Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 42
42 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. Gamla fólklð að kikna undan háu lyf javerði: „ Tek 10 lyf daglega til að halda tífinu" „Það sem bjargar okkur er að við hvorki reykjum né drekkum. Eg veit svei mér ekki hvemig fólk sem reyk- ir fer að þvi aö lifa,” sagði Ragnheiö- ur Amadóttir ellilífeyrisþegi sem býr í Hátúni 12 ásamt manni sínum Zóphaniasi Benediktssyni. Þau hjón- in eru meðal fjölmargra eldrl borg- ara sem verða að nota lyf reglu- lega og hafa svo sannarlega fundið fyrir ákvörðun stjórnvalda frá því í mai þegar lyf og læknisþjónusta voru hækkuð svo um munaöi. Talið er aö frá 1. júní 1983 fram til 1. ágúst 1984 hafi þessir kostnaöarliöir hækkað um 300—400 prósent. ,jEg þarf aö taka 10 mismunandi tegundir lyfja daglega til að halda lífi,” sagði Zóphanías i samtali viö DV, „og auðvitað munar um þessa hækkun. Ætli ég fari ekki meö þús- und krónur á mánuöi bara í lyf. Þaö er einn áttundi af eililifeyri mínum.” „Svo þarf ég að greiða fyrir gigtar- sprauturnar mínar,” bætir Ragn- heiður kona hans viö en hún varð slæm í höndum eftir að hafa unniö viö ræstingar um árabil.,jEg fór illa á því aö vinda tuskumar.” Zóphanías og Ragnheiður hafa hvort fyrir sig um 8000 krónur í elli- lífeyri og þegar húsaleigan hefur verið greidd, bensín á bilinn og aðrar nauðþurftir er rétt til fyrir lyfjum. ,,En viö höldum vel utan um hlut- ina og kvörtum ekki á meðan við fáum lyfin og eigum fyrir mat,” sagði Ragnheiöur. -EIR. Ragnhelður Amadóttir og Zóphanias Benediktsson á heimili sínu að Hátúni 12: — Verð að nota 10 mismunandl tegundir iyfja til að halda lífi. DV-mynd Bjamleifur. t?3i56WSÚ£? Ödýr basictöiva. Virð kr. 1990, BO ss u Q 0JC3 u s: UU UUtD QUU s — II tíU!U PB~Iy U | s i' i ii .0. 0 Frábært Mjómfaaró kmnir þér að spia mað aðstoð Ijóss. Vsró kr. 3970, « « i « t V« '«*«'» tiuVi • « * « « & % « ú íi - íi £ W ti ' C 'w ií t*. Hí lil " j* -I naQB anaanaocia ddod «>£iaatíttaÉanaaaaB 'nr ÍUVINBMMSÍt: starðfrœóiföl og 10 aóisfnsóiumstanta. Tvð hólf fyrir mkmispiöt' ur (4k hvar) som geyma forrit sða upplýsmgar I aóa utan vió tðlv- una. Varó kr. 5280,- |Þegar gæðin eru á gjafverði. Umboðið Bankastræti, s. 27510. Er f rjáls húsa- leigumarkaður að hrynja? Leiga á íbúð af algengri stærð þyrfti að vera 35.000 krónur á mánuði til að eignin stæði undir kostnaði. Upphæðin er miðuð við afborganir, vexti, skatta og afskriftir af tveggja milljóna kr. eign í Reykjavík. Þessi niðurstaða kom fram á aðalfundi Húseigendafé- Iags Reyk javikur nú í haust. I ályktun fundarins er sagt að háir skattar og háir vextir eigi mestan þátt í að raunverulega er leiguhúsnæði hætt að vera á færi venjulegs fólks. Húseig- endur segja að íbúðum á frjálsum leigumarkaði fækki þvi vonlaust sé að leigja þær út með hagnaði. Fólk setji traust sitt á félagslegar aðgerðir í hús- næðismálum sem á endanum leiði ein- ungis til hærri skatta og enn frekari samdráttar á hinum almenna hús- næðismarkaði. A fundinum voru samþykktar álykt- anir um lækkun skatta og endurbætur á lánakerfinu þannig að fjárfesting í fbúðarhúsnæði geti orðið fýsilegri kostur en nú er. Vextir ríkis- víxla 27,77% Vextir á ríkisvíxlum eru nú 27,77% eftir siöasta útboö nú í vikunni. Alis voru boðnir víxlar að upphæð 30 milljónir króna. Sextán tilboð bárust í 26,5 milljónir en ríkissjóður tók tilboð- um í 25,5 milljónir. Næsta útboð ríkis- víxla verður i byrjun desember. Ríkisstjómin: Fellir niður söluskatt fyrir sjávar- útveginn „Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að fella niður söluskatt á aöföngum til sjávarútvegs,” sagði Albert Guð- mundsson á þingi i fyrrakvöld. Upp- lýsti ráðherrann að um tæplega 400 miiljóna króna tekjutap fyrir rfkissjóö væri að ræða. Þessu tekjutapi ríkis- sjóðs verður ekki mætt með auknum sköttum heldur lækkun útgjalda,” sagði fjármálaráðherra einnig. -ÞG BDUO MEST SELDIBILL Á ÍSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.