Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. 19 fþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Dómaraskýrslurnar voru að öllu leyti rétt gerdar II - segir i greinargerð KDSI vegna „leikskýrslumálsins” sem aganef nd KSÍ vísaði til KDSÍ • Grétar Noröfjörð — formaður KDSI. — „1 tilefni blaðagreina í blaði yðar í lok ágúst varðandi ætlað brot tveggja knattspyrnudómara í 1. deild við gerð á skýrslum til aga- nefndar KSl vill stjórn Knattspymu- dómarasambands tslands (KDSl) kynna yður og lesendum blaðs yðar málsatvik. Samkvæmt 9. grein reglugerðar KSI um knattspymudómara er það í höndum stjómar KDSI aö rannsaka allt misferli dómara i starfi og öðm er viðkemur þátttöku þeirra í knatt- spyrnu og refsa ef sök sannast, þó skal sérstaklega tekið fram að stjómin telur þetta ákvæði ekki ná yfir einstaka dóma eða úrskurði dómara í leik, samkvæmt alþjóða- lögum er þess háttar endanlegt og því fær enginn breytt, um hæfni dómara fjallar sérstök nefnd á vegum KDSl hvað varðar deildar- dómara og skipun nýrra dómara. Eins og komið hefur fram í greinum yðar vísaði aganefnd KSÍ tveimur skýrslum frá dómurum í 1. deild til nefndarinnar til stjórnar KDSI til nánari rannsóknar til að kveöa niður orðróm um að þær væru ekki sannleikanum samkvæmar, en eins og áður er getið hefur nefndin ekki refsilögsögu yfir dómurum. Stjórn KDSl fól formanni sam- bandsins (undirrituðum) og varafor- manni þess, Magnúsi V. Péturssyni, að rannsaka þessi mál og skila greinargerð þar að lútandi. Eftirfarandi greinargerð liggur nú fyrir. I leik UBK gegn IBK (1. deild) er fram fór á Kópavogsvelli 8. júní 1984 gaf dómari leiksins Oli P. Olsen, Benedikt Guömundssyni, leikmanni nr. 2 í liði UBK gult spjald. Var það álit margra er á horfðu að það væri fyrir grófan leik, sam- kvæmt refsistigatöflu aganefndar KSl gefur það þrjú refsistig. Eftir viðræður við dómara voru málsatvik þannig: Að nefndur leik- maður hindraði mótherja gróflega er var að komast innfyrir vörn UBK. Þegar nefndur leikmaður sá að á sig hafði verið dæmt hafði hann í frammi ýmis látalæti og gekk frá dómaranum. Kvaðst dómarinn þá hafa kallað til leikmannsins þar sem hann ætlaði að gefa honum tiital fyrir framkomuna en leikmaðurinn hélt áfram að sýna honum lítilsvirð- ingu án þess þó aö svivirða hann í orði, a.m.k. kvaðst dómarinn ekki hafa heyrt það. Dómarinn gaf því Benedikt gult spjald fyrir óprúð- mannlega hegðun en samkvæmt refsistigatöflu aganefndar KSI gefur það eitt refsistig. Framburður Benedikts Guð- mundssonar, leikmanns nr. 2 í liði UBK, var samhljóða framburði dómarans nema hann kvaðst aldrei hafa heyrt hann kalla á sig. Harmaði hann aö hafa augnablik misst stjórn á skapi sínu því í fyrstu fannst honum úrskurður dómarans vera óréttlátur. Benedikt kvaðst nokkru eftir leikinn hafa ávarpaö dómarann og spurt um vægi spjaldsins um leið og hann kunngerði honum að hann væri í hættu (að fá leikbann). Benedikt telur að hann hafi ekki fengið nein sérstök viðbrögð frá dómaranum varðandi spumingu sína, fullyrti hann að það hefði alis ekki verið ætlun sin að hafa nein áhrif á skýrslugerð dómarans, aöeins • Öli P. Ólsen — mllllrikjadómarl í knattspyrau. löngun til að vita hvort hann hlyti leikbann fyrir þessa yfirsjón. Eftirlitsmaður hæ&iisnefndar KDSI á nefndum leik telur atvikum varðandi leikbrot vera rétt lýst eins ogaðofangreinir. Úrskurður stjórnar KDSl' Samkvæmt ofangreindum fram- burðum málsaðila telur stjórnin margnefnda dómaraskýrslu til aga- nefndar KSI vera að öllu leyti rétti- legagerða. -0- I leik Fram gegn UBK, er fram fór á Laugardalsvelli, gaf dómari leiksins, Ragnar örn Pétursson, • Ragnar öra Pétursson — 1. deildar dómari. Benedikt Guðmundssyni, leikmanni nr. 2 í liði UBK, gult spjald. Var það álit margra er á horfðu að það væri fyrir grófan leik samkvæmt refsistigatöflu aganefndar KSI gefur það þrjú refsistig. Aganefnd KSI vísaði skýrslu dómarans varðandi spjald þetta til stjórnar KDSI til að kveða niður orð- róm um að hún væri ekki sannleik- anumsamkvæm. Samkvæmt framburði dómarans voru málsatvik þannig: Dæmt var leikbrot á áðurnefndan leikmann er sneri baki í dómarann þegar leikur- inn var stöðvaður, hugðist leik- maðurinn þegar taka aukaspyrnu en er hann gerði sér grein fyrir að auka- spyman var dæmd á hann spymti hann knettinum út fyrir hliðarlinu leikvallar til að mótmæla úrskurði dómarans. Fyrir nefnt atvik kvaðst dómarinn réttilega hafa gefið Benedikt Guð- mundssyni gult spjald fyrir minni- háttar óprúömannlega hegðun, sam- kvæmt refsistigatöflu aganefndar KSl gefur umrætt spjald eitt refsi- stig. Framburður Benedikts Guð- mundssonar leikmanns var sam- hljóöa framburði dómarans nema hann taldi í upphafi að dæmt hefði verið á leikbrot mótherjans sem hafði, að sögn Benedikts, gefið honum nokkur olnbogahögg er leiddu til leikbrots þess er dæmt var á, þegar hann gerði sér grein fyrir úr- skurði dómarans kvaöst hann hafa spymt knettinum eins og áður er getið og því fengið réttilega gult spjaldfyrir. Úrskurður stjórnar KDSÍ Samkvæmt ofangreindum fram- burðum málsaðila telur stjómin margneftida dómaraskýrslu til aga- nefndar KSI vera að öllu leyti rétti- legagerða. -0- I grein í blaði yðar er tilgreindur með nafni þjálfari UBK, Magnús Jónatansson, og þar fullyrt að hann hafi átt viðræður aö leik loknum viö dómarann, Ragnar öm Pétursson, varðandi margnefnt gult spjald. Aðspurður neitaöi þjálfarinn al- farið að hafa átt nokkurt viðtal við dómarann að leik loknum né næstu daga eftir leikinn um nefnt spjald eða þar til umrædd grein birtist í blaðinu. Harmar Magnús þessi skrif og kvaðst ekki skilja tilgang þeirra. Framburður dómarans var sam- hljóöa ofangreindu. Aganefnd KSI hefur þegar verið sendur úrskurður stjórnar KDSl í þessum málum og með þessum orðum eru þau endanlega rædd af hálfudómara. F.h. Knattspyraudómarasambands tslands Grétar Norðfjörð formaður KDSt. Þegar aukaatriðin eru orðin aðalatriði: Knattspymumönnum er mismunað með gulum spjöldum Nú er nöldur við dómara oiðið alvarlegra brot á leikvelli heldur en grófur leikur Hann er vægast sagt broslegur málflutningurinn sem KDSl býður lesendum DV upp á hér fyrir ofan. Það er greinilegt að það er verið að reyna að bjarga málum fyrlr hom með máttlausu klóri. Það er móðgun við forráðamenn knattspymunnar, félög, knatt- spymumenn og áhorfendur, að leik-' mönnum á velli sé mismunað með gulum spjöldum eins og svo oft hefur viljað brenna við í sumar. Það er ekki traustvekjandi þegar einn leik- maður fær eitt refsistig fyrir brot á velii sem aðrir leikmenn fá þrjú til f jögur refsistig fyrir. Þessi mismunun, sem menn hafa orðið svo oft vitni að, hefur orðið til þess að þeir hafa af skiljanlegum ástæðum misst trú á dómara og vantreyst þeim. 1 bréfinu hér að ofan er gott dæmi um það hvemig dóm- arar geta leikið sér með gulu spjöld- in og mistúlkað spjaldagjafir á leik- skýrslum. Það kemur fram svart á hvítu að aukaatriðin em orðin að aðal- atriðum: • Leikmaður nr. 2 hjá Breiðabliki fær ekki gula spjaldið fyrir að hindra mótherja gróflega heldur fær hann að sjá spjaldið fyrir að hafa í framml ýmis látalæti við dómara sem dæmdi áhiðgrófabrothans. • Leikmaður nr. 2 hjá Breiðabliki fær ekki gula spjaldið fyrir að brjóta gróflega á leikmanni heldur fyrir að mótmæla úrskurði dómara, með þvi að spyraa knetti út af lcikvelli. Skýrslunum vísað frá til nánari rannsóknar Aganefndarmenn KSI urðu vitni aö báðum þessum atvikum og eftir að hafa séð leikskýrslu frá dómurum sáu þeir sig tilneydda að vísa skýrsl- unum til KDSI til nánari rannsóknar. — „Eg er búinn að fá nóg af því að vinna marga tima á viku í sjálfboða- vinnu við aö taka saman refsistig úr leikskýrslum dómara. Þegar maður fær að sjá hvernig leikmönnum er mismunað með gulum spjöldum hvað eftir annað er nóg komið,” sagði einn af aganefndarmönnunum við DV í sumar þegar þessi mál skutu upp kollinum og DV sagði frá þeim. „Stór eyru en lítil augu" Bréfið f rá KDSI ýtir undir þá kenn- ingu manna að dómarar séu með stór eyru en lítil augu eða eins og einn 1. deildar leikmaðurinn sagði: • — „Dómarar sýna gulu spjöldin oftast vegna smávægilegra mót- mæla í hita leiksins en síðan sleppa þeir að sýna spjöldin þegar leik- menn eru með háskaleik og brjóta illa á leikmönnum sem verða svo jafnvel að fara af leikvelli — meiddir.” Furðulegt en satt Nú hefur KDSl kveðið upp sinn dóm í málinu og úrskurður varð þessi: Dómararalr gerðu rétt! Dómarar, hæfnisdómarar KDSI og stjórn KDSI hafa kveöið upp þann úrskurö að forráðamenn félaga, leik- menn og áhorfendur, sem sáu atvikin, hafi ekki metið stöðuna rétt. Dómaramir voru alls ekki að bóka leikmann fyrir grófan leik (þrjú refsistig) heldur fyrir að mótmæla dómum dómaranna sem gefur eitt refsistig. • Furðulegt en satt: Leikmenn geta leyft sér að hindra andstæöing- inn og jafnvel slasa með grófum leik. Það er ekki gefið gult spjald fyrir það heldur gefa viðkvæmir dómarar gul spjöld fyrir að leikmenn láti eitt og eitt orð fjúka í hita leiksins. Þegar aganefnd KSI tók þessi mál fyrir í sumar sagði DV að sjálfsögðu frá þeim. Við ræddum við þjálfara, leikmenn, aganefndarmenn og jafn- vel dómara sem voru allir undrandi yfir niðurstöðu leikskýrslu dómar- anna eftir leikina sem rætt er um í bréfi KDSI. Við eigum þessi viðtöl á segulbandsspólu. Við urðum því undrandi þegar við fengum og lásum málflutning KDSI. Þá kom upp gamla máltækið: Ekki tjáir að deila við dómarann — og sér- staklega ekki þegar dómur er kveðinn upp af dómurum yfir dómurum. Eg man alltaf eftir þvi hér um árið — í „klukkuleik” KR og Keflavíkur, þegar fyrri hálfleikur leiksins var 14. mín. lengri en reglur segja til um, að ekki þýddi að deila við dómara — þrátt fyrir að undirritaður hafi tekið tímann á skeiðklukku. Þá sagði dómarinn að hálfleikurinn hefði staðiö yfir í 45 mín. — og hann var bakkaður upp af línuvörðum og stjórn KDSI þó að vitað væri að dómarinn hefði ekki rétt fyrir sér. Svona er knattspyrnan. Leikmenn eiga að lelka eftir reglum sem dómarar leika sér með eftir eigin geðþótta. -SOS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.