Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Síða 31
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. 31 Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Faðir minn — kennarinn Ut er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, bókin Faöir minn — kennarinn sem Auðunn Bragi Sveinsson skólastjóri hefur safnað efni í. I bókinni eru f jórtán þættir um lands- kunna og virta kennara sem allir hafa haft mikil áhrif í uppeldis- og fræðslu- málum þjóðarinnar og margir standa í ómældri þakkarskuld viö. Gísli R. Bjarnason eftir Kristin Gíslason; Kristján Júlíus Jóhannesson eftir Andrés Kristjánsson; Sigurjón Jóhannsson eftir Katrínu Bryndísi Sigurjónsdóttur; Steinþór Jóhannsson eftir Bryndísi Steinþórsdóttur; Magnús Pétursson eftir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur; Friðrik Hansen eftir Emmu Hansen; Ingimar Hallgrímur Jóhannesson eftir Sigríði Ingimars- dóttur; Jóhannes Guðmundsson eftir Sigurjón Jóhannesson; Halldór Sölva- son eftir Þórhildi Halldórsdóttur; Jóhann Þorsteinsson eftir Kjartan Jóhannsson; Helgi Olafsson eftir Gizur I. Helgason; Guðmundur Þorláksson eftir Steilu Guðmundsdóttur; Benedikt Guðjónsson eftir Brynju Kristjönu Benediktsdóttur; Olafur Hansson eftir Gunnar Olafsson. Skuggsjá hefur áður gefið út fimm hiiðstæðar bækur um lækna, bændur, skipstjóra, presta og skólastjóra sem allar hafa orðið vinsælar. Faðir minn — Kennarinn er 237 bls. að stærð auk mynda-arkar, þar sem birtar eru myndir af öllum kennurunum sem um er ritað og börnum þeirra, höfundum ritgerðanna. Bókin er sett hjá Acta hf., prentuð í Prenttækni og bundin i Bók- fellihf. Enginn veit sín örlög eftir Evi Bögenœs Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir hinn vinsæla norska höfund, Evi Böge- næs. Nefnist hún Enginn veit sín örlög. Eftir Evi Bögenæs hafa komið út á íslensku allmargar sögur og notið vin- sælda en sögur hennar eru einkum við hæfi ungra stúlkna. Efni nýju sög- unnar er á þá leið að Nanna, aðal- persónan, er tvítug stúlka og trúlofuð Eiríki sem er tíu árum eldri en hún. Nanna er lífsglöö en Eiríkur ráðsettur og lætur tilfinningarnar aldrei ráða feröinni. Honum finnst unga fólkið of laust í rásinni en vonar að Nanna muni stillast áður en þau giftast. Það á að verða að ári liðnu en þangaö til ætlar Nanna að vinna á skrifstofu. Þar eignast hún nýja vinkonu og hittir hjá henni gamlan vin sinn, Níels. Enginn veit sín örlög er 100 síðna bók. Margrét Jónsdóttir þýddi söguna. Oddi prentaöi. Brian Pilkington gerði kápumynd. Listaverkabók um Jóhann Briem Með viljann að vopni Lrfsreynslusaga Guðmundar í Víði Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út bókina Með viljann að vopni — lífs- sögu Guðmundar Guðmundssonar í Víði, eftir Kjartan Stefánsson. Bókin er á þriðja hundrað síður og prýða hana rúmlega sextíu myndir, flestar áöur óbirtar. I kynningu forlagsins á bókarkápu segir að lífssaga Guðmundar í Víði sé saga stórhuga og dugandi athafna- manns. Hann varð blindur á bams- aldri, en lét hvorki það né annaö mót- læti buga sig, heldur gekk tvíefldur til verks. Á unglingsárum hóf hann hús- gagnasmíöi, byrjaöi skipulega fram- leiðslu fyrir almennan markaö í kreppunni á f jórða tug aldarinnar og stofnaöi síöan Trésmiðjuna Víði sem lengi hefur verið ein stærsta hús- gagnaverksmiðja landsins. Kjartan Stefánsson, höfundur bókarinnar, starfar sem blaðafulltrúi Verslunarráðs tslands. Hann hefur skráð þessa reynslusögu Guðmundar í Víði samkvæmt samtölum við hann og ýmsa þá sem hafa verið honum samferða á lífsleiðinni. Þá hefur Kjartan einnig leitað í ýmsar aðrar heimildir. Auk starfs og baráttusögu Guömundar er í bókinni fjallað ítar- lega um einkahagi hans og það hvemig hann hefur unnið markvisst gegn því að láta sjónleysið veröa sér til trafala. Er ekki síst forvitnilegur í því sambandi kafli sem ber heitið Heimur í hugskoti þar sem Guðmund- ur lýsir því, hvemig hann skynjar umhverfi sitt. Bókin Með viljann aö vopni er að öUu leyti unnin í Prentsmiðjunni Oddahf. THORKILD HANSEN Þrælaeyjarnar eftir Thorkild Hansen Þrælaeyjamar er þriðja bókin í bókaflokki Thorkild Hansen um þræla- hald og þrælasölu Dana í Vestur- Indíum sem hann hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir. Fyrri bækurnar eru Þrælaskipin og Þræla- ströndin. Thorkild Hansen hefur hlotið einróma lof fyrir bækur sínar, m.a. hlotið gullna lárviðarsveig danskra bókaútgefenda og þriggja ára starfs- laun fyrir vinnu að sögulegum bók- menntaverkum. Utgefandi er Ægisút- gáfan. Setning og prentun: Prent- smiöja Ama Valdimarssonar. Bókband: Örkin. Þrælaeyjarnar er 456 bls. Ut er komið þriðja bindið í ritröðinni Islensk myndlist sem Listasafn ASI og bókaútgáfan Lögberg gefa út. Bókin fjallar um Jóhann Briem list- NÝ BARNABÓK málara og verk hans. HaUdór B. Runólfsson listfræðingur skráði. I bókinni eru eftirprentanir fimmtíu og fjögurra málverka og vatnsUta- mynda auk pennateikninga og em myndirnarfrá fimmtíu ára tímabiU. Bókin er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf., en Utgreiningu annaðist Kassagerö Reyk javíkur hf. Fyrri bækur í bókaflokknum em: Ragnar iSmára og Eiríkur Smith. Hvaða augum lítur barnið dauðann? Hvernig bregst sex ára drengur við þegar pabbi hans deyr? Hver er skilningur hans á að lífið haldi áfram? Guðrún Alda Harðardóttir Sagan lýsir á raunsæjan hátt hvað hrærist 1 huga sex ára drengs, sem missir pabba sinn í bílslysi. Efnið vekur okkur til umhugsunar um hvaða augum við lítum á dauða náinna ástvina. Saga sem allir hafa gott af að lesa. IfaslflM-y Hvað er meðferð? í bókinni Furöuheimar alkóhólismans, er hulunni svipt af starfsháttum AA. Höfundurinn, Steinar Guömundsson fer á kostum I umfjöllun sinni um meðferó og í hverju hún sé fólgin. Bókin kostar aðeins 500 kr. og er hægt að fá hana senda gegn póstkröfu (ekkert kröfugjald). Hringiö I slma 33370 eða fyllið út með- fylgjandi miða og sendið okkur. / [ l«t§

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.