Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Side 32
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. Bíleigendur -1 ið seljum efni til að þrifa biiinn, svo sam bón o.fi., sam nánast vinna sig sjálf, þú ert aðeins þátttak- andi. Leitaðu upplýsinga Alsprautum, blettum og réttum bíla. Sérhæfum okkur í aö gera bíla söluhæfa. Ef þú átt einrt slíkan, komdu þá með hann í meðferð hjá ÁFERD. Þú færð það margfa/t til baka Greiðsiuskilmálar. 10% afsláttur af aisprautun i desember og janúar. 1 I I I I I I | AFERÐ H/F ■ Heildsala-smásala Funahöfða8. SIIVll 85930 vu/fif aui^cif af ýmsum stærðum og gerðum. Upp/. / síma 92-7631. Nú er greni- skógurinn þéttur afjólatrjám ★ Rauðgreni ★ Eðalgreni ★ Leiðisvendir, leiðiskrossar Viðskiptavinir athugið: Okkar jólatré hafa aldrei komið í hús. Það tryggir barrheldnina. MIKLATORGI OPIÐ /■ 1 9-21 I / SÍMI 1 / 22822 V Skyldu það vera áifar sem hafa verið oð gera vegagerðarmönnum á Ennisvegi erfitt fyrir i haust? Hér er næturvaktin ikaffitima. Gylfi Hallgrímsson verkstjóri er annar frá hægri i fremri röð. OV-mynd Ægir Þórðarson. Álfar á Ennisvegi? Óvæntir atburðir hjá vegagerðarmönnum Frá Hafsteini Jónssyni, fréttaritara DV á Hellissandi. Framkvæmdir viö veginn undir Olafsvíkurenni hófust að nýju í lok október eftir sumarlangt hlé. Vegur- inn var opnaöur til umferðar þann 17. júlí síöastliöinn en grjótvöm var þá ekki lokið og vegurinn var ekki kominn í fulla hæö. Starfsmenn verktakafyrirtækisins Hagvirkis hf. hafa unnið á vöktum allan sólarhringinn við grjótflutn- inga og sprengingar. Þrátt fyrir þaö hefur verkinu lítiö miðað áfram vegna biiana í tækjum og annarra erfiðleika. Hefur þetta gengið svo langt að framkvæmdir hafa stundum nánast legið niðri vegna bilana og sumar þeirra eru allundarlegar, svo ekki sé meira sagt. Þetta hefur gefið ímyndunarafli manna hér undir Jökli lausan tauminn og sýnist sitt hverjum um ástæðumar. Fréttaritari og ljósmyndari DV litu inn í kaffitíma hjá Hagvirkis- mönnum rétt fyrir miðnættið fyrir skömmu og ræddu við þá nokkra stund. Gylfi Hallgrímsson verkstjóri var spurður hverjar hann teldi vera aðal- ástæðurnar fyrir þessum töfum. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, en ætli það sé ekki aðallega þreyta og slitítækjum.” — Er það rétt, Gylfi, aö bílar og önnur tæki hafi farið í gang án þess aö nokkur maður hafi komið þar nálægt? „Nei, ekki hef ég heyrt það. Hins vegar hafa þeir tekið upp á því að fara allt í einu á fulla inngjöf án þess að nokkur maður væri í þeim, eða kæmi þar nálægt, en þeir hafa þá verið í gangi fyrir. Einnig hafa ljós slokknað á bílum á keyrslu í nám- unni og eitt og annað hefur gerst.” Þorgeir Kristinsson borstjóri sagöi að stálstengur boranna heföu brotnað eftir sáralitla notkun og einnig hefðu festingar boranna á bor- vélunum brotnað. „Þetta verður að teljast frekar óvenjulegt þegar verið er að bora í gegnum leir og þannig klöpp að lítið reynir á borana,” sagöi Þorgeir. Viðar Breiðfjörð, aðstoðarmaður á bor, sagði að í haust hefði ýmislegt gerst sem erfitt væri að skýra. Sem dæmi nefndi hann að rafmagn hefði farið af farartækjum þegar þau færu yfir vissan blett í námunni. „Einnig hafa farartæki alls ekki látið aö stjóm en síðan allt farið í eðlilegt ástand aftur. Það hefur verið reynt aö drepa á sumum farartækj- anna í svona tilfellum en ekkert hefur dugaö,” sagði Viðar. Eftir aö hafa rætt við þá Hag- virkismenn um þetta góða stund voru flestir á því að þetta hlyti allt að eiga sínar eðlilegu skýringu, eða hvað? -GB „VAR BÚIN AÐ VARA EINN VERKSTJÓRANN VIД — segir Halldóra Kristleifsdóttir húsfreyja í Rifi Frá Hafsteini Jónssyni, fréttaritara DV á Hellissandi. Halldóra Kristleifsdóttir húsfreyja hefur búiö í Rifi í 51 ár ásamt Frið- þjófi Guðmundssyni útvegsbónda. Halldóra er ekki hissa á erfiöleikum Hagvirkismanna í grjótnámunni fyrir sunnan byggðina í Rifi. „Ég var búin að vara einn verk- stjórann, sem var hér í vor, við því að það gæti dregið dilk á eftir sér að hreyfa við klettunum þar sem þeir eru komnir núna,” sagði Halldóra. — Hvað er því til fyrirstöðu að sprengja þessa kletta? „Þegar ég kom hingað, ung kona fyrir rúmum 50 árum, þá sagði mér gamalt fólk hér í hreppnum að þau munnmæli heföu gengið mann fram af manni að í þessum klettum og holti, sem verið er að sprengja núna, byggi fólk sem væri hulið sjónum okkar flestra. Og best væri að hreyfa ekki við neinu á þessum stað.” — Hefur þú orðið fyrir einhverri reynslu eða séö eitthvað þama? „Já, og það oftar en einu sinni. I gamla daga, áður en núverandi vegir voru lagöir, lá leiðin frá Rifi að Ingj- aldshólskirkju og Kjalvegi, sem er næsti bær við Ingjaldshól, framhjá þessum klettum og holti. Þá kom það nokkrum sinnum fyrir að ég sá þar fólk, aðallega konur og börn. Þetta Halldóra Kristleifsdóttir var búin að vara menn við þviað sprengja klett- ana i Rifi. D V-m yndir Ægir Þórðarson. var hvorki fólk héðan né ferðamenn. Það var síðklætt og það var eins og liturinn á klæönaði þess væri allur bláleitur og eitthvað langt frá okkar tíð.” — Hvaðvarðsvoumfólkið? „Það var eins og þaö hyrfi þarna í ■ klettana eöa leystist einhvern veginn upp. En svo kom líka fyrir að ég sá ekkert en heyröi raddir og einu sinni fannst mér ég heyra söng.” — Heldurðu að það sé ekki erfitt fyrir nútímafólk að leggja trúnaö á svonalagaö? „Jú, það efast ég ekkert um. En ég hef sagt satt og rétt frá eins og þetta kom fyrir mig. Svo hafa verkin líka talað.” -gb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.