Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR12. NOVEMBER1984. Kjallarinn KRISTÓFER MÁR KRISTINSSON, VARAÞINGMAÐUR FYRIR BANDALAG JAFNADAR- MANNA. hægt er að veita öðrum. Þetta hefur stundum verið orðað svo aö frelsi þitt nái að nefi næsta manns. Líf og starf í lýðræöisþjóöfélagi hlýtur alltaf við eðlilegar aðstæður að vera erilsamt, tímafrekt og krefjandi. Freistingin til þess að afsala sér lýðréttindum til hagsmunasamtaka og atvinnumanna í kjaftavaðli verður alltaf sterk. Það getur aldrei verið óþægindalaust að vera ábyrgur þegn í samfélagi frjálsra manna, þaö á ekki að vera óþæginda- laust. Það ber að draga úr mögu- leikum fólks til þess að skjóta sér undan ábyrgð og ákvörðunum. Framsal lýðréttinda á aö vera í lág- marki. Sérhver einstaklingur verður að vera til þess fús að berjast fyrir sannfæringu sinni og réttindum, einn síns liðs eða í samvinnu við aöra, með fullri ábyrgð. Hann veröur að hafa kjark til þess aö semja og miðla málum og vit til þess að leggja mat á aðstæöur sínar. Það er hryggileg staðreynd að það virðist bjargföst vissa þess þursa- flokks sem þrammar á vinstrikanti ís- lenskra stjórnmála að hagsmunum þegnanna, frelsi þeirra og mannrétt- indum sé best borgið í miðstýrðum apparötum af ýmsu tagi og jafnframt að því stærri sem þessi apparöt séu þeimmunbetra. Einstaklingurinn er einskis virði, þú skiptir engu máli fyrr en þú ert orðinn þúsund manns. Kristófer Már Kristinsson. 13 Fjölmiðlar að loknu verkfalli (Það sem f réttnæmt er og það sem er það ekki) Að loknu verkfalli bókagerðar- manna var það óneitanlega talsverö tilbreyting aö fá blöðin, og ég tala nú ekki um þegar útvarp og sjónvarp hófust að nýju eftir verkfall opin- berra starfsmanna. Svo sem von er til hefur ýmislegt fréttnæmt í sam- bandi viö verkföll þau og vinnudeilur sem geisað hafa tekið allmikið af efni fjölmiðla þessar vikur, svo ýmislegt hefur horfið í skuggann. Helfregn Indiru Gandhi mun vera eitt það sem mestan óhug hefur vakiö meðal fólks. Mun þaö vart ofmælt að þar féll fyrir morðingja- hendi einhver mesta manneskja samtíðarinnar og sú sem friöar- sinnar um heim allan bundu mestar vonir við að eitthvað gæti gert raun- hæft í þessum málum, það má því segja aö skot morðingjanna hafi líæft alla friðarhreyfinguna og hvert ein- stakt okkar. Þá höfum við fengið að heyra hvernig forsetakosningar í Banda- ríkjunum fara fram, en Stefán Jón Hafstein flutti um það fróðlegan þátt í útvarpið. Það er sannarlega sorg- leg þróun að forsetakosningar í þessu stóra og volduga ríki skuli vera komnar á það stig að geta vart talist annað en skrípaleikur þar sem fjármagn og fjölmiðlar ráða úr- slitunum. Annað í sambandi við þær er einnig umhugsunarefni, hvernig má það vera að ekki taki nema röskur helmingur þjóðarinnar þátt í kosningum? Þegar öll kurl koma til grafar virðist vart vera hægt að kalla þetta lýðræði, eða er þetta máske þaö sem koma skal að pen- ingamagniö skuii ráöa en hinn nafn- lausi fjöldi sem ekki á peninga verði áhrifalaus? Og skal þetta allt fara fram í nafni hinna mjög svo mis- notuöu hugtaka, frelsis og lýðræðis? Fróttir sem ekki birtust En hvað um það. Annaö er mér ofar í huga. Það eru þær fregnir sem ekki hafa fundið þá náð hjá fjölmiðlum að vera birtar. Vil ég þá fyrst taka íslenska fregn sem send var öllum fjölmiðlum, en kom hvergi, en það var ávarp frá kvennasamtökum þeim sem eru til húsa í Kvennahús- inu, sem eru: Kvennaframboð, Samtök um kvennalista, Menningar- og friöarsamtök íslenskra kvenna og Samtök kvenna á vinnumarkaðnum. Þessi samtök sendu frá sér ávarp í tilefni afvopnunarviku Sameinuðu þjóöanna en fjölmiðlar létu ekki svo lítið að birta það. Þá eru erlendar fregnir sem hvergi hafa komið og er það raunar engin nýlunda, og mér hefði ekki fundist það athyglisvert í sjálfu sér ef þær væru ekki algerlega sérstæð- ar. Flestir Islendingar munu kannast við hinn heimsfræga, bandariska bamalækni og uppeldisfræðing, Benjamín Spock, en hann hefur sett fram þær kenningar í uppeldisfræði sem uppeldisfræðingar um allan hinn svokallaða menntaða heim hafa byggt á undanfama áratugi. Fyrir skömmu yar þess minnst í fjöl- miðlum um heim allan, einnig hér, að ég hygg, að þessi merki vísinda- maður hefði orðið áttræður. Upp úr miðjum október bar svo við að þessi þekkti læknir tók þátt í friðargöngu í Washington. Þá var hann handtekinn og honum varpað í fangelsi. Hand- taka hans vakti mikla reiði og mót- mælaöldu um heim allan en hennar hefur ekki verið getið hér, hvað veldur? Að vísu gerðist þetta í miðju verkfalli en einhvem veginn dettur manni i hug aö ef slíkt og annað eins hefði gerst austan hins svonefnda „járntjalds” hefði þaö vakið meiri athygli og þess vert að minnast á það. Seint í október hélt Sonja Reguina, formaður brasilísku umhverfis- verndarsamtakanna, blaðamanna- fund í Nairobi. Hún afhenti Mostafa Tolbe, varaformanni umhverfis- verndarnefndar Sameinuðu þjóðanna, 600 blaðsíðna skýrslu þar sem hún greinir frá aflaufgunarher- ferð sem farin var, aö tilhlutan Bandaríkjanna, til að hreinsa svæði þar sem setja átti upp raforkuver við Tucurui á flæðiengjum Tocantifljóts á Amazonsvæðinu í BrasOíu. Af- laufgunarefnið sem notað var líktist því sem olli miklum skaöa og hörm- ungum á Italíu árið 1976, og einnig því sem bandaríski herinn notaði í MARÍA ÞORSTEINS DÓTTIR STARFSMAÐUR FRÉTTASTOFU APN A ÍSLANDI Vietnamstríðinu. Aflaufgun þessi hafði í för með sér algera útrýmingu tveggja kynkvísla indíána, auk þess sem óbætanlegt tjón hefur verið unnið á jurta- og dýralífi svæðisins. Þá segir í skýrslu Sonju Reguinu Pereira að þetta svokallaða „raf- orkuver” sé aðeins yfirskin yfir efnavopnatilraunir sem þarna hafi verið gerðar og standi fyrir þeim bandaríska samsteypan, Dow Cimical, japanska fyrirtækið Agromax og braselíska fyrirtækið Capemi. Hún sagöist hafa verið beitt þrýstingi til að halda skýrslu sinni leyndri og kvaðst hún halda blaða- mannafundinn í Afríkuríki af því hún óttaðist fulltrúa Pentagon ef hún hefði haldið hann í heimalandi sínu. Þetta hefur íslenskum fjölmiðlum ekki þótt fréttnæmt en hvað haldið þið að hefði verið sagt ef hliðstæðir atburðir hefðu átt sér stað í Austur- Evrópu? María Þorsteinsdóttir. s “.n FRELSI, JAFNRÉTTIOG BRÆÐRALAG? flytja frið til barna í skólum landsins, hvemig geta menn þá treyst mann- inum til þess að muna eftir sínum minnsta bróður I vímu velmegunar- innar? A það að vera eina bjargarvon og trygging hins minnsta bróður, að eftir honum sé munaö en hann ekki seldur? Er hinn minnsti bróðir óhultur, þegar hann er settur I sjálfsvald hins sterka, stóra bróður síns? A ég að gæta bróður míns? var einu sinni spurt. Það er talsveröur munur á því fyrir ömmur þessa lands, hvort hér ríkir frelsi barnabama þeirra til þess að selja þær eða frelsi þeirra frá því aö verða seld- ar. Þaö er talsverður munur á því, hvort hér ríkir frelsi til aö vera fá- tækur og minni máttar eða frelsi frá því að lepja dauöann úr skel og vera boðinn upp með nauðung. Það er tals- verður munur á því,hvort hér ríkir það frelsi og þau sjálfsögðu mannréttindi, að menn geti séð sér farborða með vinnu sinni eða hvort þeir þurfa að veröa ölmusumenn í hjartalausu kerfi þrátt fyrir mikið vinnuframlag. Sjálfsmorðsstefna Slíkt frelsi, sem fyrst og fremst gefur hinum sterka lausan tauminn án tillits til þess að tryggja stöðu hins veika, er frelsi án ábyrgðar, réttinda, án skyldna og því fylgir óhjá- kvæmilega hætta á ofbeldi og kúgun. Hvorki Islandi né mannkyninu í dag em boöleg slík frjálshyggjulögmál né heldur getum við lifað af ef við fylg jum þeim. Nægir í því sambandi að minna á eina af meginástæðunum f yrir því, að þetta er ekki hægt, þó að aðrar veigamiklar ástæður verði ekki tíndar til, en hún er sú, að lífsafkoma okkar allra á þessari jörð byggist á því, að meiri jöfnuður komist á milli manna og þjóða. Sú vaxandiog óumflýjanlega togstreita, sem ríkir á milli velferðar- ríkjanna og þróunarríkjanna, norðurs og suðurs á jörð okkar, verður ekki leyst nema með jöfnuði. Það er svo frá- leit s jálfsmorðsstefna f yrir mannkynið að tryggja svo ákaft rétt hinna fáu, sterku til fjármagns og valda, að það tekur engu tali. Sú meginstefna kvenfrelsisbarátt- unnar að dreifa vinnu, valdi, ábyrgð og umbun er vænleg til að virkja ein- staklinga til þátttöku. Hún byggir jafnframt á viröingu fyrir rétti allra einstaklinga og viöurkenningu á og umburðarlyndi gagnvart þeirri marg- slungnu f jölbreytni, sem fylgir virkni ólíkra einstaklinga. Slík stefna þykir mér lífvænlegri leiðsögn um mannlífið en ste&ia bræðralags eða frjálshyggju. Guðrún Agnarsdóttlr. „Sú vaxandi og óumfíÝJaniga togstreita, sem ríkirámiiii velferðarríkjanna og þróunarrikjanna noröurs og suöurs á jörö okkar, verður ekki leyst nema meö jöfnuði."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.