Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Við hverju er aö búast þegar lögreglan er kölluð tíl stórræöa i gamlan kirkjugarð? Eru þar grafarræningjar á ferö? Nei, dagar þeirra eru liðnir. En fá þá illa innrættir spellvirkjar fyrir ferðina? Nei, ekki heidur. Þegar á staðinn var komið reyndust ungir menn með „kvikmyndabakteri- una" vera þar að störfum. Hvar er líka hægt að festa æsilegri „skot" á filmu en igömlum kirkjugarði? p V-mynd S. allbyssudrottning Dana verður fyrirþunguáfalli Fallbyssudrottning Dana liggur nú á sjúkrabeði eftir misheppnað skot. Drottn- ingin, Mariann Möller, var að sýna frændum vorum Norðmönnum listir sínar ásamt manni sínum Henning Möller þegar óhappið varð. Þau hjón hafa sýnt um Norðurlönd í sumar við mikinn orðstír og frúin jafnan gengið heil frá leiknum. „Þetta er bara stillingaratriði,” sagði eiginmaðurinn og gerði sem minnst úr áhættunni við skotin. Hann hefur séð um framkvæmd mála á jörðu niðri. Og þcnnan öriagaríka dag virtist allt vera í lagi. Kanónan rétt stillt, krafturinn góður, flugið hátt og glæsUegt... en netið ekki alveg á réttum stað. FaUbyssu- drottningin ætlar ekki að láta eina brotlendingu binda enda á ferU sinn og mun bregða undir sig betri fætinum um ieið og hann er gróinn. Heija, heija, heija, heija, heija hórna birtast enn, heija, heija, heija þeir Sumargleðimenn. . . sungu þeir Hemmi, Ómar, Raggi, Maggiog BessiiopnunaratriðiSumargleðinnar. (DV-myndir GVAI. SUMARGLEÐIN AÐ SKRÍÐA í VETRARHÍÐH) AÐ SINNI — síðustu skemmtanirnar í Broadway föstudags- og laugardagskvöld Sumarið er á enda og því ekki lengur hægt að gleðjast á þeim nótunum. Þeir Sumargleðimenn fara líka senn að pakka saman að sinni því aö um næstu helgi fara fram síðustu skemmtanir þeirra í Broad- way, á föstudags- og laugardags- kvöld. Viö hér á DV brugðum okkur á þessa vinsælu skemmtun, sem hófst með boröhaldi í rólegheitum en síðan tóku við skemmtiatriði í tvo klukku- tíma stanslaust. Þau byggðust á stuttum og hressum leikþáttum þar sem þeir Omar, Bessi, Maggi, Raggi og Hemmi Gunn léku á als oddi. M.a. var sett upp útvarpsstöð á sviðinu sem útvarpaði í beinni útsendingu og vakti það mikla kátínu áhorfenda. Ekki var annað að sjá og heyra en að allir skemmtu sér konunglega þessa tvo klukkutíma. Síðan var stiginn dans undir tónlist og söng Sumargleöinnar fram á nótt. Ragnheiður Snjófriður Bjarnadóttír, 110 ára (Ragnar Bjarnasonl, ísjón■ varpsviðtali við fróttamanninn Ómar Ragnarsson. %lll&! - Bra-bra fær skammtínn sinn á Tjörninni. Svanirnir njóta góðs af.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.