Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Qupperneq 9
DV. FIMMTUDAGUR1. NÓVEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kolaverkfallið f ram yfir áramót hjá Bretum? Umsjón: Guðmundur Pétursson og Þórir Guðmundsson Breskir námamenn og Thatcher- stjómin búa sig undir langan og strangan vetur vinnudeilna, eftir aö síðasta viöleitnin til aö binda enda á maraþonkolaverkfallið rann út í sandinn. Undirbúa 4apa- hjarta- ígræðslur Læknar Loma Linda-sjúkrahússins í Kaliforníu hafa á prjónunum ráöa- gerðir um aö græöa apahjörtu í f jögur veik böm til viöbótar, á meðan „Baby Fae”, nítján daga gömul orðin, unir sér vel með pelann sinn og sitt bavíanahjarta. Líðan hennar er sögö með ágætum eftir atvikum og þarf hún ekki lengur ýmissa hjálpartækja meö eins og öndunarvélarinnar. Em læknarnir svo bjartsýnir aö þeir ráðgera fjórar apa- hjartaígræðslur í kjölfar þessarar þrátt fyrir ýmsa gagnrýni. Vmsir læknar hafa látið á sér heyra að þeir heföu talið réttara að reyna aðrar aðferðir fyrst og gagnrýna lækna Baby Fae fyrir að hafa ekki gengið úr skugga um hvort unnt hefði verið að f á mannshjarta handa henni. Hún hafði fæðst meö vinstri hluta hjarta síns óþróaöan og töldu læknamir það aðeins dagaspursmál hvenær hún skildi við. Bavíanahjartað er á stærð við valhnotu og möguleiki þykir vera á því að það eigi eftir að reynast of lítið fyrir barnið. Læknarnir vonast þó til þess að hjartað muni stækka með henni sjálf ri. — Aö öðrum kosti þarf að skipta um h jarta í Baby Fae aftur. Læknamir byggja aöalvonir sínar á tiltölulega nýju lyfi „cyclosporin-a” sem á að afstýra því að líkami Baby Fae hafni apahjartanu. 30 áraafmæli Alsfrstríðsins Frá Friðriki Rafnssyni, fréttaritara DV,íParís: Þrjátíu ár eru nú liðin frá upphafi nýlendustríðs Frakka og Alsírbúa. Sagnfræðingar miða upphaf stríðsins viö 1. nóvember 1954 og kalla daginn gjarnan „rauðu allraheilagra- messuna,” en þann dag áttu sér stað fyrstu átökin milli kommúnískra þjóð- frelsisliða og frönsku nýlenduherr- anna. Enn í dag er Alsírsstríðið mikið viðkæmnismál hér í Frakklandi enda Frökkum dýrkeypt. Stríöið stóð yfir í sjö ár, en Alsír lýsti yfir sjálfstæði sínu þann þriöja júlí 1962. Alls kostaði stríðið ema milljón manns lífið. Að vonum verður mikið um dýrðir í Algeirsborg og hyggst Claude Cheys- son utanríkisráðherra vera viðstaddur þrátt fyrir að stjómarandstæðingar séu því mjög mótfallnir. Stjórnarliöar svara því til aö hér sé aðeins um aö ræða enn eitt skrefiö í áttina að sögulegum sættum og nánari samvinnu milli landanna tveggja. Verkfalliö, sem hófst í mars vegna ósættis út af lokun nokkura óhag- kvæmra kolanáma, sýnist nú líklegt til þess að geta staðiö fram á veturinn eða jafnvel fram á næsta ár. Það er þegar orðið lengsta verkfall í breskri at- vinnusögu. Kolaráð rikisins og fulltrúar námumanna luku í gær tíu stundar viðræðum án þess að samkomulag næðist. Hafa ekki verið boðaðar nýjar viðræður. Af 174 kolanámum á vegum ráðsúis em 45 enn starfandi þrátt fyrir verkfallið enda um þriðjungur kola- námumanna ekki í verkfalli. (Um 60 þúsund af 180 þúsunduin hafa ekki lagt niður vinnu.) Arthur Scargill, leiótogi nama- manna, iysu þvi yíir aó c.iginn bilbugur væri á námamannafélaginu sem væri staðráðið í að ná sigri í deilunni. — Krafa námamanna hefur verið sú að ekki verði lokað öðrum námum en þeim sem hættulegar þykja í vinnslu eða þar sem kolin em búin. Nigel Lawson fjármálaráðherra skýrði þmginu svo frá að stæði verkfallið til áramóta myndi það kosta þjóðina um 1 1/2 milljarð sterlings- punda. Nr. 1 í JAPAN Já, í Japan, landi þar sem almenn neytendaþel<king er á háu stigi og gæðakröfur eru miklar, er Panasonic mest keypta VHS myndsegulbandstækið. Panasonic er að sjálfsögðu einnig mest keypta VHS myndsegulbandstæki í heimi. NV-370 NÝ HÁÞRÓUD TÆKI FYRIR KRÖFUHARDAN NÚTÍMANN. 8 liða fjarstýring Quarts stírðir beindrifnir mótorar Quarts klukka 14 daga upptökuminni 12 stöðva minni OTR: (One touch timer recording) Rafeindateljari Myndleitari Hraðspólun með mynd áfram Hraðspólun með mynd afturábak Kyrrmynd Mynd skerpu stilling Mynd minni Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa) Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann. Sjálfspólun til baka Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og gamalt efni. Tækið byggt á álgrind. Fjölvísir Multi-Function Display I * , i OTR j Video Casaette Rocorder NV-370 Verð aðeins 39.800.- stgr. Panasonic gæði. varanleg gædi. AKRANES: Stúdíóval. AKUREYRl: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabúðin. BORGARNES: Kaupfélagið. ESKIFIÖRDUR: Pöntunarfélagið. HAFNARF|ÖRDUR: Kaupfélagið Strandgötu. HELLA: Mosfell. HORNAFIÖRDUR: Radíóþjónustan. NESKAUPSTADUR: Kaupfélagið. SAUDÁRKRÓKUR: Rafsjá. SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYDISF|ÖRDUR: Kaupfélagið. TÁLKNAF|ÖRDUR: Bjarnarbúö. VESTMANNAEY|AR: Músík og Myndir. JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.