Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. Spurningin Hvert er álit þitt á reyking- um? Magnús Ingólfsson slökkvillðsmaöur: Þetta er alveg baneitrað og þaö er mikil mengun af þessu bæði fyrir þá sem reykja og hina sem ekki reykja. Eg reyki aö vísu sjálfur en þaö ættu allir að foröast aö byrja. Þaö er svo erfittaö hætta. Birgir Guðjónsson trésmiður: Reyk- ingar eru auðvitað óhollar enda er ég sjálfur alltaf aö reyna aö hætta. En það gengur erfiölega. Jón Stefánsson, starfsmaöur SVR: Eg er á móti reykingum. Reykingar eru bæöi óhollar fyrir þá sem reykja og ekki síst fyrir þá sem reykja ekki. Ríkhard Thorstenssen verkstjóri: Reykingar eru auðvitað mjög heilsu- spillandi. Þó tel ég að pípan sé betri í því sambandi heldur en sígarettur. Lárus Magnússon smiður: Eg tel reyk- ingar mjög heilsuspillandi enda reyki ég ekki sjálfur. Reykingamenn eitra bæði fyrir sér og öðrum. Aðalsteinn Svavarsson húsasmiður: Mér finnast reykingar alveg sjálfsagðar enda reyki ég sjálfur. Þær eru að vísu óhollar en ég læt mig samt hafa það. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur „Við viljum bjór!” Ófeigur skrifar: Enn á ný á að fara að taka upp bjórmálið á Alþingi okkar Islend- inga, siðapostulum og öðrum þurrum til mikillar gremju væntan- lega. Þaö er í ófá skipti sem þing- menn hafa látið undan slíkum þrýsti- hópum af ótta við, sumir hverjir, að missa dýrmæt atkvæði. Hins vegar sér að sjálfsögðu hver heilvita maður hvílík tvöfeldni hefur ríkt í áfengismálum hér á landi í fjölda ára og segja má aö áfengislöggjöfin sé ekkert nema orðin tóm. Hér á aö vera bann við innflutningi á sterku öli. Þó er allt landið fljótandi í bjór, en er aöeins forréttindi nokkurra stétta að útvega, t.d. flugfreyja, sjó- manna og sendiráðsmanna, sem selja síöan alþýðu manna munaðinn á tvöföldu veröi. Fyrir utan þetta er fjöldinn allur af bjórstofum víðs vegar um bæinn sem selja styrkt öl, þ.e.a.s. pilsner með brennivínsstyrkingu. Já, það er engin furða að útlendir hristi höfuöið þegar þeir heyra um aðra eins vitleysu. Það er einnig alveg einstakt að hlusta á rök siðapostulanna gegn inn- flutningi á sterku öli. Þeir segja m.a. að þetta muni verða til þess að áfengisvandi íslensku þjóðarinnar muni stóraukast. En mér er spurn: Getur þessi vandi okkar oröið öllu verri? 0 nei, það er alveg á hreinu að það getur hann ekki orðið og síst með til- komu bjórsins. Drykkjusiðir okkar eru frægir víða um veröld og ekki síst sést það á háu hlutfalli alkóhól- isma hér á landi. Því myndi bjórinn og aukinn áróður fýrir neyslu léttari vína bætta drykkjuvenjur okkar, eða a.m.k. komandi kynslóðar. Kæru þingmenn! Fyrst þið hafiö alltaf verið hræddir viö að láta fólkið í landinu skera úr um þetta mál með þjóðaratkvæðagreiöslu sýnið þá þann manndóm að leyfa meirihiuta fólksins í landinu að ráða hvaö það drekkur og hvenær. Meirihluti þjóðarinnar vill að nokkrir þreyttir siðapostular hætti að hafa „vit” fyrir henni. Viö viljum bjór! Bjórinn margumrœddi höndlaður i Fríhöfninni, on sé maður ferða- maðurþé ku vora leyfilogt að taka inn i landið oinar 12 dósir af þessum forboðna drykk. Tvöföld áfengisiöggjöf? 'T-SI ^jjS JfT Skautað é Melavellinum en þar verður eins og áður skautasvell i vetur. Aiiir é skautal Hvar á að skauta? Ríkisútvarpiö er rýrt í roöinu Sigrún hringdi: Mig langar að vekja athygli á aðstöðuleysi skautaáhugamanna í Reykjavík. Það er alveg sorglegt hvað skautaíþróttinni er gert lágt undir höfði hérlendis. Getur verið að tjörnin með sínum vökum eigi aö vera eina skautasvell okkar í vetur? Mig langar að vita hvort ekki standi til að gera skautasvæði fyrir skautafólk í vetur og hvar það myndi verða. Halldór Sigurðsson hringdi: Eg flutti vörur til iandsins með flug- fragt sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi en gat ekki leyst þær út vegna verkfallsins. Núna gat ég leyst þær út en það sem gerist er það að þegar fluttar eru inn vörur með flugi þá hefur maður heimild til þess aö lækka aðflutningsgjöld til tollsins ef vörurnar eru leystar út innan ákveöins tíma. Þannig að ég fylli út tollskýrsluna eins og vera ber og ætlast til þess að fá þessa fyrirgreiðslu. En þá segir tollurinn nei. Bjg spyr þá að því hvernig ég hafi átt að leysa út vörurnar meðan tollurinn var í verkfalli. Þá fæ ég það svar að það sé ekki þeirra mál og ég geti reynt að tala við ráðuneytiö. Ekki nóg meö það að ég þurfi að borga hærri skatt vegna þeirra launa sem þetta fólk fékk, heldur þarf ég líka að borga DV hafði samband við Baldur Jónsson vallarstjóra: Hann sagði aö gert yrði skautasvell á Melavellinum nú eins og endranær. Það hefði ekki reynst unnt ennþá vegna þess hversu lítið frost hefði verið að undanförnu. „Það eina sem stendur á núna er frostið,” sagði Baldur. Skautaáhugamenn ættu þvi ekki aö þurfa að örvænta um svell meðan frosthörkur eru nægar. sektir fyrir aö það var í verkfalli. Þetta finnst mér ósanngjarnt. Áskrifandi skrifar: Nú er fólkiö búið að fá aftur ríkis- skipaða fjölmiðilinn sinn. — En svo mjög sem þessi ríkisfjölmiðill sór sig í ætt einokunarstofnunar, áður en fólk fékk forsmekk að öðrum og frjálsari útvarpsstöðvum, sést nú eftir á að þessi steingervingur, Ríkisútvarpið, er algjörlega stöönuð stofnun og tækni- lega ófullkomin. Dagskrá hvorrar stofnunar fyrir sig, útvarps og sjónvarps, laugardaga er gott dæmi, daga sem allflestir eru í helgarfríi og hafa gott tækifæri til að njóta einhvers frá þeim ef um það væri að ræða. tJtvarpsdagskrá samanstendur af bæn, morgunorði og orði kvöldsins og þess á milli af einhverjum afkára- legum þáttum, þar sem mestur tími fer í þakka „aðstoð” tæknimanna og annars starfsfólks sem lagt hafa flytjendum lið og voru til halds og trausts. — Allt í formi vanefna og van- kunnáttu. Því ekki að þakka útvarps- ráði og ættingjum? Þingmaður Alþýðuflokksins, sá er lætur móöan mása á Alþingi um van- hæfni og framsögn í hinum frjálsu út- varpsstöövum, sem risu upp í verk- fallinu, hefði átt að hlusta á hvernig fréttamaður RtJV notaöi orðið „margur” í fréttatíma fyrra laugar- dagskvöld. — Já, það er víða pottur brotinn! I útvarpi var ekki að finna t.d. einn tónlistarþátt með vinsælum stórhljóm- sveitum úr dans- eða dægurlaga- heiminum. — I Keflavíkurútvarpinu gat maður þó notiö þess. Allan sunnu- daginn t.d. má hlusta á vinsæla tónlist, ekki endilega popp eða nýbylgjutón- list, heldur lög sem hafa oröið vinsæl hjá öllum almenningi gegnum árin. Meðan á verkfalli stóð höfum við frjálsar útvarpsstöðvar um tíma. Nú höfum við þó Keflavíkurútvarpið, en væri það ekki í gangi þá væri illa farið. Ekki er sjónvarpiö skárra, raunar margfalt verra en hljóðvarpið. — Á laugardagskvöld þetta voru 2 kvik- myndir. önnur frá 1956, hin, Lér konungur, bresk óþverramynd, „ekki við hæfi barna” — að sjálfsögöu! Og nú eru þeir farnir aö nafngreina þulina á skjánum, eftir verkfallið, eins og þeir séu eitthvað aöalatriöi! — Og í lok dagskrár birtist svo getrauna- mynd! — Nafnið kemur ekki fyrr en síöast. En gaman að glíma við það! Þetta er nú sniðugt hjá þeim. Það er líka gaman þegar frétta- maður sjónvarps réttir fram launa- seðil að ráðherra og segir: „Þetta hef ég nú í laun.” — Því fær hann sér ekki vinnu á „frjálsa markaöinum” sem þeir ríkisstarfsmenn segja að sé miklu ríflegri í launagreiðslum? En hvað ætlar RUV að bjóða áskrifendum í miskabætur fyrir nærri mánaðarhlé í verkfalli? Verður hluti afnotagjalds endurgreiddur? Útvarpsþuíirnir Jón og Pétur Áhugamaður um eðlilegan útvarps- rekstur skrifar: Ég held að það ætti að verða fyrsta verkefni Markúsar Antonssonar að huga aö störfum Jóns Múla og Péturs Péturssonar. Þeir hafa sýnt þaö og sannað að þeir eru gjörsam- lega óhæfir sem þulir hjá útvarpinu. Pétur virðist vera einn af þeim sem troða skoðunum sínum upp á aðra þegar ókleift reynist að vinna þeim hylli á eölilegan máta. Hvar í heiminum kæmist þulur upp með annað eins? Vegna þess að Pétur er ósáttur við tónlistina sem Jónína velur í leikfimina sína þá spilar hann sinfóníutónlist inn í þáttinn hennar til að mótmæla. Þvílík frekja. Mín skoðun er sú að hún velji bara virki- lega létta og skemmtilega tónlist og haldi því vonandi áfram þrátt fyrir mótmæli einhvers manns sem fer í fýlu ef hann fær ekki að ráöa öllu. Heyrst hefur að Jón Múli breyti beinlínis fréttum ef þæreru ekki nógu marxistalegar eða nógu hagstæðar í þá áttina. Þvílík óskammfeilni. Ekki veit ég hvað þriðji hlekkur í útvarps- f jölskyldunni hefur gert af sér ef það er þá eitthvað, en engum þarf að láta sér detta það i hug aö þetta sé það eins sem þeir vinir, skoðanabræöur og feðgar hafa staðiö fyrir. Maður hefur beinlinis heyrt starfsfólk innan útvarpsins kvarta undan frekju og yfirgangi þessara manna. Nei, nú er kominn tími til að hreinsa til hjá útvarpinu. Borgað fyrir verk- fall í tollinum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.