Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR1. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. E YJÓLFSSON. Framkvæmcfastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskrifíir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Arvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarveró á mánuöi 275 kr. Veró í lausasölu 25 kr. Helaarblaö 28 kr. A verkfalls„trippi" Róttæklingar veittust hvaö eftir annaö í fyrradag að Kristjáni Thorlacius, formanni BSRB, og öðrum þeim, sem vildu semja. Hópur þeirra ,,hertók” húsnæði ríkis- sáttasemjara, eins og Þjóðviljinn komst að orði. Ríkis- sáttasemjari varö að reka það lið út. Eftir undirskriftina í fyrrakvöld gerðu róttæklingar enn atlögu að samninga- mönnumBSRB. Hversvegna? Meðal annars af því að þessum vinstri mönnum þótti „svo gaman” í verkfallinu að því er ætla má af blaða- fregnum. Einnig af því að margir þeirra vildu ganga mun lengra og nýta þá „stemmningu”, sem var í liðinu. Almenningi þótti þetta verkfall hins vegar þungt. Hinn almenni félagi í BSRB var í miklum fjárkröggum. Þjóðin beið í ofvæni eftir samningunum, og menn spurðu hver annan fyrst tíðinda, hvað væri að frétta af samninga- mönnum. A meðan voru margir hinir róttækustu á „verkfalls- trippi”. Verkfallinu skyldi haldið áfram, hvað sem taut- aði. Þeir skeyttu litlu, þótt með hverri verkfallsviku töp- uðu opinberir starfsmenn nær tveimur prósentum af árs- launum sínum, prósentum sem lítil von var til að vinna upp við samningaborðiö. Einn hópur verkfallsvarðanna lýsti gleðinni í viðtali í Þjóðviljanum: „.. Það er víst eitthvað að breytast,” segja verkfallsverðirnir, „því vaktirnar eru orðnar vin- sælar, skemmtilegur andi og létt yfir fólki á nóttunni. Það er svo ægilega gaman, að við förum oftar og oftar...” Ævar Kjartansson útvarpsmaður segir í sama blaði: „...hið raunverulega verkfall var rétt að byrja.” Og sjón- varpsmaðurinn Ögmundur Jónasson segir „Við sýndum, að sameinuð höfum við mikið afl, þótt við nýttum það ekki til fulls í þetta skiptið. ” Þjóðviljinn byrjar í gær baráttu gegn samningunum, sem náðust eftir nær mánaðar verkfall. Þótt Kristján Thorlacius væri um skeið sem hetja verkfallsmanna, er grunnt á því góða. Vafalaust munu hinir róttækustu næstu daga fara að saka hann um svik við málstaðinn. Orðið „svikasamningar” mun heyrast. BSRB gekk of hart fram í verkfallinu, og margar at- hafnir BSRB-manna beindust gegn almenningi. I samn- ingunum sjálfum var sú kórvilla BSRB-manna að ein- blína á krónutöluhækkanir launa í stað þess að notfæra sér grundvöll til kjarabóta með skattalækkunum, sem var til staðar. BSRB-forystan lét róttæklingana hafa of mikil áhrif í þessu verkfalli og uppsker fyrir vikið ekki annaö en svikabrigsl úr þeirri átt. Þeir BSRB-menn, sem stóðu allan tímann í sjálfu samningakarpinu, sáu raunsæju mati, að ekki þýddi að halda verkfallinu áfram úr þessu. Þeir gátu ekki unað þeirri stefnu róttæklinganna, að helzta markmiðið væri að koma ríkisstjórninni frá. Enda óvíst, hver væri sú „óskastjórn”, sem BSRB helzt vildi hafa í landinu. Þeim hinum, sem þótti svo „ægilega gaman” í verk- fallinu, hefði víst þótt réttast að halda því áfram til jóla, hvað sem liði launum opinberra starfsmanna eða lífeyri gamla fólksins í landinu — bara ef tækist að fella ríkis- stjórnina. Forysta BSRB gerir ráð fyrir, að fyrirliggjandi kjara- samningar verði samþykktir við allsherjaratkvæða- greiðslu — en öfgamennirnir munu reyna að stefna liðinu enn út í verkfall, sem yrði auðvitað rekið með tapi. Haukur Helgason. Neyðarrétturínn og töfraflautan , jEg er gull og gersemi gimsteinn elskuríkur. Eg er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur.” . . .sagöi Sölvi Helgason. Þaö var sjálfsvörn og kannski neyðarréttur hins hrjáöa listamanns og landshomaflakkara aö yrkja lof um sjálfan sig. Þeir á Dagblaöinu og Vísi hafa sama háttinn á, og eru þeir þó engir smælingjar. Sjálfslofiö þeirra er reyndar hvorki í ljóöstaf né rímaö, þeir yrkja í skoöanakönnunum, en úrslitin eru þau sömu og hjá Sölva: ,,Ég er gull og gersemi.” Meira aö segja ólöglegt útvarp þeirra mæltist einstaklega vel fyrir hjá þjóðinni, aö sögn þeirra sjálfra. Hvorki meira né minna en tveir þriðju hlutar Is- lendinga kváöu styöja þaö, að menn taki lögin í sínar hendur, þegar þeim býöur svo við aö horfa. Og nú langar mig til aö vita, hvort ekki fengjust sömu svör, ef nokkrir heimabruggarar og smyglarar af fraktskipunum tækju sig saman um aö opna Frjálst ríki á Lækjartorgi og víðar til aö slökkva sárasta áfengis- þorsta landsmanna í verkfallinu. Og sömuleiðis langar mig aö vita, hvort þessir tveir þriöju styðja mig í því aö flytja heim til Steingríms, þegar ég missi húsiö mitt, eða taka af honum bleiserinn (sem ég gaf honum reyndar hluta í), af því að ég á engan bíl, en hann á a.m.k. tvo. Myndi Alþingi og Hæstiréttur sam- þykkja, aö þaö væri neyöarréttur minn? Rýmri lög? Eru lögin í landinu kannski miklu rýmri en almenningur gerir sér grein fyrir? Og er þarna komin lausnin á húsnæöisvanda lands- manna, þeirra, sem eru í nauðum staddir, úr því ríkisstjórnin klikkaði svona gjörsamlega á því aö leysa hann? Þeir sem lofuöu 80% lánum hafa í staðinn lögleitt vaxtaokur og aöra afarkosti, sem ráöherra hús- næðismála kallar slys. Og víst er þaö slys aö missa þetta blessaöa hús- þak ofan af sér og þó enn meira slys aö hafa aldrei átt í neitt hús aö venda, en það er þó umtalsverð kjarabót, ef neyðarrétturinn leyfir húsnæöisleysingjunum aö flytja heim til þeirra Ragnhildar, Alberts og Alexanders og er þá ekki í kot vísað. Eg sting þessu nú bara si svona aö fólki, einkum ef verkfalliö dregst enn á langinn. Og fyrir þá, sem eru aö falli komnir úr hor og hungri, er gott til þess að vita, aö það er alltaf nógur grautur í Arnamesinu. Og ekki trúi ég því, að forsætisráðherr- ann okkar vilji vera minni maöur en fyrirmyndin í Hvíta húsinu. Reagan var heldur ekki búinn aö vera meira en rúmt ár við völd, þegar fariö var aö gefa fátæklingum súpu á vegum stjórnarinnar. Vel soöinn vellingur er þó ólíkt matmeiri, mætti vera meö rúsínum og rjóma, takk. Ég sé, aö því lengur sem ég er að skrifa þessa grein, því nær kemst ég því aö verða jafnhrifin af DV- mönnum og DV-menn eru sjálfir. Þegar hér er komið, finnst mér þeir allt aö því „gull og gersemi” að hafa bent okkur verkfallsfólki í nauövöm á neyðarréttinn. Góð ráð Aöeins örfá góö ráö til þeirra, sem hugsa sér aö nota neyðarréttinn til aö útvarpa: Þaö er miklu þægilegra fyrir okkur, sem hlustum, aö þeir, sem lesa fréttir og annað séu sæmi- lega læsir. Eg tók eftir því um dag- inn, aö á Fréttaútvarpinu gátu ekki- allir stautaö sig fram úr oröinu miðvikudagur, sem kemur víöa fyrir í íslensku. Aðrir áttu í voðalegum vandræöum meö aö segja s (ess), sem er þó meö algengari hljóðum í málinu. Og í hreinskilni sagt, þá trúi ég ekki, aö tónlistarsmekkur starfs- manna á jafnfjölmennum vinnustaö og DV sé jafntakmarkaður og út- varpið þeirra gaf til kynna. Meira að segja litla dóttir mín, sem er nýorðin fjögra ára, gerir meiri kröfur. Fyrir verkfall var þaö Kardemommubær- inn og Megas, sem hún vildi oftast hafa á fóninum, eftir nokkurra vikna útvarpsleysi er Mozart kominn í fyrsta sæti og hún biður mig að spila fyrir sig fyrstu plötuna úr Töfra- flautunni aftur og aftur: — Mér ^ „. . . hvort ekki fengjust sömu svör, ef nokkrir heimabruggarar og smyglarar af fraktskipunum tækju sig saman um að opna Frjálst ríki á Lækjartorgi og víðar til að slökkva sárasta áfengisþorsta landsmanna í verkfallinu.” Veröbólgusigur ijólakauptíð Þegar þetta er skrifað, á þriöju- dagsmorgni, bendir allt til þess aö , stutt sé í nýja kjarasamninga. Veður , eru hins vegar öll válynd í þeim efn- um og víst getur verið aö lítt hafi þokast í þeim efnum, þegar þessi grein kemur fyrir augu lesenda. En hvort heldur sem er, þá er ljóst aö nú hillir undir nýja verðbólgusamninga. Alltaf var ljóst að það var það sem þau öfl stefndu aö sem hafa ráöiö ferðinni hjá BSRB og vonir manna um þaö að forystumenn hinna almennu launþegasamtaka kynnu aö hafa vit fyrir opinberum starfsmönn- um viröast að engu orðnar. Allt lifum við af Nú, þá er að taka því. 40% verðbólga eða svo hefur svo sem duniö yfir þessa þjóð fyrr og hún hefur þraukaö það af. Ef samningar verða gerðir til langs tíma án þess aö hrunadans vísitölunnar dynji um leið yfir af fullum þunga mun aftur draga úr hraöa veröbólgunnar á meðan verkalýðshetjur sleikja sár Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON sín. Verðbólgan verður þrátt fyrir allt sennilega ekki meiri en svona hófleg vinstristjómarverðbólga og viö höfum lifað hana af. Engu aö síður er hún mjög alvarlegt áfall fýrir okkur, dregur úr hagvexti og eykur skuldasöfnun og dregur þaö á langinn að unnt sé aö vinna aö raun- hæfum kjarabótum til handa laun- þegum í þessu landi. En þaö eru smámunir í augum þeirra sem ferö- inni hafa ráöiö í átökunum undanfar- ið, þeim er meira virði vonin í einu til tveimur illa fengnum þingsætum eftir hinni velþekktu ’78 formúlu. Þessir aðilar leggja ofurkapp á að halda deilunum sem lengst úti svo von sé á meiri illindum og meiri upp- lausn. Þegar vonbrigöin dynja yfir fólkiö sem staðið hefur í verkföllun- um treysta þeir á að áfram verði unnt að kenna stjórnvöldum um og þannig viöhalda þeirri óvild sem tek- ist hefur aö magna gegn þeim meðal launþega. Afleiðingar Afleiðingar veröbólgusamninga nú veröa nákvæmlega hinar sömu í efnahagslífinu og alltaf veröa þegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.