þær fjölluðu
næstum eingöngu um ein 120 ár
sögunnar...” (leturbreyting mín). I
þessu eru fyrirvarar fræöimannsins.
2. stig: Svo kom blaðamaðurinn
Guðmundur Magnússon og skrifaði
um „Umritun Islandssögunnar” í
Morgunblaðið 13. nóvember: „Það
námsefni sem nú hefur verið samið
tekur t.d. eingöngu yfir 120 ár. ..”
(leturbreytingar mínar). Mislas
blaöamaðurinn prófessorinn eða
gerði hann skilningsleysi hans að
sínu? Nú er þetta orðið beinlínis
rangt. Fyrirvarar Gunnars eru á
brott. Einn fyrirvari er þó eftir: Að
til standi að semja meira.
3. stig: I leiðara Morgunblaðsins
,15. nóvember var sá fyrirvari hins
vegar fallinn brott með öllu: „Náms-
efnið er takmarkað við. . .120ár”.
Leiðarahöfundur fengi líklega
falleinkunn í inngangsfræðum sagn-
fræði fyrir þessa frammistööu og
blaðamaðurinn lága. Erfiðara er að
gefa einkunn fyrir „uppgerö” en þeir
sem dýrka utanbókarlærdóm og
staðreyndanám munu væntanlega
ekki meta hann til hárrar einkunnar
á prófi. Eg læt leiðarhöfundum
Morgunblaðsins eftir að meta þessa
frumheimild sína, ritdóm Gunnars.
Ingólfur Á. Jóhannesson
sagnfræðingur.
Samkvæmt lögum ber ríkinu að
greiða helming kostnaöar við bygg-
ingu dagvistarheimila á landinu öllu.
Ríkið greiðir sinn hluta á fjórum
árum skv. lögunum. þ.e. loka-
greiðsla ríkisins til dagvistarheimil-
is kemur á f jórða ári eftir að mennta-
málaráðuneytið hefur samþykkt
teikningar væntanlegs heimilis eða
„tekið þaö inn á fjárlög” á ráðu-
neytismáli.
Þessi lög voru samþykkt árið 1973,
en síðan hefur þeim veriö breytt
nokkuö. Þær breytingar hafa miðað
að því að draga úr hlut ríkisins, t.d.
er nú fallið burt ákvæði sem í lögun-
um var um að ríkið tæki þátt í
rekstrarkostnaði viö dagvistarheim-
ili. Lögin voru á sínum tíma mikil
lyftistöng og örvuöu fyrstu árin
byggingu dagvistarheimila. Einn
stór galli er á þeim, en hann er sá að
fjárveitingar eru hverju sinni háöar
velvilja meirihluta Alþingis. Fjár-
veitingar hafa því verið breytilegar
frá ári til árs en ég hygg að í núver-
andi fjárlagafrumvarpi taki þó
steininn úr varöandi framlag ríkisins
í þessum málaflokki.
Fjárlagafrumvarpið 1984
I núverandi frumvarpi er áætlaö
að verja 30 milljónum króna af ríkis-
fé til bygginga dagvistarheimila á
landinu öllu. Það er þrem milljónum1
króna meira en á fyrri ári eða 11%
hækkun í 75 —80% meðaltalsverð-
bólgu milli ára. Hækkunin heldur því
hvergi nærri verðgildi, hvaö þá aö
um raunhækkun sé að ræöa.
Þetta skýrist betur ef litiö er á þær
skuldbindingar sem ríkið gerði við
gerð síðustu f járlaga. Skv. þeim voru
66 dagvistarheimili „á fjárlögum”.
Sum þegar starfandi, önnur nýlega
tekin til starfa og enn önnur í bygg-
ingu og loks ný heimili sem væntan-
lega er hafin bygging á nú.
Af þessum 66 heimilum eiga 22
heimili að fá lokagreiðslu á árinu
1984. Til þeirra einna fara rösklega
25 milljónir. Þá eru tæplcga 5
milljónir eftir til hinna 44 heimil-
anna.
Þaö þarf ekki mikið hugmyndaflug
til að gera sér grein fyrir afleiðing-
um þessarar stefnu ríkisvaldsins.
Henni er augsýnilega ætlað aö stööva
þegar hafnar framkvæmdir og aö
hafa áhrif til samdráttar á öllum ný-
byggingum.
Að svona aðgerðum stendur ríkis-
stjóm sem talar um að draga penna-
strik yfir hundruö milljóna króna
skuldir misjafnlega vel rekinna út-
gerðarfyrirtækja. Svona hlutir ger-
ast á sama tíma og 34 milljónum er
Dagvistarmál 1984
varið í byggingu bankaafgreiðslna,
að maður tali nú ekki um Seöla-
bankahúsið illræmda. — Þetta er
engin tilviljun. Það er meövituð
stefna sem verið er að framkvæma.
Stefna sem tekur fyrst og fremst mið
af hagsmunum einkaframtaksins á
kostnað almennra launþega.
1
Stefna meirihlutans í
borgarstjórn
— En hvernig er þá stefna íhalds-
meirihlutans í borgarstjóm?
I byrjun október sl. lögöum við
fram í félagsmálaráði tillögu um aö
4% af tekjum borgarinnar næsta ár
og út kjörtímabilið yrði varið til upp-
byggingar dagheimila og skóladag-
heimila í borginni, en þar meö yröi
I borgarstjórn fluttum við fyrir
skömmu tillögu um aö borgarstjóm
skoraði á fjárveitinganefnd og þing-
menn Reykjavíkur að hækka ríkis-
framlagið frá því sem er í fjárlaga-
frumvarpinu. Þessi tillaga fékk ekki
stuðning meirihlutans. Borgarstjóri
lagöi til að henni yrði vísaö til
borgarráðs og gerðar fjárhags-
áætlunar borgarinnar. Við mótmælt-
um þessari afgreiðslu, sem í raun
þýðir aö málið er svæft. Þessi af-
greiðsla er því enn eitt dæmið um
hug meirihlutans til þessa mála-
flokks, því með henni er hann í raun
að lýsa yfir velþóknun á niður-
skurðaráformum ríkisstjómarinnar.
Meirihlutinn virðist nefnilega hugsa
sem svo — því minna framlag sem_
• „Henni er augsýnilega ætlað að stöðva
þegar hafnar framkværadir og að hafa
áhrif til samdráttar á öllum nýbyggingum.”
hægt aö gera verulegt átak í þessum
mikilsveröa málaflokki. Ihalds-
meirihlutinn greiddi atkvæði gegn
þessari tillögu. Þaö er fremur
óvenjulegt að meirihlutinn hafi fyrir
aö greiða tillögum mótatkvæði,
venjulega láta þeir nægja aðsitja hjá
og tryggja þannig að tillaga fái ekki
framgang. En viö þessa afgreiðslu lá
greinilega mikið við svo þeir höföu
fyrii- því aö rétta upp höndina gegú
henni. Klár stefna þar.
kemur frá ríkinu til dagvistarheim-
ila — því minna þurfum viö að leggja
fram. Þá höfum við meiri peninga í
plastgras, mannlausa byggð í
Grafarvogi, undirgöng og slaufur
undir og yfir Miklubrautina svo allir
bilarnir komist í 30 þúsund fermetra
verslanahöllina í nýja miðbænum.
Enn eitt dæmið um stefnuna í dag-
vistarmálunum. Á þessu ári lagði
borgin fram 9 milljónir í dagvistar-
byggingar. I raun verður einungis 6,1
Kjallarinn
Guðrún Jónsdóttir
milljón notuð af upphæðinni. Meiri-
hlutinn hefur nefnilega ákveðið að í
ár verði ekki byrjað á heimili uppi í
Seljahverfi sem var þó búiö að sam-
þykkja að hef ja byggingu á í haust.
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar árið
1984
Enn liggur fullunnin fjárhagsáætl-
un borgarinnar fyrir næsta ár ekki
fyrir. A fundi félagsmálaráðs í fyrri
viku var samþykkt að á næsta ári
skuli byggð ný heimili sem hér segir:
1. Skóladagheimilis- og leikskóla-
deild við Rangársel í Seljahverf i.
2. 3ja deilda heimili á Eiðsgranda,
þ.e. ein dagheimilisdeild og tvær
leikskóladeildir eöa 1—2 leikskóla-
deildir sem viðbót viö Ægisborg.
3. 3ja deilda heimili í Arbæjarhverfi,
þ.e. ein dagheimilisdeild og 2 leik-
skóladeildir.
4. Breytingar á skrifstofuhúsnæöi
sem nú er aösetur starfsmanna
dagvistar í dagheimili, ef annað
skrifstofuhúsnæði fæst fyrir þá
starfsemi.
Áætlað er að þessar framkvæmdir
og uppgjör framkvæmda sem þegar
eru hafnar kosti um 36,8 milljónir. I
þessum tillögum, sem samþykktar
voru samhljóða í ráðinu, kemur
hvergi fram hver áætlaöur hlutur
ríkisins verður. Ekki er hægt að
skilja samþykktina ööruvísi en svo
að fulltrúar meirihlutans samþykki
að borgin fjármagni hana, þó ríkis- "
framlagiö verði minna en búast
mætti við. I lögunum um byggingu
dagvistarheimila er ekkert ákvæði
sem hindrar sveitarfélög í því að
byggja eins mikið af dagvistar-
heimilum og þau vilja, þó ríkisfram-
lag komi ekki á móti.
Eg vil þó eindregiö hvetja alla for-
eldra í borginni að fylgjast náið með
því hvaða breytingar kunna að verða
á þessari áætlun fram að áramót-
um þegar f járhagsáætlun verður af-
greidd. Það hefur nefnilega iöulega'
gerst að meirihlutafulltrúarnir í fé-
lagsmálaráði samþykkja þar eitt og
annað, sem þeir síðan fella inni í
borgarstjórn. Leiö til þess að fylgjast
með gangi mála, er t.d. að hafa beint
samband við borgarfulltrúa og
spyrja þá um málið. Önnur leið til
þess aö sýna hug sinn í þessu mikils-
verða máli er söfnun undirskrifta
meöal íbúa í hverfum. Á fundi félags-
málaráös í fyrri viku var t.d. lagður
fram undirskriftalisti 1000 foreldra í
Árbæjarhverfi til staöfestingar á
vilja þeirra varðandi byggingu fleiri
dagvistarheimila í hverfinu. Þessar
úndirskriftir söfnuðust á tveim
dögum og frumkvæöi aö þeim áttu
foreldrar sjálfir.
Ég vil að lokum benda á aö undan-
farið hefur fé til dagvistarheimila
aöallega verið varið í byggingu leik-
skóla. Þó er vitað að 4 tíma gæsla á
leikskóla skikkar konur í ríkum mæli
í hlutastörf. I könnun sem gerð var
1981 meðal foreldra barna á leikskól-
, um og foreldra barna á biölistum
1 leikskóla og dagheimila kom fram að
; 38,2% svarenda óskuöu eftir lengri
en 4 st. dvöl fyrir börn sín á dag-
vistarheimili. Þegar verið er að ræða
um uppbyggingu dagvistarheimila
verður að hafa þetta sjónarmið í
. huga líka.
Guðrún Jónsdóttir
borgarfulltrúi Kvcnnaframboös.