Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 48
SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1984. „Það er afskaplega óljóst hvað mennirnlr aetla sér, en þeir eru að þreifa fyrir sér um bílaframleiðslu hérlendis,” sagöi Páll Flygenring, ráðuneyUsstjóri í iðnaöarráðu- neytinu, aðspurður um áhuga Lorean bilaverksmiðjunnar um að setja upp útibúó Isiandi. Að vísu eru Lorean verk- - smiöjurnar gjaldþrota eins og frægt er orðið en eigandi þeirra reyndi sem kunnugt er að bjarga gjaldþroti með kókainsölu þótt það hafi aldrei sannast og maðurinn verið sýknaður fyrir skömmu. Þáð munu því vera aðrir aöiiar sem eru að reyna aö rífa verksmiðjurnar upp úr öskustónni og framleiða bíla eftir sömu hugmyndum og Lorean. Að sögn Páls Flygenring ráðu- neytisstjóra hafa fyrirspurnir varðandi mái þetta verið að berast í allt sumar og fram á haust. Þykir liklegt aö lág laun á Islandi séu meginástæðan fyrir áhuga Banda- rík jamannarma á framleiðslu hér á landi. -EIR. Sigtún til sölu? „Eg neita því ekki, fjölmargir aðil- ar hafa haft samband við mig og lýst yfir áhuga sínum á að kaupa Sig- tún,” sagöi Sigmar Pétursson veit- ingamaður í samtali við DV. ,,Aðsvo komnu máli vil ég ekki ræða þetta málnánar.” Ýmsir eru orðaðir við kaupin á veitingastaönum viö Suðurlands- braut og má þar nefna bifreiða- umboö og leikhús sem ekki eiga í neitthúsaðvenda. -EIR. Um veröld alla. LOKI Allir kratar komnir í framboö. Hverjir eiga að kjósa þá? Lá viöárekstríí flugtaki Um sjöleytifl í gœrkvöldi varö árekstur á Suðurlandsveginum austan Bla- fjallaafleggjarans. Bifreið sem ók í austur snerist á veginum og í veg fyrir aðra sem kom akandi í vesturátt með þeim afleiðingum að fyrr- nefnda bifreiöin valt út af veginum. ökumenn bifreiðanna sakaði ekki en fjórir farþegar, tveir úr hvortjm bíl, fóru á slysadeild. -ÞG/DV mynd S WKVtZWTZiii SAMNINGAR SAMÞYKKTIR Ljóst er að BSRB-menn hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við hið opinbera, þótt endanlegar tölur liggi ekki fyrir enn. Á föstu- dag hófst talning og höfðu þá borist 9600 atkvæðaseðlar, eða um 82% af öllum atkvæðum. Talin voru 8812 atkvæði, eða 75%. Af þeim sögðu 5694 já, eða 64,6%, 1170 nei, eða 13,3%. Auðir seölar voru 1923, eöa 21,8%, og ógildir 25, eða 0,3%. Eftir er að telja um 1000 atkvæði og er ljóst að ekkert mun breyta þeirri niöurstöðu sem þegar er fengin og BSRB-samningamir eru samþykktir. Búast má við að endanlegar tölur liggi fyrir nú í kvöld. -óbg. Fri talninguatkvœða um BSRB-samningana á föstudag. DV-mynd: S Frá Jóni Einarl Guðjónssyni, fréttarit- araDVíOsló: Samkvæmt frásögn norska dag- blaösins Verdens Gang munaði minnstu aö íslensk flugvél frá Flug- leiöum yröi völd að mesta flugslysi í sögu Noregs þann 25. október síöastlið- inn. Að sögn blaðsins var íslenska flug- vélin í flugtaki á Fomebu-flugvelll en vegna þess að hún var ofhlaðin neydd- ist flugstjórinn til að taka stærri beygju en áformaö var. Gætti hann þess ekki aö láta flugturninn vita um þessar breytingar og munaöi litlu aö DC 9 þota fró SAS flygi á þá islensku. Vom ekki nema 500 metrar á milli vél- anna um tima en samkvæmt lögum á minnsta fjarlægð á milli flugvéla að vera 8 kílómetrar. 250 manns voru i hvorri vél og þær staddar yfir einu úthverfa Oslóar þeg- ar atburðlr þessir gerðust. Aö sögn Verdens Gang hafa báðir flugstjóramir verið í yfirheyrslum hjá norsku lögreglunni. -EIR. Byssumaður afvopnaður ölvaður maður var handsamað- ur á föstudagskvöldið á labbi á Hringbrautinnl með haglabyssu undir hendiJHaföi hann komið i hús fyrr um kvöldið og er hann var á leið út aftur hafði hann gripið með sér byssu er var i forstofu hússins. Eftir að upplýst var um þjófnaðinn var allt tlltækt lið lögreglunnar látíð leita mannsins þar til hann fannst fyrir framan JLrhúsið. JI. Nauðgun við Klúbbinn Stúlku var nauðgaö í nágrenni Klúbbsins eftir dansleik í fyrrinótt. Tildrögin voru þau að maður lokk- aði stúikuna á bak við Klúbbinn um hálffjögurleytið og beitti ofbeldi til að koma vilja sínum fram. Arásar- maðurinn náöist síðar. JI Eskifjörður: Bílslys við Sómastaði Bílslys varð fyrir neöan Sóma- staði, milli Eskifjaröar og Reyöar- f jaröar, kl. 3 í fyrrinótt. Bíllinn var af gerðinni Daihatsu Charade. Jón Olafsson, varðstjóri á Eskifirði, sagðl aö fyrst hefði bíllinn farið út af veginum og síðan oltið. Bíllinn er g jörónýtur. Þrjár konur vom í biln- um. Bílstjórlnn, sem var í bílbelti, slapp svo til ómeiddur en farþeg- amir voru fluttar á sjúkrahúsið á Neskaupstaö. Þeir vom ekki í bíl- beltum. Þorsteinn Stefánsson, læknir á Neskaupstaö sagði að líðan kvenn- anna væri eftir atvikum. önnur er axiarbrotin en hin brákuð i baki. -JI/Emil Thorarensen, Esklfirði. Innbrotog bíistuldir Mikið var um innbrot og þjófnaði víða í Reykjavík og nágrenni um helgina. Brotist var inn í verslunlna Blómaval í Sigtúni í fyrrinótt. Einn maöur var þar að verki og náðist hann í búðinni um þrjúleytið. Var hann grunaður umölvun. Bílstuldir voru nokkrir um helgina. Meðal annars var brotist inn á vömlager í Armúlanum aöfaranótt sunnudags og þaðan stolið bláum yfirbyggðum Ford sendiferðabíl. Einnig var Ford Cortinu stolið af bilasölunni Bilakaup i fyrrinótt. -JI. Helgarskákmótið: Ásgeirog Helgiunnu Asgeir Þór Amason og Helgi Olafsson uröu efstir og jafnir á helgarskákmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum um helgina. Mótið var mjög sterkt og má heita aö nsr allt islenska skáklandsllðiö hafi tekiðþáttíþvi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.