Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 20
20 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. OPIÐ KL. 8-21.45 ALLA DAGA. Fiskréttir frá kr. 110,- Kjötréttir frá kr. 130,- Smurbrauðstofon BJORNINN Njáisgötu 49 — 5ími 15105 SMURT BRAUÐ OG SNITTUR STARFSMANNA SKÍRTEINI FÉLAGSSKÍRTEINI VIÐSKIPTAKORT STIMPILKOR T NAFNSPJÖLD Hjardarhaga 27. Sími 22680 Öll kortin er hægt ad fá med negulrák eða rimlaletri. Plöstum alls konar teidbeiningar og teikningar. □ Frábær mynd- og tóngæði! Einstök ending! VHS:120,180 og 240 minútna. Beta:130 og195 minútna. TILBOÐ: 20% afsláttur! Tvö stk. í einum pakka, -á kr.430 stykkið! Kodak UMBOÐIÐ tn CTi ¥ D < „ VERULEGAR BREYT- INGAR í VÆNDUM” KENNARAR- KENNARAR - KENNARAR Kennara vantar strax að Grunnskóla Patreksfjarðar fram til mánaðamóta janúar—febrúar 1985. Upplýsingar í síma 94-1257 og 94-1192. Skólastjóri. Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamn- ingiun. • Hjúkrunarfræðingar viö hinar ýmsu deildir Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkurborgar. Um er aö ræða bæöi heilar stööur og hluta úr stööum. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar á kvöldvakt í heimahjúkrun. Aðstoðardeildarstjóri við heimahjúkrun. Deildarmeinatæknir í fullt starf. Fjölskylduráðgjafi óskast viö áfengisvarnar- deild, æskileg háskólamenntun í félags- og heil- brigðisfræðum. Sjúkraþjálfari í fullt starf fyrir sjúklinga heima- hjúkrunar. Starfsmaður til aö annast viðgeröir á vinnufatn- aði starfsfólks og annan saumaskap. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri Heilsuvemdarstöðvar Reykjavík- ur í síma 22400. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. nóvember 1984. Olafur Asgeirsson, sagnfræðingur og skólameistari á Akranesi, tekur viö stöðu þjóðskjalavarðar um áramótin. Bjami Vilhjálmsson, sem verið hefur þjóðskjalavöröur um árabil, lætur þá af störfum fyrir aldurs sakir. I samtali við DV sagði Olafur að verulegar breytingar væru í vændum í rekstri safnsins. Þjóðskjalasafnið heföi lengi búið við þröngan kost en nú væru ný lög um það i mótun og þar aö auki rýmkast bráölega um það þegar Landsbókasafniö verður flutt í Þjóðar- bókhlöðuna. Þjóðskjalasafnið sæti eft- ir það eitt að Safnahúsinu við Hverfis- götu. Olafur sagði að því væri þó ekki að leyna að gamla Safnahúsið væri ekki sér- lega vel til þess fallið að hýsa safn. Til dæmis væri það á mörgum hæðum en samt engin lyfta í húsinu. Húsiö er aftur á móti friðað og því afar erfitt að koma nauösynlegum breytingum við. Olafur sagðist sjá fram á það sem verkefni næstu ára að koma safninu í hentugt húsnæði. Starfi safnsins verð- ur einnig að breyta til að mæta kröfum nýrra tíma. T.d. verður aö leggja meiri áherslu á síðari tíma í sögu þjóð- arinnar en gert hefur verið. Olafur sagði það vissulega spenn- andi viðfangsefni að taka við stjórn safnsins þótt auövitað væri verkiö vandasamt. Hann sagöist hafa þjónað skólakerfinu flest starfsár sín en nú væri kominn timi til að sinna fræö- unum. Aö loknu námi í sagnfræöi tók kennsla við, fyrst við Menntaskólann við Hamrahlíö og stundakennsla við Háskólann. Frá árinu 1977 hefur Olafur síðan verið skólameistari á Akranesi. Eiginkona Olafs er Vilhelm- ína Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn. Frjáls álagn- ingá heimilis- og hljóm- flutnings- tækjum? — Flestar vörur bráðum með frjálsa álagningu A þessu ári hefur verið unnið að því að kanna hverjir möguleikamir eru á að koma á frjálsri álagningu á mis- munandi vöruflokka innan verslunar- innar. En eins og kunnugt er hafa flest- ar vömr verið háðar hámarksálagn- ingu. Þetta starf Verðiagsstofnunar er í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkis- stjórnarinnar um að hafa frjálsa álagningu í þeim greinum þar sem samkeppni er næg. Nú þegar hefur verið heimiluð frjáls álagning á mat- vöru, bilum og byggingarvörum. „Það er markvisst verið að fara í gegnum þá vöruflokka sem eru háðir verðlagsákvæðum. Næstu vöruflokkar sem verða teknir til umfjöllunar hjá Verðlagsráöi eru heimilistæki og hljómflutningstæki og býst ég við að það verði nú á næstu vikum,” sagði Guðmundur Sigurðsson, hagfræðingur hjá Verðlagsstofnun. Guðmundur sagði að þeir vöruflokk- ar sem teknir yrðu til umfjöllunar næst á eftir heimilistækjunum og hljóm- flutningstækjunum yröu líklega búsáhöld, fatnaöur og íþróttavörur. Ef svo fer að Verðlagsráð heimilar niður- fellingu verðlagsákvæða í þessum greinum verður frjáls álagning á flest- um vörum í verslunum. Þá er einnig gert ráð fyrir að kann- aður verði grundvöllurinn fyrir frjálsri verðlagningu í hinum ýmsu þjónustu- greinum. Þar kemur til greina ýmiss konar útseld vinna, s.s. verkstæðis- vinna. APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.