Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. 11 Fjórðungsmótið '85 haldið í Reykjavík Fjóröungsmót hestamanna á Suöur- landi verður haldiö í Reykjavík, á Víði- völium, dagana 27.—30. júni 1985. Aö mótinu standa 15 hestamannafélög á Suður- og Suðvesturlandi ásamt hrossaræktar- og búnaðarsamböndum á svæöinu. I þessum félögum er um helmingur allra félagsbundinna hesta- manna. Vonast er til og búist við að mikill fjöldi manna muni sækja þetta fjórðungsmót því aðstaða er eins og best verður á kosið. Athafnasvæði Fáks býður upp á fjölda hesthúsa ásamt stórum hlöðum. Unnt verður að koma öllum kynbótahrossum fyrir inni í húsi. Einnig geta eigendur annarra keppnishrossa fengið pláss fyrir sín hross í húsi. Keppnissvæðið er stórt. Hringvöllur- inn er 1200 metrar auk tveggja 300 metra hringvalla sem verða notaðir til sýninga og keppni. Annar völlurinn er nýr með áhorf endaaðstöðu. Verið er að útbúa sýningarsvæði fyrir kvöldvökur og sýningar. Fákur er að reisa 450 fer- metra félagsheimili sem verður tilbúið til notkunar á fjóröungsmótinu. Þar verður aðstaða fyrir veitingar og aðra þjónustu. Verið er að útbúa tjaldstæði á Elliða- ársvæðinu. Aðstaða fyrir ferðahesta verður við Korpúlfsstaði að mestu leyti en girðingar fyrir keppnishesta nær keppnissvæðinu. Ahugi er á því að kynna hestamönn- um þær reiðleiðir sem bestar eru úr Vika samviskufanganna: 10 konur f f angelsi Amnesty Intemational hefur sér- staklega tilgreint þá viku sem nú er að líða sem „viku samviskufanganna”. Slíkt er gert á hverju ári og vikan til- einkuð einhverjum ákveðnum hópi fanga. I ár beinist athyglin að konum í fangelsi. Markmiðiö er að vekja at- hygli almennings á því hversu margir verða að þola fangelsun eða „hverfa” með vitund stjórnvalda vegna sann- færingar sinnar. Konumar 10, sem til- greindar eru þetta árið, em frá jafn- mörgum löndum í öllum heimshlutum. Þær eiga það allar sameiginlegt aö hafa barist fyrir trú sinni eða skoöun- um en hvorki hvatt til né beitt ofbeldi. Aðferð Amnesty Intemational er í því fólgin að einstaklingar skrifa bréf til stjómvalda í viðkomandi löndum og kref jast þess að konurnar verði látnar lausar eða upplýsingar veittar um af- drif þeirra. Upplýsingar um hverja konu og heimilisfang stjómvalda liggja frammi á skrifstofu Amnesty Inter- national aö Hafnarstræti 15 í Reykja- vík en þar er opið á milli klukkan 16 og 18. BILALEIGUBILAR ! HfRLENDIS OG ERLENDIS Reykjavík: 91-31615/686915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 VíðigerðiV-Hún. 95-1591 Blönduós: 95-4136 Sauöárkrókur: 95-5175/5337 Siglufjörður: 96-71489 Húsavík: 96-41940/41229 Vopnafjörður: 97-3145/3121 Egilsstaðir: 97-1550 Seyðisfjörður: 97-2312/2204 Höfn Hornafirði: 97-8303 interRent FM‘85 FJÓRÐUNGSMÓT HESTAMANNA DCVV IAX/II/ Á SUÐURLANDI rlll I IVJMV llX 27.-30. JÚNÍ Reykjavík, til dæmis í Heiðmörk á Hólmsheiði og í Eldg já. Keppnisgreinar á FM ’85 verða hefð- bundnar: dómar kynbótahrossa, kyn- bótasýningar, gæðingakeppni, ungl- ingakeppni auk kappreiða. Auk þessara atriða verða skemmt- anir, s.s. kvöldvökur, hópreiðar og hlöðuball. I framkvæmdastjóm em þeir Gunn- ar B. Dungal, Fáki, sem er formaður, ' en aðrir em Bjami Sigurösson, Gusti, Hreinn Olafsson, Herði, Halldór Guð- mundsson, Ljúfi, Helgi Eggertsson, Búnaðarsambandi Suöurlands, Krist- ján Jónsson, Geysi, og Þórir Steindórs- son, Sleipni. Framkvæmdastjóri móts- ins er Gisli B. Björnsson. EJ d 3T| Óumdeílanlega hæstu innlánsvextír *-18 mánaða sparireikningar Búnaðarbankans bera 27,5% nafnvexti, eða 29,4% ársávöxtun ^Vextir eru lausir til útborgunar 2svar á ári, 6 mánuði í senn. Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti sem í boði eru hverju sinni. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS Traustur banki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.