Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINIM SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1984. Islenskur ferdamannahópur í stof ufangelsi í Egyptalandi — var krafinn skýringa á f járreiðum sfnum Þrjátíu manna hópur íslenskra feröalanga var hnepptur í stofufang- elsi ó landamærum Egyptalands og Israels á Sínaískaga í fyrrinótt. Ástæöan mun hafa verið sú aö Is- lendingamir höföu of mikiö fé handa á milii og áttuöu sig ekki á afar ströng- um reglum sem gilda þarna um slóðir um hversu mikla peninga má fara meö á milli landanna. Islendingarnir voru í dagsferö í Isra- el og á leið aftur til Kaíró þegar þeir voru gripnir. Skýrslugerö tók afar langan tíma og ekki flýttu tungumála- örðugleikar fyrir afgreiðslu. Þegar landamæraveröirnir fóru síöan fram á aö ferðalangamir undirrituðu skýrslu sem skrifuð var á arabísku komst fýrst stífni í málið og urðu lyktir þær aö Is- lendingamir voru hnepptir í nætur- langt stofufangelsi. Er þeim var sleppt í gær héldu landamæraveröirnir eftir talsveröu af fé þeirra en íslenski ræöis- maðurinn í Kaíró vinnur nú aö lausn deilunnar og endurheimt fjárins. Islendingarnir, sem þama eru á ferö á eigin vegum, eftir því sem næst verður komist, dvelja nú á hóteli í borginni Luxor, skammt frá Kaíró, og er líðan þeirra eftir atvikum góð. -EIR. Lítið miðar hjá ASÍ og VSÍ Viöræðufundur ASÍ og VSI stóö frá klukkan 2 í gær og fram undir morgun en litiö þokaöist til samkomulags. Engin tilboð eöa samningsdrög voru lögö fram á fundinum. Menn sögöust vera aö finna nýja fótfestu eftir samningsgerö BSRB. ASI leggur mikla áherslu á aö ná kaupmáttartryggingu en VSI hefur ekki gefið kost á viöræöum um þaö. Þess í staö hefur verið boöiö upp á viðræöur um endurskoðunarákvæöi eöa uppsögn eins og í samningi BSRB.' Innan ASI er hins vegar lítill hljóm- grunnurfyrirslíku. „Viö komumst ekki hjá því aö semja um svipaðar launahækkanir og BSRB,” sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI. „En þaö er ekkert auöséö mál aö við getum hækkaö launin um 15 til 20% á einum mánuöi þótt ríkiö geti þaö. Þetta myndi þýöa miklar kollsteypur og of- boðslegt álag á fyrirtækin.” -ÓEF. V/SA Jafnt innanlands sem utan. MÓTMÆLT í SIGTÚNI Óánægðir, opinberir starfsmenn fylltu Sigtún í gærkvöldi til að mótmæla hversu skammt var gengið i nýgerðum kjarasamningum BSRB og fjórmálaróðuneytisins. Samankomið var fólk úr fjölmörgum félögum innan BSRB, leikarar, fóstrur og kennarar. Mó búast við frekari fundahöldum vegna þessa ó næstu dögum. DV-mynd KAE. Tvöföld kauptrygging sjómanna? Höldum í sporðinn - segir Óskar Vigf ússon „Engin launþegastétt í landinu hefur oröiö fyrir eins mikilli kjaraskerðinu og sjómenn,” sagöi Oskar Vigfússon, formaöur Sjómannasambands Is- lands, viö DV í morgun.” Mér sýnist á þessari stööu sem er í dag aö sjómenn muni reyna aö halda í sporöinn. Og viö höfum f ullan hug á því aö fá tvöfaldaða lágmarkskauptrygginguna í næstu samningum.” Þing Sjómannasambandsins hefst 8. nóvember og átti formaðurinn von á að kjaramálin yröu aðalmál þingsins „því mjög þungt er í sjómannastétt- inni.” ÞG. Ólympíumótið íbridge: ísland fékk 40 stig Islenska bridgesveitin á ólympíu- mótinu í Seattle spilaöi í gærkvöldi viö Kína og tapaði, 9—21, en vann Filipps- eyjar í 10. umferðinni, 20—10.1 11. um- ferö spilaði hún við Pakistan, sem er í forystu í B-riöli, ásamt Argentínu, Bandaríkjunum og Svíþjóð, og tapaði þeim leik, 11—19. -GP. Olís: Landsbankinn neitaði að opna ábyrgð fyrir hluta svartolfufarms „Hafi þetta einhvern tímann þótt frétt er það þaö ekki lengur,” sagöi Þóröur Ásgeirsson, forstjóri OIJS, í samtaii viö DV er við spurðum hann hvort rétt væri aö Landsbankinn, viöskiptabanki OLlS, heföi neitaö að opna ábyrgðir fyrir innflutningi fé- lagsins vegna skulda þess við bank- ann. OLIS var ekki meö í svartolíufarmi þeim sem nýlega var losaöur hérlendis þar sem Landsbankinn neitaðí að opna óbyrgöir fyrir félagið en Þóröur sagöi aö alls ekki heföi verið um aö ræöa að bankinn heföi lokaö á félagið og raunar hefðu þeir gengið inn í kaup á hluta farmsíns eftir að hann var kominn á land. Aöspuröur um hvort rétt væri að Landsbankinn hefði fariö fram á aukningu hlutafjár í félaginu sagöi Þórður: „Landsbankinn ræöur ekki slíkum hlutum hjá okkur. Þaö hefur komið til tals hjá okkur aö auka hlutaféö en ekkert hefur verið ákveðiö ennþá. Hiutafé okkar er í 20 milijónum í dag og þykir lágt miðaö viöveltu.” Aöspuröur um greiðslustöðu fé- lagsins sagði hann aö greiöslustaðan væri slæm hjá öllum oiíufélögunum vegna útistandandi skulda. . . „við eigum meira af útistandandi skuid- um en nemur þeirri upphæð sem við skuldum sjálfir,” sagöi hann. -FRI t Í Í Í i i i I I í t I I I I I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.