Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 5
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. 5 Hlustað á kvöldfréttir. Undirritun hafin eftir rúmiega 33 kiukkustunda samningafund. DV-myndir: GVA/KAE fyrradag. Ástæðan var sú að þess var krafist að fallið yröi frá málssókn á hendur einstaklingum innan BSRB vegna verkfallsbrota. A næstu klukkustundum flaug margt á milli manna. Einn fréttamaður fyrir erlenda fréttastofu haföi símað út að allt væri komið í strand og símalínur að utan voru glóandi. Það var margt á huldu þessar stundir. En staðreynd var að vegna verkfalls BSRB var slæmt símasamband vestur á Isafjörð. Þangað þurftu menn, háir og lágir, að ná sambandi vegna yfirheyrslu yfir talsímaverði — eitt ágreiningsefna sem krafist var niðurfellingar á. Það teygðist á lopanum inn á þing- flokksfundi í Alþingishúsinu og upp í stjómarráð á ríkisstjómarfund. Þegar ríkisstjórnin var komin saman til fundar um málið var farið að hitna í kolum í karphúsinu. „Núna eða ekki fyrr en eftir viku,” sögðu sumir spakir um líkur á samningum. Það var eðlilegt að menn væru óvær- ir. Svona svefnlausir og hungraðir. Og níkótínþátturinn var mörgum erfiður. Þó var merkilegt hversu menn voru glúmir við að næla sér í einn vindilinn enn og eina uppþornaða sígarettu til viðbótar. En staðan í karphúsinu um kvöldfréttatímann á þriðjudag var álíka og ástand uppþomaðrar sígar- ettu. Slökkt á kertaljósum Þegar kvöldfréttatíminn hófst biðu menn frétta af ríkisstjórnarfundi. Samþykkir hún.. .samþykkir hún ekki. . . Menn höfðu safnast saman „á markaðstorginu” fyrir framan út- varpstækið til að hlusta á kvöldfréttir þegar sáttasemjari birtist með plagg í höndum. Ríkisstjómin féllst á kröfur BSRB-manna. Bjöminn var unninn aö flestra mati. Sextíu manna nefndin hóf umræður um samninginn á ný, tók sér síðan matarhlé um stund. Þá hófst lokakafl- inn sem var að fara í skóna. Menn höfðu dvaliö í þessum húsa- kynnum í rúmar þrjátíu klukkustundir og flestir á sokkaleistum. En allir vom búnir að binda skóþvenginn þegar að undirritun samnings kom og slökkt var á kertaljósunum utandýra. -ÞG Blaða- og fróttamenn isóttkviikarphúsinu. Frá talningu atkvæða um samning BSRB og ríkisins. Með samningnum voru 36, 13 á móti og tveir skiluðu auðu. Fjarverandi voru niu fulltrúar sveitarfólaga sem þegar höfðu samið eða voru á leið með að semja „heimafyrir". E'L/IaLí.TUingólfsstræti 8 SlM112024! elsHA-ú LAUGAVEGI49 SÍMI23610 Fimleikafatnaður, fimleikaskór, leikfimifatnaður, leikfimiskór. Samfestingar. Hlýrabolir, stuttermabolir, langermabolir, stúlkna-, unglinga- og fullorðinsstærðir. Siðar buxur, 7 litir. || Munchen, hvitt, svart leður. Nr. 31-43. Ballettskór, æfinga- og keppniskór. DON CANO Nú veljum við íslenskt. Don Cano úlpurnar eru mjög hlýjar. Nýja isolitefóðrið gefur meiri einangrun en áður og er mun léttara. Útlit og hönnun frábær enda eru Don Cano úlpurnar geysivinsælar hjá börnum og unglingum. Barnaúlpa, Beawer, 4 litir, hetta innfelld i kraga. Stærðir: 6-8-10-12. Verð 2.499,- Unglingaúlpa, Gemen, innfelld hetta í kraga, tvöfaldur rennilás. Stærðir: xxs-xs-s-m-l. Verð 3.740,- visa Póstsendum. SPORTVÖRUVERSLUNIN ' Laugavegur 49, simi 23610. Ingólfsstræti 8, simi 12024 ATH. OPIÐ LAUGARDAGA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.