Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 36
36
DV. FIMMTUDAGUR1. NÖVEMBER1984.
Sviðsljóssð Sviðsljósið Sviðsljósið
GAMLAR FRÉTT1R AF GUÐMUNDIINGA
Bítillinn Páll
Paul McCartney, fyrrum Bítill,
heldur vinsældum sínum undravel. I
beinhöröum peningum ber hann enn
meira úr býtum en meöan Bítlarnir
voru og hétu. Nýverið lauk hann við
kvikmyndina „Eg bið að heilsa í
Breiðvang” og í lok nóvember er
síðan ný plata væntanleg. Af
vinsældum hennar fáum við örugg-
legafréttirsíðar.
Það er engu líkara en að þessi ungi maður viiji segja miklar fróttir. Og
honum varð að ósk sinni eftir alllanga bið. Að þessu sinni komst Sviðs-
Ijósið i fjölskyldualbúm Guðmundar Inga Kristjánssonar fróttaþular og
hafði ó brott með sór nokkrar gamlar og n ýjar m yndir.
Frá gullaldarárunum. Bítlaæði og annað fár sjöunda áratugarins fór ekki fram hjá Guðmundi. Ekki mundi
hann hvort það voru heldur Kinks eða Birds sem lótu nvo undur blítt i eyrum. fílú i sumar rifjaði Giið-
mundur upp gullaldartónlistina á rás-2 i féiagi við Boga Ágústsson fréttamann.
Jóhann Ársæisson, skipasmiður frá Akranesi.
D V-mynd Bj. Bj.
Báta- og skipa-
smiöur á þing
Nú í þingbyrjun tók Jóhann
Ársælsson sæti á Alþingi, sem vara-
maður Skúla Alexanderssonar, fyrir
Alþýðubandalagið í Vesturlandskjör-
dæmi. Þetta er í fyrsta sinn sem
hann vermir þingbekki. Jóhann býr
á Akranesi ásamt konu sinni, Guð-
björgu Róbertsdóttur, og fjórum
bömum. Um árabil hefur hann feng-
ist þar við báta- og skipasmíðar og
nú rekur hann á Skaganum verk-
stæði fyrir minni báta. Þetta er
Skagamaður í húð og hár. Þegar
skipasmíðunum sleppir hefur bæjar-
pólitíkin tekið tíma hans allan.
Jóhann sat i bæjarstjórn fyrir
Alþýðubandalagið í átta ár, til loka
siðasta kjörtímabils. Síöan hefur
hann gætt hagsmuna sinna manna í
nefndum og stjórnum á vegum
bæjarins. Það leynir sér heldur ekki
á máli Jóhanns að lífsbaráttan á
Skaganum er áleitið vandamál þessa
dagana. „Utgeröin í bænum stendur
á tímamótum,” segir Jóhann og alls
ekki ljóst hvernig úr því rætist.
Þótt Jóhann hafi ekki staldrað
lengi við á þingi sagði hann starfið
þar mjög fróðlegt, sérstaklega í fjöl-
miðlaleysi síöustu vikna. Annars
fannst honum fátt um fína drætti og
útlitið í þjóðmálum með dekkra
móti.
Og fjölskyldan þarf sinn tima. Hór leggur Guðmundur Stundum verður sviðsljósið of bjart og þá er bara að iáta
land undir fót ásamt börnunum, þeim Hiidi og Jóni sighafaþað.
Pótri.
Á leið út i lifið og ekki einn á ferð. Haustið 1977 gengu
Guðmundur og Árdís ívarsdóttir i það heilaga.
Guðmundur útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akur-
eyri vorið 1971. í spóspegli Carminu, sem er útskrifunar-
bók skólans, var ekkert dregið af sórkennum hans
frekar en títt er i þess háttar ritum. Knattspyrna og
popptónlist voru mái málanna á þeim árum og Guð-
mundur tryggur aðdáandi Man. United.