Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLANO JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsmgastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaarblað28kr._ Rétt hjá rektor BSRB samþykkti kjarasamningana eins og rökrétt var úr því sem komiö er. Verkfall þeirra stóö í nær mánuð, og oft fóru verkfallsmenn offari. Nú, þegar deilunni um kjörin er iokið, verður að hindra, að sú saga endurtaki sig. Almenningur á kröfu á því að verða ekki að þola bótalaust yfirgang verkfallsvarða, sem fara út fyrir valdsvið sitt. Verkfallsmenn mega ekki geta gengið að slíku vísu í kjaradeilum framvegis. Síðasti dagur BSRB-samninganna fór í afgreiðslu á kröfum BSRB um það, sem réttilega má kalla sakarupp- gjöf til handa þeim einstaklingum, sem fóru út fyrir mörk laga og réttar við verkfallsvörzlu. Ríkisstjómin var síðdegis þann dag neydd til að samþykkja þessa kröfu fyrir sitt leyti. Ymiss konar eftirmáh er þó. Kröfum gegn BSRB sjálfu hefur verið haldið áfram. Löggæzlumenn höfðust ekki að, þegar verkfallsverðir tóku völdin í sínar hendur, svo sem við hlið Keflavíkur- flugvallar, höfnina eða Háskólann. Vissulega er fráleitt, að lögreglumenn séu félagar í verkfallsfélagi við slíkar aðstæður. En eigi að halda slíku fyrirkomulagi, verður að minnsta kosti að fá úr skorið, hvar lögin eru. Verkfalls- verðir kunna í síðari tíma verkföllum enn að fara offari. En úrskurður í dómsmálum, sem í gangi eru, ætti að tryggja rétt almennings gegn slíkum uppvöðslumönnum. Þjóðviljinn hefur ítrekað ráðizt á háskólarektor fyrir að draga ekki til baka kæru á hendur BSRB fyrir verkfalls- vörzlu við Háskólann fyrstu verkfallsdagana. Fyrir rektor vakir að fá úr því skorið, hvort löglegt sé, að verk- fallsverðir hindri aðgang stúdenta að skólahúsi, sem forstöðumaður hefur opnað. Bótakröfur eru aukaatriði í þessu máli. Verkfallsverðir veittust að stúdentum og hafa valdið erfiðum töfum á námi þeirra. Svipað geröist í fleiri skólum. Þjóðviljinn segir í leiðara um málið: „Islenzkir menntamenn hafa samkvæmt hefð stutt baráttu launa- fólks með ráðum og dáð, og vonandi verður þeim stuðn- ingi fram haldið. Það má aldrei verða, að virtasta menntastofnun þjóðarinnar kæri verkalýðsfélag fyrir verkfallsvörzlu í lögmætu verkfalli. Kæruna verður að draga til baka.” Svo segir Þjóðviljinn. En mál eru öðru- vísi í laginu. Það gerðist í þessu verkfalli, að verkfalls- verðir snerust gegn menntamönnunum í skólunum. Hafi þessir menntamenn viljað styðja verkfallsmenn, reyndist það ógerningur við slíkar aðstæður og fráleitt að fara fram á slíkt. Það er því rétt hjá háskólarektor að halda kærimni til streitu. Búast má við, að meirihluti háskólaráðs styðji rektor í því. Þetta yrði gert til að tryggja í framtíðinni, að stúdentar geti sinnt námi sínu í friði. Sama gildir um kæru Flug- leiða og Amarflugs vegna yfirgangs verkfallsvarða gagn- vart farþegum, sem vildu fara um vallarhliðin. Sama gildir um kröfu Eimskips. Einnig tekst vonandi að hindra, að útvarpsmenn leggi fyrirvaralaust niður vinnu, áður en til löglegs verkfalls kemur, og skapi hættuástand, svo sem var fyrstu daga október. Slíkt yrði auðvitað bezt tryggt með frjálsu útvarpi. Þótt kjaradeila BSRB sé leyst, má ekki gleyma þessum eftirmála. Verkfallsverðir BSRB hundsuðu margsinnis úrskurði kjaradeilunefndar, sem ætlað er að afgreiða ágreiningsmálin. Ef til vill þarf að styrkja vald nefndar- innar með lagabreytingu, en hitt er líklegra, að hún hafi nú þegar nægt vald. Dómstólar skera úr. Haukur Helgason. Um vinnustaða- samninga og frelsi Bandalag jafnaðarmanna hefur í störfum sínum og stefnumótun lagt á það áherslu að eitt meginhlutverk laga og þá lagasetningar sé að tryggja fólki frelsi. Lög og lagafrumvörp ber að skoða í því ljósi hvort þau auki frelsi, tryggi þaö eða auðveldi fólki aö njóta þess. Það á að foröast að byggja inn i lög þá mannfyrirlitningu og bölsýni sem gerir ráð fyrir því að allir menn séu í eðli sínu skúrkar. Þessi afstaða er þó mjög áberandi í aliri lagasmíð á Islandi þar sem sífellt er verið að setja lög sem hefta frelsi eöa takmarka al- varlega aögang að því. Lög um stóttarfólög Bandalag jafnaðarmanna hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur. Þetta frumvarp er ekki lagt fram launþegahreyfing- unni til höfuðs, því er ekki ætlað að leggja niður starfandi stéttarfélög eða á nokkurn hátt að takmarka frelsi launþega til að ráða sínum málum, þvert á móti, með þessu frumvarpi teljum við okkur vera að leggja til um- talsverða rýmkun á réttindum fólks. Við fáum ekki séð að verið sé að koll- varpa stéttarfélögunum eða brjóta niður samstööu og skipulag verkalýðs- féiaganna. Skipulag verkalýðshreyf- ingarinnar er hennar mál og sem alþingismenn hafa flutningsmenn frumvarpsins engan áhuga á að hafa afskiptiaf því. Það verður þó að okkar mati ekki fram hjá því gengið aö allt skipulag launþegahreyfingarinnar hlýtur að miðast við lög um stéttarfélög og vinnudeilur sem samþykkt voru á Alþingi árið 1938. Það verður ekki á þaö fallist aö það geti talist alvarlegur glæpur eða jafnvel tilræði við verka- lýðshreyfinguna að rýmka þessa lög- gjöf og auka möguleika fólks á frelsi. Frelsi og hnefaróttur Það er athyglisvert að vinstrimenn og verkalýðsleiötogar á Islandi skuli ávallt tengja frelsi ofbeldisverkum, arðráni og ósigri lítilmagnans. Þeir leggja að jöfnu frelsi og hnefarétt, í þeirra eyrum jafngildir frelsi frum- skógarlögmáli. Þeir hafa gert frelsi að fagheiti á einhverjum sérstökum fjár- gróðaleiðum auðhygg jumanna. Bandalag jafnaðarmanna leggur áherslu á að sérhver einstaklingur á rétt á aö njóta alls þess frelsis sem A »í*eir leggja aö jöfnu frelsi og hnefarétt, í W þeirra eyrum jafngildir frelsi frum- skógarlögmáli.” Orðin frelsi, jafnrétti og bræðralag og þær hugmyndir sem þeim tengjast hafa löngum leitað á huga manna. Samtengd eins og í fyrirsögninni að ofan urðu þau fleyg í frönsku stjórnar- byltingunni. Síðan hafa þau verið höfð að einkunnarorðum þeirra, sem berjast fýrir rétti sínum og betri. heimi og jafnvel verið notuð í stjómarskrám þjóðríkja. Kvenfrelsi og bræðralag Af þeim þremur markmiðum sem greind eru í fyrirsögninni, hygg ég, að langbest hafi gengiö að koma á bræðralaginu. Við erum hins vegar mun skemur á veg komin með jafn- réttið, hvað þá frelsið. Það er annars eftirtektarvert og raunar upplýsandi, að ein af draumsýnum þeirra, sem börðust fyrir breyttri stjórnarskipan í Frakklandi á 18. öld skuli hafa verið bræðralag. Slíkt bræðraiag hefur án efa átt að tákna stuðning og samkennd milli manna. En hvaða manna? Oröið sjálft, bræöralag, gefur til kynna, að það vald, sem sækja átti úr hendi konungs, átti fyrst og fremst að dreif- ast til karlmanna, bræðra. Konur hafa verið og eru enn utan við valdakerfi heimsins, þar sem bræður deila og drottna. Þær hafa því litlu ráðið um hlutskipti sitt eða átt raunverulegt val um lífsferil sinn. Ekki hafa þær heldur getað ráðið því verðmætamati, sem lagt hefur verið til grundvallar, þegar þeirra eigin störf voru metin eða heiminum stjómað. Barátta kvenna tii að leita réttar sins á sér langa sögu, en hefur á sl. áratug orðið sterkari og fjölmennari en oft áöur. Sú barátta byggir m.a. á hugmyndum um kvenfrelsi. Konur skilja, að bræöralag útilokar jafnrétti GUÐRÚN AGNARS- DÓTTIR, ÞINGMAÐUR KVENNALISTA og frelsi. Réttindabarátta kvenna leitar eftir frelsi til að ráða yfir sjálfum sér en ekki láta ráöa yfir sér, né heldur að reyna að ráða yf ir öðrum. Kvenfrelsisbarátta leitast við aö sækja völd í hendur bræðranna tii aö dreifa þeim þannig, að sem flestir ein- staklingar verði virkir og ábyrgir við mótun samfélagsins og eigin líf sf erils. Kvenfrelsisbarátta hefur að leiðar- ljósi spuminguna: hvað kemur konum og bömum best? Það er ótvírætt, að það sem kemur konum og bömum best er jafnframt best fyrir karla. Kven- frelsisbarátta er því í eðli sínu mann- elsk. Frelsi eða helsi Það er mikið rætt um frelsi ein- staklingsins þessa dagana, og til eru þeir, sem hugsa svo mikið um frelsi, að þeir eru kallaðir frjálshyggjumenn. En þeir eru jafnframt iðnir við að rífa niður það velferöarþjóðfélag, sem hér hefur verið byggt upp og virðast helst vilja stýra leið okkar inn í frum- skóginn, þar sem lögmál hinna sterku, hæfu og efnuðu era einráð. Þá fer maður að spyrja sig: frelsi hvaða ein- staklinga og hvers konar frelsi? Er það frelsi til einhvers eða er það frelsifráeinhverju? Erþaðfrelsitilað gefa hinum sterku og hæfu lausan tauminn til sjálfsbjargar i þeirri trú og von, að við það muni þeir eflast svo mikið, að þjóöfélagið í heild hljóti að verða hagsælla og jafiiframt muni stærri og feitari bitar hrynja af borði þeirra til hinna veikari? Er það frelsi hins sterka til að kúga þann veika, ef honum býður svo við að horfa? Ef menn treysta ekki manninum til að A „Hvorki íslandi né mannkyninu í dag eru boðleg slík frjálshyggjulögmál né heldur getum við lifað af ef við fylgjum þeim.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.