Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. Skömmu eftir hádegi i fyrradag þyrptíst hópur manna inn i húsakynni sáttasemjara tíi að hvetja samn- ingamenn tíiað fella samninginn. Kristján formaður skýrir málið. Á sokkaleistum í samningaþófi Rétt fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld var slökkt á kertunum fyrir utan karphúsið. Þar haföi logaö samfellt í tæpar þrjátíu og fjórar klukkustundir eöa frá upphafisamningafundarBSRB og ríkisins er hófst um eittleytið á mánudag. Faðmast og kysst Ljós var tendrað í von um að samn- ingar næðust og skyldi loga þar til undirritun væri á blaði. Það voru ltmir samningamenn sem yfirgáfu húsa- kynni sáttasemjara en skilnaðar- stundin virtist mörgum nokkuð sár. Því menn kysstust og föðmuðust, þó ekki Albert og Kristján, þeir tókust í hendur, en ýmsir aðrir kysstust. Því var heitið á víxl að viöhalda því góða sambandi sem tekist hefði í barátt- unni. — Andinn og sveiflurnar í þessari síðustu lotu tóku á sig ýmsar myndir. Stundum var létt yfir mönnum, reyndar töluverður gálgahúmor þegar vökustundum fjölgaði en í næstu andrá var alit komiö í hnút. Fyrir utanhúss- sauð virtist h'fið þarna innandyra nokkuð flókið. Menn voru lokaðir inni í herbergjum, misstórum eftir tignar- stöðum. Albert til dæmis hafði rúmgott herbergi fyrir sig og sitt lið. Hann fór ekki út úr húsi fyrr en yfir lauk — þá jafnhress og hann gekk inn — enda ent- ust vindlabirgðirnar alla lotuna. Réttir aðilar hittust 1 þessum húsakynnum hagar þannig til að fyrir framan skrifstofuherbergi sáttasemjara er setkrókur og kaffi- horn. Leiö margra lá þar um og héldu blaöamenn sig þar framan af þar til þeir settust í „sóttkví” hjá kjararann- sóknanefnd handan veggja. En á þessu „markaðstorgi” bar ýmislegt fyrir augu. Einn og einn úr sextíu manna nefndinni af hæðum ofan gekk þar um — leit yfir hópinn — horfðist í augu við annan í kaffihominu og skiln- ingsaugnatillit flaug á milli tveggja. Og kannski var þetta nóg. Þetta leiddi líka stundum til aö tveir hittust af tilviljun, annar á sokkaleistum og hinn í blankskóm við gluggasyllu. Stundum skiptust menn á blöðum, stundum eins atkvæðis orðum — og þá muldrað í lág- umhljóðum. Sáttasemjari hvarf inn um dyr, út komu tveir, þeir hurfu inn um aörar „Heldur þú að þetta geri útslagið?" má lesa úr augum Þorsteins Geirs- sonar, eins samningamanns ríkisins. Sáttasemjari, athugull, tekur við piagginu úr höndum fjármálaráðherra. Kannski var þetta skjalið sem gerði útslegið. Á meðan vindlarnir endast. dyr, og út komu þrír. Fyrir bláókunn- uga virtist þetta hálflosaralegt en í raun var þetta þaulskipulögð „umferðarmenning”. Réttir aðilar hittust „fyrir tilviljun” og að lokum gekk allt upp. Ýmsir skjálftar En áður en til þess kom höföu nokkr- ir skjálftar leikið um sali. Einn varð þegar sextíu manna nefnd BSRB sem komiö hafði sér fyrir í stórum sal á efstu hæð hússins fékk NT í hendur aðfaranótt þriðjudagsins. Þá höfðu menn setið aðgerðalausir frá því klukkan eitt á mánudegi, ýmist við spil, prjónaskap eða diskúsjónir. Engar fréttir höfðu borist til stóra hópsins um sáttatillögur eða samn- ingsdrög sem sex manna nefnd beggja deiluaðila hafði veriö að ræða í nokkra klukkutíma og sagt var frá í NT glóö- volgu úr prentsmiðjunni. Þá varð örlít- ill atgangur í mönnum. En KristjáiiT formanni tókst að lægja öldumar um stund. Þá var farið að birta. Menn sátu og biðu vongóðir um aö nú, alveg á næstu klukkustundum, rynni stundin upp. Næsti skjálfti í herbúðunum varð skömmu eftir að hádegisfréttir voru lesnaríútvarpinu. Þá kom hópur manna inn í húsið, Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræð- ingur fremstur í hópi. Þetta voru meðal annars kennarar sem voru óánægöir með þær fréttir sem útvarpiö haföi flutt þeim af samningsdrögum örlítil hystería var komin í fólk á þessu augnabliki. Sáttasemjari baö alla að ganga út sem ekki ættu brýnt erindi í húsinu. Og dyrum hússins var læst. Síöar um daginn barst samþykkt frá fjölmennum fundi kennara þar sem skorað var á samningamenn kennara í stóru nefndinni að fella samninginn. Teygðist úr lopanum En í stóru sextíu manna nefndinni höfðu umræður um samninginn staðið í tæpa klukkustund þegar umræður voru stöðvaðar. Þetta var upp úr hádegi í í dag mælir Dagfari_____________í dag mælir Dagfari___________j dag mælir Dagfari Verkföllin skemmtilegri en vinnan Þegar samningalota BSRB og rikisins er loks á enda fallast menn i faðma, brosa gleitt og lýsa yfir full- um sigri eins og sannir gladiatorar eiga að gera. Albert kemur og lýsir yfir því að hann sé engin drusla og Kristján og Haraldur séu heldur ekki druslur. Ekki er í fljótu bragði auð- velt að átta sig á því af hverju Albert velur þann kostinn að taka það sér- staklega fram að hvorki hann né BSRB-forystan séu druslur. Satt að segja hefur engum lifandi manni dottið það í hug og þess vegna er best að flokka þessi ummæli Alberts undir svefngalsa. Mennirnir voru búnir að vaka meira eða minna í 16 tima og þá fer aulafyndnin að verða sniðug og meira að segja hlegiö dátt þegar fjármálaráðherrann kveður sér hljóðs til að segjast ekki vera drusla. Vel má vera að kjaradeilur og verkföll eins og BSRB-deUan snúist um það helst að forystumenn sýni af sér hörku og vaskleik á verkfaUs- vöktum. Það er að mlnnsta kosti að heyra á ummælum manna þegar samningar eru undirritaðir. Þá klappa þeir hver öðrum á öxlina, þakka hetjulega framgöngu og bera lof á samstarfsmenn jafnt sem við- semjendur fyrir drengUega vörn og sókn. Kærleikarnir verða svo miklir að sérstakt samkomulag er gert um að kæru- og klögumál skulu feUd niður og enginn sóttur til saka að verkfalli loknu. Hæstvirt ríkisstjórn kemur saman tU sérstaks fundar tU að lýsa þvi yfir að hún muni ekki fyrir nokkurn mun láta þá BSRB- menn, verkfallsverði eða aðra, gjalda ólöglegra aðgerða í verkfaU- inu. Mun þetta gert í heiðursskyni gagnvart þeim málsvörum BSRB sem undanfarna daga hafa haldið hlífiskUdi yfir lögum þessa lands með aðgerðum og málsókn á hendur hinum svoköUuðu frjáisu útvarps- stöðvum. Eftir þvi sem næst verður komist mun þó ekkert lát vera á kæru- máium á hendur útvarpsstöðvunum enda þarf hvorki ríkisstjórn né BSRB á þeim stöðvum að haida úr því búið er að Ioka þelm. Af þessu sést að þeir sem standa í verkföllum og virða hvorki lög né reglu eru i fullum rétti og fá sérstakar bókanir um það á ríkis- stjórnarfundum með auðmjúku þakklæti ráðherra fyrir þann heiður að gefa skúrkunum upp sakir. Einhverjir brutust inn í áfengls- verslunina á Akranesi í miðju verk- faUinu, sjálfsagt tU að bjarga sér frá bráðum þorsta. Þessum skúrkum var samstundis stungið í steininn þegar þeir fundust meðan ríkis- stjórnin náðaði hina sem lokuðu áfenginu. Væri þaö ekki ráð fyrir starfsfólk væntanlegra útvarpsstöðva frelsisins að boöa verkfaU og vinnu- deUur áður en starfsemin og út- sendingin hefst næst? Semja síðan um uppgjöf saka, ef einhverjar verða, með sérstakri bókun ríkis- stjórnar og ráðhcrra. Annars er það af BSRB-mönnum að frétta að stórir hópar innan bandalagsins hafa haft svo gaman af verkfaUinu að þeir vUja ekki fyrir nokkurn mun missa af þvi. Kennarar sýnast þar fremstir í flokki og heimta áframhaldandi verkfaU. Er það reyndar óskUjanlegt miðað við þær upplýslngar fjármálaráðherra að kennarar hafi fuU laun fyrir hálfa vlnnu. Það ætti að vera ólíkt skemmtUegra heldur en standa verkfallsvakt fyrir ekki neitt. En svo er auðvitað hitt möguleiki að verk- faUsvaktlrnar hafi verlö tilbreyting fyrir margan opinberan starfsmann- inn. Þar hafi hann þó haft eitthvað að gera. Það sé betra heldur en iðju- leysið þegar hann þarf að mæta aftur tU vlnnu! Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.