Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Síða 2
DV; FÖSTUDAGUR 17. FEBRUAR 1391. < Það verður staðið við fjárveitingar — sagði félagsmálaráðherra um ummæli Alberts Guðmundssonar „Ef lánsfjárlög verða samþykkt með ákveðnum fjárveitingum þá verður við þær staöið. Það verður að gerast því Húsnæðisstjórn vinnur eftir þeim lögum sem sett eru á Al- þingi,” sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra er hann var inntur álits á ummælum Alberts Guðmundssonar að ekki yrði staöið við framlög til Húsnæðisstofnunar ef skuldabréf ríkissjóös sem gefin voru út í því skyni seldust ekki. Alexander sagði að sala á skulda- bréfum ríkissjóðs hefði veriö dræm fyrir áramót en ekki lægi fyrir enn hvemig sala gengi á hinum nýju gengistryggöu skuldabréfum. Hann taldi að þaö hefði verið röng ákvörðun að framlengja ekki um eitt ár endurgreiðslur á skyldusparnaði sem lagöur var á hátekjufólk og kom til endurgreiðslu á þessu ári. Skuldabréfin eiga að fjármagna 200 milljónir af fjárþörf Húsnæðis- stofnunar en Atvinnuleysistrygginga- sjóður 115 milljónir. Alexander taldi að fjárskortur Atvinnuleysis- tryggingasjóðs gæti skapað vanda en ef hann gæti ekki lagt fram þetta fjármagn þá yrði önnur fjáröflun aö koma til eða ríkissjóöur að grípa inn í. „Ef lánsfjárlög verða samþykkt með þessari fjáröflun er ekki gert ráð fyrir öðru en að við það verði staðið,” sagði félagsmálaráöherra. -ÓEF. Hafsteinn og Birgir Viðar reynsluóku nýja Escort LX biinum hjá Sveini Egiissyni áður en þeir héidu utan til keppni. DV-mynd GVA. NOTAÐIR ■BILARH VOLVO 244 TURBO ÁRG. 1982, ekinn 30. þús., silfursans m/plussáklæöi, beinsk. m/yfirgír. Verðkr. 530.000,- VOLVO 244 DL ÁRG. 1983, ekinn 39 þús., beinsk. Verö kr. 430.000,- VOLVO 244 DL ÁRG. 1982, ekinn 24 þús., beinsk. Verð kr. 380.000,- VOLVO 244 GL ÁRG. 1981, ekinn 40 þús., beinsk, og yfirgír. Verökr. 370.000,- VOLVO 345 GL ÁRG. 1980, ekinn 27 þús., beinsk. Verö kr. 220.000,- VOLVO 245 GL ÁRG. 1979, ekinn70þús., beinsk. Verökr. 310.000,- VOLVO 244 DL ÁRG. 1978, ekinn 75 þús., sjálfsk. m/vökvastýri. Verð kr. 240.000,- VOLVO 244 DL ÁRG. 1978, ekinn 70 þús., beinsk. m/vökvastýri. Verðkr. 225.000,- OPIÐÍDAG KL. 13-17. VOLVOSALURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Þingvallastrætismalið: Tæmdu íbúðina aðmestuleyti „Viö erum mjög ánægð með að vera komin í gott húsnæði,” sagöi Olafur Rafn Jónsson í gær en kvaðst þó óánægður með aö þurfa aö sæta mann- réttindabrotum. Eins og kom fram í frétt DV í gær hafa þau Danielle ásamt börnum yfirgefiö húsið að Þingvalla- stræti 22 eins og gert var ráð fyrir í samningi sem var undirritaður þegar útburðurinn átti að verða. Olafur sagði að næsta skrefiö væri að kveðja til matsmenn til að meta að hvaða leyti íbúðinni væri ábótavant. Væri brýnt að fá upplýst hver raun- veruleg skipting hússins væri milli eig- enda, hingað til hefði verið haldið uppi geöþóttaákvörðun í því eins og hann sagöi. Ekki vissi Olafur hvenær þetta mál kæmi fyrir mannréttindanefndina í Strassbourg en taldi að það gæti farið aðnálgast. Ölafur og Danielle tóku allt út úr íbúðinni nema þvottavél, ísskáp og þurrkara. Aðstöðuna myndu þau nýta að nokkru leyti áfram, sagði Olafur þó að þau dveldu ekki í húsinu. Aðspurður um hver hafi greitt kostnað viö flutninginn, sagði hann: „Við gerðum það núna en munum fara í skaðabóta- mál þegar fram líða stundir.” -JBH/Akureyri. Hafsteinn og Birgir Viðar ralla i York á Englandi um helgina: Verða ræstir númer 8 af 67 keppendum „Það kemur sér stundum vel að vera frá Islandi. Vegna þeirrar alþjóðlegu viðurkenningar sem ég fékk eftir þátt- töku okkar í skoska rallinu i sumar þá fáum við rásnúmer 8 af 67 keppendum. Þetta getur skipt sköpum í keppninni. Þeir sem ræstir eru út síðastir eiga satt að segja ansi bágt. Vegirnir grafast í sundur þegar hver keppnis- bíllinn á fætur öðrum „fer eins og druslan dregur” eftir sérleiðum sem eru að langmestu leyti malarvegir.” Það er Hafsteinn Hauksson sem hefur orðið en hann og félagi hans, Birgir Viðar Halldórsson, héldu til York í Englandi á þriðjudagsmorgun þar sem þeir keppa í National Break- down rallinu sem hefst i dag, föstudag, og lýkur á morgun, laugardag. Alþjóðasamtök kappakstursmanna veita ökumönnum sérstakan sætistitil, en aðeins tveir ökumenn frá hverju landi eiga rétt á slíkum titli (nema hvað bílaframleiöslulöndin eiga rétt á 5 mönnum) eftir að hafa sýnt mark- tækan árangur í alþjóðlegri keppni. Auk Hafsteins hefur Omar Ragnarsson þennan titil hér á landi. Alls hafa 106 ökumenn í heiminum þennan titil óg ganga þeir fyrir þegar rásnúmer eru valin en auk þess kemur fleira til svo sem árangur í f yrri keppnum. Þeir Hafsteinn og Birgir tóku þátt í þessu sama ralli í fyrra en þá hét það Mintex-rallið. „Þá fengum við bókstaflega allt á móti okkur sem dugði til þess að koma okkur niöur í 25. sætið en viö fengum reynslu sem svarar til margrar ára rallaksturs á Islandi á þessur þremur dögum,’ ’ sagði Haf steinn. Þessi reynsla kom þeim félögum í góðar þarfir í skoska rallinu síðastliðiö sumar. Þá náðu þeir félagar mjög góðum árangri. Þeir lentu í 10. sæti og urðu efstir allra einkaaðila i keppninni (það er þeirra sem ekki keppa sem at- vinnumenn á vegum bílaframleiö- enda). Uröu þeir fyrstir 19 Fordbíla sem tóku þátt í keppninni og jafnframt fyrstir þeirra sem kepptu í fyrsta sinn í þessuralli. Því er ekki að leyna að þeir félagar gera sér vonir um að ná góöum árangri nú um helgina. Þeir hafa æft stíft upp á síökastið til að ná upp líkamlegu þreki. „Þetta eru feikileg átök og af fyrri reynslu vitum við að við munum tapa nokkrum kílóum hvor þessa tvo daga sem aksturinn tekur. Stíf einbeiting í 35 klukkustundir tekur sitt,” sagði Hafsteinn. Þeir félagar munu aka á Escort í keppninni eins og Hafsteinn hefur gert nær eingöngu frá upphafi keppnisferils síns. „1978, fyrsta árið mitt í rall- keppni, reyndi ég aörar bílategundir en frá 1979 hef ég eingöngu ekið Escort. Því miður hefur Ford-verk- smiðjunum ekki enn unnist tími til aö útbúa nýja Escortinn fyrir rallkeppni þannig að Escortinn okkar er af gamla módelinu. Eg hef samt ekið nýja Escortinum þúsundir kílómetra mér til mikillar ánægju. Hann er verulega skemmtilegur fjölskyldubíll en aö sjálfsögðu þýöir ekki að fara með neinn bíl í venjulegri útfærslu í svona rallkeppni. Allar bílaverksmiðjur sem taka þátt í rallkeppni útbúa sérstaka bílaíþeimtilgangi.” Þess má geta að þeim félögum voru boðnir tveir fríir bílar en þeir vildu ekki snúa bakinu við Escort. „Við erum mjög þakklátir þeim aðilum sem gera okkur kleift að taka þátt í þessarri keppni en þaö eru Ford- umboöiö á Islandi; Sveinn Egilsson, Esso, Flugleiðir, Eimskip og Álafoss. Við vonumst til að þurfa ekki að bregðast þessum aðilum,” sögöu þeir félagar, greinilegar reiðubúnir að gera sitt besta. -JR. Haltur leiðir blindan Togarinn Olafur Bekkur frá ölafs- firði kom síödegis í gær bilaður til heimahafnar og haföi í togi Stálvíkina f rá Siglufirði sem var aflvana. Að sögn Guöna Olafssonar, skip- stjóra á Olafi Bekk, voru þeir nýkomnir á Sléttugrunnið þegar fór að bera á kraftleysi í vélinni. Um tíma héldu þeir að netadræsa hefði farið í skrúfuna en síðan var helst talið að skrúfuskurðurinn væri meiri en mæli- tækisýndu. Aður en Olafur Bekkur fór í land var Stálvíkin tekin í tog. Hún var á svip- uðum slóðum og haföi orðið bilun í túrbínu við vél sem olli því að allt stóð fast. Fariö var með skipið inn til Siglu- fjarðar. Guöni sagði að enn væri óvíst hver bilunin væri hjá Olafi Bekk. Kafari sagði í gærkvöldi að eitthvaö virtist hafa farið aftan af skrúfuhausnum. Olafur Bekkur var frá veiðum frá miöjum júní og fram í miðjan ágúst í sumar vegna bilana. -JBH/Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.