Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. 13 Kjallarinn STEINUNN JÓ- HANNESDÓTTIR, FÉLAGI I' BSRB. finnst þetta svo fallegt, — segir barniö. Það finnst reyndar fleirum. Mörgum finnst meira aö segja, aö lítið bragö væri af lifinu, ef engar væru töfraflauturnar. Ætli það sé ekki einmitt töfra- flauta, sem vantar. Listrænn og músikalskur innblástur. Hugsum okkur, ef gamla fótboltapumpan f jármálaráðherrans tæki sig nú til og færi aö framleiða tónlist, sem blési honum í eyra skilning á hinum fjöl- mörgu blæbrigöum mannlífsins. Hann næði því t.d. aö „veröur er verkamaðurinn launanna”. Síðan breiddist þessi opinberun út til ríkis- stjórnarinnar aÚrar, jafnvel vinnu- veitendasambandsins og verslunar- ráösins. Kaupdeilan leystist á svip- stundu fyrir tilstilli aflóga fótbolta- pumpu, sem fengið hefði listrænan innblástur. Og Albert yrði þjóðhetja áný. Svona hlutir gerast auöveldlega í ævintýrum, og þeir geta líka gerst í lífinu, ef menn bara vilja. Fólk gæti lifað af laununum sínum. Fólk hefði þak yfir höfuðið. Fólk gæti jafnvel hlustað á töfraflautuna, sem kannski er mikilvægast af öllu. Ef Albert Guðmundsson og lið hans skildi þetta, þá þyrfti enginn að nota sér neyðarréttinn á Islandi. Steinunn Jóhannesdóttir. RAGNHILDARRÉTTLÆTI Dulítiðbréfkorn til ráðherra mennta og lista „Rikisútvarpid okkar or merkileg stofnun. Einkunnarorð þess er hlut- leysi og mun iiögum heita að bann er lagt við hlutdrægni." Frú Ragnhildur, hæstvirt væri ef til vill betur viö hæfi þegar svo virðu- legur embættismaður er ávarpaður opinberlega, en getur reynst erfitt að velja úr titlum og hafna við slík tækifæri. Erindið varðar mál sem getur legið á milli þess að varöa yður persónulega eða þér sem ráðherra ýtt fram í skjóli hárrar stöðu og verndar Alþingis. Áróður og boðskapur hvers konar er bundinn því að efnið nái út til fólksins og þá er aðeins aðferðin eftir. Fyrir daga blaða og útvarps stigu boðberar áróðursins upp á kassa og kölluðu til fólksins ef einhver nennti að hlusta. Nú eru blessaðir fjölmiðlarnir, dagblöðin stór og smá, og stjórn- endur lýðveldisins gera út hljóðvarp og sjónvarp. Hið síðarnefnda kallast einokun þar sem allur landslýður er bundinn sama tækifærinu. Þessi áhrifamikli fjölmiðill er undir yðar stjóm og þá um leið vernd. Dap hvern erum við þegnar þessa lands að ganga um sameignir okkar allra. Skilyrðin sem við höfum sett okkur til sameiginlegs brúks eru að brjóta ekki né spilla með öörum hætti. Þykir afleitt ef út af er brugðið. Utan við lög og rétt Á þessum þögla tíma október- mánaðar heyrðist skyndilega hljóð úr horni. Utan við lög og rétt steig einkaframtakið á kassa og hóf upp raust sína. Frelsið má teygja og laga til ef ætlunin er einungis sú að rétt- læta eigin gjörðir og um leið skýla sér á bak við misskilinn neyðarrétt. Frelsið býr í okkur sjálfum en getur reynst hæpiö þegar þetta dýrmæta orð er notað í þágu yfirburða fjár- magns og öflugra samtaka, beinlínis í því skyni að verða ríki í ríkinu. Fjórir fara um veg. Sá sem fremstur fer ekur glæsivagni sínum. Hinir þrír sem á eftir koma fá rykiö og stein- kastið. Allir njóta þeir þess frelsis að fara eftir veginum. Ríkisútvarpiö okkar er merkileg stofnun. Einkunnarorð þess er hlut- leysi og mun í lögum heita að bann er lagt við hlutdrægni. Sjálfsagt hafa ék „Frelsið býr í okkur sjálfum en getur reynst hæpið þegar þetta dýrmæta orð er notað í þágu yfirburða fjármagns og öflugra samtaka, beinlínis í því skyni að verða ríki í ríkinu.” einhvemtímann orðið mistök en það er nú heldur ekki gert ráð fýrir óskeikulleika í sömu lögum. Vera kann að frelsið sé fólgið í rétt- inum til þess að hafa meira frelsi en aðrir. Setjum dæmiö þannig að allir hafi réttinn til hallarbyggingar. Það gleymist hins vegar að j-éttur þessi er bundinn getunni til fjárfestingar og því lítils virði þeim sem ekkert fjármagniö hefur. „Frjálst útvarp”, hvort sem það er innan laga eða utan er því afbökun á hugtakinu „frelsi”. Þar er fyrst kominn vísir að raun- verulegu einokunarfyrirtæki sem í krafti auðvalds og póhtískra áhrifa og „verndar” fær yfirburðastöðu til einhliða áróðurs. Skoðanir yðar, frú Ragnhildur, og okkar allra ættu hæglega aö rýmast í blöðum, bókum og ríkisútvarpinu — útvarpi allra landsmanna. Hitt er hins vegar afleitt ef þér og einhver jir útvaldir þurfið stærri og betri kassa til að standa á en við fólkið. Skoðanir hvers og eins á hverju máli eiga fullan rétt á sér. Einungis má ekki rugla þessu saman við umgengnis- venjur á sameign þjóðarinnar. Ríkis- útvarpið er í hættu í yðar umsjá, ráö- herra. „Frjálsar stöðvar munu draga frá því tekjurnar og áfram- hald sama viðhorfs æðsta stjórn- anda, leiötilhörmungarútgerðar. Þá er ef til vill komið að óskastund yðar og annarra sem túlka frelsið á sama veg: „Leitað er eftir tilboðum í ríkis- útvarp og sjónvarp, o.s.frv.,” Frú Ragnhildur menntamálaráð- herra. Forðið ríkisútvarpinu, þessari merku og vönduðu stofnun og fólkinu í landinu frá slíkum örlögum. Það er illt til þess að vita að nú á jafnréttis- tímum hefur stolt okkar kvenna yfir velgengni kynsystra okkar á hátt- virtu Alþingi beðið hnekki. Ragnheiður Davíðsdóttir samið er um peninga sem ekki eru til. Fyrst fá allir launahækkun, síðan er rétt gengi skráð í samræmi við það hve mikið launin hækka umfram hækkun þjóðartekna. Eftir nokkrar vikur, í besta falli mánuöi, vakna launþegar upp við þann vonda draum að ævintýrið var til einskis, hver um sig er álíka settur og áöur en bardaginn hófst. En svona slagur hlýtur að hafa ýmsar aðrar afleiðingar en bara fyrir launamarkað og kaupmátt. Hann hefur áhrif á stjómmála- ástandið í landinu og hann hefur áhrif á þá aðila sem að honum stóðu. Ef við lítum fyrst á þau áhrif sem hann hefur á stjómmálaástandið, þá blasir fyrst við að efnahagsstefna ríkisstjómarinnar hefur beðið mik- inn hnekki; skipbrot munu ýmsir vilja kalla það. Áætlanir hennar um hjöðnun verðbólgu em roknar út í veður og vind. Auðvitað er ómögu- legt að fullyrða á þessu stigi hvaða áhrif það hefur á stjórnarsamstarf og áframhaldandi stjómarsam- vinnu. Sennilegast þykir mér aö stjórnin muni sitja áfram. Þar kem- ur einkum tvennt til. I fyrsta lagi tel ég hæpið að stjóm- arflokkamir þori út í kosningar nú strax, enda myndi þaö þýða fylgistap á meðan vígamóðurinn er ekki runninn af launþegum. I ööru lagi verður ekki séð að kosningar muni hafa neinar stórkost- lega breytingu í för meö sér. Núver- andi stjómarflokkar munu eftir sem áður hafa tryggan meirihluta á þingi og engar horfur em á því að smá- flokkamir í stjómarandstöðunni muni koma fram sem neitt heildarafl við nýja stjórnarmyndun. Líklegt er að stjómin verði eitt- hvað endurskipulögð áður en langt um líður, en þar við trúi ég að sitji. Ljóst er, hver svo sem loka- prósentan í samningum BSRB og ríkisins verður, að opinberir starfs- menn bera mjög skarðan hlut frá borði á launamarkaðnum úr þessari deilu. Aðrir munu fá sömu hækkanir og þeir, án þess að gefa 10% eða meira í forgjöf eins og opinberir starfsmenn gera með mánaðarverk- falli. Þetta gátu alltaf allir vitað sem vildu vita, en með glómlausum heila- þvotti var opinberum starfsmönnum talin trú um að þeir gætu sótt sér kjarabót með kröfum um stórfellda prósentuhækkun fyrir allt liðið. Raunar kann að vera að forystu- mennirnir hafi að því leyti misreikn- að sig aö þeir hafi ekki trúað þvi aö verkfallið yrði svona langt og þjóðin kæmist svona lengi af án þeirra en það sýnir þá vanþekkingu og vanmat á kringumstæðum. Opinberir starfsmenn nutu mikillar samúðar meðal þjóöarinnar í upphafi verkfallsins. Það var al- mennt viðurkennt að kjör þeirra þyrftu að batna. Það hefur nú verið Æk „Verðbólgan verður þrátt fyrir allt senni- ^ lega ekki meiri en svona hófleg vinstri- stjómarverðbólga og við höfum lifað hana af.” staðfest í skoöanakönnun. Ekki er mér ljóst hvort þeir em í raun svo jarösambandslausir í hallelúja-söfn- uðum sínum að þeir finni ekki hvemig þessi samúð hefur snúist í andúð vegna alls kyns fíflaláta og bolabragða í framkvæmd verkfalls- fyrir verkfall að því loknu, jafnvel ívið verr miöaö við aðra á launa- markaönum. Það er alvarlegt mál því nógu illa stóðu þeir fyrir. Og að því leyti standa þeir verr að vígi að þeir eiga nú á brattann að sækja meðal almenningsálitsins. Þær kröf- um mun þeirri skoðun aukast fylgi að draga beri úr opinberri starfsemi eftir föngum og fela einkaaðilum sem mestafhenni. Opinberir starfsmenn munu vakna upp við þann vonda draum að þeir hafa haft misvitra forystu sem En svona slagur hlýtur að hafa ýmsar aðrar afleiðingar en bara fyrir launamarkað og kaupmátt. ins. Þar er oft vegið að þeim sem síst skyldi og lítill greinarmunur virðist gerður á lögleysum og lögum á stundum. Því miður munu opinberir starfs- menn standa í svipuðum sporum og ur munu heyrast, og jafnvel býsna háværar, að þar eð þeir valdi ekki ábyrgð verkfallsréttarins beri að svipta þá honum. Það veröur að vísu ekki gert, en hætt er við að hann verði skertur og í öllum öðrum stétt- hefur um of stuðst viö ráð afleitra ráðgjafa. Afleiðingin hlýtur að verða forystuskipti. Nema þá þeir kjósi að dragast enn aftur úr, kyrjandi æjatollasöngva. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.