Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR12. NOVEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Bflbeltaf rumvarp lagt f ram að nýju: Sekt fyrir að nota ekki bflbelti I Bretlandi nota nú um 90 prósent framsætisfarþega öryggisbelti enda sekt upp á 2500 krónur ef farþegar nota ekki beltin. Eftir aö byrjaö var aö sekta viö bílbeltanotkun fækkaöi banaslysum þar á farþegum í fram- sætinu úr 2200 í 1500 eða um þriðjung. Þá er talið að bilbelti hafi forðað fimm til s jö þúsund manns frá alvar- legum meiðslum. Og áfram mætti telja. Höfuðmeiðslum hefur fækkað og augnameiðsl eru nær úr sögunni. Þetta kemur fram í greinargerð meö frumvarpi sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. 1 því er gert ráð fyrir því að byrjað verði að sekta þá sem ekki nota bílbelti í framsætum. I greinargerðinni eru færðar sönnur fyrir því að sektir hafa gefið góða raun erlendis og orðið til þess að fækka slysum verulega. Flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum þingflokkunum. Þeir kvarta yfir seinagangi í meöferð frum- varpsins. Það var lagt fyrir Alþingi í fyrra og samþykkt í efri deild en náði ekki fram að ganga í neðri deild. Flutningsmenn segjast reyndar ekki vita hvers vegna. Hins vegar sé ástæða til að velta því fyrir sér hversu margir hafa látið lífið eöa orðið örkumla á þeim tíma sem lið- inn er frá því tök voru á að hrinda þessu frumvarpi í framkvæmd. Umferðarráð hefur bent á í sínum áróðri að öryggisbelti í aftursætum séu ekki síður mikilvæg en belti í framsætum. Það ætti því að vera íhugunarefni fyrir okkur að víöa er- lendis er fariö aö tala um aö sekta einnig ef menn nota ekki bilbeltin í aftursætum og að minnsta kosti aö i öllum bílum séu belti í öllum sætum. Svo ekki sé minnst á þann spamað sem fækkun bílslysa hefur í för með sér fy rir ríkiskassann. APH Það eru fáir sem efast nú orðið um gildi bflbelta og víða erlendis varðar það við lög að nota þau ekki. MIÐ BJOÐUNV METRINU BYRGINN Nú eru fyrirliggjandi BRIDGESTONE radial og diagonal vetrarhjólbarðar á vörubifreiðar með hinu frábæra BRIDGE- STONE ÍSGRIPS-mynstri Sérlega hagstætt verð. BÍLABORG HF. Smiöshöföa 23 sími 812 99 ÍSGRIP Jón Helgason landbúnaðarráðherra tekur við fyrsta eintaki bókarinnar úr hendi höfundar. Ný bók umlambakjöt: Hrátt hangikjöt með gúrkum og vínberjum? „Lengi hefur aöalfæða íslendinga verið fiskur, lambakjöt og innmatur og svo er enn. Islenskt lambakjöt hefur þá sérstöðu fram yfir lambakjöt annarra þjóða aö sauðfé okkar gengur á f jafli og lifir sumarlangt á vifltum ómenguðum fjallagróðri. „Sá fjalla- gróður gefur kjötinu sérstakt vifli- bragð,” segir Kristin Gestsdóttir í for- mála að nýrri bók sem komin er út eftir hana. Bókin heitir ,,220 ljúffengir lambakjötsréttir” og er það eigin- maður höfundar sem sér um mynd- skreytingar í bókinni. Eins og nafin bókarinnar bendir til er um auðugan garö aö gresja i matar- uppskriftum og meðhöndlun á þessu þjóðarkjöti okkar. I bókinni kemur fram að ýmsar leiðir eru opnar í matreiðslu lamba- kjöts sem við höfum ekki nýtt okkur framaðþessu. I bókinni er m.a. greint frá því hvemig hægt er að salta lambakjöt á auðveldan hátt í heimahúsum. Þá eru fjölmargar uppskriftir um meöhöndlun hangikjöts. Við skulum líta á einn slíkan rétt. Þar segir um hrátt hangikjöt: Þunnt sneitt hrátt hangikjöt er mjög ljúffengt. Áður fyrr var það oft borðað þannig. Þá var það þurrreykt. Á seinni árum hefur færst í vöxt að borða hrátt hangikjöt en aðrar verkunaraðferðir eru notaðar og er kjötiö yfirleitt blautt. Ráð viö því er að láta kjötið hanga á köldum staö i 7—10 daga. Frystið aldrei hangikjöt sem þið ætlið að borða hrátt. Það blotnar við frystingu. Hrátt hangikjöt í hring úr gúrkum, vínberjum og hvítvíni með kotasælu og búrosti. (Handa6—8). 20 sneiðar hrátt hangikjöt 1/2 búrostur lstórgúrka 30grænvínber 12 blöð matarlím 5 dl þurrt hvítvín lh'tilfemaeplasafi 1/2 dl vatn 1 msk. sítrónusafi 1 lítil dós kotasæla llítillgráðostur. 1. Sneiðið hangik jötið mjög þunnt. 2. Leggiö matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið upp úr vatninu og bræðið í 1/2 dl af s jóðandi vatni. 3. Setjið hvítvínið, eplasafann og sítrónusafann út í matarlímið. 4. Skerið gúrkuna í smáteninga, skerið vínberin í tvennt og takið steinana úr þeim. Setjið síðan gúrkuna og vínberin út í safann. Setjið í hringmót og lótið stífnai6—8klst. 5. Skerið niður með hlaupinu með heitum hnífi, dýfiö mótinu augnablik í sjóðandi vatn og hvolfið á blautt fat. Ef fatið er blautt er hægt að hagræöa hlaupinu ef það fer ekki alveg á miöjuna. Þurrkið bleytuna af meö eld- húspappír. 6. Skerið gráðostinn smátt, blandiö saman við kotasæluna og setjið inn í mótið og upp meðfram hringnum í miöjunni. Hafið laut í miðjunni. 7. Skerið búrostinn í 40 aflanga mjóa stafi, vefjið hangikjötssneiðar í kramarhús, setjið tvo oststafi inn í hvert. Raðið þessu inn í hringinn. Meðlæti. Ristaðþunntrúgbrauð. VinningshafiHeimilisbókhaldsins: Keypti útvarp og hlustaði á Fréttaútvarpið í verkfalli Vinningshafi í heimilisbókhaldi júlí- mánaðar sl. var Helga Jósefsdóttir, Fálkakletti 6 í Borgarnesi. Þegar fréttaritari heimsótti Helgu færðist hún undan allri myndatöku og sagöist vera lítil áhugamanneskja um sllkt. „Það er leikur einn að halda svona bókhald því ég er í mánaöar- viðskiptum hjá Verslun Jóns og Stefáns í Borgamesi og fæ þar yfirlit um eyðslu hvers mánaðar,” sagði Helga. ,,Eg kaupi alla matvöru hjá þeim þannig að útreikningar eru auðveldir.” Helga keypti sér lítið sambyggt út- varps- og segulbandstæki fyrir vinn- ingsupphæðina og réðst í þau kaup rétt fýrir verkfall. „Þetta kom sér ákaf- lega vel í útvarpsleysinu. Ég náði DV- Fréttaútvarpinu og þú getur komið því á framfæri að það var þrumugott," sagði Helga að lokum. JI/SG/Borgamesi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.