Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 15
DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. 15 I skákinni á undan, þeirri 17., lék Karpov meö svörtu 12. -c5 og eftir 13. dxc5 bxc5 14. Rel Rb6 15. a4 Hc8 16. a5 sömdu þeir um jafntefli! 13. Hc2 c5 14. Hel Bb7 15. Be3 a5 16. Dcl a4 17. Hdl axb3 18. axb3 Bf6 19. Rel h6 20. Bf3 De7 21. Dd2 Ha3 22. Hbl Hd8 23. dxc5 Rxc5 24. Db4 Svo virðist sem svartur sé kominn í vandræöi en með næsta leik tekst hon- um nokkurn veginn aö halda í horfinu. 24. -d4! 25. Bxd4 Eftir 25. Dxa3?! dxe3 hefur svartur meira en nóg fyrir skiptamun. 25. -Hxb3! 26. Hxb3 Hxd4 27. Dxb6 Rxb3 28. Hc7! Hd7 29. Hxb7 Með drottningar á borðinu hefur ihvítur meiri vinningsmöguleika en 29. Hxd7 Dxd7 30. Bxb7 strandar á Ddl 31. Db4 Rd2 og svartur vinnur. 29. -Hxb7 30. Dxb7 Rd4 31. Kfl Dxb7 32. Bxb7 Rf5 — Hvítur á peði meira en öll peðin eru á sama væng, sem auk mislitra biskupa gerir sigurmöguleika ekki mikla. Karpov reyndi þó sitt ýtrasta og Kasparov fékk ekki jafntefli fyrr en eftir 93 leiki — lengsta skákin í einvíg- inutilþessa. Miles langefstur í Tilburg Af öðrum skákviðburðum í október, sem horfið hafa i skuggann vegna verkfalla, ber Interpolis-stórmótið í Tilburg í Hollandi hæst. Nú var sigur- vegarinn frá því í fyrra reyndar upptekinn við aö klekkja á áskorand- anum í Moskvu en mótið var engu að siður geysisterkt. Náði fjórtánda styrkleikaflokki FIDE — meðalstig 2595 stykki. Svona mót vilja oft verða jafnteflis- dauðanum að bráð og sigurvegarinn fær oftast ekki mjög hátt vinningshlut- faU í keppni svo jafnra skákmanna. Nú bar hins vegar svo við aö enski stór- meistarinn Anthony MUes stakk aðra keppendur af og vann glæstan sigur. Hlaut 8 vinninga af 11 en næstu menn höfðu einum og hálfum vinningi minna. Lokastaðan varö þessi. 1. Miles (Englandi) 8 v. 2. -5. Hubner (V-Þýskal.), RibU (Ungvland), Beljavsky og Tukmakov (Sovétríkin)61/2v. 6. Ljubojevic (Júgosl.) 6 v. 7. -8. Portisch (Ungvl.) og Timman (HoU.) 51/2 v. 9. Andersson (Svíþjóð) 5 v. 10. Smyslov (Sovétr.) 41/2 v. 11. Sosonki (HoUand) 3v. 12. Van der Wiel (HoUand) 2 l/2v. Miles var greinilega í miklu stuði á þessu móti, vann fimm skákir og gerði sex jafntefU — tapaöi ekki skák. Það var kominn tími tU að hann hristi af sér slyðruorðið. A síðari árum hefur hann orðið þekktur fyrir auðvelda sigra gegn sér lakari skákmönnum. En hann er baráttuglaður og á góðum degi getur hann unnið hvem sem er. Hér kemur skák hans við Timman. HoUendingurinn nær ekki tafljöfnun út úr byrjuninni og eftir mistök í miðtafl- inu lendir hann í úlfakreppu, sem hann losnar ekki út úr. Hvítt: Tony Miles Svart: Jan Timman Enskur leikur. I. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. (M) Be7 8. a3 Be6 9. d3 0-010. b4f6 Hér áður fyrr var jafnan leikið 10. -f5 II. Bb2 Bf6 en nú er í tísku að tefla traust. 11. Re4 Dd7 12. Bb2 a6 13. Dc2 Bh3 14. Rc5 Bxc515. Bxh3! Dxh316. Db3+ Kh8 17. bxc5 Rd718. d4! Smekkleg taflmennska MUes í byrj- uninni hefur gefið honum frumkvæðið. Hins vegar ekki 18. Dxb7? vegna 18. - De6! og hvíta drottningin á ekki aftur- kvæmt 18. -Hab8 Ef 18. -e4 19. Rd2 f5 leUcur hvítur að sjálfsögðu20. Dxb7. 19. dxe5 Rdxe5 20. Rxe5 fxe5(?) Betra er 20. -Rxe5 þó svo svartur nái ekki algjörlega að jafna taflið. 21. HadlHf6 22. f4! Hxf4 Þennan má líka gagnrýna en 22. - Hh6 23. Hf2 exf4 24. Df7 var engu betra. 23. Hxf4 exf4 24. Df7 Hg8 25. Hfl! Dg4. Ekki 25.-fxg3? 26.Dxg7+! Hxg7 27.HÍ8 mát. 26.Hxf4Dg527.Kg2Dxc5 28. He4! Df8 Aðrir leUcir eru ekki tU. Hvítur hótaöi 29. He8 og einnig drottningarfórninni á g7. 29. Dh5 Re7 Eina sjáanlega vörnin viö hótuninni 30. Hh4. 30. Dg5! Rg6? Tapar strax en 30.-RÍ5 31.Hf4 Re3+ 32.KÍ3 eða 30.-Rc6 31.Hh4 Df7 (31.-Dd6 32.DÍ5) 32.Dh6 Df5 33'.e4 leiðir á endanum tU sömu niðurstöðu. 31. Dxg6! — Og Timman gafst upp. Hann er mát eftir 31.-hxg6 32.Hh4. Sœvar og Benni tefla einvígi Það er ekki aðeins í Moskvu sem teflt er um titla. Sævar Bjamason og Benedikt Jónasson tefla nú fjögurra skáka einvígi í SkákheimiUnu við Grensásveg um titUinn „Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1984”. Þeir urðu jafnir og efstir á Haustmóti félagsins sem lauk fyrir skömmu og eins og lög gera ráð fyrir þurfa þeir að tefla um titUinn. Fyrsta skákin í ein- viginu fór í bið á miðvikudag en aöra skákina tefla þeir á mánudag. AUs tóku 140 skákmenn þátt í Haust- mótinu að þessu sinni og tefldu í sex flokkum. Tólf þeir stigahæstu skipuðu sér í A-flokk og var þar margur meistarinn saman kominn. þótt titU- hafana hafi vantaö. Stigahæstur var Sævar sem var heldur ekki seinn á sér að taka forystuna. Utlit var fýrir ömggan sigur hans en Benedikt tók góöan endasprett — vann fjórar síöustu skákirnar og náöi þar með Sævari. Þannig leit lokastaðan í A- flokkiút: I. —2. Sævar Bjarnason og Benedikt Jónasson8v. af 11. 3. HUmar Karlsson 7 v. 4. Þröstur ÞórhaUsson 61/2 v. 5. -6. Davíð Olafsson og Gunnar Gunnarsson 6 v. 7.-8. Guðmundur HaUdórsson og HaU- dór Jónsson5 v. 9.—10. Asgeir Þ. Árnason og Tómas Björnsson41/2 v. II. Sveinn Kristinsson 4 v. 12. Uros Ivanovic 21/2 (hætti er 2 umf. vorueftir). Baráttugleöin var í fyrirrúmi í þessu móti, eins og raunar jafnan í Haust- mótinu. Enginn slapp taplaus í gegn en þrír efstu töpuðu þó aðeins einni skák hver. Sævar og HUmar töpuöu fyrir Ásgeiri, sem annars var heUlum horfinn vegna skákbUndu á öðm auga og Tómas Björnsson var sá eini sem tókst aö leggja Benedikt að veUi. Tómas, Þröstur og Davíð, þrír ungir og efnilegir skákmenn úr TR, settu annars mikinn svip á mótiö og stóðu sig aUir með prýði. Verður fróðlegt að fylgjast með þessum nöfnum í fram- tíðinni og reyndar voru ungir og efni- legir skákmenn efstir í flestum flokkum mótsins. Andri Ass Grétars- son varð yfirburðasigurvegari í B- flokki, hlaut 9 1/2 v. I C-flokki varð Haraldur Baldursson efstur með 7 1/2 v., ÞráinnVigfússoníD-flokki með9v. og í E-flokki, þar sem teflt var eftir Monrad-kerfi, urðu Magnús Kjærnested og Þröstur Ámason hlut- skarpastir meö 9 v. af 11 mögulegum. Unglingameistari varð Amaldur Loftsson með7 v. af 9 mögulegum. Við skulum Uta á skák úr efsta flokki. Hér lætur Benedikt ljós sitt skina og andstæöingur hans er enginn annar en fyrrverandi Islandsmeistari og Skáksambandsforseti, Gunnar Gunnarsson. Hvítt: Benedikt Jónasson Svart: Gunnar Gunnarsson Sikileyjarvöm. I.e4 c5 2.RÍ3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 Rf6 5.Rc3 a6 6.Bc4 e6 7.Bb3 Be7 Venjulega notar svartur tækifærið og leikur 7.-b5! Svartur velur hér rólegri leið og skiptir von bráðar yfir í Sozin-afbrigðið svonefnda. 8.64) 04) 9.f4 Rc6 10.Be3 Dc7 ll.f5 Rxd412. Bxd4 b513.a3 Dd7? Rétt er 13.-e5, jafnvel þótt d5- reiturinn missi skjól og d-peðið verði bakstætt. Annað eins hefur nú sést í Sikileyjarvöminni. 14. Dd3 Hb8 15.fxe6 fxe6 16.Dh3! b4 17.axb4 Hxb418.Hadl Kh8? 19.Bc5! Þrumuleikur sem gerir svörtu stööuna harla vonlausa. Ef hrókurinn víkur sér undan kemur 20.e5 og leppunin eftir d-línunni ræður úr- slitum. Skiptamunsfórnin er þvinguð en svartur fær ekki fullnægjandi bætur. 19.-Hxb3 20.cxb3 Dc6 21.Ba3 Db6+ 22.Khl e5 23.Rd5 Db5 24.Dd3 Dxd3 25.Hxd3 Rxe4 26.Hdf3 Bf6 27.He3 Bb7 28. Hxe4Bxd529.He3? Onákvæmni í úrvinnslu. Eftir 29. Hxe5! koma leppunarstefin enn til skjalanna og hvítur vinnur létt. 29.-He8 30.Bxd6 e4 31.Hdl Bc6 32.Bb4 Bg5 33.Hg3 Bf4 34.Hc3 Bb5 35.Bc5 e3 36.Bxe3! Bxe3 37.Hel Kg8 38.Hcxe3 Hb8 39.He7 Kf8 40.Ha7 Hd8 41.h3 Hér fór skákin í biö en svartur gaf án þess að tefla áfram. Taflfélag Kópavogs Lítið hefur frést af starfsemi Tafl- félags Kópavogs undanfaríö en nú er félagið að vakna af dvalanum. öll starfsemi mun fara fram í Kópavogs- skóla í vetur. A þriðjudagskvöldum verða iéttar skákæfingar og fyrir- huguð er skákkennsla á laugardags- eftirmiðdögum fyrir unglinga. Haust- mót félagsins hefst síðan sunnudaginn 18. nóvember kl. 14 og veröa að líkindum tefldar 7 umferöir eftir Monrad-kerfi. I nýskipaðri stjóm TK eiga sæti: Siguröur Bjamason, formaður, Jömndur Þórðarson, gjaldkeri, og Haraldur Baldursson, ritari. JLÁ Smelltu þér í skíðaskóna og hafðu samband. Sfminn er 26900. SKtoáftim til frönsku eða austurrísku Alpanna Efskíðafiðringurinn er farinn að kitla þiggetur Úrval veittþér tímabundna lausn, en því miður er engin von um endanlega lækningu - állra síst eftir dvöl I frönsku eða austurrísku Ölpunum. COURCHEVEL Sérhannaðurskíðastaður I Frakklandi, og einn stærsti og bestiskíðastaður í heimi. Courchevel er svo ásetinn að við getum ekki boðið nema tvær ferðir, 15. og 29. mars (páskaferð). En við ábyrgjumst að tvær vikur á þessum draumastað verða hápunktur skíðaiðkana ársins enda er Courchevel í 1850 m hæð. Verð 15. mars kr. 36.100.- Verð 29. mars kr. 37.900.- Innifalið: Ftug til Genfar, rútuferðir, gisting í tvíbýli á Hotel Crystal 2000, íslensk fararstjórn, snjór, stórkostlegt útsýni og hálft fæði. BADGASTEIN Óskastaður skíðaunnenda á besta vetraríþróttasvæði austurrísku Alpanna. Óþrjótandi skíðabrekkur, stórkostleg þjónusta, fjölbreytt skemmtiaðstaða og margbrotið umhverfi, sem á eftir að heilla þig upp úr skíðaskónum. Badgastein er jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna - það er bara verst að þú hefur ekki nema tvær vikur til umráða. Brottfarir: 26/l, 9/2, 23/2 og 9/3. Verð og gististaðir: g Leimböck m/morgunverði frá kr. 21.360.- Gletschermuhle 3 m/morgunverði frá kr. 21.360.- Krone m/hálfu fæði frá s kr. 23.975,- Griiner Baum m/hálfu fæði frá kr. 31.475.- Wildbad m/hálfu fæði (sérpantað) frá kr. 32.190.- Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting í tvíbýli með baði, snjór, stórbrotið umhverfi og íslensk fararstjórn. FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVOL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.