Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1984, Blaðsíða 10
10 DV. MANUDAGUR12. NOVEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd hann til þess fylgis yngri stjóm- málamanna og þar á meðal tveggja fyrrverandi borgarstjóra Palermo, Giuseppe Insalaco og Elda Pucci. Báðir eru talsmenn hreinsunar innan stjómkerfisins. Neyddur frá eftir 3 mánuði Insalaco, sem var borgarstjóri Palermo fyrr á þessu ári, en aöeins í þrjá mánuði, segir að stjórn hans hafi strandað þegar nokkrir for- vígismenn flokksins í borginni ömuð- ust við tilburðum hans til þess að hreinsa til innan stjórnkerfis hennar. — „Kristilegi demókrataflokkurinn hefur verið í greipum sömu valda- klíkunnar í 20 ár og afleiðingar blasa viö öilum,” sagöi hann í viötali viö fréttamann Reuters. Strax eftir að hann kom til emb- ættis haföi hann fyrirskipað, öfugt við það sem hafði verið venja, að all- ar framkvæmdir á vegum borgar- innar skyldu boðnar út lægstbjóð- anda. — Hitt er vitað að verktakar í eigu mafíunnar hafa mataö krókinn með því að fá í gegnum sín pólitisku sambönd úthlutað verkefnum á veg- um borgarinnar. — Insalaco segist hafa orðið að gjalda þessarar afstööu sinnar dým verði. „Mér og fjöl- skyldu minni var hótað dauða, sím- leiðis og bréfleiðis,” segir hann. I síö- asta mánuöi var bifreið hans sprengd í loft upp sama daginn sem hann flaug til Rómar til þess að bera vitni fyrir mafíunefnd þingsins. Þetta er sígilt mafíubragð, meint til viðvörunar. I dag fylgja sex vopnað- ir lífverðir Insalaco í brynvarinni bifreið hvert sem hann þarf að fara utan heimilis. Forveri Insalaco, Elda Pucci, hafði verið afgreiddur burt úr borg- arstjóraembættinu með svipuðum hætti. — „Einn góðan veðurdag var mér sagt að ég væri ekki lengur borgarstjóri og aö ég gæti hypjað mig heim,” sagöi Pucci í viðtali við Reuter. — „Eg komst á þá skoöun að hver sá sem reyndi að framfylgja lögum viö stjórn borgarinnar hlyti aö reka sig á það sama og ég. ” Þessir tveir em báðir þeirrar skoð- unar aö meðal borgarbúa sé mikill vilji fyrir því að gömlu stjórnmála- foringjunum verði þokað út úr áhrifasætum sínum. — „Hvar sem ég fer taka menn í hönd mér, heilsa mér eða hvetja til dáða,” segir Insalaco. ,,Fólkið í Palermo er orðiö 25 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 21/z millj. króna KR. 100,- UPPLÝSINGASÍMI 83947 VINNINGA BER AÐ VITJA INNAN ÁRS til eiturlyfjamarkaöarins í Banda- ríkjunum, var upprættur yfirtók sikileyska mafían þessa eiturlyfja- verslun á áttunda áratugnum. Síðan hefur hún tútnað út af auði og völd- um þegar bófamir veittu hinum hrikalega hagnaði heróínsölunnar út í athafnalífið og fjárfestu í „lög- legri”kaupsýslu. Pólitísku samböndin Embættismenn í Palermo telja for- sendu þess að herferðin skili varan- legum árangri að upp verði rakinn samvefnaður embættisaöals og Buscetta við komuna til Rómar i júli síöasta sumar þar sem hann leysti frá skjóðunni um mafiuna. stjómmálamanna við þessi skipu- lögöu glæpasamtök. Rannsóknaraðilar kalla „vemd- ara” mafíunnar í stjórnmálalífinu „þriðja lagið” í kerfisuppbyggingu mafíunnar, en bófamir á götunni og foringjar þeirra fylla neðstu „tvö lögin”. — Fyrr í þessum mánuði var Vito Ciancimino, fyrrum borgar- stjóri kristilegra demókrata í Palermo, skikkaður til að flytja til bæjarins Patti á meðan sérskipaður rannsóknardómari reynir að grafa upp meint tengsl hans við mafíuna. Formaður Kristilega demókrata- flokksins á Sikiley hefur sent hvern erindreka sinn af öðrum til Palermo með fyrirmælum um að binda enda á togstreitu flokksforystumanna þar og yngri kynslóðar stjórnmála- manna. Síöast valdi hann Sergio Mattarella, en bróðir hans, Piersanti Mattarella, var myrtur af mafíunni 1980. — Mattarella var falið að endurskipuleggja flokkinn og nýtur Það kann að vera komið að kross- götum í baráttunni gegn mafíunni á Sikiley. Lögreglan hefur smalað hundruðum mafíubófa í fangelsin og yngri kynslóð stjórxunálamanna gengur nú hart eftir því að tekið verði fyrir spillinguna í embættis- manna- og stjómunarkerfinu. I Palermo, höfuðborg Sikileyjar, segir þessi nýja kynslóð stjórnmála- manna og menntamanna að þessi at- laga gegn mafíunni geti veitt sögu- legt tækifæri til þess aö losa eyjar- skeggja endanlega úr klóm þessara skuggalegu samtaka. Hreinsun innan ráðaflokks Flokksforysta kristilegra demó- krata á Sikiley, en sá flokkur hefur meirihluta í öUum bæjar- og sveitar- stjómum eyjarinnar, hefur skipaö virtan stjórnmálamann til þess að hreinsa til meöal starfsmanna for- vígisliðs flokksins, en það er for- senda og veigamikill liöur í hreinsun embættismannakerfisins. Dómarar hafa gefiö út nær 500 handtökuskipanir í tveim meirihátt- ar atlögum lögreglunnar gegn mafí- unni síðasta mánuðinn. Meira en 120 meintir mafíubófar á Sikiley og meginlandi Italíu hafa verið hand- teknir. Mafía-capó ber vitni Margar þessar handtökur eru í krafti vitnisburðar fimmtíu og sex ára gamals mafíuforingja, Tommaso Buscetta, og annars meiri- háttar foringja að nafni Antonio Con- torno. Þeir hafa báðir boðiö yfirvald- inu samstarf í rannsóknum á myrkra verkum mafíunnar. Buscetta þessi er fyrsti háttsetti mafíuforinginn sem rýfur „omerta”- lögmálið (þagnareiðinn) síðan Joe Valachi gerðist vitni ákæruvaldsins í Bandaíkjunum fyrir tuttugu árum í baráttunni gegn hinni amerísku mafíu. Mesta herðferð í 50 ár Þessi herferö yfirvalda núna á sér ekki hliðstæðu síðan Mussólíni gekk hvað haröast í skrokk á henni á þriðja áratugnum, eða öllu heldur „járnlögreglustjóri” hans, Cesare ■ Mori. Eftir að „franska sambandið”, heróínsmyglhringurinn, sem teygði sig frá Gullna þríhymingnum austur í Asíu í gegnum Korsíku og Marseille Nokkrlr hinna mörgu mafíósa sem lögreglan í Palermo smalaði saman í síð- asta mánuði. langþreytt á því aö vera kallaö mafíuhyski.” Handtökur í Ameríku Skömmu eftir síðarí atlöguna gegn mafíunni á Sikiley voru 28 banda- rískir og ítalskir mafíufélagar í New York, Hlinois, New Jersey, Michigan og Wisconsin handteknir og strax hafinn undirbúningur að því að fram- selja þá yfirvöldum Italíu. Bandarísk yfirvöld og ítölsk hafa eflt mjög samstarf sitt á seinni árum gegn mafíunni. Tommaso Buscetta, sem geymdur er við stranga vörslu í einbýlishúsi í Róm, hefur ekki aðeins bent á bófa sem bera ábyrgð á meira en 100 morðum (þar á meðal á morðinu á Dalla Chiesa lögregluhershöfðingja sem vegna orðstírs síns eftir fram- gönguna gegn Rauðu herdeildinni var sendur til Palermo til höfuös mafíunni) heldur hefur hann ljóstrað öllu upp um innviöi mafíunnar og kerfisuppbyggingu. Upplýsingar hans ná allt aftur til 1950. Buscetta Lögreglan hafði lengi haft auga- stað á Buscetta. Hann var banda- maður Badalamenti-f jölskyldunnar í Palermo en hafði flúið til meginlands Italíu 1970 og síöan flust til New York, þar sem hann gekk að eiga aðra konu, eignaðist með henni dótt-, ur og nýja pizzasölustaði. Hann átti ennfremur eignir í Brasilíu og aflaði sér sambanda með þeim þegar kókaínrennsliö til Bandarikjanna frá S-Ameríku tók að örvast. Hann var handtekinn í Brasilíu 1972 þegar lög- reglan fann 60 kg af heróíni á búgarði hans. Var hann framseldur ítölskum yfirvöldum og varði næstu átta árum í ýmsum fangelsum, en lifði þar þó lúxush'fi. Honum leiöst meira að segja að efna til brúðkaups dóttur sinnar innan múra fangelsisins. Ekki afplánaöi hann dóminn til fulls því að eftir góða hegöan leyfði dómari honum að gerast útigöngufangi sem starfaði að iðn f jölskyldu hans, gler- skurði á daginn, en gaf sig fram undir kvöldið í fangelsinu. Kvöld eitt 1980 sneri hann ekki aftur heldur sneri hann til Brasilíu þar sem hann gekk að eiga þriðju konu sína. Hún er sögð svo fögur að hann gekkst undir andlitslyftingu til þess að verka áfram aðlaðandi á hana. 1982 laumaðist Buscetta aftur til Palermo á fölsku vegabréfi til þess að aðstoða glæpaklíku sína við aö ná aftur fyrri tökum, en þau hafði Luciano Liggio, harðjaxl frá Corleone á Vestur-Sikiley, hrifsað af þeim. Fór halloka I bófastríðinu urðu miklar blóðsút- hellingar í Buscetta-fjölskyldunni. Tengdasonur hans var skotinn til bana og daginn eftir þrír foringjar hans. Áður en langt um leið lágu bróöir hans og frændi einnig í valnum. Tveir synir Buscetta eru !týndir ogtaldiraf. Buscetta sá sig knúinn til þess aö flýja aftur til Brasilíu, en í október 1983 var hann handtekinn að ósk ítalskra yf irvalda og stóö til að fram- selja hann. þegar hann, eftir tilraun til sjálfsmorðs, bauð samstarf. Ymsar kenningar eru uppi um hvað honum gangi til: Otti við þá tvo mafíuguðfeöur sem eru á höttunum eftir honum, kvíöi fyrir frekari fangelsisvist, þar sem mafían á sömuleiðis auðvelt með að fyrirkoma honum, heiftarhugur í garð keppi- nautanna fyrir morðin á ættmennum hans og vinum. — Eins er Buscetta, sem er af gamla skólanum, sagður hneykslaður á hegðan mafíuguð- feðra í dag. Blóöþorstinn og æruleys- ið er sagt algjört í dag meðal þessara foringja á meðan eldri foringjar fyrirstríðsáranna voru að vísu einnig miskunnarlausir og grimmir þegar því var að skipta, en virtu þó ákveðn- ar umgengnisreglur í samskiptum innbyrðis. I dag er sagt að fyrr sé gripið til byssunnar og sprengjunnar en samningaumleitana eða múta. 1984 Afmælishappdrætti HJABTAVERND HJARTAVERNDAR Til ibúðakaupa kr. 1 .OOO.OOO,- 1964 - 1984 Dregið 16. nóvember 1984 2. vinningur: Fólksbifreið VW Santana LX, 4 dyra árgerð 1984 3. vinningur: Greiðsla upp í íbúð kr. 300.000,- 4. vinningur: Greiðsla upp í íbúð kr. 200.000,- kr. 485.000,- 5.- 7.3 myndbandstæki, hvert á kr. 45 þús........ 135.000.- 8.-15.8 utanlandsferðir eftir vali, hver á kr. 35 þús. .. 280.000.- 16.-25.10 heimilistölvur, hverá kr. 10 þús........ 100.000,- HÓRÐATLAGA AÐ MAFÍUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.