Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1964.
35
MORÐIÐ Á IIMDIRU GHAIMDI - MORÐIÐ Á IIMDIRU GHAIMDI -
landi síðan fyrr á þessu ári. Þá óðu
hermdarverkamenn sikka uppi og
drápu fjölda manns í Punjab-héraði.
Þeir kröfðust meira sjálfræðis í eigin
málum.
Þess sama krefjast óteljandi aðrir
hópar vítt og breitt um Indland.
Aöskilnaðarsinnar hafa mikil ítök í
Kashmir. Múhameðstrúarmenn, sem
eru 10 prósent þjóðarinnar, hafa átt
mjög erfitt meö að samlagast hindú-
um. Skærur milli þeirra hafa blossaö
upp í sumar og haust og hundruð dá-
ið.
Indira stóð ávallt einörð gegn slík-
um aöskilnaöarkenndum. Hún sendi
indverska herinn inn í hið Gullna hof
sikkanna og útrýmdi þeim hryðju-
verkamönnum sem þar voru. Hún
barðist allt sitt líf fyrir sameinuðu Ind-
landi þótt ekki væru menn alltaf á einu
máli um aðferðir hennar.
Dóttir IMehrus
Indira var einkabarn Jawaharlal
Nehrus, fyrsta forsætisráðherra Ind-
lands. Hún var fædd í Allahabad á Ind-
landi. Barnæska hennar var einmana-
leg. Foreldrar hennar voru oftar en
ekki í fangelsi vegna baráttu þeirra
gegn yfirráðum Breta. Hún tók sjálf
ekki virkan þátt í baráttunni sem ung
kona. Þó settu Bretar hana einu sinni i
fangelsi ásamt manni hennar, Feroze
Gandhi, og ásökuðu bæði um undirróð-
urgegnstjóminni.
Indira minntist handtökunnar í við-
tali fyrir nokkrum árum. Hún var ný-
gift Feroze og nýbyrjuð að taka virkan
þátt í stjómmálum og frétti að það ætti
aö handtaka hana. Hún ákvaö að það
væri eins gott að gefa Bretum ástæðu
til handtökunnar. Hún skipulagði mót-
mælafund. Um leið og hún byrjaði að
tala komu hermennimir.
„Foringinn gerði þau mistök að
snerta mig. Það var eins og merki.
Mannmergðin þeystist fram og reyndi
að hrifsa mig burtu. Ég hélt ég myndi
verða slitin í sundur. En einhvern veg-
inn björguðumst við öll.”
Eftir þetta fór að bera meira á henni
á stjórnmálasviðinu. Eftir að Indland
hlaut sjálfstæði eftir síðari heims-
styrjöldina tók hún sér háar stöður inn-
an Kongressflokksins. Eftir að faðir
hennar dó varð hún upplýsingaráð-
herra í stjórn Shastris. Hún varð for-
sætisráðherra í janúar 1966, á óigutím-
um á Indlandi. Hungursneyð var í
stórum hlutum landsins. Indland átti í
Indira þótti höll undir Sovótmenn en hún var einn af leiðtogum óháöu ríkj-
anna. Hór er hún í heimsókn i Moskvu.
Það var indiru mikiö ófall þegar hún
náöi ekki einu sinni kjöri tH
indverska þingsins áriö 1977 i
kjölfar einræðisstjórnar hennar árin
á undan.
erjum við bæði Pakistan og Kína.
Stjórn landsins olli henni miklum
erfiðleikum allt frá upphafi. Kongress-
flokkurinn var klofinn milli stuðnings-
manna hennar og andstæðinga.
Stórsigur
Þrátt fyrir þetta vann hún stórsigur
í kosningunum 1971. Hún ætlaði strax
að koma í gegn víðtækum landeigna-
lögum en stríðsvofan skyggði á þær
áætlanir. Hún sendi herinn inn í
Austur-Pakistan og hjálpaði þar-
lendum að stofna sitt eigið ríki óháö
Vestur-Pakistan. Það ríki heitir nú
Bangladesh.
Eftir þann hernaðarsigur varð hún
geysivinsæl heima fyrir. Hún vann
annan kosningasigur árið 1972.
En áriö 1975 lenti hún aftur i
vandræðum. Það ár skar hæstiréttur
landsins úr um það að hún hefði gerst
sek um ólöglegar kosningaaðferðir
1971. Indira neitaði að segja af sér.
Hún lýsti yfir neyðarástandi, innleiddi
ritskoðun og lét handtaka andstæðinga
sina.
Indira Gandhi, sem lýðræðissinnar
víða um heim höfðu lýst sem bjarg-
vætti lýðræðis á Indlandi, stærsta lýð-
ræðisríki heims, var nú af mörgum tal-
in versti óvinur indversks lýðræðis.
Stjórn hennar var svo óvinsæl innan-
lands að þegar hún leyfði kosningar
árið 1977 var hún kolf elld.
Indira datt út af þingi en náði fljótt
sæti sinu aftur. Hún varð leiðtogi
stjómarandstöðunnar. Þegar stjómin
sem við tók sýndi litla hæíileika til
stjómunar varð Indira æ vinsælli á ný.
Arið 1980 var hún enn á ný orðin for-
sætisráðherra.
Undanfarin ár hefur borið mikið á
aðskilnaðarkenndum ýmiss konar.
Margir hafa spáð þvi að Indland sem
slíkt geti ekki staöist. Landið, sem er
líkara lítilli heimsálfu, sé svo marg-
kiofið aö ómögulegt sé að halda því
saman.
Þegar Bretar gáfu Indverjum sjálf-
Sanjay Gandhi og indira. Hún vildi að hann tæki við af sór en svo dó hann í
flugslysi.
stæði skildu þeir eftir stjórnarskrá þar
sem miðstjórninni voru gefin mikil
völd. Það töldu þeir nauösynlegt til að
þjóöarheildin splundraðist ekki.
Margir em sammála um aö ef ekki
hefði verið við völd jafnsterkur leiðtogi
sem Indira Gandhi undanfarin ár
myndi Indland ekki vera eitt land
lengur. Hún stjórnaði gjarna með
harðri hendi og fór ekki alltaf að lög-
um. Andstæðingar hennar ásökuöu
hana um að vilja stofna ættarveldi og
víst er að hún ætlaöi syni sínum,
Sanjay, að taka við stjómvölnum eftir
sinn dag. Þegar Sanjay dó í flugslysi
fyrir nokkram árum fékk hún annan
son sinn, Rajiv, til að taka í fyrsta sinn
þátt í stjómmálum. Nú er hann talinn
líklegasti eftirmaður hennar.
En Indira hafði upp á siökastiö æ
meiri áhyggjur af einingu landsins.
Hún sýndi sikkum enga miskunn þegar
henni fannst þeir ætla að stofna ein-
ingu ríkisins í hættu. Þau 19 ár sem hún
sat á forsætisráðherrastóli á Indlandi
var helsta viðfangsefni hennar að
halda Indlandi sameinuðu. I huga
margra var kosningaslagorð hennar
fyrir kosningamar 1971 orðið að vera-
leika: Indira er Indland og Indland er
Indira.
-ÞÖG
„Mikið áfall fyrir
hinn frjálsa heim”
— segir f ormaðurIndlandsvinaf élagsins á Islandi sem
kynntist Indiru Gandhi persónulega
„Þetta er óskaplegt að heyra.
Þetta er reiðarslag og mátti ekki
ske. Það þyrmir yfir mann að hugsa
til afleiðinganna. Hvað þetta kallar
yfir landið og íbúana,” sagði Þóra
Einarsdóttir, formaður Indlands-
vinafélagsins á lslandi, þegar frétta-
maður DV náði tali af henni í síma í
gærmorgun en þá höfðu henni ekki
borist tíðindin.
Þóra Einarsdóttir er meðal fárra
Islendinga sem kynntust Indiru
Gandhi persónulega. Undir lok síð-
asta vetrar starfaði hún við kennslu
um þriggja mánaða bil í Tíbet uppi í
Himalayafjöllum og á heimleiðinni
þaðan heimsótti hún Indiru á heimiU
forsætisráðherrans i Nýju Delhi í
apríl.
„Hún gerði mér boð upp í f jöUin aö
finna sig á leiðinni heim. Raunar
hafði hún boðið mér áður en ekkert
orðið úr því. Að þessu sinni gerði ég
alvöru úr því að hitta hana og þáði
hjá Indiru síðdegiste og við röbbuð-
umlengisaman.”
Heilsuðust á
sveitavísu
„Hvemig manneskja var hún í við-
kynningu?”
„Hún hafði afskaplega sterk áhrif
á mann. Elskulegt fasiö, einlægnin,
hlýleg augun og fallega brosið greip
mann strax sterkum tökum. Það
stafaði af henni eitthvað sem mér
finnst best lýst sem fegurð.
Síðar þegar ég kom heim spurði
einn vina minna mig hvernig ég hefði
ávarpaö indverska forsætisráðherr-
ann og varð hálfhvumsa þegar ég
lýsti þvi hvað þaö hefði verið blátt
áfram. Við gengum hvor á móti ann-
arri og ég tók utan um hálsinn á
henni, kyssti hana á kinnina aö göml-
um islenskum sveitasið og sagöi:
„Indira Gandhi! Þú ert wonderful.”
— Hún faðmaði mig innilega að sér
og með það sama vorum við eins og
gamlar vinkonur.
Spjallað yfir tesopa
Þegar ég hafði orð á því við hana
hvað mér fyndist hún falleg fór hún
höndum snurfusandi um hár sitt og
föt að kvenna sið, og sagði aö hún
væri orðin gömul og ljót. Síðan sett-
umst við, drukkum te og töluðum um
daginn og veginn, eins og tvær full-
orðnar konur mundu gera hvar í
heimisemværi.
Hún hafði brennandi áhuga fyrir
öllu, rakti úr mér gamirnar um
Tíbet og Tíbeta, Island og Islendinga
og það sem fyrir sjónir mínar bar á
Indlandi í héraðum á leið minni til
Nýju Delhi.
Raunsæ í viðhorfum
Mér fannst hún opinská þegar hún
ræddi við mig um pólitísk mál og um
leiö fann ég hvað hún var einörð og
afskaplega raunsæ. Hún gerði sér.
fulla grein fyrir hver væri þörfin og
hvað unnt væri að gera eða hvar tak-
mörk Indverja lægju í bráð.
Þegar maður heyrir um hana
fjallað á Vesturlöndum, eins og
Indira væri einhver harðstjóri, getur
„Indira var afskaplega einlæg,
opinská og jákvæö i viöræöum,"
segir Þóra Einarsdóttir.
manni blöskrað því að þar talar fólk
sem með engu móti getur gert sér
grein fyrir hvernig er að stjórna
svona sundurlausri þjóö þar sem
þjóðareiningarnar tala ekki einu
sinni sama tungumál.
Langaði alltaf
til íslands
Indira sagði mér að sig hetði alltaf
langað að koma til Islands og ég
heyrði að það sat ögn í henni aö henni
skyldi ekki hafa verið boðiö hingað
hér um árið þegar henni var boðið til
Norðurlandanna. ,,Af hverju ekki?”
spurði hún mig. Eg sagði henni að ég
hefði orðið þess áskynja að hið opin-
bera hér á Islandi hefði talið sig van-
búið til þess að veita henni þá
öryggisgæslu sem forsætisráðherra
Indlands ætti rétt á og hefði þörf
fyrir. „En þá bara prívat, eins og að
heimsækja þig sem systur mína?”
spurði hún.
Frelsi og sjálfstæði
hjartans mál
Hún hafði mikinn áhuga fyrir að
efla samskipti Indlands við Vestur-
lönd og raunar öll frjáls ríki heims.
Þessi ótíðindi núna era mikið áfall
fyrir hinn frjálsa heim. Frelsi og
sjálfstæði rikja, sem mættu þrífast
óháð stórveldum og hemaðarbanda-
lögum, var hennar hjartans mál
enda var hún um hríð leiðtogi sam-
taka óháðu ríkjanna. — Hún spaug-
aöi ögn um þaö við mig og sagði aö
faðir sinn sálugi (Nehru) hefði vafa-
lítið fundist fullrauður litur á þeim
söfnuði.
Við töluðum um að halda persónu-
legu sambandi okkar og kannski
hefði ég heimsótt hana í haust ef
fyrirhuguð ferð mín til Indlands
hefði ekki frestast. Það er raunar
tilviljun að ég skuli ekki vera þar
fyrir austan þessa dagana. Annir
vegna væntanlegrar Indlands-
kynningarvikuseinkuðuþví.” -gp.