Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1984, Page 32
’OV. Þ'ÉIEÍjtíÓÁCÍljR’ 3. ’ÁPR tL 1584. 32 Dæmalaus 'Veröld DæMALAUS V’ERÖLD Dæmalaus Veröld LEIÐARLJÖS 5 Prestarog lögfrædingar Hér á árum áður voru menntamenn þrenns konar: Prestar, lögfræðingar og læknar. Nú eru til félagsfræðingar, uppeidisfræðingar, sálfræð- ingar, tæknifræðingar og alls kyns vitfræðingar en það er önnur saga. Prestar, lögfræðingar og læknar eru þeir hornsteinar sem islenskt menntakerfi byggir á og því skulu þeir ekki vanmetnir. En þá mega þeir heldur ekki bregðast — á hverju sem gengur. Hér á síðunum til hliðar getur að iita frásagnir af full- trúum þessara stétta, að læknum frátÖldum, sem sýna svo ekki verður um villst að ýmislegt hefur breyst frá þeim tíma þegar bændur slátruðu búfénaði sínum og sveltu húsmæður tö að koma börnum sinum til mennta — gera þau að prestum, lög- fræðingum eða iæknum. Virtur, reykvískur lögfræð- ingur lýsir því yfir hér á síð- unum að hann trúi því að jörðin sé flöt. Er nema von að almenningur spyrji: — Til hvers var verið að mennta manninn? Hversu margar sauðkindur hafa þurft að falla fyrir þennan mann? Hvaða skynbragð ber slíkur maður á lög og rétt? Maður sem ekki gerjr greinarmun á bolta og pizzu! Hitt dæmið er um prestinn sem gefur saman brúðhjón á vínveitingahúsi. Að vísu svífur andi Guðs jafnt yfir vínveitingahúsum, rað- húsum, einbýlishúsum og blokkum en fólk spyr: — Gat hann ekki gift þau í glasi? Því er til að svara: Það er sama hvar börain eru bless- uð. En mikið hefðu bændura- ir sem slátruðu búfénaði og sveltu húsmæður til þess eins að koma afkvæmum sínum til mennta orðið hissa ef þeir hefðu vitað þróunina fyrir. Við bíðum eftir að læknara- ir fari að skera upp á Lækjar- torgi. -EIR Jörðin I Flat Earth News er flöt —segir íslenskur lögmaöur, félagi íFlatEarth Society Box 2533, Lancaster, Ca Quarterly RESTORING THE WORLD TO SANITY Charles K. Johnson, President_________________________________________Marjory W , 'Vfv AUSTRALIA NOT DOWN UNDERl A Compass Always Points IMorth - _.nr. johnsonontheSho^ Flat Earth News kemur út ársfjórðungslega og flytur fróttir og röksemdir fyrir þviað jörðin sé flöt. „Ég neita því ekki, ég er gildur meðlimur í Flat Earth Society og hef verið lengi,” segir virtur, reykvískur lögmaður sem ekki vill láta nafns síns getið af ótta við ónæði. Flat Earth Society er félagskapur þeirra sem trúa því að jörðin sé flöt og eru helstu forsvarsmenn félagsins Charles K. Johnson og eiginkona hans Marjory Waugh Johnson. Gefa þau út fréttabréfið Flat Earth News f jórum sinnum á ári, ákaflega vandað rit með frétt- um og röksemdum fyrir því að jörðin sé flöt. Kallar Johnson hnatt- kenningar annarra. . .„móðgunviöheilbrigðaskynsemi”, ogverður tíðrætt um „the indian grease ball” sem þýða mætti harpishnöttinn. „Dettur mönnum í hug að jörðin sé smurð feiti sem fólkið, húsin og allt annaö sé límt við. Jörðin er flöt og sólin hringsnýst yfir henni,” segir spámaðurinn. Islenski lögmaðurinn er á sama máli: „Ef lygin er nógu hrikaleg þá trúir fólk henni. Því var meira að segja logið að allri heimsbyggð- inni að Bandaríkjamenn hefðu stigið fæti á tunglið. Hvernig er hægt að sanna það? Skoðun mín er sú aö þar hafi verið á ferð blekkinga- vefur stórveldanna sem nota fé ætlað til tunglferða í að hervæðast. I það minnsta er sú skýring trúlegri en þetta meö tungllabbið. ” Tekið er á móti áskriftum að Flat Earth News í póstboxi 2533 í Lanchaster í Kaliforníu og kostar hún 10 dollara á ári. Ef menn vilja fá félagaskírteini í Flat Earth Society þarf að bæta 5 dollurum við. „Eg hvet alla hugsandi menn til að kynna sér kenningar Charles K. Johnson,” segir lögmaðurinn. -EIR Gitta litla orðin stór Hún Gitte Hœnning hefur stœkkað frá því hún stóð á sviði í Austurbœjarbíói, kornung og söng með pabba sínum íslendingum til mikillar ánœgju. Nú er hún orðin 37 ára, einn vinsœlasti skemmtikraftur í Þgska- landi, fráskilin og barnlaus. Svona lítur hún út í dag — tímarnir bregtast og Gitta með. Yoko neitar að borga I síöustu viku var þingfest í rétti á Manhattan í New York mál sem Jack Douglas höföar gegn Yoko Ono. Douglas þessi var upp- tökustjóri á hljómskífunni Double Fantasy sem Yoko og John Lennon gerðu í sameiningu. Douglas krefst rtokkurra milljóna dollara vegna samningsbrots sem hann telur Yoko bera ábyrgð á. Samkvæmt samningi sem gerður var í ágúst 1980, fjórum mánuð- um fyrir moröiö á Lennon, átti Douglas aö fá 4% af söluverði fyrstu 500 þúsund eintaka plötunnar. Og síðan 5% af öllu sem seldist að auki. Yoko Ono krefst aftur á móti að Douglas endurgreiði sér 300 þús- und dollara sem hún í misgáningi hafi greitt honum of mikiö. Double Fantasy hefur þegar selst í yfir 6 milljónum eintaka. fear tltflfare o tinker flyttaW&dr* Frankrike-, «• ALBERT HUGSAR... . . . iim a<) fh/tja til Sudur-Frakklands skc fréttmn sænska sjóncarpsins. Fins <>(/ sjá má.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.