Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 11
DV. MÁNUDAGUR12. NOVEMBER1984. 11 / dósadeildinni var verið að þræða saman dósalok som áttuað fara í loftið á dansgótfinu. Fellahellir 10 ára: „Það er engin félags- miðstöð svona flott” — DV heimsækir Fellahelli og spjallar við nokkra krakka og starfsf ólk Allt fullt af krökkum í svörtum rusla- pokum. Er nú farlð að troða krökkun- um í elnhverja skólabúnlnga þarna í Breiðholtlnu? Við vorum stödd í Fella- helli, fyrstu félagsmiðstöðinni á land- lnu, en þar var verið að undirbúa af- mælisvelslu. Fellahellir 10 ára. „Ath. nýmálað,” blasti við hvert sem litið var. Þarna var lika komln skýringin á svörtu ruslapokunum. Með því að setja gat fyrlr haus og hendur var þama kominn ágstis málningargalii. „Það er held ég enginn hvítur veggur eftir. Það er búið að mála allt,” sagði stelpa sem varla mátti vera að þvi að lita upp.hún var svo önnum kafin við aö mála. Hurðin á klósettinu átti að veröa græn hvað sem það kostaði og hún var með græna máln- ingu á hökunni og út um allar kinnar. „Það er engin félagsmiðstöð svona flott. Ég hef farið í Bústaði. Það er ömurlegt. Smá dansgólf og allir reykjandi út um allt,” sagði Bjami Björnsson (sem stundum er kallaður breikari) og sagöist vera 13 ára, bráðum 14. Bjarni breik var að smiða og skreyta sviö við hliðina á diskó- tekinu sem lika á að vera eins konar setuhom. Hvemig fórstu að því að smiða svona flott svið? „A ég að teikna þetta fyrir þig eða hvað? Okei, fyrst byrjuðum við á að smiða undirstöðurnar og svo settum viö bara plötuna ofan á. Ég sagaöi tvo metra alveg þráðbeint og sögin hitnaði svo að hún kengbognaði. Síðan spreyj- uðum við allt saman með spreybrús- um. Þaö er alveg ferlega mikið aö gera út af afmælinu, varla timi til að fara til tannlæknis.” „Hann Bjami er sá allra duglegasti,” skaut Baldur umsjónar- maður inn i, „hann fór til tannlæknis i gær til að láta draga úr sér tvær tennur og kom svo dofinn og al- blóöugur til baka og hélt áfram aö smíða.” Hvemig fer með heimanámið hjá þér, Bjarni, þegar þú ert svona önnum kafinnvið að smiða? „Nú er ég að fara heim milli sex og sjö að læra. Það er minnsta málið. Svo fer ég í skólann á morgnana og skrepp alltaf hingaö i friminútum. Það er svo gaman að stússa í svona hlutum og svo er starfsfólkið svo skemmtilegt hérna,” sagöi Bjami. „Við erum orðnar svo skítugar á fótunum. Alveg kolsvartar,” kvartaði ein úr danshópnum en hópurinn ætlaöi að vera með dansatriði i afmælis- veislunni. „Við erum fimm og verðum með einhverskonar múmíudans. Verðum ofsa stifar og í leðurbún- ingum. Við erum búnar að vera að æfa þetta í tvær vikur,” sagði Elín Gunnarsdóttir 14 ára. Eru þið búnar að vera lengi i dansi? „Við kepptum i dansi i Tónabæ einu sinni og síðan höfum við haldið hópinn. Bjami breik og Eiín Gunnarsdóttir úr dansfiokknum voru mestu mát- ar. Svörtu rusiapokamir komu að góðum notum vlð málnlngar- vinnuna og bara tiálltið smart ef maður hefur ekkort vlt á tískunni, sögðustelpumar. DV-myndir GVA. Við vonumst eftir að verða vinsælar og ætlum að reyna að fara til Keflavíkur núnaánæstunni.” En hvað með Hollywood? „Svona eftir þrjú ár. Við þurfum meiri þjálfun til þess að sýna dans á stórum skemmtistöðum.” — Nei, ég meinti nú Hollywood þar sem þeir búa til biómyndirnar. „Jú ætli það verði ekki eftir svona 7 til átta ár,” sagði Elín og ekki skorti hana bjartsýnina. I öðru herbergi sátu tveir strákar, sem sögðust heita Guðmundur og Karl og vera 14 og 15 ára, með óteljandi dósalok úr málmi fyrir framan sig og voru frekar súrir á svipinn. „Viö erum i dósadeildinni. Þetta er alveg hund- leiðinlegt en verður örugglega æðislegt þegar ljósin fara aö skína á þetta á dansgólfinu. Þaö þarf að þræöa öll lokin saman með keðjum eins og eru i baðtöppum og síðan hengja þau upp i loft yfir diskógólfinu.” A einn vegginn var verið að mála leikarann Harrison Ford og í reykinga- herberginu, svokölluðu, var verið að koma fyrir harla nýstárlegum ösku- bökkum. Nefnilega bamaklósettum sem fengist höfðu gefins af barnaheim- ilum viðsvegar i höfuðborginni. Einnig var búið að raða þar upp gömlum bíó- bekkjum frá VarnarUðinu. „örugg- lega úr Andrews Theater,” sagði einhver „og svo haröir og óþægilegir að maður verður að standa upp þrisvar sinnum og hvila sig meðan maður reykir eina sígarettu. Þá var búið að spreyja allar perur grænar svo græn slikja var á öllu og öllum sem þarna voru inni. „Það kemst enginn á séns meðan hann er hérna inni að reykja. Græna ljósið gerir alla svo hallæris- lega. Það er bara gott því reykingar eru svo hættulegar,” sagði einn sem vildi endilega aö tekið yröi viö sig einkaviðtal i DV. I Fellahelli starfa sjö manns í fullu starfi og 4 i hlutastarfi til viðbótar viö alia sjálfboðaliðana auðvitað. A dag- inn er mötuneyti fyrir nemendur Fella- skóla en eftir klukkan 16 er opnað fyrir alla 13 ára og eldri. Yfirleitt er opið til klukkan 23 á kvöldin. Daglega koma á staðinn um 300—400 unglingar, að sögn starfsfólks. „Er til pensill? Hvar er handsápan? Græna málningin er búin.” Svona glumdu spurningarnar i sifellu á meðan við spjölluðum við Sverri Friöþjófsson, forstööumann Fella- hellis. „Þetta eru alveg hörkutól þessir krakkar. Þaö má þó ekki vera of stór hópur hérna núna á meöan við erum aö undirbúa þessa stóru afmælisveislu, þá fer allt í vitleysu. Margir krakkanna koma að visu bara til að horfaá.” „Það tók langan tima fyrir svona stað eins og Fellahelli aö ná sér á strik. En góð starfsemi sannar gildi sitt og nú eru félagsmiðstöðvarnar orðnar fimm taisins. Hingaö koma unglingar á kvöldin og á daginn til þess aö spjalla saman, dansa, spila billjard og borð- tennis. Síðan ef einhver vandamál koma upp þá reynum við starfsfólkið hér að leysa úr þeim vanda eftir bestu getu. Fellahellir er meira en skemmti- staður og hérna er mikið um að vera í miðri viku. Það er hinsvegar minna um að vera um helgar og á laugar- dögum höfum við lokað,” sagði Sverriraðlokum. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir októbermánuð 1984 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 26. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvem byrjað- an virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvem byrjaðaðn mánuð, talið frá og með 16. desember. 19. nóvember 1984. Fjármálaráðuneyti& ÁTTÞÚ LADA FÓLKS- BIFREIÐ? hakkapefiitta Finnsku NOKIA-snjódekkin hafa reynst vel á íslandi! BIFREIDAR & LANDBUNADARVELAR Suðurlandsbraut 14 Varahlutir 392 30 Wskiptiborö 38600 xiSx ■EH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.