Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1984, Qupperneq 14
I ar WRíHATfaHrírir vt HTTriArnrwvjt \rn DV. FÖSTUDAGUR17. FEBRUAR13«. Menningarverðlaun DV afhent við hádegisverð í Þingholti í gær: Sériega ánægjuleg athöfn Menningarverðlaun DV voru afhent í gær og er það í sjötta sinn sem verðlaununum er úthlutað. Athöfnin fór fram við hádegisverð í Þingholti í gær og voru veitt verö- Iaun i sex listgreinum. Verðlaunin hlutu Thor Vilhjálmsson í bók- menntum, Jón Nordal í tónlist, Jóhann Briem í myndlist, Stúdenta- leikhúsið í leiklist, kvikmyndin Húsiö i kvikmyndagerð og Valdimar Harðarson arkitekt, í byggingalist. Aður en borðhaid hófst var veitt þurrt sérrí I>a Ina. Matseðillinn hljóðaði síöan upp á hreindýrapaté og aðalrétturínn var svo ofnbakaður silungur meö salati og parísar- kartöflum. Með þessu var drukkið Gewiirtstraminer hvítvín frá Alsace og á eftir var drukkið kaffi og port- vín. Yfir kaffinu og portvíninu voru svo verölaunin afhent. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur, sem frá upphafi hefur haft veg og vanda af menningarverðlaununum, bauö gesti velkomna og ræddi síðan nokkuö tengsl fjölmiðla og lista- manna. Hann sagði m.a.: .JEngum ætti að koma á óvart þótt ég byrji á því að lýsa því yfir, að list- ir eigi að njóta sömu réttinda á dag- blaði og aðrir þættir þjóðfélagsins, en hvorki meiri né minni. Listafólk á aö geta reitt sig á þrenns konar meðhöndlun á menn- ingarefni í dagblöðum. Blaöiö á í fyrsta lagi að birta upplýsingar um að tilteknir atburðir eða iistviðburð- ir muni eiga sér stað: tónleikar, myndlistarsýning, leiksýning. Þaö getur síðan birt fréttir sem tengjast þessum atburöum. Og síðast en ekki síst er æskilegt að blaðið leggi sitt af mörkum til menningarlegrar um- ræðu, með því að birta umsögn eða hugleiðingar um einhvem þessara viðburöa. En eins og annað sem gerist, hafa listviðburðir aðeins skilyrðislausan rétt til fyrsta stigs meðhöndlunar, upplýsingamiðlunar. Annars og þriöja stigs meöhöndlun veltur annars vegar á fréttagildi þess list- viöburðar sem um er að ræða, hins vegar á mikUvægi hans í víöara sam- hengi. Það er í raun ekki frétt að Usta- maður ætU að opna sýningu, eða flytja eigi nýtt leikrit, fremur en að sýninguna eöa ef leikarar neituöu aö koma fram, svo nefndar séu einföld- ustu forsendur. Það fer hins vegar eftir fréttanefi blaðamanna, hvort listviðburöir, eins og aðrir viöburðir, verða að fréttum. Séu þeir starfa sínum vaxn- merkilegt aðrír verða útundan. Svo því er miður stór hópur blaðamanna sem gefur sér aö ekkert fréttnæmt sé aö finna í menningarviðburðum. Síðan verður oftsinnis skörun á fréttagildi og listrænu mikilvægi list- viðburða, sem kaUar á þriðja stigs Thor Vilhjálmsson ríthöfundur, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Jónas Kristjánsson ritstjóri ræðast við. sjómaður sé á leið í róður. Samt er sjálfsagt fyrir blaöið að koma þeim upplýsingum á framfæri í þar tU gerðum dálkum. Þetta er þjónusta við almenning og þá sem standa að atburðinum/viðburðinum. Sam- kvæmt lögmálum fréttamennskunn- ar væri það hins vegar frétt, ef Usta- maður hætti aUt í einu við að opna ir, koma þeir auga á hið fréttnæma í listviðburðum. Séu þeir það ekki, taka Ustamenn stundum aö sér að hjálpa þeim, sem oft er gott og bless- að. En þar er hætt við að þeir sem duglegastir eru við að hjálpa blaða- mönnum, fái aUs konar fréttir um sig og viötöl í tíma og ótíma, þótt fram- lag þeirra sé hvorki fréttnæmt né meðferð, umsögnina. Listviðburður getur t.a.m. verið bæði stórfrétt og umræðuefni í menningardálkum. En listamenn veröa aftur á móti aö sætta sig viö það að listviðburður á alls ekki sjálfkrafa rétt á umsögn. Gagnrýnandi hefur fuUan rétt tU að velja og hafna, gera upp á mUU viö- burða eftir mUtUvægi þeirra, rétt eins og hinn almenni blaðamaður verður að geta vaUð mUU frétta. Geri Ustamenn sér grein fyrir þessum annmörkum á „dekkun” menningar- efnis í dagblaði, geta þeir Uka gert réttmætar kröfur tU blaðsins. Upp- lýsingar um listviðburöi þurfa að vera bæði nýlegar og hárréttar, fréttir má ekki nota til að rangtúlka eða gera gys aö tilteknum viðburð- um, hvað þá heldur í þeim tUgangi einum að selja blað, og gagnrýni ættu fuUtrúar blaðsins að skrifa sam- kvæmt bestu samvisku og þekkingu. I samanburði við þessar kröfur, eru kröfur blaðamanna til Ustafólks ósköp hógværar. Þeir vUja fá frá þeim greinargóöar upplýsingar um Ustviðburði, helst skriflegar, og þeir vUja fá þær tímanlega. Þetta er eiginlega aUt og sumt. Hvernig eigum við svo aö flokka þann listviöburð sem á sér stað hér í dag? Hann er vissulega frétt, því hann gerist ekki nema einu sinni á ári. En þessi frétt er bæði tilbúin og . langt frá því að vera hlutlaus, og því strangt til tekið ekki til fyrirmyndar. En í þetta sinn helgar tilgangurinn meðaUð, því fréttin er eins konar dul- búin aUsherjarumsögn fyrir árið aUt, og er jafnframt búin til í þágu listamanna. Og taki listafólk nokkurt mark á umsögnum yfirleitt, hlýtur þetta aö vera marktækasta umsögn sem birtist á Islandi, því að henni stendur herskari listfróðra manna og kvenna víða að. Og er ég sá þá lista- menn sem hér eru staddir tU aö taka við fögrum gripum J.G. dettur mér ekki i hug að bera brigður hvorki visku þeirra né samvisku. Verðlaunagripir voru síðan afhentir. Að því loknu ávarpaði Jónas Kristjánsson gesti og þakkaði þeim fyrir komuna og f yrir skemmti- legar umræður um menningarmál. Hann óskaði verðlaunahöfum til hamingju, þakkaði dómnefndarfólki fyrir vel unnin störf og sleit borðhaldinu. óbg Thor Vilhjálmsson hlaut bókmenntaverðfaunin: Þýðing gerð af kröfuharðri trú- mennsku við verkið — sagði Andrés Kristjánsson um þýðingu Thors á skáldverki Malraux, Hlutskipti manns Það er alkunna að einhver tilfinnan- legasta eyða í íslenskt bókmenntastarf og bókaútgáfu á síöustu áratugum hefur verið ekla á vönduðum, íslenskum þýðingum erlendra önd- vegisskáldverka samtimans og liöinn- ar tíðar. Ástæðumar eru ýmsar og lík- lega aö nokkru leyti eðlilegar vegna fá- mennis þjóðarinnar — en afleiöingin er sú að bókmenntastraumar hafa ekki náð hingaö meö þeim styrk sem æskilegt væri. Þetta hefur vafalaust dregiö úr nýlaufgun íslenska bók- menntameiðsins, en þó er hitt líklega afdrifaríkara aö sjónhringur íslenskra lesenda er þrengri fyrir bragðið og þeim verður örðugra um vik að meta nútímaskáldskap og njóta hans, en það verður aftur nokkur skýring á því að nýsköpunin hefur oft og einatt átt of mikilli tregöu og fálæti að mæta þótt ekki sé mælandi með neinni gleypi; girni. A síðustu árum hefur þetta þó þokast ofurlítiö til betri vegar. Æ fíeiri úrvals- skáldverk, nýleg eða komin til ára sinna eftir atvikum, hafa birst í íslenskum þýðingum. Á síðasta ári bar til að mynda svo viö að hálfur eða jafnvel heill tugur öndvegisbóka af ýmsu þjóðerni kom út hér á landi í góðum eöa jafnvel ágætum þýöingum. Þýðingarsjóðir eru líka nýkomnir til og vænta má árangurs af þeim á næstu árum. Þetta leiddi ef til vill öðru fremur til þess, að nefnd sú sem falin var leit að ritverki og höfundi, sem Dagblaðið- Vísir skyldi veita menningarviður- kenningu sína fyrir framlag á sl. ári, hugði nokkuö grannt að þýöingarupp- skerunni að þessu sinni, ekki síst þar sem þar er að finna mikilvægt og lang- frægt tímamótaverk og stefnuvita í skáldsagnagerð víða um lönd síðustu hálfa öldina í vandaðri þýðingu. Það varð samhljóða niöurstaða nefndarinnar sem skipuö er Matthíasi Sæmundssyni, formanni hennar, og Rannveigu Agústsdóttur, auk mín, að Thor Vilhjálmsson tekur við bókmenntaverðlaununum úr hendi Andrésar Kristjánssonar ritstjóra, eins dómnefndarmanna ibókmenntum. leggja til að menningarverðlaun DV í bókmenntum skyldi Thor Vilhjálms- son rithöfundur hljóta að þessu sinni fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Hlut- skipti manns eftir franska rithöfund- inn André Malraux. André Malraux er löngu heims- kunnur rithöfundur og stjórnmála- maöur, en einnig heimshornariddari sem gjarnan hélt meö hraði þangað sem til stórtíðinda dró og maðurinn komst í mestan sálarháska. Það hefur verið talið gildast erindi hans í skáld- skap að reyna að efla og kalla fram sjálfsvirðingarvitund þeirra sem tekst ekki að greina hana nógu skýrt í sjálfum sér. Fyrsta skáldsaga hans, sem eftir var tekið, kom út 1928, en sagan Hlutskipti manns 1933 og er því hálfrar aldar um þessar mundir. Efnis í hana heyjaði hann sér í Shanghai 1927, þar sem hann var vitni aö hrika- legri þolraun mannlegrar sjálfs- virðingar í borgarastyrjöld. Hann seg- ir þó stríössöguna lauslega en hugar því betur að innviðum mannsins í fári dauöa og tortímingar. Sagan hlaut virðulegustu bók- menntaverðlaun Frakka á sínum tíma og höfundurinn varð skjótt heims- kunnur af henni. Áhrif hennar á rithöfunda og skáldsagnagerð sam- tímans urðu mikil og sterk, allt aö því byltingarkennd, og þeirra gætir enn í miklummæli. Þýðing Thors Vilhjálmssonar er án alls efa hið snjallasta bókmenntaverk og hefur varla verið hrist fram úr erm- inni, svo margs sem þar er að gæta. Hún er ekki aðeins á fögru, lífríku og tjáningasterku máli, heldur mun hún gerð af kröfuharðri trúmennsku við verkiö og djúpum skilningi á kviku sögunnar og erindi hennar við mann- inn sem er ef til vill enn tímabærara nú en fyrir hálfri öld. Stúdentaleikhúsið hlaut leiklistarverðlaunin: Sigrastá erfiðleikum með áræði og hug- myndaauðgi — sagði Jón Viðar Jónsson við afhend- ingu verðlaunanna Leiklistarverðlaun Dagblaðsins- Vísis fyrir áriö 1983 falla að þessu sinni Stúdentaleikhúsinu í skaut. Hlýtur leikhúsið verölaunin fyrir framlag sitt til leiklistar í höfuðborginni á liðnu ári. Stúdentaleikhúsiö hefur nú í rúmt ár staðið fyrir leiklistarviðburðum af margvíslegu tagi. Athyglisveröasti þáttur þessarar starfsemi er án efa dagskrár þær sem leikhúsið hóf að flytja í Félagsstofnun stúdenta síðast- liðiö vor og stóðu langt fram eftir hausti. Þessar dagskrár voru gjama settar upp sem kynningar á tilteknum höfundum eða viðfangsefnum úr bók- menntunum og blandaöist þar saman flutningur leiklistar og bókmennta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.