Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Síða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. Alternatorar og startarar fyrir japanskar bifreióar. HAGSTÆTT VERÐ. Heildsala — ÞyrÍII sf., smasala. " r Hverfisgötu 84, 101 Reykjavík. Sími 29080. SMÁAUGLÝSINGAÞJÓNUSTA VtDGETUM ICTT HR SPOSIN OG AUDVEIDAD ÞÉR FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skrifiegum tilboðum MORÐIÐ Á INDIRU GHANDI - INDIRA VAR INDLAND og Indland var Indira Viðbrögð umheimsins við fregnun- um af morðinu á Indiru Gandhi komu strax í gærmorgun. Meðal fyrstu samúðarkveöjanna var yfirlýsing Zia ul Haq, forseta Pakistans. Hann sagð- ist vera þrumu lostinn og sagði að pakistanska þjóðin myndi sameinast indversku þjóðinni í bæn fyrir Indiru Gandhi. Margréti Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, var skýrt frá láti Indiru um leið og hún vaknaði. Sjálf slapp hún naumlega undan morðtil- raun fyrir fáeinum vikum. Sigurður Bjarnason, sendiherra Is- lands á Indlandi, með aðsetur á Is- landi, sagði að fréttin hefði komið sér mjög að óvörum. „Hún var einn merkasti stjórnmála- maður í heimi. Þetta er mjög uggvæn- leg frétt. Eg vona bara að afleiðingarn- ar verði ekki slæmar. Hún hefur haldið Indlandi saman og þetta var auðvitað stærsta lýðræðisþjóð heimsins. Það er mjög á huldu hverjar afleiöingamar geta orðiö,” sagði Sigurður. Morðið Fyrstu fréttir af morðinu stönguð- ust nokkuð á en svo virðist sem hennar eigin öryggisverðir hafi skotið for- sætisráðherrann. Indira var á leið frá heimili sínu í Nýju Delhi til aðliggjandi skrifstofu sinnar í gærmorgun. Tveir öryggisvarða hennar skutu þá á hana af skammbyssu og hríðskotabyssu. Indira eftir kosningasigur sinn fyrir fimm árum. Þeir hittu í kvið hennar, bringu og fót. Aðrir öryggisverðir hennar skutu þá árásarmennina. Farið var með Indiru á nærliggjandi spítala strax. Hún missti mikiö blóð á leiðinni. Á spítalanum var hún flutt beint í uppskurð. Læknar f jarlægðu s jö byssukúlur úr líkama hennar, þar af fjórar úr kviði. Læknar gáfu henni einnig blóö en gátu ekki bjargað henni. Þúsundir manna sö&iuðust fljótlega saman fyrir utan sjúkrahúsið. Mikill vörður var við það. Svæðinu í kringum heimili Indiru var lokaö. öllum vegum til Delhi var lokað af lögreglu og her. Sonur Indiru, Rajiv Gandhi, var i heimsókn í Vestur-Bengal þegar til- ræðið var gert. Hann fór strax til höfuðborgarinnar. Það gerði einnig forseti Indlands, Zail Singh, sem var í Norður-Yemen. Hættuástand Mikið hættuástand hefur ríkt í Ind- Við viljum vekja athygli á að þú getur látið okkur sjá um að svara fyrir þig símanum. Við tökum á móti upplýsingum og þú getur síðanfarið yfir þær í góðu tómi virka daga kl. 9-22 OPIÐ: Iaugardaga9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022. ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í helgarblaði þarf hún að hafa borist fyrir kl. 17 föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI27022. Stjóm Indiru var sú eina sem ætlandi var að koma einhverju " .,n ..|f — segir íslendingur, nýkominn | Verii frá Indlandi „A Indlandi býr um helmingur allra hinna fátækustu í heiminum. Það eru um 400 milljónir manna þar sem búa við skilyrði sem McNamara skilgreinir sem fyrir neðan það er flest fólk kallar eölileg lágmarkskjör mannlegs lífs,” sagði Jón Ormur Halldórsson sem um síöustu helgi kom úr þriggja vikna ferð til Ind- lands. Jón Ormur Halldórsson er starfs- maður Hjálparstofnunar kirkjunnar og hafði farið til Indlands á hennar vegum að kynna sér hugsanleg þróunarverkefni sem stofnunin gæti stutt. „Eg var aðallega á Suður-Ind- landi, meðal fiskimanna sem þó afla ekki mikið því að þeir eiga enga fiski- bátana til sjósóknar og enga mögu- leika á að útvega sér þá. Siðasta vor var ég í Eþíópíu þar sem ástandið þykir hvað svartast í heiminum í dag og neyð manna mest. Samt var það svo að mér fannst fátæktin á Indlandi jafnvel enn meira himinhrópandi. Jón Ormur Haiidórsson, starfs- maður Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, er nýkominn frá Indlandi þar sem hann kynntí sár hugsanleg þróunarverkefni meðal fátækra indverskra fiskimanna. Hafa engu að tapa Manni skilst að um helmingur landsmanna hafi bókstaflega engu að tapa þótt þeir leggi líf eða limi í hættu og þá er ekki nema von þótt öfgamar njóti hljómgrunns eða blik- ur séu á lofti. Þaö er ekkert sem hefur haldið þessu saman annað en 5000 ára gömul menning sem gegnt hefur sennilega svipuðu hlutverki í þjóðlífi þeirra og hetjusögur forn- aldar héldu lífinu í okkur ls- lendingum á okkar myrkustu harð- indatimum. Stjómkerfið og stjórnmálabarátt- an í landi þar sem þingsæti geta gengið kaupum og sölum einkennist að manni virðist meira af persónu- legum hagsmunum en umræðu um þjóðarhag. Spillingin blasir hvar- vetna við. Stjómin og embættiskerfið virðist mjög fjarlægt almenningi í landinu svona við fyrstu sýn fýrir aökomumann. En allir virtust þó sammála um að stjóm Indiru væri sú eina sem ætlandi væri að koma ein- hverju í verk. Sú eina sem kæmi til greina. Manni bregður því mjög við að heyra þessar fréttir. Indverjar máttu síst við áföllum. Það setur að manni óhug um hvað við tekur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.