Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 27
DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. 27 íþfóttir íþróttir íþróttir íþróttir • Adrian Heath — tryggðl Everton slgur gegn West Ham. Paul Mariner sagði nei! — vill ekki leika með Englandi í Tyrklandi. Auglýst eftir Clive Allen í sjónvarpi Frá Sigurbirnl Aðalstelnssynl, frétta- mannl DV í Englandi: — Paul Marlner, sem iék sinn fyrsta leik með Arsenal í þrjár vikur, gegn Aston Villa, neitaðl eftir leikinn að fara með enska landsiiðinu til Tyrklands. Mariner, sem fékk skurð 6 höfuð, þannlg að það þurfti að sauma sárið saman, sagðlst ekki vera tllbúlnn að fara til Tyrklands. Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englands, sem sá Mariner leika, sagðist vera mjög vonsvikinn yfir að Mariner gæfi ekki kost á sér. — Eg sagði við hann að hann hefði leikið vel og væri nógu góður fyrir mig, sagði Robson sem reyndi í 20 min. að fá Mariner til að breyta ákvörðun sinni,' enþað dugðiekki. Það veröur Clive Allen hjá Totten- ham sem tekur stöðu Mariners í lands- liðshópnum og þess má geta til gamans aö þaö var auglýst eftir honum i sjónvarpinu á laugardags- kvöldiö til að tilkynna honum að hann væri kominn í landsliöshópinn. -SigA/-SOS • Paul Mariner. Thompson til Aston Villa? Varnarmaðurinn Phil Thompson hjá Liverpool hefur ekkl náð að festa sig í aðalliðl félagsins á þessu keppnistimabili. Hann hefur nú fengið frjálsa sölu frá Llverpool og allar líkur eru taldar á að hann farl | til Aston VUla. Tcki hann stöðu ■ Steve Foster hjá Villa en hann mun I að öllum likindum verða seldur frá | félaginu innan tíðar. -SK. Aberdeen heldur sínu striki Aberdeen heldur sinu striki i Skot- landi — lagði Morton að velli, 3—1, á laugardaginn. Frank McDougall, Willle Miller og NeO Slmpson skoruðu mörk Aberdeen. David Cooper tryggði Glasgow Rangers jafntefll, 2—2, gegn Hibs í Edinborg. Þeir Frank McGarvey og „Mo” Johnstone skoruöu mörk Celtic, 2—0, gegn Dubarton. St. Mirren tapaöi 2—2 fyrir Hearts og Dundee mátti einnig þola tap á heimavelli, 0—2, f yrir Dundee United. Aberdeen er með 23 stig eftir 13 um- ferðir í Skotlandi, síðan kemur Celtic með 20, Rangers 18 og Hearts 15. -SOS. HELCAR REISUR Helgarreisur veita einstaklingum, fjölskyldum og hóp- um tækifæri til að njóta lífsins á nýstárlegan og skemmti- legan hátt, fjarri sinni heimabyggð. Fararstjórnin er í þín- g um höndum: Þú getur heimsótt vini og kunningja, farið í leikhús, á óperusýningu, hljómleika og listsýningar. Síðan ferðu út að borða á einhverjum góðum veitinga- stað og dansar fram á nótt. Stígðu ný spor í Helgarreisu Flugleiða! Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flug- leiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. FLUGLEIÐIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.