Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 40
40 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. Krlstinn Einarsson klæðskerameistari lést 31. október sl. Hann fæddist i Reykjavík 30. september 1918, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttur Ottesen og Einars Péturssonar. Ungur aö árum nam Kristinn klæöskeraiön hjá Axel Andersen, klæöskerameistara í Reykjavík, og lauk því námi áriö 1938. Arið 1942 fékk hann meistarabréf í iðn sinni. Sama ár stofnaði hann eigið fyrirtæki að Hverfisgötu 59 og er það starfandi enn á sama stað í breyttu formi sem efnalaugin Venus. Eftirlif- andi eiginkona hans er Helga Helga- dóttir. Þau eignuðust einn son. Utför Kristins verður gerð frá Fossvogs- kirkjuídag kl. 15. Ólafur Byron Guðmundsson verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landa- koti, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Lýður Guðmundsson loftskeytamaður, Flókagötu 10, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Björn Jónsson, Garðaflöt 15, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13.30. Kristín Bjamadóttir, Þingvallastræti 18, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri hinn 8. nóvember. Sigriður S. Hjörleifsdóttlr, Stuðlaseli 4, Reykjavik, verður jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 12. nóvember, kl. 13.30 Sigþrúður Guðjónsdóttir, Flókagötu 33, andaðist i Landakotsspitala 10. nóvember. Sjöfn Ingadóttir, Þórufelli 6, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku- daginn 14. nóvember kl. 15. Vigdís Hermannsdóttir kennari.Hátúni 12, Reykjavík, lést að morgni 8. nóvember. Kristana P. Helgadóttir læknir, Set- bergslandi 1, Hafnarfirði, lést í Land- spitalanum fimmtudagskvöldið 8. nóvember. Tilkynningar Nýr söluturn og myndbandaleiga í Kópavogi Nýlega var opnaður sölutum og myndbanda- leiga að Álfhólsvegi 32 í Kópavogi — þar sem Kron var áður til húsa. Á boðstólum verður öl og gos, sælgæti, tóbak, pylsur, samlokur o.fl., ásamt myndböndum fyrir VHS og Beta og tækjaleigu. Opiö er frá kl. 8 á morgnana til 23.30. Eigendur sölutumsins Álfhólsvegi 32 em María H. Sigurjónsdóttir og Jafet Öskarsson. Jólakort Hringsins Að venju er Kvenfélagið Hringurinn með sölu á jólakortum. Að þessu sinni eru kortin tvö. Annað er mynd eftir Baltasar við kvæðið Jóla- Hugmyndasamkeppni um skipulag Víðistaðasvæðis Hafnarf jarðarbær auglýsir hér með hugmyndasamkeppni um skipulag Víðistaðasvæðis. Keppnin fer fram eftir i anikeppn- isreglum Arkitektafélags Islands. Þátttökurétt hafa allir íslenskir ríkisborgarar og erlendir ríkisborgarar, búsettir á Islandi, er hafa hér fasta atvinnu. Tilgangur þessarar hugmyndasamkeppni er að fá fram heild- arskipulag Víðistaðasvæðis sem miði aðallega að því að svæð- ið verði nýtt sem íþrótta- og útivistarsvæði fyrir almenning. Heildarverðlaunafé er kr. 250.000,- og til innkaupa allt að kr. 65.000,- Dómnefnd skipa: Sigþór Jóhannesson verkfræðingur, formað- ur. Gunnar S. Óskarsson arkitekt, ritari. Bjarni Snæbjömsson arkitekt. Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt. Snorri Jóns- son fulltrúi. Keppnisgögn em afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Þór- halli Þórhallssyni, Freyjugötu 41 (Ásmundarsal), 101 Reykja- vík, simi 11465 og heimasími 16788. Frestur til að skUa tillögum rennur út 31. janúar 1985. Nauðungaruppboð annað og síðasta á elgninni Grænukinn 27,1. hæð og 1/2 kjallari, eldri hluti, Hafnarfirði, þingl. eign Auðar Gísladóttur og Halldórs V. Hall- dórssonar, fer fram fimmtudaginn 15. nóvember 1984 ki. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 131., 137. og 140. tölublaði Lögbirtingablaðslns 1983 á eigninni Fjóluhvammi 3, Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins Sveinsson- ar, fer fram eftir kröfu innheimtu rfkissjóðs, Samb. almennra lifeyris- sjóða og Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 14.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði, þingl. eign Islenzkra matvæla hf., fer fram á elgnlnni sjálfrl flmmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 13.30. Biæjarfógetinn í Hafnarfirði. Um helgina Um helgina STRID OG FRIÐUR Hin hefðbundna vetrardagskrá sjónvarpsins er að færast í eölilegt horf eftir verkfall. Skonrokk að vanda á föstudögum. Alltaf gaman að Skonrokki. Búið að færa þáttinn aftar í dagskránni en fyrr. Það bitnar á litlu krökkunum sem hafa gaman af Skonrokki þó aðailega sé vegna fjölbreytilegra og stuttra atriða sem fylgja lögunum. Væri ekki skynsamlegrá aö hafa Skonrokk á sínum stað eöa strax eftir fréttir. Eftir að Friöarpostulinn Boy George haföi sungið um hve stríð væru fáránleg og heimsk byrjuðu stríðsmyndimar. Þrjárstriösmyndir um helgina, sitt kvöldið hver. Allar samt sem áður fróðlegar. Fyrst var mynd um viðskilnað Bandaríkja- manna i Víetnam og hörmungarnar þar. Þar næst var myndin Kage- musha sem gerðist á 16. öid og því næst Marco Polo sem gerðist á 13 öld. Þvi miöur hafa menn ekkert lært af öllum þessum styrjöldum. I fréttum útvarps og sjónvarps dynja yfir oss landsmenn fréttir af óeiröum viða um heim. Liggur við styrjaldar- ástandi i Nicaragua en strið í þvi landi myndi valda ólgu og jafnvel stríði í öÚum þeim heimshluta. Nýr skemmtiþáttur hóf göngu sína á laugardaginn var. Ekki lofar hann góðu. Ef til vill er ég einn fárra manna sem ekki kunna að meta þennan þátt en það verður þá svo að vera. Flestir aðrir laugardags- skemmtiþættir hafa verið góðir svo ég þarf ekki að kvarta. Það sem ég saknaði einna mest í verkfallinu var enska knattspyrnan. Nú hefur verið bætt úr því. Man- chester United spilar enn skemmti- legustu knattspyrnuna á Bretiandi þó að þeir vinni ekki alia leiki. Næsta vika lofar góðu þvi þá verða tveir leikir sýndir beint. Fyrst Wales—Is- land á miðvikudaginn, og því næst Watford—Sheffield Wednesday á laugardaginn. Því miöur er ég hræddur um að okkar menn, ís- lendingar, verði teknir í bakaríið i Wales. Tveir þeir traustustu, Asgeir Sigurvinsson og Janus Guðlaugsson, ekki með og Ian Rush í liði Wales á ný. Otvarpsfréttimar eru eitt af því fáa sem ég hlusta á um heigar. Hef ekki tima til aö hlusta á annað. Þó er alltaf gott aö geta kveikt á útvarpinu þegar verið er að aka bil í rólegheit- um. Margir góðir þættir hafa runnið í gegnum útvarpið og því miður hefur maður misst af mörgum þeirra vegnaanna. Eiríkur Jónsson safnstjóri. Halldór Gröndal prestur: „Sakna Péturs og lóns Múla ” Þaö sem ég hlusta helst á i útvarpi eru fréttir og fréttaþættir ýmiskon- ar. Morgunútvarpið hlusta ég einnig á og finnst gott en ég sakna þess þó að heyra ekki meira í Pétri Péturs- syni og Jóni Múla á morgnana. Eg átti þess kost að hlusta nokkuð mikið á útvarpið fyrri hluta ársins og í heild sinni finnst mér útvarpsdag- skráin ágæt. Fréttir í sjónvarpinu horfi ég alltaf á og einnig fréttaþætti innlenda og erlenda. Kastljósið á föstudaginn í umsjón Helga Helga- sonar var alveg ágætt, sérstaklega umf jöliunin um síldina. Iþróttir eru í uppáhaldi hjá mér og finnst mér Bjarni gera boltaíþróttum góð skil i þáttum sínum. Undanfama simnu- daga hef ég fylgst með Marco Polo og haft gaman af. Annars er þaö helsta sem ég reyni að sjá fyrir utan ofangreint eöii, íslenskir þættir. Við eigum líka mjög frambærilega dag- skrárgeröarmenn þar sem þeir eru Magnús Bjamfreðsson og Omar Ragnarsson. Sumt af hinu erlenda efni sem sjónvarpið er að sýna stenst einfaldlega ekki heldur lágmarks- gæðakröfur. bamið eftir Jóhannes úr Kötlum. En hitt er gluggi úr Bessastaöakirkju, Jón Vídalín Skál- holtsbiskup, eftir Finn Jónsson listmálara. Kortin eru til sölu hjá félagskonum, sem sjá um dreifingu þeirra. Allur ágóði rennur til Barnaspítala Hringsins. Athvarf fyrir aldraða í Nessókn Þann 15. nóvember nk. mun kvenfélag Nes- kirkju hefja aukna þjónustu fyrir aldraða í sókninni. Athvarfið er hugsað sem einskonar heimili í kirkjunni með samneyti við aðra og ýmiss konar afþreyingu. Það eru konur úr kvenfélaginu sem munu annast þetta starf undir stjórn formannsins, Hrefnu Tynes, og Iverður athvarfið opið tvisvar í viku, þriðju- |daga og fimmtudaga frá kl. 12—17. Aukinn útflutningur iðnaðarvara á þessu ári 1 tölulegi yfirUti frá Utflutnmgsmiðstöð iðnað- arins yfir útflutning iðnaðarvara á timabUinu 1983 tÚ ágúst 1984 kemur fram að útflutningur hefur aukist töluvert á þessu árimiðað við ár- ið í fyrra. Mest hefur aukningin orðið í útflutn- ingi sjávarafurða eða 57% og landbúnaðaraf- urða34%. Samdráttur hefur þó verið mUU áranna í útflutningi annarra iðnaðarvara, um 8%. Munar þar mestu um minni útflutning áls á þessu ári svo og nokkum samdrátt á sölu uU- arvara í V-Evrópu. Heildarverð alls útflutnings það sem af er þessu ári er 31% hærra en á árinu 1983. Fundir Kvennadeild SVFÍ í Reykjavík heldur félagsfund þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20.30 í Slysavamahúsinu. Félagsvist og kaffiveitingar. Mætið hressar og kátar á fýrsta fund vetrarins. Stjórnin. Kvenfélag Grensássóknar heldur fund í safnaðarheimihnu í dag mánu- daginn 12. nóvemberkl. 20.30. Kennarar hóta hópuppsögnum Á fundi fulltrúaráös Kennarasam- bands Islands siöastiiðinn laugardag var samþykkt að fela stjórn sam- bandsins að safna saman fyrirhug- uöum uppsögnum kennara fyrir 24. þessa mánaöar. Fulltrúaráðið mun svo koma aftur saman sunnudaginn 25. nóvember og taka ákvörðun um hvort uppsagnir verða lagðar fram fyrir 1. desember. Þetta gerist i framhaldi af ákvöröun fulitrúaþings Kennarasambandsins í vor þar sem skorað var á stjómina að safna saman uppsagnarbréfum frá kennurum ef ekki tækist aö ná fram leiðréttingu á kjörum þeirra. Fuiltrúa- ráðið telur að í nýgerðum kjara- samningi BSRB og ríkisins hafi ekki náðst leiðrétting á kjörum kennara og þvi neyðist kennarastéttin til aö grípa til uppsagna. 1 tilkynningu frá fulltrúaráðinu segir að stór hluti kennara sé tilbúinn aö taka þátt í þessari aðgerð til aö bæta kjör kennara, að fá fram endurmat á störfum kennara með tilliti til menntunar og ábyrgðar, að ná sjálf- stæðum samningsrétti fyrir kennara og auk þess lögvemdun starfsheitisins. -ÓEF. Nú er ástæða til að endurnýja baðblöndunartækið og fá hitastillt^TW^^ í staðinn = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 BÍLALEIGUBILAR Reykjavík: 91-31615/686915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 Víðigerði V-Hún.: 95-1591 Blönduós: Sauðárkrókur: Siglufjörður: Húsavík: Vopnafjörður: Egilsstaðir: Seyöisfjörður: 95-4136 95- 5175/5337 96- 71489 96- 41940/41229 97- 3145/3121 97-1550 97-2312/2204 HöfnHornafirði: 97-8303 interRent

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.