Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hvað veistu um haustlauka? MikíO var að gara viö ráðleggingar ihaustlaukabás Blómavals. Haustlaukavertíð stendur nú sem hæst hjá blómaverslunum. Er blaða- maður og ljósmyndari DV litu inn hjá Blómavali, Sigtúni, föstudagssíðdegi eitt, voru starfsmenn í óða önn aö leið- beina viöskiptavinum um meðferð haustlauka. Hafsteinn Hafliöason, starfsmaöur Blómavals, sagöi aö haustlaukamir kæmu aUir frá Hollandi og eru þeir seldir á lækkuðu verði þessa dagana. Hafsteinn sagði að helst þyrfti aö fara að gróðursetja laukana sem fyrst áður en aö fer aö frysta verulega. „Fólk kaupir þá lauka sem því finnast faUeg- astir og eru túUpanar og ýmsir smá- laukar, svo sem stjömuUljur og krók- usar, vinsælastir. TúUpanar endumýja sig á svipaöan hátt og kartöflur, en smálaukarnir eru fjölærir. Eftirfarandi er meðferð túlípana, lýsing á hvernig á aö fá þá til aö endast og blómgast nokkur ár í röð: Innfluttu laukamir em gróðursettir á tímabiUnu september til nóvember. Venjulega garöatúlípana á að gróður- setja á 10 tU 15 cm dýpi í frjóa, sendna og kalkríka mold. Bótaniskir túUpanar em settir enn dýpra, eða 15 til 20 cm, en smátúlipanar aftur á móti grynnra, eða7 tUlOcm. Þegar búið er aö moka yfir laukana er 30 grömmum af blönduðum áburöi stráö yfir hvem fermetra. Að lokum er skýlt yfir með 5 til 10 cm lagi af laufum og afraki sem látið er standa þar tU túlípanarnir eru búnir að blómstra. Eftir blómstrun: Þegar blómin sölna á að brjóta frævuna af miðblómbotni, vökva um 15 til 25 g af brennisteinssúm kalí á hvern fermetra og sjá til að raki sé nógur og biöa uns blöö byrja að guina. Eftirþroskun: Þegar stönguU og blöð hafa fengið gulan lit em laukamir grafnir varlega upp. Hverri sort er haldiö sér og hún merkt. Laukarnir eru flokkaðir eftir stærð. Stórir laukar gefa stærri blóm. Laukar sem ekki ná 7 cm í ummáli blómstra varla, en þeir geta vaxið næsta sumar. Þá má því gróöursetja strax aftur í garöinn. Laukar sem hafa náð 7 cm ummáli eru geymdir við 18 til 20°C þar tU þeir em settir niöur í sept—nóv. Laukanir mynda blómvísa síðsumars aðeins ef hiti og þurrkar ná til þeirra. Blómmyndunarskeiðið fer eftir hitastiginu. Við 12—15°C tekur það um 10—12 vikur. Sé hitinn hærri styttist tíminn. Við 16—18°C myndast blómvísamir á 8—10 vikum og við 19— 21 °C tekur það aðeins 6—7 vikur. Hærri hiti en 23°C er ekki ráðlegur. Blóm- unum hættir þá tU að afmyndast eða þoma upp. Geymsla lauka ó blómmyndunartímanum Laukarnir þurfa mikið loft og verður því að geyma þá í pappírspokum, köss- um eða netpokum. Aldrei má geyma þá í plastpokum. Endurlagning Þegar laukamir em tilbúnir má leggja þá niður i beðin á sama hátt og aöflutta lauka Laukar þurfa a.m.k. 8 vikur í frostlausum jarövegi til að ræta sig, en þeim er samt engin hætta búin af frostinu. Þeir halda áfram með rótarvöxt þegar frostinu linnir en blómgun tefst aö sama skapi og þar meö sá tími sesm þeir þurfa til við- halds og endurblómgunar. Túlípanar nota alla næringu úr útsæðislauknum í blómgunina en út frá honum vaxa einn eða fleiri nýir laukar sem þurfa aö ná lágmarksstærð til aö getamyndaðblóm. Hvaða sortir eru líklegastar til að vaxa áfram og koma aftur án þess að þurfi að taka þá upp? Flestar lágvaxnar sortir af garðtúlípönum og þær sem blómstra snemma eru einna lífseigastar. Dar- winblendingur er á mörkunum. Kota- túlípanar koma nokkur vor upp. Bótanískir túlipanar eru nokkuð seigir og geta blómstrað og f jölgað sér árum saman ef vaxtarstaöurinn er þeim að skapi og ef veður er hagstætt. Ræktun krókusa og ýmissa annarra smálauka er í flestum tilvikum eins. Hæfilegt gróðursetningardýpi er 10— 15 cm með 7—10 crn bili milli lauka og gott er að skýla yfir með laufum eða mosa fyrsta veturinn. Flestar tegundir blómgast snemma. Gott þykir aö setja laukana í smáþyrpingar þar sem þær fá að vera í friöi og sérstaklega kunna smálaukajurtir vel við sig í steinhæðum. Jólin eru ekki langt undan og eflaust eru margir farnir aö hugsa til jóla- blóma, svo sem hýasintna eða jóla- túlípana. Það eru venjulegir laukar af völdum sortum sem fengið hafa sér- staka kælimeðferð. Laukarnir eru settir strax niður í potta með mold eða í sérstök hýasintuglös, vökvað og haldið jafnrökum á dimmum stað við ca 9°C. Hýasintur eru hafðar í dimmu uns neðstu blómhnapparnir sýna lit en túlípanar eru óháðir birtu. Hýasintur eru settar úti 20-25 cm djúpt með ca 15 cm bili á milli lauka. Til að hlífa laukunum gegn raka þarf að setja grófan holtasand kringum þá. Hýasintur blómgast sjaldan tvö ár í röð og því gefur það besta raun að endumýja laukana árlega. -JI. Haust — laukarnir 1X0 •o 110 K 100 itm •wM 90 s cm •d a X SKYLISL/ Of zs ■ íft Blónigun u.þ.b,: APRÍL/M í Leiðbeiningar um haustíaukagróðursetningu. MAI JUNI PLASTUMBÚÐIR Nú i lok sláturtíöar, þegar fólk er að kaupa sér hálfa og heila skrokka, sem hlutaðir eru niður í kótelettur, lærissneiðar og svo framvegis, er nauösynlegt að fólk geri sér grein fýrir muninum á hinum ýmsu plast- umbúðum sem ætlaðar eru til pökk- unar matvæla. Umbúðirnar skipta miklu máli varðandi hámarks- geymsluþol matvæla. Pökkun matvæla í plastfílmu Algengasta plasttegundin sem notuð er á heimilum og einnig tölu- vert í verslunum er svokölluð plast- filma á rúllum. Þetta plast er gert úr polyvinylklorið og þaö sem gefur því teygjanleikann eru mýkingarefni sem blandaö er saman viö. Sé þessu plasti pakkað utan um fituríkar matvæiategundir, t.d. kjöt- fars, kjöthakk, kæfu og sérstaklega fiturikan ost, á sér stað efnamengun matvælanna. Það er vegna þess að mýkingarefnin berast greiðlega úr plastinu í matvöruna. Þessi efna- mengun virðist vera sérstaklega mikil í feitum ostum og þá mest á yfirborði þeirra. Best er þvi að skera burt fyrstu sneiðina áður en ostsins er neytt því mýkingarefnin eru mest í yfirborössneiðlnni. Þegar um frystingu matvæla er að ræða, t.d. í verslunum, er mjög al- gengt að pakka t.d. kjötfarsi, kjöt- hakki, kótelettum og lærissneiöum inn í plastfilmu. A þessum vörum má yfirleitt sjá pökkunardag vörunnar en alltof sjaldan er skráður síðasti söludagur. Sá misskilningur virðist vera ríkjandi að um leið og varan er komin í frysti geymist hún von úr viti. öll matvara hefur takmarkað geymsiuþol, eínnig sú sem er í kæli eða frysíi. Hins vegar eru það ákveðnir þættir sem hafa áhrif á það hversu háu geymsluþoii er hægt aö ná. Meðal þessara þátta eru umbúð- irnar. Plastfilma er afskaplega lélegar geymsluumbúðir, hvort sem um er að ræða geymslu matvara í kæli eða frysti. Það er í fyrsta lagi vegna þess að plastfilman hleypir auðveldlega í gegnum sig vatnsgufu og veldur því þomun matvælanna. Einnig er plast- filman mjög stökk í frosti og rifnar því auðveldlega, opin leið er þá fyrir frostbruna og geymsluþol vörunnar rýrnar. Plastfilman getur því ekki gefið kjöti t.d. lengra geymsluþol en ca 2 mánuði. Síöasti söludagur ætti því að veraviðþaðmiðaður. Aörar plasttegundir gefa mun lengra geymsluþol og verða þeir sem sjá um pökkun matvæla í verslunum að gera sér grein fyrir nokkum veginn hversu langan tíma frá pökk- un vömnnar megi gera ráð fyrir að varan geymist í umbúðunum. Ot frá þessu á siðan aö áætia síðasta sölu- dag eða neysludag. Pökkun í kæli Ef geyma á ferskt kjöt í kæli er best að pakka þvi i plast, sem ekki hieypir út vatnsgufu, þannig að kjötið þorni ekki. Hins vegar má piastið ekki hefta súrefnisstreymi til kjötsins því ef slíkt á sér stað geta orsakast hitabreytingar i kjötinu. Utan um kjötið er best að nota tveggja lagaplast. Grænmeti og ávextir gefa frá sér koldíoxíð við geymslu í kæli og því þarf aö pakka þessum vömm í plast, sem hleypir í gegnum sig koldíoxíði eða gera göt á plastið. Besta plastið til þessara nota er polyethylen. Pökkun í frysti Við geymslu matvöm í frysti þarf að pakka henni í plastumbúðir sem gefa ekki frá sér vatnsgufu, t.d. frá kjöti. Þannig koma þær í veg fyrir frostbruna. Plastið má ekki hleypa í gegnum sig súrefni né lykt frá öðrum matvörum. Besta plastið sem hér um ræðir er plast sem gert er úr tveimur lögum, annars vegar úr polyethylen og hins vegar ár cellófan. Af því sem á undan er komið sést að mikilvægt er að velja rétta teg- und plasts, sem hæfir hverri vöruteg- und og geymsluaðferö, til þess aö halda geymsluþoli vörunnar í há- marki. Einnig verður að gera þá kröfu að þeir sem sjá um pökkun matvara í verslunum eöa fram- - MATUROG HOLLUSTA- Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar leiðslufyrirtækjum geri sér grein fyrir þvi aö geymsluþol vörunnar fer mikið til eftir þeím umbúðum sem þeim er pakkað í og tii þeirra verður að taka tillit þegar áætlaður er síðasti söludagur eöa neysludagur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.