Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Side 3
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. 3 Steingrimur Hermannsson for- sætisráðherra. Votta ind- versku þ jóð- inni samúð — segir forsætisráðherra íslands „Maöur á varla orö yfir svona voða- verk og ótíöindi, en ég lýsi yfir sorg "minni og þá um leið samúð meö ind- versku þjóöinni vegna þessa sviplega atburöar. Sú þjóö, sem slíkt dynur yfir, Mýtur aö þurfa allrar samúðar meö,” sagöi forsætisráöherra fslands, Stein- grímur Hermannsson, þegar DV náöi tali af honum í gærdag í tilefni af til- ræöinu viö Indiru Gandhi, forsætisráð- herra Indlands. ,,Um þetta mál hefur ekki verið fjallaö meðal ráöherra íslensku ríkis- stjómarinnar, en ég mun í nafni henn- ar senda samúðarskeyti til stjórnar- innar í Nýju Dehlí,” sagði Steingrímur forsætisráöherra. -GP. Stórfyrirtæki „stálu” íslenska útvarpsfélaginu — þetta er ekki lengur almenningshlutaf élag, segir Ólaf ur Hauksson sem undirbýr stof nun nýs f élags Mikill ágreiningur kom upp á framhaldsstofnfundi Islenska út- varpsfélagsins í fyrrakvöld sem leiddi til þess aö meirihluti undirbún- ingsnefndarinnar sagði sig úr félag- inu en fimm manns sem samanlagt ráöa yfir 70% hlutafjár lögðu fram lista meö stjóm félagsins sem var kosin á fundinum. „Eg er dolfallinn yfir hvernig þetta hefur snúist í höndunum á okk- ur,” sagöi Olafur Hauksson sem sæti átti í undirbúningsnefndinni. „Viö gengum út frá því aö enginn eignar- aðili væri það sterkur aö hann ætti víst sæti í stjórninni. Þetta átti aö veröa almenningshlutafélag en er þaö ekki lengur. Við verðum aö viöur- kenna aö þessu hefur verið stolið af okkur.” „Eg er mjög sár yfir þessari niöurstöðu,” sagöi Olafur Hauksson ennfremur. „Þetta mun stórlega skaða þann málstað sem viö vomm að berjast fyrir. Þetta verður vatn á myllu þeirra sem em aö pípa um að frjálst útvarp verði útvarp fjár- magnsaflanna. Auðvitað er ekkert óeölilegt við aö þeir sem eiga pen- inga stofni útvarpsstöö en verst er að þessir aöilar þurfi aö stela fyrirtæki sem var hugsað ööravísi. Eg hvet þess vegna alla sem skrifuöu sig fyrir hlutafé í þessu fyrirtæki á þeirri forsendu að það yröi almennings- hlutafélag til aö afturkalla hlutafjár- loforö sín,” sagöi Olafur. Á framhaldsstofnfundinum vom kosnir í stjóm Jón Olafsson, eigandi Skífunnar, Hjörtur öm Hjartarson, framkvæmdastjóri J. Þorláksson og Norðmann, Sigurður Gísli Pálmason,, framkvæmdastjóri Hagkaups, Jón Aöalsteinn Jónasson, eigandi Hljóörita,. og Magnús Axelsson, eigandi fast- eignasölunnar Laufáss. Þessir menn em allir stórir hluthafar auk þess sem þeir fara með umboð fyrir aöra hluthafa. Einn stærsti hluthafinn er Jón Zalewski byggingarmeistari sem Jón Olafsson er meö umboð fyrir. Hlutur Hagkaups er um 13% af hlutafé en í heild söfnuöust 4,7 milljónir króna í hlutafé fyrirtækis- ins. „Hulduherinn” svonefndi eöa stuðningshópur Alberts Guömunds- sonar skrifaöi sig fyrir um 16% hlutafjár. Fyrir hans hönd var Þor- valdur Mawby, tengdasonur Alberts, í framboði við stjórnarkjörið en hann náöi ekki kosningu. „Þetta mynstur er andstætt því sem viö ætluðum,” segir Olafur Hauksson. „Viö settum okkur upp á móti þessu og töldum að forsendur væm brostnar fyrir því aö stofna þetta fyrirtæki sem abnennings- hlutafélag nema þessir aðilar vildu bakka út. Því miður mættu hinir almennu hluthafar ekki þaö vel á fundinum aö grundvöllur væri fyrir að bera fram tillögu um aö félagiö yrði ekki stofnað, annars hefði þaö veriögert,” sagöiOlafur. Aö sögn Olafs er von á aö nýtt félag veröi stofnað aö upphaflegri fyrirmynd en þá veröi unnið varfærnislegar aö málinu. OEF Sjónvarpíkvöld Sjónvarpiö hefur ákveðiö að vera meö útsendingu í kvöld, þótt nú sé fimmtudagur. Hefur mikiö safnast fyr- ir af efni hjá sjónvarpinu og þarf aö koma því út sem fyrst. Dagskráin í kvöld hefst meö frétt- um kl. 20.00. Þar á eftir kemur bresk dýralífsmynd og síðan ítölsk sjón- varpsmynd, Arkimetes litli. Hefst hún kl. 21.00 en kl. 22.20 verður sýnt frá leikjum í ensku knattspyrnunni. Dag- skrárlok þessa fimmtudagssjónvarps veröa svo kl. 23.10. .fcip. Hver gámurinn af ödrum kom upp iír kaupskipunum í gœr eftir langa bid. Hér er verið ad skipa upp úr Rangá, skipi Hafskips, í Reykjavíkurhöfn. DV-mynd KAE. Ammoníaksleiðsla sprakk ífrystigeymslu Eimskips: Tjónið nemur milljónum kr. Ekki hefur enn verið metiö þaö tjón sem varö er ammoníaksleiðsla sprakk í frystigeymslu Eimskips en ljóst aö það nemur milljónum króna. I geymsl- unni var geymdur frystur fiskur sem fara átti til útflutnings og var þar um töluveröar birgöir aö ræða. Að sögn Þórðar Sverrissonar, blaða- Eulltrúa Eimskips, var hér um aö ræöa nýja frystigeymslu sem sett var upp í sumar. Taliö er aö um galla í leiðslu hafi veriö aö ræða sem leiddi til þess aö ammoníakiö lak út en geymslan haföi aðeins veriö í notkun í tvo mánuði. Þórður gat ekki sagt til um hve tjón- ið væri mikið, hugsanlegt væri að hægt væri aö bjarga fiskinum með því aö skipta um umbúðir á honum og mats- menn ættu eftir aö meta skaöann en þeir eru aö störfum nú. Aðspurður hvort Eimskip mundi höföa skaöabótamál vegna óhappsins sagöi Þórður að þaö ætti eftir aö kanna en vélbúnaðurinn í frystigeymslunni er danskur og settur upp af Dönum í sum- ar. -FRI Vantar þig hurðir? Stálhurðir: þykkt 50 m/m. Einangrun: Polyurethane. Litir: hvítt, brúnt, gult, rautt. Galvaniserað. Verðhugmynd: Hurð, 3x3m, með öllum járn- um frá kr. 29.628.* Motordrif: frá kr. 15.100. * Gengi FFR 3,60. Sendum menn til upp- setningar um land allt. Afgreiðslufrestur 6-8 vikur. ASTRA Síðumúla 32, sími 68-65-44. ’amja ri AMCI Jeep Eigendui Veturinn ei genginn í garö. Fyiiibyggiö óþœgindi. Mótoistillum. Yfiiföium bílinn og bendum á hvaö þuifi aö lagfœia. Mótoistilling diegui veiulega úi bensíneyöslu. Pantiö tíma hjá veikstjóia í síma 77756 og 77200 YFIR HÁLFA ÖLD EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiöjuvegi 4c - Kópavogi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.