Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1984, Síða 12
pr Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjöri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjöriog Otgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUM5ULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verö ílausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. A tök i september? Verkalýðsforystan er farin aö ræöa uppsögn samninga og hugsanlegar aögerðir í september. Þar sýnist sitt hverjum. Til eru þeir, sem vilja hefja átök. Forystumenn Alþýðusambandsins, svo sem Ásmundur Stefánsson, kunna aö láta freistast vegna þess að þing Alþýðusam- bandsins stendur fyrir dyrum á hausti komanda. Forysta Alþýöubandalagsins mun vafalaust knýja á um átök. Ásmundi og félögum tókst síðastliöinn vetur aö koma fram þjóöhagslega hagstæöum kjarasamningum í mikilli óþökk forystu Alþýðubandalagsins. Svavar Gests- son og Ólafur Ragnar Grímsson munu vilja sjá til þess, að slíkt endurtaki sig ekki. Nokkur merki þess sjást nú þegar, aö einhver kjara- átök veröi í september. í 1. maí-ávarpi Fulltrúaráös verkalýösfélaganna í Reykjavík, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og Iðn- nemasambandsins sagöi í lokin: „Eining og samstaöa eru því einkunnarorö dagsins. Fyrsta áfanga í baráttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir endurheimt kaupmáttar er lokið. Næsti áfangi er 1. september.” Þetta orðalag varð til þess, aö Bjarni Jakobsson, formaöur Iðju, vildi ekki vera fundarstjóri á útifundinum 1. maí. Guömundur J. Guðmundsson, formaöur Verkamanna- sambandsins og Dagsbrúnar, sagöi í ávarpi: „Dagsbrún mun rjúfa friöinn 1. september, ef okkur sýnist svo. Við viljum engan friö meö þessi kjör. ” Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, við- haföi svipuð ummæli um það leyti. Hreyfingar til uppsagnar samninga hefur orðiö vart í nokkrum félögum öðrum. En hvaö er aö vinna? Hagdeild Alþýðusambandsins segir, að kaupmáttur á síöasta ársfjóröungi þessa árs veröi líklega rúmum þrem prósentum lakari en var á síðasta fjóröungi síðastliðins árs. Slíkar vangaveltur byggja aö sjálfsögðu mest á verð- bólguspá fyrir næstu mánuði. ASÍ-menn kunna aö reikna með meiri verðbólgu en verður, eöa um 15 prósent á árinu. Hraöi verðbólgunnar var um 10 prósent á ári, ef miðað er viö vísitöluhækkun í apríl. I ööru lagi er næsta víst, að launaskrið fer nú langt meö að jafna þann mun, sem ASÍ fær út. Því gæti vel verið, aö raunverulegur kaupmáttur yröi í september svipaöur því og var síðast- liöið haust. Meö kjarasamningunum síðastliöinn vetur sýndi verkalýðshreyfingin biölund. Hún vildi ekki svipta ríkis- stjórnina tækifærinu til að varðveita þann árángur, sem náöst hafði gegn verðbólgunni. Verkalýðshreyfingin reyndi að halda kaupmættinum í horfinu á þessu ári, ekki aö endurheimta að ráði af því, sem tapazt hafði. Kauphækkun 1. september á að vera 3 prósent sam- kvæmt samningunum. Verkalýðshreyfingin þyrfti vafa- laust að sækja hart, ætti meira að nást, og þá sennilega aðeins 1—2 prósent til viðbótar. Er fólk reiðubúiö í verkföll út af slíku? Líklegast er, að almenningur sé enn reiðubúinn til að veita ríkisstjórninni tækifæri til að sýna, hvað hún getur. En þá veltur mikið á, að ríkisstjórnin kunni að halda á framhaldinu. Tími er kominn til að ráðast gegn rótum meinsins, því kerfi sem elur verðbólguna. Því aðeins að ríkisstjórnin valdi því verkefni næstu mánuði, getur hún með rétti ætlazt til þess, að verkafólk sýni biðlund. 'DV. MÐVIKUDAGUR a.'M'AI W84. „ Bæjarskipulag þar sem saman eru tvinnaðar byggingar og skjólbelti hafa augljósa kosti fyrir land eins og okkar þar sem tiðni vinda og styrkur er óvenjumikill. " Stærri runna- og trjágróðursvæði Nú þegar liggur fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga um þjóðar- átak í skógrækt er ekki úr vegi aö íhuga hvemig okkur hefur tekist í þéttbýlinu að glæða umhverfi okkar gróöri og lífi. Ollum má vera ljóst áð hægt hefur miðað og nægir að lita fíl nýrri hverfa í Reykjavík og nágrenni. Ástæðunnar er, að mínum dómi, aö leita bæði á skipu- lagsstiginu og á fjármála- og fram- kvæmdastiginu. Skjólbelti, smá skógarsvæði og önnur stærri gróðursvæöi hafa á mjög mörgum stöðum þótt sjálfsagð- ur hlutur í bæjarskipulagi er- lendis. Góð dæmi þar sem vel hefur tekist til eru t.d. ýmsir staðir í og við Kaupmannahöfn og borgir í námunda við London. Þó skilyrði séu betri á þessum stöðum er engin ástæöa til að ætla að við getum ekki náð viðunandi árangri hér. Ef litið er á íbúöahverfin em stærri gróöursvæði sá gróður sem skapar hinn græna höfuðmeið, eða ytri ramma utan um íbúða- hverfið. Aðaluppistaðan eru tré en mnnum er gjarnan plantað með. Markmiöin með stærri gróður- svæðum em margbreytileg. Þau skapa skjól og afmarka svæði um leið og þau draga að sér f jölbreytt dýralíf og bæta gróðurskilyröi. Einnig mynda slík svæði vörn gegn mengun og minnka umferðarhávaða samtímis og þau stuðla að jafnvægi í umhverfinu. Margir kannast við þau vandamál sem geta stafað af stórum trjám sem eru staðsett á óhentugum stað í litlum garði. Þess vegna er oft hentugra að hafa trjágróðursvæðin utan umhverfin eða hverfishlutana. Jafnvel lítið trjásvæði getur veriö REYNIR HELGASON LANDSLAGSARKITEKT hverfin svo hægt sé að skila um- hverfisverðmæti þeirra til komandi kynslóða, þ.e. hluti af þeim þarf að vera tré sem geta orðið gömul, t.d. álmur, garðahlynur, sitkagreni, stafafura, blágreni og síberíulerki. Ofangreindar tegundir henta mismunandi vel eftir landshlutum. Stór gróðursvæði eni ekki síðui' nauð- synleg á svæðum sem hafa lengri lífshringrás en íbúðahverfin, t.d. háskólasvæði og kirkjugarðar. Til aö ná góðum árangri á þessu sviði þarf aö taka frá svæöi fyrir gróðurinn eins fljótt og hægt er í skipulagsvinn- unni þannig að fullt tillit sé tekið til þessa mikilvæga þáttar í bæjar- skipulaginu. Stundum hefur maður það á til- finningunni að þeir landskikar sem verið er að planta í séu einhver afgangssvæði sem enginn veit hvað á • „Markmiðin með stærri gróðursvæðum eru margbreytileg. Þau skapa skjól og af- marka svæði um leið og þau draga að sér fjöl- breytt dýralíf og bæta gróðurskilyrði.” óviöjafnanlegt leiksvæði og gefið börnum og unglingum hvatningu sem tilbúið leiksvæði getur aldrei gefið. Bæjarskipulag þar sem saman eru tvinnaðar byggingar og skjólbelti hafa augljósa kosti fyrir land eins og okkar þar sem tíðni vinda og styrkur er óvenjumikill. Stærri gróðursvæði þurfa helst að að gera við. Þannig verða slík svæði oft samhengislaus innbyrðis og koma að takmörkuðum notum. Margt hefur þó verið vel gert og ber aöþakkaþaö. Viö eigum fjársjóö þar sem er eld- legur áhugi garðyrkju- og skóg- ræktarfólks og vel menntað fólk í skógrækt, landslagsarkitektúr og garðyrkju. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.