Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd RÁÐIST GEGN SIKKUM UM GJÖRVALLTINDLAND — bálför Indiru á laugardag Ekki voru nema fáeinir tímar liönir frá því aö skýrt var frá láti Indiru Gandhi og aö sikkar heföu sagst viðriðnir moröiö en alda óeiröa reiö yfir borgir og bæi um allt Indland. Fólk réöst á verslanir í eigu sikka og á strætisvagna og leigubíla en þaö eru einkum sikkar sem keyra þá. I Nýju Delhi hefur aö minnsta kosti einn veriö drepinn og nokkrir veriö særöir í götu- bardögum. Bíll forseta landsins, Zail Singh, sem er sikki, var grýttur þegar hann keyröi til spítalans þar sem lík Indiru lá. Rajiv Gandhi, hinn nýi forsætis- ráöherra, reyndi aö hvetja menn til aö sýna stillingu en þaö gekk lítið. 1 Punjab, heimafylki sikkanna, voru kröfugöngur og almannafundir bannaöir. Lögregla fylkti liði í Amrits- ar og fylgdist grannt meö hinu Gullna hofi sikkanna. Hermenn á götum Hermenn gengu um götur Kalkútta eftir aö einn maöur var stunginn til bana og aörir særöir í óeirðum sem þar blossuðu upp. Utgöngubann var í Jammu, nálægt Kashmir, og í Jabalpur í Madhya Pradesh fylki. I Maharashtra fylki, þar sem Bombay er, skaut lögregla á mann- fjölda sem safnast haföi saman. Ekki er vitað um manntjón. Þjóðarsorg Allar stjómarskrifstofur á Indlandi Rajiv Gandhi, til hægri, heilsar Zail Singh, forseta Indlands, áður en hann sver embættiseið sinn sem hinn nýi f orsætisráðherra landsins. Símamynd Norske Presseservice Rajiv Gandhi: Reynslulítill - heiðarlegur Ekki voru níu klukkustundir liönar frá láti Indiru Gandhi fyrr en sonur hennar, Rajiv Gandhi, hafði tekið eiöstaf sinn sem hinn nýi forsætis- ráöherra Indlands. Fyrsta verk hans var aö ávarpa landsmenn í gegnum útvarp og hvetja þá til rósemi. „Indira Gandhi, forsætisráöherra Indlands, hefur veriö myrt,” sagði hann. „Hún var ekki bara móöir mín heldur þjóðarinnar allrar. Hún þjón- aöi indversku þjóðinni f ram á síðasta blóðdropa.” Rajiv Gandhi er sennilega einn sá óreyndasti stjómmálamaður sem nokkm sinni hefur orðið forsætisráö- herra. Hann kom f)rst inn í hringíðu stjómmálanna um ári eftir aö bróöir hans, Sanjay, fórst í flugslysi fyrir fjórumárum. Indira móðir þeirra haföi ætlaö Sanjay aö taka viö af sér eftir sinn dag. Þegar Sanjay dó taldi hún Rajiv á aö segja upp starfi sínu sem flugmaður hjá Flugfélagi Indlands. Hann hóf störf hjá Kongressflokkn- um. Hann hefur undanfariö verið einn af fimm aöalriturum flokksins. Rajiv Gandhi var fljótur aö afla sér virðingar í því starfi sínu. Hann varö brátt hægri hönd móöur sinnar. Hann fékkst aðallega viö aö halda stjórnmálamönnum flokksins vítt og breitt um Indland viö efniö. Var í raun piskur móöur sinnar. Rajiv er talinn einn af heiöarleg- ustu, heiðviröustu og duglegustu stjórnmálamönnum á Indlandi. Hann hefur ekki þurft aö feta upp spillingarstiga indverska kerfisins. Rajiv er 40 ára og er kvæntur ítalskri konu. Hann er ákaflega fjöl- skyldurækinn maður, svo að til er tekið. veröa lokaðar í dag. Stjórnin hefur lýst yfir 12 daga þjóöarsorg. Stjórnmálaskýrendur segja aö moröiö á Indiru hafi skapaö í Indlandi mesta óvissutímabiliö síöan Mahatma Gandhi var myrtur fyrir næstum 37 árum. Kongressflokkurinn, stærsta stjórnmálaaflið, er margklofinn og þar er fátt um hæfa menn. Indira var gjöm á aö ýta þeim til hliðar sem gátu ógnaö valdi hennar. Mesti vandi hins nýja forsætis- ráðherra verður aö halda landinu saman og reyna aö halda ofbeldi gegn sikkum í skefjum. Margir óttast aö herinn veröi í vaxandi mæli notaður til þess en hingaö til hefur indverski her- inn forðastað blandasér í innanlands- átök. Samúðarkveðjur Um allan heim var lát Indiru mjög harmaö. Fyrirmenn óháöu þjóöanna sögöu að hún hefði haldið samtökum hinnar 101 þjóöar saman þá 18 mánuði sem hún heföi veriö formaður þeirra. Kommúnistaleiötogar sem voru á fundi efnahagsbandalagsins Comecon í Havana á Kúbu flýttu sér heim. Sovétleiðtoginn Konstantín Tjernenkó sendi samúðarkveöjur en Sovétmenn eru nú taldir uggandi um hvort gott samband Sovétríkjanna og Indlands kunninúaöversna. Fréttaskýrmg sovésku frétta- stofunnar Tass ýjaöi aö því aö Banda- ríska leyniþjónustan CIA hefði haft ítök í öfgahreyfingum sikka. Banda- ríkjastjóm sendi þegar út yfú-lýsingu Fann eyrnalokk konunnar íþorskmaga Norskur fiskimaöur, Valdimar Andersen, fann í þorski, sem hann veiddi, gulleyrnalokka sem kona hans haföi týnt í Norðursjónum fyrir viku. Þorskinn veiddi hann á sama stað. „Aö hugsa sér alla fiskana sem eru syndandi þarna fram og til baka og aö einmitt sá sem gleypti eymahringúin minn fyrir viku skuli bíta á hjá manni mínum,” sagöi eigúikonan, Ragnhildur. Andersen, sem var á handfærum, kvaöst ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrr en eftir á aö hann var aö dorga á sama staö. Hindúar eru þegar byr jaðir að ráðast á sikka um allt Indland. DV-mynd ÞóG. þar sem fréttaskýrúigin var kölluö „ótrúleg, ábyrgðarlaus og ógeösleg.” Fréttaskýrendur segja þó aö rétt sé fyrir Bandaríkm aö athuga nú hvort ekki sé hægt að bæta stirt samband ' þeirra viö Indlandsstjórn. Bálför Indiru Gandhi verður á laug- ardag. Fjölmargir þjóöarleiötogar hafa þegar gert ráðstafanir til aö vera viðstaddir. Nú er komið í ljós að þeir voru tveir Tyrkirair sem skutu á páf a á Péturstorgi í Róm. Tilræðismenn- imir vora tveir á Péturstorgi Annar tyrkneskur flugumaöur var staddur á Péturstorgmu í félagi með Ali Agca þegar páfanum var sýnt banatilræöið 1981. Til hans kasta átti að koma ef Agca tækist aö hleypa að minnsta kosti fimm skotum af aö páfa. Italska fréttastofan Ansa greúiir frá þessu og ber fyrú- fréttinni skýrslu rannsóknardómarans, 1250 síöna plagg sem enn hefur ekki veriö gert opúibert. Agca er sagður hafa nafngreúit þennan félaga súin, Oral Celik. Agca segir aö þeir hafi skipst á augngotum og Celik gefið honum merki um aö allt væri í lagi og aö Agca gæti hafist handa þar sem þeir biöu í mannþröngúini eft- ir því aö fá færi á páfanum. Agca segist hafa skotið tveim eöa þrem skotum en þrengslin síöan aftrað honum að skjóta fleirum. Hann telur ekki óhugsanlegt að Celik hafi einnig skotiöápáfann. Celik, sem slapp af Péturstorgi og hefur farið síöan huldu höföi, er talinn haf a skotið emu skoti að páf anum. Tveir Tyrkir eru í haldi auk Búlgar- ans Antonov.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.