Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR12. NOVEMBER1984. Sverrir opn- ar suðurlínu Búsetufrumvarp: Seinagangur í nefndinni Framkvæmdum Landsvirkjunar við byggingu háspennulínu frá Höfn i Hornafirði að Sigöldustöð, sem nefnd hefur verið suðurlina, er lokið og var linan tekin í rekstur um helgina að við- stöddum iðnaðarráðherra og ýmsum öðrum f rammámönnum. Suðurlina er tréstauralína á steypt- um undirstöðum og stöguð í linustefnu. Alls er linuleiöin tæpir 250 kílómetrar og var leiö linunnar valin i samráði viö Náttúruvemdarráð. Alls hefur suður- lina kostaö 515 milljónir króna, 100 manns hafa starfað að lagningu henn- ar þegar mest hefur veriö og meö suðurlínu er 1057 kílómetra hringteng- inu byggöalína lokið. Hefur það í för með sér aukið öryggi fyrir rekstur Landsvirkjunarkerfisins, einkum af- hendingaröryggið fyrir landsbyggðina eins og það er oröað í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. -EIR Nefnd sú sem Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra skipaði i sumar til að semja frumvarp um búseturéttar- íbúðir og kaupleiguíbúðir hefur ekki enn lokið störfum. Félagsmálaráð- herra lofaði þó í lok siöasta þings að frumvarpið yrði tilbúið í byrjun þings nú í haust. Félagsmálaráðherra hefur margítrekaö viö nefndina að flýta störfum. En hvað er jjað sem veldur þessum seinagangi? Við spurðum formann nefndarinnar, Jóhann Einvarðsson aðstoðarmann ráðherra, að því. „Nefndin var ekki skipuö fyrr en í sumar og það er rétt að hún hefur ekki lokið störfum. Ástæðan fyrir því er meöal annars sú að yfir sumartimann nýtist tíminn gjarnan illa. Einnig hafa nokkrir nefndarmenn verið önnum Forseti utan Forseti Islands, Vigdís Finnboga- dóttir, hélt á föstudagsmorgun til Lund- úna og Parisar í einkaerindum. For- setínn kemur aftur heim föstudaginn 23. nóvember. óbg kafnir í samningaviðræðum sem staðiö hafa yfir undanf arið. Þetta eru flóknari mál en svo að hægt sé að hrista þau fram úr erminni. En ég tel þó ástæðulaust aö óttast aö nefndin komist ekki aö sameiginlegri niðurstöðu.” Jóhann sagði að nefndin heföi unnið aö gagnaöflun. Rætt heföi verið viö aðila sem tengjast þessum málum, t.d. fulltrúa frá verkalýðssamtökunum og Búseta. Þá hefði einnig veriö safnað gögnum erlendis um þessi mál. APH Iðnaðarráðherra snýrrofa og opnar suðurlínu. ALCAN-menn væntanlegir til viðræöna Sendinefnd frá ALCAN álsam- steypunni i Kanada er væntanleg til landsins í næstu viku til viðræðna um byggingu álvers við Eyjafjörð. Þetta kom fram í ræðu Birgis Isleifs Gunnarssonar, formanns stóriðju- nefndar, á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Norðurlandi eystra á laugardaginn. Þeir sem hingaö koma eru orkufor- stjóri ALCAN, Evrópuforstjórinn, sem komið hefur áöur, og kona sem er sérfræðlngur í umhverfismálum. Hún mun eiga viðræður við Hollustu- vernd rikisins og Náttúruverndar- ráð. Birgir Isleifur sagði að ALCAN- menn heföu sýnt þessu máli áhuga. Fram hefði komið í umræðum að ef af samningum yrði færi næsti fundur í að treysta samskipti ALCAN og ís- lenskra yfirvalda. Samningsgerðin tæki svo eitt til eitt og hálft ár, bygg- ingartíminn yrði um þr jú ár og gang- setning gæti orðið 1991 til 1992. I máli Birgis Isleifs kom einnig fram að ALCAN er nú stærsta álfyr- irtæki i heiminum, eftir að það keypti álbræðslu i Bandarík junum. I sumar fóru nokkrir Eyfirðingar til Kanada í boði ALCAN til þess að kynna sér starfsemi fyrirtækisins. Fram kom að önnur slík ferð yrði farin snemma á næsta ári. JBH/Akureyri I dag mælir Pagfari___________ í dag mælir Pagfari______________I dag mælir Dagfari OFSÓLUNIN HEFNIR SÍN Samkvæmt nýjustu fréttum hafa landsmenn bakað sig svo í sólar- lömpum að húðkrabbatilfellum hef- ur fjölgað að mlklum mun. Raunar kemur þá fáum á óvart sem reynt hafa að fylgjast með þessum sólar- lampamálum, að þetta æðl hlyti að hafa einhver óþæglndl í för með sér. Aróðurinn fyrlr óheftri notkun sólar- lampa hefur verið svo gifurlegur að það er engu lagi líkt. Sólbaðsstofur hafa sprotUð upp útl um aHan bæ eins og og gorkúlur, eða réttara sagt eins og videolelgur. Stofurnar hafa síðan auglýst af kappl nýja bekki og nýjar perur og nýjan mettíma í að ná brúnku á allan skrokkinn. Af og til hafa heyrst raddir um að hér verði að fara varlega í sakirnar því óhóf- leg sólböð af þessu tagi geti verlð óholl. En æðið hefur haldið áfram enda hafa heilbrigðisyflrvöld ekki haft mannskap til að fylgjast með þessum aragrúa sólbaðsstofa, eftir því sem lesa mátti í blöðum. Hlns vegar hafa yfirvöld sem betur fer mannskap til að fylgjast með fjölgun húðkrabbatilfella þótt segja megi að þá sé nokkuð seint í rassinn gripið. Brúnkuæði tslendinga hefur tekið á sig ýmsar myndir á undanförnum árum. Ekki er langt síðan hér voru boðnar fram pillur er áttu að gefa þennan fina brúna lit án þess að fólk þyrfti að eyða tima í sólböð, hvorkl undir hinni einu sönnu sól né heldur perusól. Eins og við mátti búast gripu landsmenn þetta tækifæri tvelm höndum. Brúnkupillurnar runnu út eins og heitar lummur. En árangurinn varð hins vegar ekki á þann veg sem flestir höfðu vænst. I stað þess að skarta gylltum bronslit á andliti og skrokk eins og þykir hvað fínast fór litaraft pillufólks að taka undarlegum breytingum. Maður átt- aði sig ekki á þessu fyrst í stað. Kunningjafólk fór að fá gula flekki i andlit og lófa. Maður kunni ekkl við að nefna þetta af ótta við að það hefði teklð einhvem lífshættulegan sjúk- dóm. 1 það mlnnsta gat hér ekkl ver- lð um neina venjulega skitu að ræða. Þessu gulflekkótta fólki fór sifellt fjölgandi og ósjálfrátt rlfjuðust upp sögur um framsókn gula kynstofns- ins á öllum vigstöðvum. Vart gat verlð að allt þetta fólk stæði i nánu sambandl við Kínverja. Svo kom i ljós að þetta var allt brúnkupillunum að kenna. Þær höfðu þau áhrlf á tslendinga að þeir urðu gulflekkóttlr og næsta ræfilslegir i útliti eins og elnhverjir sóttargeml- ingar. Brúnkuliðið fleygði pillunum út í hafsauga og innflutningur sól- bekkja hófst i stórum std. Siðan hef- ur hálf þjóðin verið á brúnkufyllerii. Sumir hafa lagst i samlokubekki sem eiga að gera vlðkomandl kaffibrúna á nokkrum tímum. Aðrir leggjast undir sólir af þekktum gerðum sem era enduraýjaðar með reglulegu milllbill. F.nn aðrir sækja í sólbekki með innlbyggðum hljómflutnings- tækjum og hlýða á uppáhaldslögln sín meðan brúnkan seitlar inn í sál og líkama. Það er bara verst að svo sjaldan sér tll alvörusólar, alla vega á Suðurlandl i sumar sem leið, að fólk er ekki fyrr orðlð lampabrúnt en það fer að lýsast aftur. Slikt má ekki henda eins og gefur að skllja. Og þar sem fæstir hafa tima eða efnl á að vera hálft árið suður i sólarlöndum er þrautaráð að panta tima hjá brúnkuverksmiðjunum á nýjan leik. Svona heldur brúnkufylliriið áfram þar til þessir tlmburmenn gera vart við slg sem gerðir hafa verið að um- talsefnl í f jölmiðlum að undanförau. Búast má við að þær óhelllafréttir sem borist hafa af fjölgun húð- krabbatllfella verði til þess að að- sókn detti niður á brúnkustöðunum. En auðvltað er óþarfi að hætta algjörlega að stunda þessi gervisól- böð. Það er vislndalega sannað eða hefur alla vega ekki verlð afsannað, að hófleg notkun sólarlampa hefur ýmsa kosti í för með sér og marglr sem þjást af vöðvabólgu hafa fenglð nokkra bót undir gervisól. En lang- legur i sólbekkjum til þess eins að fá brúnan lit kunna ekki góðri lukku að stýra eins og dæmin sanna. Og nú er enn farið að auglýsa brúnkupillur. Ekki er Dagfara kunnugt um reynsl- una af þeim né hvaða lltur mun prýða húð þelrra sem prófa nýju pill- una. Kannski það verðl brúnt, hver velt. En mlkið ósköp hljóta þelr sem búa i Suðurlöndum að vera hissa á þessu brúnkubrölti okkar. Þar þyklr það fint og hefðarlegt að vera ljós á hörund. En það er eflaust eins og að skvetta vatni á gæs að tilkynna Islendingum þau sannindl. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.