Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Síða 10
10
DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Umsjón: Herdís Þorgeirsdóttir
arfamiraðgerasérljóst. Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, hrósar
Reagan fyrir ræðu hans nýverið þar
sem hann þótti rétta fram sáttahönd
í tilefni af nýhafinni öryggismálaráö-
stefnu í Stokkhólmi.
Lengi vel hefur Reagan haldið
fast í þá stefnu sína að það þyrfti að
sýna Sovétríkjunum í tvo heimana
og vera ekki með eitthvert hálfkák í
samskiptunum. Hins vegar hefur
Bandarikjaforseti nú tekiö þann pól í
hæðina að lægja öldurnar og vera
ekki eins harðorður í yfirlýsingum
um eöli sovéskra stjórnvalda.
Flestum ber saman um nauðsyn
þess aö samskiptin á milli stórveld-
anna batni. Eins og Thatcher sagði
við Reagan nýlega, veröa leiðtogar
stórveldanna aö taka sig á i þessu
sambandi. Eins og hún benti rétti-
legaámeðþessumorðum: „Ef, eins
og forsetinn óskar og öll ríki Evrópu
vilja, þið viljið ná niður hinum gífur-
lega kostnaði sem fylgir vígbúnaði
getið þið aðeins gert slíkt með því að
ná samkomulagi. Og samkomulagi
náið þið eingöngu ef þið taliö betur
saman.”
Ljóst er að það kostar ekkert að
tala saman að því marki að þaö skaði
ekki öryggishagsmuni annars aðil-
ans. Það getur hin þrúgandi þögn og
sá skortur á árangri sem henni fylgir
á hinn bóginn gert.
AÐ SKIUA
HVERJIR
AÐRA
Vegna ýmislegra vandamála sem
blasa viö ákvarðanatökuaðilum og
stefnumótendum í sovéskum utan-
ríkismálum kann aö vera aö þeir
komist að þeirri niöurstöðu að „kalt
stríð” sé skásti valkosturinn í sam-
skiptum stórveldanna eins og málum
er nú háttað, segir Seweryn Bialer,
stjórnmálafræðiprófessor við
Columbiaháskóla, í grein í Washing-
tonPost nýlega.
Til að rekja að nokkru þær þver-
sagnir sem eiga að leiða til þess val-
kosts og sovésk stjómvöld standa nú
frammi fyrir, má nefna fyrst
vonbrigöi meö kapphlaupið eftir
áhrifum í þriðja heiminum. Stærstu
sigrar þar hafa aðeins verið tíma-
bundnir — og vinstri hreyfingar í
þróunarlöndunum hafa annaðhvort
hafnað sovéskum yfirráöum eða lot-
ið í lægra haldi fyrir vestrænum
áhrifum, þar sem fjárútlát Sovét-
manna hafa ekki staöist samkeppni
við vestræna fjárhagsaðstoð eða við-
skipti, né megnað að hafa áhrif á
pólitíska þróun viðtökulanda. Oft eF
hugtakið marx-leninismi aðeins
dulargervi einræðisherra fremur en
lýsing á stjómkerfum viðkomandi
landa.
Það er ekki fyrr en á undanföm-
um ámm sem sovésk stjórnvöld hafa
öðlast skilning á því hve tímabund-
inn ávinning þau hafa af tilraunum
sínum til áhrifa í ríkjum þriöja
heims, þegar kostnaðurinn hins veg-
ar eykst. Þ6 er engin ástæða til að
ætla að sovésk stjómvöld hætti til-
raunum sínum til að hafa áhrif á
gang mála í þriðja heiminum en hins
vegar virðast þau hafa komist að
þeirri niðurstöðu að eina leiðin til
virkilegra áhrifa sé stöðug nærvera
sovéskra herja á viðkomandi svæð-
um, að því er Bialer heldur fram.
Leiðir til áhrifa gegnum hemaö-
arlega íhlutun voru áberandi í sov-
éskri utanrikispólitík á ámnum 1976
til 1979 og þótt Sovétríkin hafi ekki
haft árangur sem erfiöi af fyrr-
greindu heldur Bialer því fram að
hætta sé á að þessi þróun haldi
áfram.
A hinn bóginn ætti sovéskum yfir-
völdum að vera það ljóst að fleiri
ævintýri á borð við Eþíópíu og Ang-
óla munu verða þeim dýrkeypt á al-
þjóðavettvangi og í samskiptum
þeirra við Bandaríkin. Þá fer hinn
eiginlegi kostnaður við hemaðarlega
íhlutun í öörum ríkjum að verða
þeim dýrt spaug. En nú þegar hafa
Sovétmenn dregið úr útgjöldum sín-
um í ríkum ríkjum Austur-Evrópu og
á Kúbu þótt ákvarðanatökuaðilum í
Moskvu sé vel ljóst að það kann að
leiða til óstöðugleika í viðkomandi
löndum þegar tök járnkrumlunnar
linast.
Engu aö síður hafa mótendur sov-
éskrar utanríkisstefnu talið hernaö-
arlega ihlutun i ríkum ríkjum þriðja
heims heppilegasta valkostinn sér-
staklega vegna þess að nú til dags
dugir málskrúð þeirra ekki lengur á
þessum slóðum. Að sjálfsögðu er
vandað til valsins á fómarlömbum i
þriðja heiminum og verður ekki um
önnur ríki að ræða en þar sem þeim
þykir sýnt aö slík hernaðarafskipti
beri árangur, aö mati Bialers.
Onnur þversögn, sem blasir viö
sovéskum ákvarðanatökuaöilum nú,
er aö tengja utanríkisstefnu sína við
innra lögmæti stjórnkerfisins — að
hvaða marki er almenningur í Sovét-
ríkjunum tilbúinn að standa að baki
þróuninni í utanríkismálum og þeim
markmiðum sem sett eru á oddinn.
Þetta er mjög mikilvægt.
Lögmæti stjórnvalda grundvall-
ast annaðhvort á lögum, hefð eða
frammistöðu. ISovétríkjunumhefur
frammistaða stjómvalda frá tímum
Stalíns verið mjög veigamikill þáttur
í lögmætingarferlinu, þar eö efna-
hagslegar framfarir urðu og í kjölfar
þeirra bötnuðu lífskjör almennings.
Hins vegar ber mörgum saman um
að lögmæti sovéska stjórnkerfisins
sé rússnesk þjóðemishyggja sem er
dulbúin sem sovésk ættjarðarást.
A síðustu valdaárum Leonid
Brezhnevs stóö lögmæti kerfisins á
veikari fótum en æ áður og sú þróun
hefur ágerst nú í valdatíð Andro-
povs. Lífskjörin eru langt fyrir neð-
an þær væntingar sem fólk geröi.
Afstaða fólks og sérstaklega mið-
stéttarinnar í Sovétríkjunum til víg-
búnaöarkapphlaupsins hefur breyst.
Það virðist sem almenningur og þá
sérstaklega ungt fólk sé fariö að
skynja tengslin milli versnandi lífs-
kjara og stööugs vígbúnaöar. Þessi
stöðugi vígbúnaður getur aðeins ver-
ið réttlættur sjái fólk einhvem til-
gang meðhonum.
Ástæðan fyrir því að ekki sýður
upp úr er líkast til sú að almenningur
í Sovétríkjunum hefur ekki gott tæki-
færi til að fylg jast með utanríkismál-
um, enda takmörkuð umfjöllun um
stríðið í Afganistan í fjölmiðlumi.
Vegna þess hvemig málum er
háttað verða sovésk stjórnvöld á
einhvem hátt að viðhalda lögmæti
kerfisins og með yfirlýsingu um kalt
stríð stæðu þau meö þegnana aö baki
sér sameinuð gegn óvininum.
Nýtt kalt stríð yrði fyrirtaks vam-
arkerfi, yfirvöld geta haldið vígbún-
aði áfram með stuðningi þegnanna
og um leið styrkt sig í sessi, segir
Bialer.
A hinn bóginn er ekki víst að vest-
ræn stjómvöld séu tilbúin að sætta
sig við kalt stríö til langframa og þau
eru í aðstöðu til að hafa áhrif á sov-
éska stefnumótun að þessu leyti, seg-
irBialer.
Nú horfir hins vegar þannig viö,
segir umræddur Bialer, að banda-
rísk stjórnvöld hafa ekki mótað
skýra stefnu varðandi Sovétríkin.
Bandarísk stjómvöld hafa sett Sov-
étríkin í varnarstööu án þess aö hafa
gert grein fyrir markmiðum sínum
með því. Stjórnvöld í Bandaríkjun-
um eru sumpart ánægö meö sinn þátt
í þessu samspili og ekki nógu mikið á
varðbergi fyiir því hvert núverandi
þróun kann að leiða, aðmati Bialers.
Hættan er fólgin í áframhaldandi
vígbúnaðarkapphlaupi þar sem
tækniframfarir em svo örar aö fyrr
en varir er viðbúið að ekki verði snú-
ið aftur eða samkomulagi um stjóm-
un vígbúnaðar náð.
Þessi hætta verður aðeins umflúin
ef bundinn er endi á kalda stríöið og
samvinna tekin upp. Samningar á
sviði afvopnunar munu ekki leiða til
betri né stöðugri samskipta stórveld-
anna, eins og margir halda. Bætt
stjórnmálasamskipti á milli stór-
veldanna eru á hinn bóginn grund-
vallaratriði ef samkomulag á að nást
á sviði afvopnunar.
önnur hætta sem ennfremur vofir
yfir um þessar mundir em svæöa-
bundin átök í Mið-Austurlöndum en
þar er spennan slík aö sú áhætta
ágerist að það leiði til beinna átaka
á milli stórveldanna. Að viðbættri
þessari áhættu er sá veigamikli þátt-
ur að innra ástand í sovéska stjóm-
kerfinu nú gerir það að verkum aö
sveigjanleiki gagnvart atburðum
eins og í Mið-Austurlöndum fer stöð-
ugt minnkandi.
Þetta eru ýmsir vestrænir leiðtog-