Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1983, Síða 42
42
DV. LAUGARDAGUR10. DESEMBER1983.
Husqvarna-lánin
Leið að nyju eldhúsi.
Heimilistæki sem henta öllum hvaö viövíkur veröi og gæðum.
Viö bjóðum upp á hagkvæmar lánagreiöslur og að sjálfsögðu
staögreiösluafslátt.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200
Husqvarna
Áhrifamikið listaverk
um afleiðingar
gereyðingarstyrjaldar
Skáldsagan Eftir flóðið kom út fyrir rúmu ári
og hefur þegar verið þýdd og gefin út víða
um heim. Hefur hún hvarvetna vakið mikla
eftirtekt og skapað háværar umræður.
Þessi magnaða skáldsaga gerist rúmlega
30 árum eftir gereyðingarstyrjöld.
Söguhetjan er ungur maður, fæddur skömmu
eftir tortíminguna. Lesandinn fylgist með
lífsbaráttu hans í óbyggilegum heimi
og fjörbrotum deyjandi mannkyns.
Eftir flóðið er óhugnanleg framtíðarsýn en
jafnframt ógleymanlegt listaverk og áreiðanlega
ein brýnasta skáldsaga síðari ára í okkar
heimshluta. Njörður P. Njarðvík þýddi.
PC Jersild er læknir að mennt og meðal
merkustu og mest lesnu rithöfunda á
Norðurlöndunum. í fyrra kom út eftir hann
hjá Máli og menningu skáldsagan Barnaeyjan.
cjefutn góðar bœkur .
og menning
Sagan
um
Önnu
Brot úr nýrri skáldsögu eftir Stefaníu
Þorgrímsdóttur.
Öhætt um þaö. Nú læröi hún aö
kryf ja höfuðskáldin inn að merg í öll-
um föllum eintölu og fleirtölu, frumlög-
um, andlögum, þátíö og nútíö. Lærði
sögu þjóðarinnar í þrem bindum fram
aö lýöveldi og þrem blaösíöum eftir
þaö. Utan aö allar sannar hetjur mann-
kynssögunnar, hvenær þær fæddust og
dóu, hvaöa styrjöldum þær hleyptu af
stokkunum og hvaöa borgir voru viö
þær kenndar. I félagsfræöi læröi hún
aö útfylla póstávísanir og víxileyðu-
blöö, og aö reikna út þingmannaf jölda
eftir ímyndaöar kosningar. Hún læröi
æxlunarfræöi grængresisins og
hvaö hugsanlega geröist, ef blandaö
væri saman tilteknum hugsanlegum
efnum í tilteknum hugsanlegum hlut-
föllum, hressti upp á minni sitt varð-
andi höfuðár og höfuðborgir heimsins,
og hún læröi algebru. Auk þess læröi
hún aö sauma pils, hekla ungbarna-
treyju og aö sauma haröangur. Bætti
sundkunnáttu sína í þeim mæli að geta
sýnt sig skammlaust í sundlaug síöar á
ævinni og lærði að ganga pent í hvítum
stuttkjól um leikfimisalinn. Og aö ná
mestum hugsanlegum kvenþokka viö
að sveifla sér klofvega ýfir hestinn.
Vitaskuld er þetta hreint ekki litill lær-
dómur, jafnvel á þrem vetrum. En
Anna var vel undir hann búin, —
hvenær haföi hún fengið undir átta á
prófi alla sína bamaskólagöngu?
Aldrei.
Nú brá hins vegar svo við að hún
fékk aldrei hærra en áttaeinn, alla þrjá
vetuma aö Ási, — og þaö gerðist á
miðsvetrarprófi. Hún fékk ekki nema
sexsex á gagnfræðaprófi, og þetta var
öllum óskiljanlegt, ekki síst önnu
sjálfri. Skólastjórinn, sr. Haraldur,
kvaðst enga skýringu finna á þessu
háttalagi einkunnanna, aðra en þá, aö
svona gengi þetta oft meö nemendur úr
litlu skólunum, — þar væri til siös aö
gefa alltof háar einkunnir. Nú, og ef til
vill væri hugur önnu svo bundinn þeim
lærdómi, er utan stóö námsskrár aö
Ási, aö lögboðið námsefni rynni tregar
í hana fyrir þá sök. Ekki vom þaö þó
ástamálin, sem trufluöu hana, guöi sé
lof, svo mikiö gat sr. Haraldur fullyrt.
Því þaö kom fýrir að hugur
nemenda truflaöist frá námi vegna
ótímabærrar ástar, en sr. Haraldur
vissi bókstaflega allt sem vitað varð
um þau málefni nemenda sinna. Enda
bar skólanum allt aö því skylda til að
koma í veg fyrir námstruflanir af því
tagi.
Um ástarsorgir þurfti því betur ekki
aö hugsa, þar sem nemendur voru allir
á þeim aldri að ástarsorgir eru óþekkt-
ar, nema sem gelgjuskeið. Og gelgju-
skeiö er bara eðlilegt á þessum aldri.
Nei, þaö var ástin sjálf, sem var
ólánið mikla og vandinn mesti í skóla-
starfinu. Viö hana stóö stööug glíma,
og var á stundum vandséö, hver vinn-
inginn hlyti.
Sr. Haraldi til hægöarauka í mark-
vissri baráttu hans gegn ástinni í
skólanum, giltu þær reglur, að
nemendum var stranglega fyrirboöiö
undir bannfæringu og brottrekstur aö
nálgast vistarverur hins kynsins. Til
þess að þau gleymdu samt ekki alveg
aö mannkyniö greindist í tvö kyn,
máttu þau talast viö á göngum skólans
í frímínútum og heimsækjast milli
vista þrjá tíma á sunnudögum, gegn
drengskaparheiti um opnar dyr. Til að
passa upp á drengskapinn voru lyklar
bannvara aö Ási, og kennurum upp-
álagt aö ganga á herbergi í heimsókn-
artímum.
Þeir brostu góðlátlega sæju þeir
strák og stelpu kyssast bak viö hurð,
en tóku föstu taki þá lögbrjóta, sem
breitt höföu eitt teppi yfir tvo hausa
uppiírúmi.
Nei, sr. Haraldur vissi þaö fyrir
víst, — Anna haföi aldrei sést bak viö
hurö eöa undir teppi, né til hennar
heyrst í frímínútum þau undarlegu
fliss og hví, sem eru örugg vísbending
um ótímabæra kirtlastarfsemi. Þungri
byröi var af öllum létt, þegar vissa
fékkst um hreinleika Önnu, því nógu
þungbært var hvernig einkunnir henn-
ar hröpuðu, þó hitt heföi ekki bæst viö.
Ovíst aö nokkur heföi risið undir því til
samans.
Víst er, aö ekki var vanþörf á passa-
semi kennaraliösins um ástamál
nemenda. Satt best aö segja töluöu
nemendur Ásskóla ekki um nokkum
skapaöan hlut utan námsskrár annan
en kynferðismál, kynferöismál og
aftur kynferöismál.
HÖFUNDURINN
Hjá bókaútgáfunni Iöunni kemur út
skáldsagan Sagan um Önnu eftir
Stefaníu Þorgrímsdóttur.
Þetta er sagan um Önnu litlu á
Selsmýri í Selásshreppi, fallegustu
stúlkuna í Grundarskóla, sem fór út í
heiminn með próf upp á níufimm,
gagnfræöingur frá Ási upp á sexsex,
saltaöi síld í Vík, afgreidd í sjoppu á
Akureyri svo hann Helgi á Fremra-
Hóli féll í menntaskólanum, giftist
henni, fór til Reykjavíkur og varð raf-
virki. Þegar þau sneru aftur heim í
sveitina, munaöi minnstu aö þau færu
sveitavillt, þvi Selásshreppur hafði
fengið sá- andlitsiyföngu.
Sagan um önnu lýsir iðandi mann-
lífi á íslandi nútímans og yfir frásögn-
inni vakir draumur ungrar stúlku um
að finna tilganginn með lif i sínu. Eftir-
farandi kafli lýsir dvöl önnu í gagn-
fræðaskólanum í Ási.
Stefanía Þorgrímsdóttir er fædd
árið 1950; Mývetningur aö uppruna,
frá Garöi þar í sveit. Að loknu skóla-
námi bjó hún um tíma á Suöumesjum
en er nú húsmóðir í Garði og móöir
fjögurra barna. Sagan um önnu er
fyrsta skáldsagan sem Stefanía sendir
frásér.
Ja, ef undan er skiliö bitlatónlist og
andaglas stöku sinnum, en jafnvel það
varö að einskonar kynferöismálum i
meöferö nemenda. Þegar búiö var aö
útbýta kexköku og mjólkurglasi
kvöldsins og iæsa þeim dyrum, er
gættu kynjamunarins, hófust á her-
bergjum umræður, sem snerust ein-
göngu um hið sama upp aftur og aftur:
Kossa, sleika, kelerí, strokur, faömlög,
brjóstaþukl, standpínu, meyjarhöft,
sjálfsfróun, smokka og fullnægingu.
Inn í umræöumar fléttuöust hugleiö-
ingar stelpnanna um strákana, sem
þær voru skotnar í, og strákanna um
stelpumar, sem þeir gátu vel hugsaö
sér aö ríða. Kynlífsbyltingin mikla var
alls ekki skollin á enn, en samt lá yfir
göngum heimavistanna þungur eimur
kynþroska, fílapensla og svita, — losta
og aftur losta, — eins og blóð&iykur í
sláturhúsi.
Nei, þaö var sannarlega ekki létt
verk að vera kennari að Ási. En meö
ótrauðu starfi þeirra og árvekni for-
eldranna tókst aö sigla flestum
nemendum framhjá boöum og blind-
skerjum þroskans inn á manndóms-
höfnina. Auövitaö voru þeir til, sem
enginn máttur fær bjargað. En þó voru
þeir fleiri, sem þrátt fyrir rauöu þoku
kynhungursins, sáu ljósiö. Fiestir gátu
lika sansast á þaö, aö pabba og
mömmu vegna, afa og ömmu vegna,
kirkjunnar, þjóðfélagsins og kynsjúk-
dómanna vegna, væri kynþörfinni best
og farsælast svalað í hjónabandinu.
Ennfremur vissu allir aö stelpur, sem
lágu undir hverjum sem var, voru
mellur, en aö strákar afturámóti urðu
aö hafa einhverja kynlífsreynslu áöur
en þeir giftu sig, — annars fór hjóna-
bandiöístrand.
Þaö upplýstist aö lausaleiksbörn
hættu aö vera lausleiksbörn ef prestur-
inn las giftingarformálann á undan
skímarformálanum. Þaö sýndi aö
aldrei var of seint aö iörast.
I Ásskóla var líka sú staðreynd
viöurkennd mótþróalaust af læröum
sem leikum, aö til þess aö breyta
venjulegum, heiöviröum karlmanni í
miskunnarlausan nauögara, þarf ekki
annað en ógætilega stroku af kven-
mannshendi. Þar sem, hins vegar,
heilbrigöum kvenmanni er þannig var-
iö, að til þess aö hún ljúki upp hliöum
sínum þarf fortölur, strokur, blíð-
mælgi, loforö, meiri strokur og að lok-
um forleik. Þær sem þurftu minna til
að langa, voru tvímælalaust í mikilli
hættu staddar.
Þaö var vitað, samkvæmt vísinda-
legum rannsóknum, aö tíundi hver
iandsmaöur bar í sér eiginleikann til
drykkjusýki.
Eitthvaö svipað var því variö meö
melludóminn, nema hvaö hlutföllin
voru trúlega enn óhagstæöari. Aö
minnsta kosti voru þær ófáar, stúlk-
umar að Ási, sem meö sjálfum sér
uröu aö horfast í augu viö þann sann-
leik, að vissara myndi fyrir þær aö
komast fljótt í hjónaband. Þær böröust
hinni hetjulegu baráttu, foröuöust
freistingar eftir megni, kúguðu
hvatimar, lásu, læröu og þjáöust í
hljóöi. Og féllu á prófum, svona eftir
atvikum. —
Enginn gat fullyrt aö Anna fyllti hóp
hinna hrasgjörnu, þótt iíkur, studdar
rökum uppruna hennar, bentu í þá átt.
Hún foröaöist stráka, las, þótt sú iðja
bæri rýran ávaxt, lærði aö mála sig o§
stytti pilsin sín til jafns við hinar. Á
sumrum gekk hún í lífsins skóla á
farmal og ferguson Selsmýrarbúsins og
seinast í Grundarútibúi kaupfélagsins
Víkings, þar sem hún lærði á búðar-
kassa. Svo tók hún gagnfræðapróf og
fékk semsagt sexseX. Heldur þótti þaö
slæleg frammistaöa, en bót í máli, aö
þeir vom til sem hreinlega féllu, þrátt
fyrir linnulaust puð í þrjá vetur. Þar
meö var þiggja ára erfiði kennaranna
unnið fyrir gýg. Sjálfir geröust hinir
föllnu bitrir og þóttust til lítils hafa
þjáðst. Því nú fullyrtu þeir aö skóla-
gangan heföi verið ein samfelld þján-
ing, maturinn vondur, kennaramir
grimmir og skólakerfiö í heild rang-
látt. Föll sín kenndu þeir mestan part
kennumnum, — þeir væm ekki störf-
um sínum vaxnir, — og bentu á, máli
sínu til stuönings, aö einungis tveir
kennarar aö Asi heföu tilskilin réttindi.
Nú veit guð og hver maöur að tilskilin
réttindi segja litla sögu, þegar um
kennslu er aö ræða, því þar gilda hæfi-
leikarnir og hjartalagið. Af hvom
tveggja höfðu kennarar Áskóla alia tíð
yfriðnóg.
En þeir sem verða undir í lifinu hafa
ævinlega skýringar á reiðum höndum,
— ævinlega skal óheppni þeirra vera
öðrum aö kenna. Þaö eru gömul og ný
sannindi. Og þaö var auðsætt, hvaö
sem einkunnum leiö, að þrem vetrum
haföi ekki veriö meö öllu til einskis
eytt, — hinir sautján ára gagnfræöing-
ar, fallnir sem staðniö, höföu nálgast
þá fullorönu aö visku og skildu aö
héöan af gilti aöeins harkan sex, — ég
eðaþú.