Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR12. NOVEMBER1984. Heimsmeistaraeinvígið í Moskvu: Miklar sviptingar í fyrstu skákunum — en nú teflir Kasparov stíft upp á jafntefli Vegna blaðaleysisins í október fór fyrsti hluti heimsmeistaraeinvígisins í Moskvu aö mestu fyrir ofan garð og neöan hjá íslenskum skákunnendum, sem eiginlega er synd og skömm. Þeir félagar Karpov og Kasparov tefldu nefnilega af miklum þrótti fyrstu tíu skákir einvígisins eöa svo. Síðan fór smám saman að halla undan fæti og nú er skákirnar birtast i öllum blöðum eru þær svo leiðinlegar að enginn nennir að fara yfir þær. Kasparov fór geyst af stað í einvíg- inu og virtist fullur sjálfstrausts. Margir telja að hann hafi hreinlega of- metið möguleika sína gegn heims- meistaranum og aö hann „hafi ekki áttað sig á stöðunni” fyrr en eftir fjór- ar tapskákir. Þá héldu flestir að ein- víginu væri sama sem lokiö en Kasparov söðlaði snarlega um og hefur teflt opinskátt til jafnteflis síðan. Það verður kannski eldci við hann aö sakast þótt einvígisskákirnar þessa dagana séu bæði stuttar og leiöinlegar. Eitthvað verður hann til bragðs að taka ef hann ætlar að bjarga eigin skinni. Og Karpov er samsekur, ekki má gleyma því. Spenna í fyrstu skákunum Ef við rifjum upp gang einvígisins í stuttu máli hljótum viö aö staldra lengst við fyrstu skákirnar sem marg- ar hverjar voru þrungnar spennu. I fyrstu skákinni, þar sem Karpov hafði hvítt, mátti reyndar sjá að báðir vildu þreifa fyrir sér og jafnteflið þar kom ekki svo mjög á óvart. Strax í 2. skák- inni bar hins vegar til tíðinda. Kasparov fómaði peði í drottningar- indverskri vörn heimsmeistarans en varð síðan á í messunni og missti tök- in. Hann varð að fórna skiptamun, náði reyndar sóknarfærum en undir lok set- unnar var Karpov að snúa taflinu sér í hag. Eftir 39. leik Kasparov (hvítt) g5- g6 kom þessi staða upp: a b c d e f g h Kasparov vonast eftir 39. -H8xf6? 40. g7+ Kg8 41. Dxd5+! Hxd5 42. Re7+ Kf7 43. g8=D+ og vinnur. Kannski ekki óraunsætt því báðir voru í miklu timahraki. Karpov lék hins vegar mun sterkari leik. 39. -Bxg6! 40. Hxg6 H5xf6? En nú, í síðasta leik fyrir tímamörk, sér hann ekki 40. -Rxf6! sem hótar hvoru tveggja í senn 41. -hxg6 og 41. - Re4! Þá er 41. Dh6 svarað með 41. - Rg8! ogsvartur vinnur. Þarna hefði Karpov getað tryggt sér fyrsta sigurinn í einvíginu. Eftir texta- leikinn tekst Kasparov með naumind- umað bjargasér. 41. Hxf6 Dxf6 42. Del'. Hg8+ 43. Kh2 Df4+ 44. Bg3 Hxg3 45. Dxg3 Dxfl 46. Db8+ Kg7 47. Dg3+. Og jafntefli því hvítur þráskákar. Askorandinn slapp svo sannarlega með skrekkinn í þessari skák og tók sér frí áður en sú næsta skyldi tefld. Hvíldin hefði mátt vera lengri því að í 3. skákinni sá hann aldrei til sólar, eft- ir vafasaman leik í byrjuninni. En Karpov tefldi óaðfinnanlega. Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7. Rlc3 a6 8. Ra3 Be7 9. Be2 0-0 10. 0-0 b6 11. Be3 Bb7 12. Db3 Ra5?! 13. Dxb6 Rxe4 14. Rxe4 Bxe415. Dxd8 Bxd816. Hadl! Þessi kom Kasparov á óvart því nú hugsaði hann í 50 mínútur án þess aö finna haldgott framhald. Ef marka má þessa skák nægir tólfti leikur svarts ekki til tafljöfnunar. 16. -d5?! 17. f3 Bf5 18. cxd5 exd5 19. Hxd5 Be6 20. Hd6 Bxa2 21. Hxa6 Hb8 22. Bc5 He8 23. Bb5 He6 24. b4 Rb7 25. Bf2 Be7 26. Rc2 Bd5 27. Hdl! Bb3 28. Hd7 Hd8 29. Hxe6 Hxd7 30. Hel Hc7 31. Bb6! Svartur gaf. Ef 31. -Hxc2 32. Hxe7 Rd6 33. Hd7 og vinnur vegna mátsins í borðinu. Jón L. Ámason Tveir sigrar í röð Staöan var þar meö orðin 1—0, Karpov í vil, og enn hafði Kasparov mátt láta sér líka hlutverk varnaraðil- ans í skákunum. 1 herbúöum hans var þó gott hljóð þrátt fyrir tapiö og hann svaraði samviskusamlega spurning- um fréttamanna um rétt Karpovs til þess að reyna að endurheimta titilinn eftir þettaeinvígi... En svo kom 6. skákin eftir tvö tiltölu- lega friðsæl jafntefli. An efa örlagarík- asta skákin í einvíginu til þessa því Kasparov fékk loksins góða stöðu í miðtaflinu og tefldi greinilega til vinn- ings. Karpov lenti í tímahraki en þá var Kasparov of bráöur á sér: Lék of hratt og missti af varnarmöguleika Karpovs sem sneri taflinu við og vann síðan eftir vel útfært hróksendatafl. Furðuleg staða kom upp eftir 20. leikKarpovs (svart) Dd8-a5: Heimsmeistarinn hefur hlaðið mönnum sínum á a-línuna og margir töldu stöðu hans betri. Hins vegar býr sóknarkraftur í hvíta miðborðinu og á kostnað peðs náði hvítur frumkvæðinu. 21. Ddl! Hc8 22. Rb3 Db4 23. d5! exd5 24. exd5 Rc3 25. Dd4 Dxd4 26. Rxd4 Rxa2 27. Rc6. Hér kom 27. Rf5 einnig til greina, ef þá 27. - g6? 28. d6 gxf5 29. d7 Hf8 30. He8 og vinnur. Hvíta staðan er mjög ógnandi og vel peðsins virði. 27. — Bc5 28. Bh3 Ha8 29. Bd4 Bxd4 30. Rxd4 Kf8 31. d6!? Rc3 32. Rc6? Karpov er kominn í timaþröng og Kasparov smitast og leikur næstu þrjá leiki allt of hratt. Nú hefði hann mátt huga að jafntefli með 32. Bg2 Hd8 33. Bc6 (hótar 34. d7) Bc8 34. Rxb5 o.s.frv. 32. — Bb7 33. Bg2 He8! 34. Re5 f6!! 35. d7 Hd8 36. Bxb7 fxe5 37. Bc6 Ke7 Svartur er kominn með vinnings- stööu en gerir sér erfiðara fyrir meö þessum leik. 37. — e4! vinnur létt, t.d. 38. Hal Ke7 39. Hxa7 Kd6 40. Ha6 Kc7 41. Kfl b4 42. Ba4 Kb7 43. Ha5 Kb6 og vinnur. 38. Bxb5 Rxb5 39. Hxe5+ Kxd7 40. Hxb5 Kc6 41. Hh5 h6 42.He5 Biðstaðan. Eftir tíu klukkustunda rannsóknir komust liðsmenn áskor- andans aö því aö staðan væri töpuö. Framhaldiðvarð: 42. — Ha8 43. Ha5 Kb6 44. Ha2 a5 45. Kfl a4 46. Ke2 Kc5 47. Kd2 a3 48. Kcl Kd4 49. f4 Ke4 50. Kbl Hb8+ 51. Kal Hb2 52. Hxa3 Hxh2 53. Kbl Hd2 54. Ha6 Kf5 55. Ha7 g5 56. Ha6 g4 57. Hxb6 Hg2 58. Hh5+ Ke4 59. f5 Hf2 60. Kcl Kf3 61. Kdl Kxg3 62. Kel Kg2 63. Hg5 g3 64. Hh5 Hf4 65. Ke2 He4+ 66. Kd3 Kf3 67. Hhl g2 68. Hh3+ Kg4 69. Hh8 Hf4 70. Ke2 Hxf5 — Og Kasparov gafst upp. Strax daginn eftir þessa skák var Kasparov mættur til leiks að nýju en varla hefur honum liöið vel. því tap eins og þetta tekur á taugarnar. Eftir á að hyggja hefði verið viturlegt af honum aö fresta næstu skák, þeirri sjöundu. Læknar hans ráðlögðu honum það er móðirin, Klara Kasparova, stóð á því fastar en fótunum að þaö væri óþarfi. Afleiöingin var slakasti leikur sem sést hefur í einvíginu: a d c d/ s ■ q h - Kasparov, sem hefur svart, hefði nú best skipt upp drottningum og ætti þá að halda jafntefli þótt hvíta staðan sé liölegri. Þess í staö varö framhaldið: 35. —Hc2??36. De3!Hc8 Hrókurinn verður að hrökklast til baka þvi eftir 36. — Hxa2? kæmi 37. Hd8 og vinnur vegna hótunarinnar 38. Bd6. En svartur hefur tapaö tveimur leikjum og hvítu mennirnir ráðast til inngöngu. 37. De7 b5 38. Hd8 Hxd8 39. Dxd8 Df7 40. Bd6g5 41. Da8 Kg7 Hér fór skákin í bið en Kasparov gaf án þess aö tefla áfram. Eftir 42. Dxa6 tapar hann tveimur peðum bótalaust. Riddarinn var sterkari en biskupinn Eftir örstutt jafntefli i 8. skákinni, þar sem Kasparov hafði hvítt, héldu margir að hann hefði náð aö jafna sig en þaö reyndist ööru nær. I 9. skákinni tefldi hann Tarrasch-vörnina eins og reyndar í þeirri sjöundu en ekki tókst honum fremur en þá fyllilega að jafna taflið. Flestir áttu þó von á jafntefli er skákin fór í bið en biöleikur áskorand- ans reyndist slæmur og eftir að tekið var til við taflið að nýju vandaöi hann sig ekki nægjanlega. a o c d e f g h Þannig var staðan er skákin fór í biö og hefur Karpov hvítt. Hvíta staöan er betri en óvíst er hvort hann getur unnið ef svartur bíöur átekta. Biðleikur Kasparovs veikir peöið á g6. 42. — f6?! 43. Bd3 g5 44. Bxf5! Nú aukast vinningsmöguleikar hvíts — riddarinn er mun betri en biskupinn i endataflinu. 44. — Bxf5 45. Re3 Bbl 46. b4 gxh4? Yfirsást honum næsti leikur hvíts? Svartur heldur jafntefli eftir 47. gxh4 því hvíti kóngurinn kemst ekki fram völlinn kóngsmegin. 47. Rg2!! En þessi peðsfórn breytir dæminu. Nú hefur kóngurinn aðgang að h+ reitnum, nær peðinu aftur og með hjálp riddarans hrekur hann svarta kónginn brott. Eftir þennan stórkost- lega leik er svarta staöan töpuð. 47. — hxg3+ 48. Kxg3 Ke6 49. Rf4+ Kf5 50. Rxh5 Ke6 Annars tapar hann a-peðinu (!). T.d. 50. - Ba2 51. Rg7+ Kg5 52. Re6+ Kf5 53. Rc7 og vinnur. 51. Rf4+ Kd6 52. Kg4 Bc2 53. Kh5 Bdl 54. Kg6 Ke7. Eftir 54. — ,Bxf3 55. Kxf6 tapar svartur einnig d-peðinu án þess að fá rönd við reist og jafnframt skákinni. 55. Rxd5+ Ke6 56. Rc7+ Kd7 57. Rxa6 Bxf3 58. Kxf6 Kd6 59. Kf5 Kd5 60. Kf4 Bhl 61. Ke3 Kc4 62. Rc5 Bc6 63. Rd3 Bg2 64. Re5+ Kc3 65. Rg6 Kc4 66. Re7 Bb7 67. Rf5 Bg2 68. Rd6+ Kb3 69. Rxb5 Ka4 70. Rd6 Og Kasparov gafst upp í f jórða sinn í einvíginu. Jafnteflissúpa Nú, þrettán skákum síðar, er staðan enn óbreytt í einvíginu, 4—0 Karpov í vil. Síöustu skákir hafa borið þess merki að Kasparov sættir sig nú vel viö skiptan hlut og Karpov einfaldlega bíður og sér hvað verða vill. Kasparov hefur hvítt i slétttöluskákunum og þeim hefur öllum lokið með jafntefli (þ.e. frá 10. skák), í um tuttugu leikjum, ef 16. skákin er frá talin. Þar missti Kasparov af vinningsleið oftar en einu sinni, eins og greint var frá í skákþætti sl. mánudag. Kasparov hefur þurft að hafa meira fyrir hlutunum er hann hefur haft svart því Karpov gefur ekki jafntefli með hvítu fyrr en andstæöingurinn hefur jafnað taflið. Varfærni hefur þó einkennt taflmennsku heimsmeistar- ans en er hann fær stöðu sem hann kann vel við þarf áskorandinn að taka á öllu sínu til þess að halda jöfnu. Við skulum slá botninn í þessa einvígis- syrpu með fyrstu leikjunum í 15. skák- inni. Listrænar tilfæringar Karpovs rugla Kasparov i ríminu, hann fær erfiða stöðu en tekst með snjallri fram- rás að forðast hið versta. Hvítt: Karpov Svart: Kasparov Drottningarindversk vörn. 1. Rf3 Rf6 2. c4 b6 3. d4 e6 4. g3 Ba6. Þetta er vinsælasta afbrigöið í ein- víginu til þessa, hefur verið teflt átta sinnum. Hins vegar hefur Karpov ávallt haft svart ef þetta eina skipti er undanskilið. 5. b3 Bb4+ 6. Bd2 Be7 7. Bg2 (M) 8. 0-0 d5 9. cxd5 Rxd5 10. Rc3 Rd7 11. Rxd5 exd512.HclHe8.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.