Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. Spurningin Ertu hrifin(n) af blómum? Anna Hansen húsmóöir: Já, þaö er ég. Eg er hrifnust af stórum blómum, aöallega pálmum. Laufey Halldórsdóttir húsmóöir: Eg er ákaflega hrifin af blómum. Eg rækta sjálf blóm og í mestu uppáhaldi hjá mér eru rósir og dalíur. Blóm lífga svo mikið upp á skammdegiö. Þórey Magnúsdóttir nemi: Já, ég er mjög svo hrifin af blómum. Þá mest af burknum og stórum grænum plöntum. Sigrún Sigurðardóttir húsmóðir: Já, mér finnast blóm falleg ef þau ihna ekki of mikið. Eg hef því miður ofnæmi fyrirof mikilli lykt. Friðrik Baldvinsson sölumaöur: Já, já, ég er hrifinn af rósum og fallega litum blómum. Ég kaupi stundum af- skorin blóm, mér og öörum til ánægju. Auður Ingólfsdóttir húsmóðir: Já, mér falla best pottaplöntur sem blómstra. Mér gengur þó hálfilla aö rækta þetta heima hjá mér. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Treholt-njósnir: Evensen og íslenskir kunningjar Vestri skrifar: I einu af síðustu blöðum DV fyrir verkfall mátti lesa frétt frá frétta- ritara DV í Osló þar sem sagði frá því að norska leynilögreglan ætti í miklum erfiðleikum með rannsókn á njósnamáli Arne Treholts. Samkvæmt heimildum myndi Tre- holt ekki verða ákærður fyrir njósnir fyrir Irak heldur t.d. fyrir það aö hafa „aðeins” misnotað aöstööu sína sem opinber starfsmaður og aö hafa tekið við ólöglegum greiðslum! Einnig var sagt í fréttinni að norska leynilögreglan gæti ekki komist aö því hvenær Treholt hefði gerst njósnari fyrir KGB. — Þar með virðist botninn vera að detta úr þessu stærsta njósnamáli Noregssögunnar, eins og fréttamaður kemst aö orði. Þetta var mjög athyglisverð frétt, ekki síst fyrir þaö sem ekki kemur þar fram. Og þaö er þetta meö Evensen, karlinn þann, sem var yfir- maöur Treholts og ráðherra, sendi- herra og „altmuligmand” og í sama flokki og Treholt, norska verka- mannaflokknum. I fréttum af þessu mikla njósna- máli var áður komið fram aö Even- sen, sem margir íslenskir stjórn- málamenn höfðu gegnum árin keppst viö aö hampa og lofa í bak og fyrir, einkum vegna örlætis hans í boðum og „vinsamlegrar” afstööu hans til Islands, var slíkur einfeldn- ingur í raun að Treholt haföi vafið honum um fingur sér í flestöllum málum. Þetta var nú ráðherrann sjálfur, Evensen, sem Islendingar treystu svo mjög á t.d. í landhelgisbaráttu sinni. En halda menn virkilega að norska leyniþjónustan hafi ekki yfirheyrt Evensen, nánasta yfirmann Tre- holts? Auðvitaö hefur hún gert það og veit allt um samskipti þeirra og um samskipti Treholts viö KGB. Hitt er svo annað mál að þegar fyrrverandi ráðherra einhvers lands er oröinn flæktur í slíkt mál, sem njósnir Treholts eru, þá eru góö ráð dýr. Og jafnvel borgar sig cft að láta mál niöur falla til að þurfa ekki að upplýsa að ráöherra hafi veriö Þar sem Evensen var staddur var Treholt aldrei langt undan. Hér eru þeir saman á ráðstefnu i Brussel. hafður að fífli á alþjóðavettvangi árum saman. Þaö getur enginn gert aö því þótt maður og maður sé fæddur kjáni en aö þurfa að vera bjáni líka, það er ófyrirgefanlegt, einkum ef viökom- andi er settur til metorða á opin- berum vettvangi. Þetta skeður þó sums staöar og í ríkum maali á Islandi. Og að minnsta kosti má fullyröa aö þeir stjórnmála- menn íslenskir og aörir, sem létu hvað mest af kunningsskap sínum viö Evensen karlinn, aö ekki sé nú talað um Treholt hinn lævísa (þvi hann var ekki bjáni), hlakki nú til þess dags að Treholt-njósnamálið detti upp fyrir aö fullu. En norskir eru þolinmóðir, einkum þeir í lög- reglunni. Frá kröfugöngu kennara. „BSRB tók afskarið” Sig. Ósk. skrifar: Launafólk og aðrir þegnar þessa lands eru orðnir þreyttir á þessari ríkisstjórn sem allt heimtar en lætur ekkert í staðinn. Síöan hún tók við í þessu landi hefur allt veriö brotiö niður sem áunnist hefur fyrir þrautseigju góöra manna, t.d. heilbrigðiskerfið og menntamálin, og síöast en ekki síst tóku þeir af okkur samningsréttinn. En í staöinn skömmtuöu þeir okkur skít úr hnefa til aö lifa á og flest launafólk veit hvernig þaö gekk. Þaö er ekki launa- fólk sem hefur komið þessu landi á vonarvöl, þaö eru þessir menn sem moka undir sig og sína. Svo eru allir hlutir hækkaöir upp úr öllu valdi þó aö engin verðbólga eigi að vera. Viö tókum þessu öllu meö frámuna- legu langlundargeröi og leyfðum þeim að spreyta sig. En hver var útkoman? Kaupiö hefur dregist svo langt aftur úr að langan tíma tekur að vinna það upp aftur þannig að viðunandi sé. Eitthvað er þó að rofa til því BSRB tók af skarið og fór í verkfall með styrk sinn og góöa foringja. Margt hefur gengið á í þessu verkfalli og fokið hafa stór orð frá ráðamönnum þessa lands í garð BSRB. En það sem kemur úr hörðustu átt er þegar sjómenn, og þá aöallega þeir sem vinna hjá Eimskip og Ríkis- skip, sem sjálfir hafa þurft að berjast fyrir sínum launum, skuli leggjast svo lágt að ráöast á verkfallsverði sem sjálfir eru aö berjast fyrir sínum launum. Þaö væri betra ef allt launa- fólk setti sig í spor BSRB og léti ekki kúga sig til hlýðni. Eg sendi BSRB baráttukveðju. Hvertókveski? Sveinfríöur Guðmundsdóttir hringdi: Ég var stödd í versluninni KRON á Tunguvegi eftir hádegi á mánu- daginn var. Lagði ég þar veskiö mitt frá mér augnablik því ég þurfti aö sinna syni mínum sem var meö mér. En þegar ég kem til baka var veskiö horfið. I veskinu voru öll min skilríki auk annarra pappíra sem mjög bagalegt er fyrir mig að missa. Vill nú ekki sá aðili sem veskið tók skila mér því aft- ur. Annaðhvort koma meö það á ritstjórn DV eða hringja til mín í síma 79972. Eg væri mjög þakklát. Almennings- hlutafélag Haraidur örn Haraldsson hringdi: Mig langar að koma með tillögu um það að stofnað verði al- menningshlutafélag um rekstur fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli, þannig að hún sé alltaf opin þó að verkföll séu. Og lögð veröi áhersla á sem mesta fjölbreytni og samvinnu við bæði flugfélögin sem nú eru starfandi. Hver var herkostnaður prentsmiðjueigenda? Þorvaidur Örn Árnason skrifar: I DV 23. okt. sl. er frétt um samn- inga bókagerðarmanna sem ber yfir- skriftina „Mikill herkostnaður eftir 6 vikna verkfall”. I niðurlagi fréttar- innar segir: „Það getur veriö erfitt að geta sér til um hver herkostnaöur þeirra (bókagerðarmanna, innskot undirr.) hefur verið í svo löngu verk- falli. I gær sagði ónafngreindur aðili frá VSI að þessi samningur fæli í raun í sér 2 prósenta kauprýrnun miðað við að prentarar heföu ekki fariö í verkfall. Verkfallið hefði þegar kostaö þá 15 prósent og upp- haflega áttu þeir kost á að fá 3 pró- sent 1. sept. og önnur 3 prósent 1. jan. Nú áttu fleiri hlut í þessu verkfalli en bókagerðarmenn. Hinn aðili deil- unnar voru prentsiniðjueigendur og VSI. Hafa ber hugfast að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þaö hefði mátt koma í veg fyrir þetta kostnaðarsama 6 vikna verkfall á annan hátt en að bókagerðarmenn gengju að hinu rausnarlega 6% tilboöi VSI. VSI og prentsmiöju- eigendur hefðu eins vel getað komið í veg fyrir verkfallið með því að ganga strax að kröfum bókagerðarmanna um að draga verulega úr kaupráni því sem viðgengist hefur undanfarin misseri. Ef VSI og prentsmiðju- eigendur heföu tímt því heföi alls ekkert verkfall orðið í prentiðnaðin- um. Prentsmiöjurnar heföu haldiö áfram að mala eigendum sínum guil. Þá hefðu ekki einungis bókagerðar- menn sloppið viö herkostnað heldur ekki síður prentsmiöjueigendur (og VSI?). Hver var herkostnaður prent- smiðjueigenda? Um það segir ekkert í áðurnefndri grein. Gæti þessi ónafngreindi aöili frá VSI svaraö því? Getur hann ekki reiknaö það út af sömu nákvæmni og herkostnaö launafólks í varnarstríöi þess? Svo er hér ein aukaspurning til DV. Er blaöiö frjálst og óháö þegar um vinnudeilu sem þessa er að ræða? Hefur það nokkurra eiginhagsmuna að gæta? Svar óskast frá ritstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.