Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Síða 41
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983. við nokkra leikmenn. Félagið gat svo keypt mun fleiri en það seldi vegna þess hve gott verð fékkst fyrir Thomas, Sealy, Gillespie og Melrose. Bobby Gould Nýr stjóri var ráðinn og ekki ófræg- ari maður en gamla markamaskínan Bobby Gould. Hann gerði það gott á sjöunda áratugnum. Gould var einn af þeim sem aldrei gat setið kyrr á rass- inum. Alls lék hann með 10 liðum á leikferli sínum sem entist í 15 ár. Fræg- astur var hann þó fyrir að vera leik- maður Ulfanna og Arsenal en lék einn- ig með WBA og West Ham svo einhver lið séu nefnd. I október 1981 gerðist hann aðstoðar- þjálfari Aldershot í f jórðu deild. Hann hélt það þó ekki lengi út og var stuttu seinna kominn til Chelsea og gerðist þjálfari. Gould var látinn fjúka með Geoff Hurst þegar þeim mistókst aö koma Chelsea í fyrstu deildina. Þá fór Bobby Gould að spila fótbolta á nýjan leik og nú með Bristol Rovers. Stuttu síöar var hann svo orðinn fram- kvæmdastjóri þess liðs. I maí 1983 kom hann svo til Coventry þar sem hann haf ði hafiö knattspyrnuferil sinn. Eins og f yrr segir bj uggust f lestir við að verkefni Gould yrði honum ofviða, en hann hefur gefið efasemdamönnun- um langt nef og stýrir nú spútnikliði fyrstu deildarinnar. Það er bara von- andi að ekki fari eins fyrir þessum spútnikum og tveim síðustu, Swansea og Watford. Þeir sem urðu eftir Hér á eftir er svo kynning á leik- mönnumCoventry: Brian Roberts: 28ára Englendingur, fæddur í Manchester. Hann hefur verið hjá Coventry allan sinn leikferil ef frá er skilinn einn mánuður í láni hjá Hereford. Roberts er fyrirliði Coventry. Steve Jacobs: 22 ára miðvörður sem ekki hefur komist í aðalliöið að undanförnu. Hann hefur verið hjá Coventryíþrjúár. Peter Hormantschuck: Bakvörður sem hóf leiktímabilið í aðalliðinu en hefur nú misst sæti sitt. Hann er 21 árs og lék sinn fyrsta leik í fyrra. Ian Butterworth: Bakvörður sem er aöeins átján ára en hefur samt leikið yfir 40 leiki með aðalliðinu. Hann var rétt nýorðinn sautján ára þegar hann lék sinn fyrsta leik. Hefur leikið nokkra leiki þetta leiktímabil en ekki náð fótfestu í liðinu. Gerry Daly: Það þótti talsvert merkilegt að hann skyldi ekki fara með allri súpunni í sumar, því hann hafði algerlega verið látinn afskipta- laus í varaliðinu öll þau ár sem Sexton var við stjórnvölinn. Daly tók hins vegar sénsinn á því að hinum nýja stjóra litist betur á hann en þeim gamla. Gould byrjaði með hann í lið- Terry Gibson, fyrrum leikmaður Tottenham, hefur skorað 8 mörk í 1. deUd. Brian Roberts, fyrirUði Coventry, sést Graeme Sharp sem er að kljást við hann. inu. en eftir einn og hálfan mánuð var Daly kominn i sömu stööu og fyrr, í varaliðiö. Hann hefur nú farið fram á sölu frá liðinu. Daly lék með Man- chester United og Derby áður en hann kom til Coventry en hefur einnig verið í láni hjá Leicester. Martin Singleton: Tvítugur tengUið- ur sem lék sína fyrstu leiki í fyrra. Hann hefur leikið flesta leiki Coventry í vetur en ekki náð að tryggja sér fast sæti. Steve Hunt: Frægasti leikmaður liðsins. Hann er sóknarleikmaður sem hófferUsinnhjáAstonVUla. Þaðanlá leiðin til USA þar sem hann lék með Cosmos. Hann kom síðan tU Coventry fyrir 5 árum og hefur haldið sig þar síð- an. Hunt átti við lítilsháttar meiðsli að stríða í haust en þegar hann var búinn að ná sér af þeim virtist Gould ekki hafa nein not fyrir karl. Hann varð því að dúsa í varaliðinu þar til fyrir stuttu að hann komst aftur í liðið. John Hendrie: Tvítugur sóknarleik- maöur sem átt hefur í erfiðleikum með að ná athygli framkvæmdastjórans. Keith Thompson: Yngri bróðir Gary Thompson, fyrrum leikmanns Coventry sem nú er hjá WBA. Þykir mikið efni en dagur hans er ekki kom- inn enn sem komiö er. Perry Suckling: Atján ára mark- vörður sem veitt hefur Raddy Avramo- vic harða keppni. Suckling lék meö enska drengjalandsliðinu hér á landi í haust. Þeir sem komu Og þá er komið að nýju leUcmönnun- um: Trevor Peake: 26 ára miðvörður sem keyptur var frá Lincoln City, þar sem hann var fyrirliði. Kaupverðið var 100.000 pund og kom sú upphæð á óvart. Peake hefur hins vegar sannað að hann var peninganna virði og er fastamaður í liöinu. Mick Adams: 22 ára varnarleikmaö- ur sem lék til aö byrja með í sókninni en hefur nú alveg dottið út úr mynd- inni. Hann var keyptur frá GUlingham fyrir 75.000 pund. Adams hefur leUcið með enska unghngalandsliðinu. Graham Whitey: Ungur sóknarleik- maður sem lék sinn fyrsta deUdarleik í fyrra með Bristol Rovers. Hann gerði 10 mörk í tuttugu leikjum og var það nóg til að Gould snaraði fram 35.000 pundum fyrir strák. Whitey hefur spU- að 10 leiki með Coventry, flesta sem varamaður, og skorað tvö mörk. Mikið efni þaráferð. Dave Bennett: Hann lék úrsUtaleik- inn í bikarkeppninni fyrir þremur ár- , um er liö hans Manchester City tapaði 'fyrir Tottenham. Bennett vakti athygU fyrir mikla baráttu og kom þaö því á óvart er hann var seldur í þriðju deUd- hér í leik gegn Everton. Það er ina tU Cardiff. Þar lék hann þar tU í haust er hann kom tU Coventry fyrir 100.000 pund. Honum hefur vegnaö vel hjá sínu nýja félagi og er í þann veginn að vmna sér fast sæti. Nicky Platnauer: Kom með Whitey frá Bristol R. fyrir jafnháa upphæð, 35.000 pund. Platnauer hefur leikið í öllum leikjum Coventry, en ekki er hægt að segja að hann hafi tryggt sér fast sæti því að hann hefur bæði leikið sem sóknarleikmaöur, bakvörður og varamaður. David Bamber: Sóknarleikmaður sem kom frá Blackpool fyrir 55.000 pund. Bamber er 24 ára og hefur leikiö sem fremsti maöur Coventry og gert fimm mörk. Ashley Grimes: Irskur landsliös- maður sem keyptur var frá Manchest- er United fyrir 250.000 pund. Honum tókst Ula að vinna sér fast sæti á miðj- unni hjá „Rauöu djöflunum” enda vart þverfótað þar fyrir frábærum leik- mönnum, og óskaði því eftir sölu. Grimes er fastamaður hjá Coventry. Terry Gibson: Hóf ferU sinn í fyrra hjá Tottenham með pompi og prakt. Hann gerði tvö mörk í sínum fyrsta leik, gegn Everton sem endaði 2—1. En líkt og á miöjunni hjá United þá er varla líft fyrir frábærum leikmönnum í sókn Tottenham og Gibson, sem er fimm sentímetrum minni, sá j)ann kost vænstan að fara frá félaginu. Hjá Coventry, sem greiddi 70.000 pund fyrir hann, skoraði hann líka í fyrsta leiknum og er nú markahæsti leikmað- urliösins. Micky Gynn: 22 ára tengUiður sem hafði verið besti leikmaður fjórðu deUdarliösins Peterborough. Þaðan var honum hleypt til Coventry fyrir 60.000 punda greiðslu. Gynn hefur leik- iö hingaö og þangaö um vöUinn með sínu nýja liði en hefur ekki náð föstu sæti frekar en flestir aðrir. Raddy Avramovic: 35 ára Júgóslavi sem kom frá Notts County. Hann hefur fengið harða samkeppni þar sem Perry Suckling er og hafa þeir leikið jafnmarga leiki. Avramovichefur leik- iö með júgóslavneska landsUðinu. Sam AUardyce: Leikreyndur miðvörður sem leikið hefur með Bolton, Sunderland og MUlwaU. Hann er þrítugur að aldri og hefur nú náð föstu sæti í liðinu. Mikið úrval Eins og af þessum lista má sjá þá er úrvalið nóg og Brian Roberts, Terry Gibson, Trevor Peake, Sam Allardyce og Ashley Grimes eru þeir einu sem kaUast geta fastir í sínum stöðum. Hin- ir 16 bítast um þær sex stöður sem eftir 'eru. Gangi þeim vel. SigA Kópavogsnesti, Nýbýlavegi 10. I í tilefni af opnuninni fá börnin rjómaís frá I Emm-ess í dag. I Opið frá mánudegi—föstudags kl. 7.30— I 23.30, laugardaga kl. 8—23.30 og sunnu- I daga frá kl. 9—23.30. I ■ NÝKOMIÐ Furu-sófasett Furu-borðstofuhúsgögn Hjónarúm í miklu úrvali Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála. jia Jón Loftsson hf. A A ▲ A A A -=• — ^ - 13 aurXT Hringbraut 121 Húsgagnadeild JEnaaraf’' Simi 10600 Sími 28601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.