Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 I vetrarskoðun MAZDA eru eftir- farandi atriði framkvæmd: O ei o o o | Skipt um kerti og platínur. Kveikja tímastillt. Blöndungur stilltur. Ventlar stilltir Vél stillt með nákvæmum stillitækjum. Vél gufuþvegin. Skipt um bensínsíu. Rafgeymir, geymissambönd og hleðsla athuguð. Kannaður bensín, vatns- eða olíuleki. Loftsía athuguð og hreinsuð, endurnýjuð ef með barf. Viftureim athuguð og stillt. Slag í kúplingu og bremsupetala athugað. Frostþol mælt. Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á. Þurrkublöð athuguð. Silikon sett á þéttikanta hurða og far- angursgeymslu. Ljós stillt. Hurðalamir stilltar. Þrýstingur í hjólbörðum athugaður. Verð með söluskatti: Kr. 1.884.00 Innifalið í verði; Platínur, kerti, ventlcdokspakkning, bensínsía, frostvari á rúðu- sprautu og þar að auki: brúsi af lásavökva og ný rúðu- skafa í hanskahólfið! Pantið í tíma í símum 81225 eða 81299 BILABORG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99 .......... ... „ÞETTA ER ÞJÓÐARMORД Þórir Guðmundsson, f réttamaður DV, fylgist með óeirðum í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi —óeirðum sem gætu sundrað Indlandi endanlega Fréttir í útvarpi og sjónvarpi hér í Delhí seg ja að allt sé með kyrrum k jör- um í borginni og raunar í landinu öllu. Fréttaþulirnir eru grafalvarlegir þeg- ar þeir segja að orðrómur, sem bendi til annars, sé rangur en þó gefur margt til kynna að orðrómurinn segi réttari sögu en fréttir ríkisfjölmiðianna af ástandinu. Ef upplýsingum úr ýmsum áttum er púslað saman kemur í ljós mynd sem er miklu hörmulegri en áð- ur var ætlað. Opinberar tölur um látna í kjölfar morðsins á Indiru Gandhi má að h'kindum margfalda að minnsta kosti fimm sinnum en opinberlega er sagt að 580 hafi látið hfið í óeirðum í Delhí og áhka margir annars staðar í landinu. Sikkar, sem komust lífs af úr lestarferðum fyrstu þrjá dagana eftir morðið, segja hins vegar hryhingssög- ur af ferðum sínum og ég hef talað við hindúa sem staðfesta fjöldamorö á sikkum í lestunum. Á mánudaginn var heimsótti ég flóttamannabúðir sikka í skóla einum í Delhí. Fyrir utan skólann voru nokkrir lögreglumenn með riffla á verði og sikkamir innifyrir sögðu mér aö ég væri heppinn að hafa ekki komið fyrr. Daginn áður hefði fréttamaður Reut- ers verið barinn af lögreglunni þegar hann reyndi aö komast inn í búöirnar og hið sama hefði komið fyrir frétta- mann BBC. Nú virtist komin sterkari stjórn á lögregluliðið og enginn gerði mér mein. Hmdúamúgurinn viröist hafa fengið hvað mesta ánægju út úr þvi að smána sikkana með því að klippa af þeim hárið. Samkvæmt sikkatrú býr mikiil hluti máttar mannsins í hárinu. Inni í búöunum voru langar biðraðir eftir fatnaði sem efnaðir og góðgjamir menn — hindúar jafnt sem sikkar — hafa gefið til hinna heimilislausu og efnalitlu manna sem i búöunum gista. I gegnum hátalarakerfi var tilkynnt hvaö væri til úthlutunar og hverjir ættu rétt á fatnaði eða lyfjum og öðrum hjálpargögnum. Konur og böm gengu fyrir. I einu horninu úti fyrir var verið að elda mat í stórum gömlum pottum sem hver maður myndi undir venju- legum kringumstæðum hika lengi við aðborða úr. Karlamir sátu á túninu fyrir framan skólann en baka til léku krakkar sér í boltaleikjum. Konumar þvoðu þvotta og minnstu bömin hlupu með hama- gangi um svæðið. Þarna virtust vera um eitt til tvö þúsund manns en mér var sagt að daginn áður hefðu veriö þarna milli fjögur og fimm þúsur.d. Margir höfðu rétt skroppið út fyrir eða farið að vitja heimila sinna. Maður nokkur sagðist nýbúinn aö fá fréttir af heimili sínu og væri það heilt og óskemmt en aðrir voru ekki eins heppnir. Hús margra höföu verið brennd til grunna, bílar þeirra eöa mótorhjól orðiö vilhmennskunni að bráð og sumir misst aleigu sína. Allir þóttust hins vegar heppnir að hafa komist lifandi í flóttamannabúðirnar. Bílstjóri einn komst með naumind- um lífs af eftir að hópur hindúa réðst á rútu sem hann ók til Delhí frá bæ í nokkurri f jarlægð. „Þeir börðu mig með bareflum og járnstöngum,” sagði hann við mig þar sem hann stóö í vatnspolli inni í skólan- um með umvafið höfuð, ljót sár á and- liti og vinstri höndina í fatla. „Þaö var annar sikki í rútunni og þeir drápu hann. Ég komst undan á flótta og fyrst fékk ég inni á lögreglustöð en síðan flutti herinn mig hingað.” „Sex sikkar voru i lestinni. Við vorum allir barðir en þrir okkar náðu að flýja. Við sáum árásar- mennina hella steinoiiu yfir hina þrjá og bera eld að.” Miöaldra kona, meö sárabindi um höfuð, hafði ekki ósvipaöa sögu að segja. „Þeir réöust inn á heimili mitt og misþyrmdu fjölskyldu minni,” sagði hún. „Manninn minn og bömin börðu þeir fyrir framan augun á mér.” Hindúamúgurinn virðist hafa haft mesta ánægju af því að smána sikkana meö því að klippa af þeim hárið. Sam- kvæmt sikkatrú býr mikill hluti máttar mannsins í hárinu og þegar ég heim- sótti æðsta prestinn í Gullna hofinu, Bhindranwaele, síðastliöiö sumar, þá gerði hann mikið grín að mínu snögg- klippta hári. Hann sagði að ef háriö væri ekki klippt yxi það ekki jafnhratt og ella og sá kraftur sem þannig spar- aðist í hárvextinum kæmi fram í sikk- um sem aukin hugarorka. Því væm þeir upp til hópa fremri snöggklipptum mönnum. (Þess má geta að Bhindran- waele var drepinn af indverskum her- mönnum mánuði eftir samtal okkar.) Það er því hin mesta niðurlæging fyrir sikka að hár hans sé skorið enda „Þeir sögðust myndu drepa ensku konuna ef hún opnaði ekki dyrnar á klefa sinum þar sem við leyndumst. Hún sagðist fremur vilja deyja sjálf. Hún bjargaði lífi okkar.” sást í flóttamannabúöunum skýr vitnisburður niðurlægingarinnar á mörgum. Hópar hindúa höfðu brotist inn í hús þeirra og klippt af þeim nauö- ugum háriö en sumir höfðu þó klippt sig sjálfir til að komast hjá því að verða auöþekktir sem sikkar. Sumir höfðu jafnvel skilið eftir snyrtileg yfir- varaskegg til þess að fullkomna hindúagervi sitt. Sögöu ýmsir að senni- lega hefði þetta bjargað lífi þeirra. Inni í skólanum var ljótt um aö lit- ast. Vatn flæddi yfir steingólfið í göng- unum á götuhæðinni og tugir manna híröust á köldum gólfum í skólastofun- um. Læknar hlúðu að hinum særðu. Þama hitti ég meöal annars fyrir tvo bræður sem sögðust hafa bjargast naumlega undan morðóðum samferða- mönnum sínum í lest til Delhí. „Sex sikkar voru í lestinni,” sögðu þeir, „og þegar við komum á eina iest- arstöðina kom hópur hindúa að og kraföist þess að samferðamenn okkar hentu okkur út. Við vorum allir barðir „í flóttamannabúðunum hitti ég mann sem kvaðst hafa misst f jögur böm sto. Hendur þeirra höfðu verið bundnar með rafmagnsvir og þau brennd lifandi.” en þrír okkar náðu að flýja inn í fyrsta farrýmisvagn þegar lestin fór af staö. Við sáum árásarmennina hella steinolíu yfir hina þrjá og bera eld að. Inni í vagninum hittum við enska konu sem vann við hjálparstörf. Hún hleypti okkur inn til sín og lokaði klefanum og læsti. Alltaf öðru hvoru tóku aðrir far- þegar í neyöarhemihnn, stöðvuöu þannig lestina og reyndu síðan að opna dymar. Þeir sögðust myndu drepa hana ef hún opnaði ekki, þeir hótuöu að brenna hana en hún sagðist fremur vilja deyja sjálf en að opna dyrnar sjálfviljug. Hún bjargaði lífi okkar.” Aðrir sikkar í búðunum sögöu álíka sögur af moröum um borð í lestum. Bæði þeir og hindúar, sem ég kannast við, hafa sagt mér frá lestum til Delhí sem nema staðar við brúna yfir Yamunaá, rétt áður en komið er á lest- arstöðina í Delhí, og þar er fleygt út líkum sikka. Stundum safnast hópur manna saman á árbakkanum og horfir á aðfarimar. A þriöjudaginn var höfðu Sikkar auðþekktir á vefjarhöttum sinum og skeggi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.