Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 18
18 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK 84019 raflínuvír 320 km. RARIK 84020 þverslár 1070 stk. Opnunardagur: þriðjudagur 11. desember 1984 kl. 14. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. ÍJtboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 12. nóvember 1984 og kosta kr. 200 hvert eintak. Rafmagnsveitur rikisins, Laugavegi 118,105 Reykjavik. LEtÐSÖGN SF. Þangbakka 10, býður þér aðstoö við nám. Ef þú býrð í Reykja- vík eða nágrenni, ert nemandi í grunnskóla eða framhalds- skóla eöa foreldri og átt barn í grunnskóla eða framhaldsskóla og finnst þörf á aö bæta námsárangurinn skaltu hafa samband við okkur. Við bjóðum stutt námskeið utan skólatíma, 8 stundir á mánuði í hverri námsgrein í 2ja, 4ra eða 6 manna hópum eða einstakl- ingskennslu, hjá kennurum sem hafa full réttindi og reynslu í starfi. Kannski vilja kunningjar mynda hóp saman. Námskeiðin hefjast 19. nóv. nk. Kennslustaður er að Þangbakka 10, á jarðhæð (vesturhlið) íbúðarblokkarinnar í Mjóddinni, Breiðholti I (SVR11,12,13 og 14 og SVK). Upplýsingar og innritun í síma 74831 eftir kl. 14.00 virka daga og um helgar. §11 Lausar stöðurhjá "I* Reykjavikurborg Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamning- um. Fóstrur við Hamraborg, Iðuborg, Múlaborg, Suðurborg, Sunnuborg, Vesturborg (um áramót) og Ægisborg. Fóstra — Þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldislega menntun til að sinna börnum með sérþarfir. Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimilis eða umsjónarfóstrur á skrifstofu Dag- vistar, í síma 27277. Línumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þarf helst að vera vanur. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri RR í síma 686222. Bókavörður hjá Borgarbókasafni Reykja- víkur. Upplýsingar veittar á skrifstofu Borgarbóka- safns í síma 27155. Skrifstofumaður á Slökkvistöðina í Reykjavík. Upplýsingar veitir Tryggvi ölafsson í síma 22040. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. nóvember 1984. Menning Menning Menning Njörður P. Njarðvík, Freyr Njarflarson: Ekkert mél Setbarg Reykjavik 1984.200 bls. 1 plaströrum utan af sprautum geyma pússerarnir heróínið sitt sem þeir herja út úr stóru dílerunum fyrir offjár og reyna svo að hafa nóg fyrir eigin neyslu meö því að selja djönk- urunum. „1 hverju röri voru fimm kvartar mældir í hettunni eöa tvær hálfar hettur og einn kvartur að auki. Götuverð á kvartinum var 250 danskarkrónur.” (27). Narkomanar lifa i þröngum heimi þar sem tíminn miðast við næsta fix. Ekkert — eða næstum ekkert — er til sem heitir fortíð. Framtíðin er bak við vegg eða utan við rörið. Allt tengist efninu í rörinu. Pússerar eru tregir til að fara út fyrir hverfið sem þeir búa í því alls staöar leynast hættur fyrir heróín- ista en þeir eru þó tiltölulega öruggir innan um sína lika. — En það er Njörður Njarðvík og Freyr NJarðarson HilWUR ÍRÖW aldrei lengi. Þegar þeir eru farnir að missa tökin á efninu hallar óðum undan fæti og aðrir rifa þá bókstaf- lega i sig, taka af þeim markaðinn eöa nota'þó til að sdja fyrir sjg upp á kommí, svindla svo á þeim eins og hægt er og niðuriægja á allan hátt. Löggan er ekki barnanna best. Fyrir utan fíknilögguna (oropatrulj- en), sem gerir skyndiáhlaup á hverfið og þurrkar allt upp og hreinsar götumar og hótelin af skyndikonum og pússerum, þá eru líka aðrir sem eru að leita aö glæpa- mönnum sem fremja ýmis ódæði til aö útvega sér stoff. Þannig er götusaliim — í þessu til- viki Freddý svarti — fimmfaldur þræll undir lok sögu. I fyrsta lagi er hann þræll heróinsins, — í öðru lagi er hann ofurseldur glæpalöggunni (Kim) sem mútar honum eða þving- ar hann til aö koma upp um glæpi i hverfinu, — í þriðja lagi er oropatruljen á eftir honum í leit að efninu, — í fjórða lagi er hann of- sóttur af Svartskegg, foringja mafíu- gæjanna, sem vilja hafa markaöinn fyrir sig, og i fimmta lagi eru þaö Júgóslavarnir meö Max í broddi fylkingar. Svo sannarlega viröast öll sund lok- uð fyrir Freddý. Það er ekki sjálf- gefiö aö losna úr helvíti heróínsins en það er auðvelt aö lenda þar ef dæma má af sögu Njarðar P. Njarðvík og Freys Njarðarsonar Ekkert mál sem kom út hjá Setbergi í þessari viku. Saga þeirra hefst á afgerandi augnabliki i lifi islensk3 unglings, þ.e. þegar hann sprautar sig i fyrsta sinn meö heróíni, „fixar sig” eins og það er kallað. Eftir upphafskaflann hverfa höfundar aftur í tímann og segja frá Freddý þar sem hann situr á islenskum sumardegi undir báru- jáminu viö Iðnó og hasspípan er látin ganga. Hann er sextán ára. Síðan er rakin stig af stigi saga Freddýs og eiturlyfjaneyslu hans, hvemig hún leiðir hann út i sölu til aö hafa pen- inga fyrir efninu og aö lokum út úr landinu þar sem greiöari aðgangur er að eiturlyfjum. Bókin er ákaflega áhrifamikil. Ekki er hægt að neita því að hún verður enn áhrifameiri þegar les- andi þykist vita að frásögnin sé byggð á reynslu þeirra feöga. Ætla má að margt af því sem fyrir kemur í sögunni hafi verið fært í stílinn, fyllt upp í eyður og magnað til að gera sögu eiturlyfjaneytandans samfellda stig af stigi. Rannveig G. Ágústsdóttir I frásögninni er komið beint að efn- inu og notað mál þeirra er hrærast í heimi dópsins. Allt óþarfa mas um rétt og rangt er útilokað. Umhverfi og athöfnum persóna er lifandi lýst. Lýsingar á veröldinni utan vitundar aðalpersónanna sitja ekki í fyrir- rúmi. Allur þungi sögunnar er fólginn í tjáningu á ástandi dópistans og ytri aöstæöum. Lesandi veit t.d. h'tiö um hvað Freddý hugsar um ástina eða lærdóminn því þetta hvorttveggja virðist útilokaö þegar Ufað er fyrir næstu sprautu. Hins vegar er áberandi hvemig timinn eins og skreppur saman. Hinar löngu íslensku lognnætur eru víðsfjarri. I staðinn eru örfáar stundir i morgunsárið áöur en fara verður af stað á ný aö útvega sér næsta fix. Dauðinn er á ferh innan um þetta unga fólk. Framtíð er engin. Frásögnin er raunsæ, ákaflega raunsæ og hrein og blátt áfram, laus við fordóma og laus við að reyna að ganga fram af lesanda með klámi. Það er ekki verið að velta sér upp úr forinni. Það er heldur ekki höföað til meöaumkunar lesanda. Lesandi þarf ekki aö tárast. Lesandi verður miklu fremur undrandi, hreint gáttaður, og svo opnast augu hans svo að hann sér allt í einu þennan heim með Lauga- vegi og Istedgade sem baðast i nýju ljósi, gulu. Lesandi veröur ekki samur á eftir, hvorki sá lesandi sem ekki hefur séð inn í heim eiturlyfja né hinn sem kominn er af stað þangað. Báöir sjá að það er lítil von um að komast aftur inn í hversdags- heiminn okkar og næsta öruggt að fá að deyja ungur. Persónur sögunnar skiptast í tvennt um líf og háttu. Það er unglingurinn ljóslifandi undir gervi- nafninu Freddý. Hann er aðalper- sónan skýrt mótuð. Hugsun hans hverfist ÖU um dóp. Aukapersónur eru einnig dregnar skýrum dráttum en fáum. Asta, sambýUskona Freddýs, er ein þeirra. Erfiðleika hennar er auðvelt að sjá þótt ekki sé fjasað mikið um tilfinningar hennar. Jesper er pússer og bókin er tUeink- uð honum. Lýsing hans er sterk, út- Uti og aðstæðum lýst en hann að öðru leyti látinn lýsa sér í samtölum. Jesper er eldri en Freddý og reynd- ari og hefur margt skynsamlegt að segja um heim eiturlyfjanna. Hann gerir sér engar gyUivonir og reynir að opna augu Freddýs fyrir víti heró- insins. Margar aukapersónur aðrar koma við sögu og eru fuUtrúar hinna ýmsu hópa neytenda, stigmagnaðar eftir ásigkomulagi. Aðrir hópar eru á sveimi eins og hrægammar. Bókin fjaUar um aUt ferUð: Að vakna tU eitursins — fyrst i smáum skömmtum sem leiða eðlUega tU annars og meira þar tU svo er komið að Dauðasprautan blasir við. Það hefur ekki verið skrifuð svona saga á Islandi fyrr. Ekki svona saga. Feðgarnir Njörður og Freyr hafa sagt frá lífi sem fæstir Islendingar þekkja af raun en virðist þó svo ískyggUega nærri ef litiö er tU þess hve landið er opið og ónumið af eitri ööru en brennivíni. Þeir hafa lagt mikinn metnað í verkið og sýnt frá- bært hugrekki. Þess vegna er frá- sögn þeirra svo sönn og fögur i hrika- leik sínum. Rannveig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.